Morgunblaðið - 13.10.2003, Page 23

Morgunblaðið - 13.10.2003, Page 23
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. OKTÓBER 2003 23 ✝ Bjarnveig BorgPétursdóttir fæddist í Reykjavík 15. desember 1946. Hún andaðist á heimili sínu í Hafn- arfirði 30. september síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru hjón- in Aðalheiður Dís Þórðardóttir, f. 24.11. 1923, d. 2.6. 2002, og Pétur Stef- ánsson, f. 17.10. 1920, d. 6.12. 1988. Bróðir hennar var Borgþór Ómar, f. 24.2. 1949, d. 19.6. 2003, kvæntur Elísabetu Ó. Ellerup, f. 14.3. 1950. Bjarnveig giftist 14.12. 1968 Eyjólfi Halldórssyni rafvéla- virkja, f. 26.8. 1943, d. 18.9. 2001. Foreldrar hans eru Hulda Heið- rún Eyjólfsdóttir f. 30.5. 1919, og Halldór B. Ólason, f. 29.12. 1920. Synir Bjarnveigar og Eyjólfs eru: 1) Pétur Bergmann, f. 16.4. 1965. 2) Garðar Rafn, f. 20.8. 1969, kvæntur Guðmundu Matt- híasdóttur, f. 24.4. 1970, dóttir þeirra er Þóra Dís, f. 15.1. 2003. 3) Þorri Freyr, f. 7.2. 1973. Bjarnveig vann við afgreiðslustörf um árabil hjá Kron en lengst af vann hún við skrifstofustörf í fjöl- skyldufyrirtækinu Drift, Dals- hrauni 10, Hafnarfirði. Þá var hún til margra ára virk- ur félagi í systrafélagi Víðistaða- sóknar. Útför Bjarnveigar verður gerð frá Víðistaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Í dag minnumst við Baddýjar mágkonu minnar og frænku. Við viljum þakka henni fyrir góðar sam- verustundir, þá sérstaklega jólanna hjá ömmu Dídí í Blómvangnum. Þar var fjölskyldan öll saman komin til að gleðjast og borða góðan mat. Meðan Baddý hafði heilsu til hafði hún unun af alls kyns föndri og handavinnu. Hún föndraði marga fallega hluti fyrir jólin og fengu þá allir sinn jólapoka sem hún saumaði og myndskreytti. Baddý hafði mjög gaman af því að ferðast innanlands sem utan. Þær voru ófáar ferðirnar til London þar sem kvenfólkið í fjölskyldunni lagði land undir fót og skemmti sér vel við búðaráp og nutu góðra veitinga á veitingahúsum borgarinnar. Minnist Libbý, mágkona þín, hve þessar ferðir voru skemmtilegar og hefðu þær mátt verða fleiri. Við viljum votta Pétri, Þorra, Garðari, Guðmundu og Þóru Dís samúð okkar. Elísabeth Ellerup og fjölskylda. Ef öndvert allt þér gengur og undan halla fer, skal sókn í huga hafin, og hún mun bjarga þér. Við getum eigin ævi í óskafarveg leitt og vaxið hverjum vanda, sé vilja beitt. Þar einn leit naktar auðnir, sér annar blómaskrúð. Það verður, sem þú væntir. Það vex, sem að er hlúð. Þú rækta rósir vona í reit þíns hjarta skalt, og búast við því bezta, þó blási kalt. Þó örlög öllum væru á ókunn bókfell skráð, það næst úr nornahöndum, sem nógu heitt er þráð. Ég endurtek í anda þrjú orð við hver mitt spor: Fegurð, gleði, friður – mitt faðirvor. (Kristján frá Djúpalæk.) Elsku Baddý mín. Nú ert þú horfin yfir móðuna miklu og komin í faðm ástvina þinna. Ég er harmi slegin, þú kvaddir svo fljótt. Á síðastliðnum tveimur árum eru farin á undan þér móðir þín, maðurinn þinn og eini bróðurinn sem þú áttir. Söknuðurinn við fráfall þeirra var þér mjög sár, en ég vona og veit að þau hafa tekið vel á móti þér. Nú ertu ekki einmana lengur eins og þú sagðir oft við mig. Það rökkvar óneitanlega þegar það slökknar á svo skæru ljósi svona fljótt. Við töluðum oft saman um ferða- lög og fórum í eitt slíkt saman til London fyrir stuttu og skemmtum okkur konunglega. Þú ert yndisleg- ur ferðafélagi og ég veit að við eigum eftir að ferðast miklu meira saman. Ég geymi í hjarta mínu allar mín- ar björtu minningar um þig um ald- ur og ævi, Baddý mín. Megir þú hvíla í friði, elsku vina mín. Þín frænka