Morgunblaðið - 13.10.2003, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 13.10.2003, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. OKTÓBER 2003 31 Stuttmyndin Síðasta Kynslóðin sýnd á undan myndinni Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 6 og 9. Tvímælalaust ein albesta mynd ársins sem slegið hefur rækilega í gegn í Bandaríkjunum Stórmynd sem engin má missa af. 3D gleraugu fylgja hverjum miða l l j j i Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 10. Sýnd kl. 8. thirteen Sýnd kl. 8. SV MBL Sýnd kl. 10. Sýnd kl. 10. Munið afs láttarkort in á kv ikmyndahát íð  HK. DV ELEPHANT SKONROKK 90.9 THE FOG OF WAR Sýnd kl. 6. MBL www.laugarasbio.is Sýnd kl. 8. Ný vídd í skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Settu upp 3víddar gleraugun og taktu þátt í ævintýrinu! 3D gleraugu fylgja hverjum miða l l j j i Sýnd kl. 8 og 10.30. Sýnd kl. 6. Með ísl. tali - Tilboð 400 kr. Sýnd kl. 6. Tvímælalaust ein albesta mynd ársins sem slegið hefur rækilega í gegn í Bandaríkjunum Stórmynd sem engin má missa af. SV MBL Sýnd kl. 10.15. B.i. 16 ára Sýnd kl. 6, 8.30 og 10.45. B.i. 12 ára. Besta sérsveit sem sett hefur verið saman er að lenda í sínu erfiðasta máli. Mögnuð spennumynd! Frá framleiðanda Fast & the Furious og xXx Löggur þurfa líka hjálp! Beint á toppinn í USA UNNIÐ hefur verið úr vampíru- mýtunni á ýmsan hátt í bókmenntum og kvikmyndum í gegnum tíðina, en það er líklega rithöfundurinn Anne Rice sem hvað ábyrgust er fyrir því að veita fersku og afþreyingarvæddu blóði inn í hina klassísku vampíru- mýtu með sagnabálknum um vamp- íruna Lestat. Í kvikmyndinni Undir- heimar er reynt að feta áþekkar slóðir og í kvikmyndinni um Lestat og fé- laga, Interview With a Vampire, um leið og útlitslegur innblástur er sóttur í nýlegar vampíru- eða vampír- ukenndar myndir á borð við The Crow og Blade, auk hinnar margeft- iröpuðu The Matrix. Þar sem tilfinn- anlega vantar upp á frásagnargáfu handritshöfundar, og nokkuð upp á sjálfstæða hugsun hjá leikstjóra og útlitshönnuði, er Undirheimar í mesta lagi spennandi í upphafi, þ.e. áður en frásögnin breytist í allsherjar goðsögu- og rómönsugraut, þar sem yfirmáta dramatík gerir leirburðinn hjákátlegri en ella. Um er að ræða fyrsta hlutann í því sem átti e.t.v. að verða heilmikill sagnabálkur um aldalangar skærur og blóðhefndir milli vampíra og var- úlfa. Framan af fylgir frásögnin mál- stað vampíranna, en það er hin fagra vampíra Selene (Kate Beckinsale) sem fer fyrir hópnum og reynir að grafast fyrir um áætlanir varúlfanna um að þróa nýtt afbrigði innan sinna raða. Vindur átökunum fram í há- vaðasömum hasaratriðum, þar sem útlit, umhverfi, tæknibrellur og jafn- vel tónlist eru sótt beint í Matrix-stíl- inn, án mikilla tilrauna til viðbóta. Hinar myrku og regnvotu götur henta sólarviðkvæmum vampírunum vel og aðalsöguhetjan Selene klæðist vitanlega þröngum latexbúningi við skyldustörf sín í varúlfastríðinu. (Svo vel vill til að vampírur og varúlfar hafa lært að notast við skotvopn og geta því sparað tennurnar fyrir sér- stök tilefni.) Þess á milli er fortíð vampíruættbálksins og sögu Selenu miðlað í gegnum sjónvarpsmyndaleg endurlit, og brátt tapar handritshöf- undurinn sér alveg í sagnagleðinni. Þar er satt að segja öllu stefnt saman, allt frá Shakespeare til mið-evr- ópskra munnmælasagna og vestra- minna, og missir frásögnin þannig sjónar á vampírustemmingunni sem þó svífur yfir vötnum í upphafi. Eftir stendur enn ein Matrix-eft- irherman, í þetta sinn með vampíru- kenndum tilburðum. Vampírur og varúlfar Kate Beckinsale í hlutverki sínu í Undirheimum. Heiða Jóhannsdóttir Sambíóin Leikstjórn: Len Wiseman. Handrit: Danny McBride. Aðalhlutverk: Kate Beck- insale, Scott Speedman, Shane Brolly, Michael Sheen, Bill Nighy