Dagbjört Borg. Nú er elsku frænka mín, hún Baddý, farin eftir erfið veikindi síð- ustu árin. Hún fæddist á heimili mínu, í Grjótagötunni, og bjó þar fyrstu æviárin. Þessi litla hnáta varð mér strax mjög kær, því þær voru ófáar ánægjustundirnar, sem hún veitti mér. Hún var einstaklega fjörugt og skemmtilegt barn með skopskynið strax í lagi. Var henni oft mikið niðri fyrir og þurfti að fá mörgum spurningum svarað. Var ekki frítt við að maður bæri stundum svolítinn kvíðboga fyrir spurningum hennar um samferðamennina, sem hún bar fram hátt og snjallt. Eins og t.d. þegar hún spurði mig, hvort skít- uga konan, sem stóð við hlið okkar, ætti enga sápu til að þvo sér með. Vesalings konan var mjög freknótt og tók þessari athugasemd svo illa, að hún fór að háskæla. Það var ætíð mikill samgangur á milli fjölskyldna okkar og lengst af komið saman á hátíðis- og tyllidög- um. Einnig fórum við oft saman í skemmtileg og eftirminnileg ferða- lög, bæði utanlands- og innan. Var aldrei nein lognmolla kringum Baddý. Blessuð sé minning þín. Sigurbjörg. Kvödd er í dag kær vinkona mín ,,Baddý“ sem látin er langt um aldur fram aðeins 56 ára. Kynni okkar fylltu fjóra áratugi en við kynntumst á unglingsárum við sumarstörf í Ísbirninum. Þarna hófst okkar vinátta sem hélst nær óslitin alla tíð, komu þó þeir tímar að við slökuðum á en aldrei rofnaði sambandið alveg. Margt var brallað á þessum árum. Minnisstæðast er sumarið 1964 er við tókum okkur saman einar átta ungmeyjar og héldum á vit ævintýranna, fórum á síld til Siglufjarðar en engin kom síldin þær 3 vikur sem stoppað var þar. En við létum ekki deigan síga og héldum frá Sigló til Seyðisfjarðar en svipað var ástandið þar lítil síld en en þó nokkrum sinnum ræstar út. Þarna kynntumst við betur og kom þá í ljós hve skemmtilegur og góður félagi hún var. Mikill dugnaðarfork- ur var hún til allrar vinnu, enda átti hún ekki langt að sækja það, það sá ég best er ég kynntist foreldrum hennar Dídí og Pétri sem bjuggu í Barmahlíð 1, ásamt Baddý og bróð- ur hennar Ómari. Þetta var á þeim árum er þau hjónin voru að byggja upp fjölskyldufyrirtækið Drift. Því- líkur kraftur og dugnaður. Er ég hugsa til baka koma upp í hugann margar minningar liðinna ára þá fyrst minningin um gleðina sem skein úr augum hennar þegar hún hélt á Pétri nýfæddum og síðan yngri drengjunum Garðari og Þorra. Ekki má hjá líða að nefna hversu roggin hún var þegar sonardóttirin fæddist. Þá er minningin um hrífandi frá- sagnargáfu hennar, en gaman var að sitja með henni í góðra vina hóp og hlusta á ferðasögur bæði af ferðum innanlands sem utan. Einnig má minnast á að aldrei kom maður að tómum kofunum hjá henni er þjóð- málin voru rædd. Kom þá í ljós hversu vel hún var inni í málefnum lands og þjóðar. Þá lék öll handa- vinna í höndum hennar, að prjóna, sauma, mála á tau, allt voru þetta hennar áhugamál. Systrafélag Víði- staðakirkju átti hug hennar allan en með því vann hún fórnfúst starf um langan tíma. Þá stundaði hún nám við Tölvuskóla Reyjavíkur árið 1987 og lauk þaðan prófi í skrifstofu- tækni. Baddý giftist Eyjólfi Hall- dórssyni rafvélavirkja árið 1968 en hann lést 2001. Bjuggu þau lengst af með sonum sínum í Hafnarfirði og störfuðu þar við fjölskyldufyrirtækið Drift. Elsku Pétur, Þorri, Garðar, Guð- munda og Þóra Dís, megi góður Guð vera með ykkur. Blómin sig beygja og blunda nú rótt, því friðsælu býður hin fjölstirnda nótt. (Undína.) Guð varðveiti sálu minnar kæru vinkonu. Guðríður (Gauja.) Kveðja frá systrafélagi Víðistaðasóknar Ein af félagskonum í systrafélagi Víðistaðasóknar er látin. Við kveðjum hana Baddý eins og hún var nefnd meðal okkar, með þökk og virðingu. Í félagsskap eins og okkar sem hefur að markmiði að vinna að verkefnum í þágu kirkjunn- ar er framlag hvers félaga mikil- vægt, þar munum við ávallt minnast framlags Baddýjar sem var af mikl- um myndarskap. Það var áður fyrr í okkar félagi öllu meir um sameiginlega vinnu við basarmuni og þess háttar en tíðkast í seinni tíma, og var það einmitt þeg- ar Baddý okkar starfaði hvað mest með okkur. Eru munir hennar og vinkvennanna, eins og eftirsóttu handmáluðu lukkupokarnir vel út- búnir með lakkrísnum og dótinu okkur minnisstæðir. Hún var sann- arlega ein af þeim sem áttu óeig- ingjarnt framlag í föndurhópnum. Við minnumst hennar Baddýjar sem nú er kvödd með hlýhug og virð- ingu. Megi Guð veita afkomendum hennar huggun og styrk á erfiðum tímum við fráfall hennar. Með innilegri samúðarkveðju fé- lagssystra, Helga R. Stefánsdóttir formaður. BJARNVEIG BORG PÉTURSDÓTTIR til afa með mér, við pössum hann fyrir þig amma mín. Það er mikið áfall þegar stór hlekkur dettur úr keðjunni. Þín er sárt saknað. Elsku afi, missir þinn er mikill, algóður guð styrki þig og blessi. Ó, hve heitt ég unni þér! Allt hið besta í hjarta mér vaktir þú og vermdir þinni ást. Æskubjart um öll mín spor aftur glóði sól og vor, og traust þitt var það athvarf, sem mér aldrei brást. (Tómas Guðmundsson.) Guð veri með okkur öllum. Kristín. Elsku amma. Nú þegar þú ert horfin á braut, langar okkur að minnast þín með nokkrum orðum um allar stundirn- ar sem við áttum saman. Kleinu- baksturinn er okkur efst í huga og einnig allar heimsóknirnar sem enduðu stundum með gistingu. Það var alveg sama hvort við komum til þín í vinnuna eða á þitt glæsilega heimili, alltaf tókst þú á móti okkur með opnum örmum. Tilbúin að spjalla um heima og geima. Árið 2000 rennur okkur seint úr minni en þá bjuggum við hjá ykkur í þrjá mánuði.Við viljum þakka kærlega fyrir þann tíma. Ég er þakklátur fyrir það, amma mín, að þegar ég og Njóla byrj- uðum að búa í desember 2002 kom- uð þú og afi í heimsókn til okkar, þrátt fyrir að þú hafir verið orðin mjög veik. Og þessi fallega út- saumaða mynd, sem þú sjálf saum- aðir fyrir mörgum árum, komst í okkar hendur og prýðir nú svefn- herbergið okkar. Það var gaman að sjá hvað þú varst stolt af Guðrúnu Jónu þegar hún ákvað að gerast au-pair í Par- ís. Elsku afi, megi góður Guð hjálpa þér og varðveita í gegnum þessa erfiðu sorg. Blessuð sé minning ömmu. Guðrún Jóna og Ólafur Ingi. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Að setjast niður og skrifa minn- ingarorð um ömmu mína er erfitt, það er svo margs að minnast. Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð. Þú vaktir yfir velferð barna þinna. Þú vildir rækta þeirra ættarjörð. Frá æsku varstu gædd þeim góða anda, sem gefur þjóðum ást til sinna landa og eykur þeirra afl og trú. En það er eðli mjúkra móðurhanda að miðla gjöfum – eins og þú. (Davíð Stefánsson.) Það breytti engu hvort við létum vita hvenær við kæmum, eða kom- um óvænt frá Eyrarbakka til afa og ömmu á Grenó, það var alltaf hlaðborð. Það var alveg sama hvað amma mín tók sér fyrir hendur, það var allt svo létt og fallegt í hennar höndum. Síðasti rúnturinn okkar var í sumar þegar við fjórar fórum til Grindavíkur. Auðvitað fórum við í fatabúð. Það var í ágúst á góðum degi, þegar við sátum úti í garði á Grenó að borða var köttur að snigl- ast í kringum okkur, að sjálfsögðu vildi amma mín gefa kisa að borða. Það var svo gaman hjá okkur, það var verið að kvikmynda og vorum við beðin um að hafa ekki svona hátt því hláturinn í okkur heyrðist í upptökunni. Ég veit að vel er tekið á móti þér, elsku amma mín. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku afi, mamma, pabbi, systk- ini og fjölskyldur, megi góður guð gefa ykkur styrk á þessum sorg- arstundu Hjördís Guðmundsdóttir, Eyrarbakka. Elsku Olla mín – kæra systir. Mig langar svo mikið að kveðja þig á þennan hátt, skrifa þér nokkrar línur svo sjá megi hvað mér þótti vænt um þig – hvað ég mat þig mikils. Það er nú svo í þessu lífi að margir skila stórkostlegu ævistarfi hávaðalaust. Ég segi ekki átaka- laust – því það hlýtur að þurfa styrka hendi og stjórn til að koma upp 9 börnum, sem eru hverju öðru betur gerð. Það hlýtur líka að vera mikil hamingja fyrir foreldrana að hafa staðið að þessu eins samhent og þið Víglundur. Það var alltaf sérstök ánægja að koma á ykkar heimili. Það var ein- stakt að sjá hvílík röð og regla var á öllum hlutum og hvað allt virtist ganga átaka- og hávaðalaust. Stúlkurnar ykkar sem voru að vaxa úr grasi hjálpuðust að í eldhúsi og allt gekk eitthvað svo ljúft. Ég var nú ekki mikið í landi með- an börnin þín voru ung og kynntist þeim því lítið fyrr en seinna. Þann- ig hefur það verið með mín ágætu systkinabörn, að okkar kynni hafa verið alltof fátækleg fyrir mig, en þó hef ég séð nóg til þess að átta mig á að þar fer mannkostafólk og hefur það verið mér mikil ánægja. Ég er með mynd fyrir framan mig sem tekin var af okkur systk- inunum við sjógarðinn heima. Þetta er ágæt mynd. Við kunnun auðsjáanlega lítið að sitja fyrir og erum með ýmsu móti. En mér finnst, Olla mín, þú skera þig úr að einu leyti. Strax þarna sé ég róleg- heitin – æðruleysið, sem mér finnst alltaf stafa af þér og speglast svo vel í dætrum þínum – börnunum ykkar öllum. Víglundur mágur. Ég þakka þér fyrir allt sem gengið er. Kynnin við þig hafa verið mér mikil ánægja og hamingjuauki. Það fór hlýja um mann, þegar hún móðir mín talaði um hann „Lúlla hennar Ollu ...“ Já. Ég hef margt að þakka. Ég á hérna mynd af henni ömmu minni. Mynd sem var tekin hjá ykkur í Ásbyrgi á Stokkseyri. Ég hef alltaf séð það að hún nafna þín, Olla mín, átti hjá ykkur gott ævikvöld. Víglundur, vinur minn, kæru frændsystkin mín, öll ég bið al- máttugan guð að blessa ykkur öll og gefa ykkur frið í hjarta. Svanur Karlsson. Eldhúsið hennar ömmu hefur alltaf verið fasti og öruggi punkt- urinn í lífi mínu, allt frá því ég var smápolli man ég eftir samveru- stundunum þar, aldrei fórum við pabbi í Sandgerði nema koma við í kaffi hjá ömmu og aldrei var það svo að við hittum ekki einhvern annan úr fjölskyldunni þar, í þessu einu af gestkvæmustu eldhúsum landsins. Eftir að ég fullorðnaðist skildi ég betur ástæðu þessara kaffiheim- sókna til ömmu og afa, það var ekki eingöngu til að fá gott kaffi og í gogginn, heldur að hlaða lífsbat- teríin og tæma hugann. Sama hvort ástæða væri til að segja gleðifréttir, sækja huggun, góð ráð eða hjálp, liggur leiðin allt- af á þennan indæla samastað fjöl- skyldunnar. Bjartsýni afa og raunsýni þín voru ávallt leiðin að hinu rétta svari. Elsku amma, ég kveð þig með þessum fátæklegu orðum, söknuð- ur okkar verður mikill, en ég veit að drengirnir okkar að handan hafa tekið vel á móti þér og að þeir eru nú í tryggum höndum þínum. Elsku afi, pabbi, Íris, Lilja, Ragnheiður, Siggi, Inga, Hafrún og Guðbjörg, Guð verði með ykkur og styrki ykkur í sorginni. Víglundur Sverrisson. Eiginkona mín, SIGRÍÐUR JÓHANNSDÓTTIR, Ljósheimum 18, lést á Landspítalanum að morgni laugar- dagsins 11. október. Henning Finnbogason.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.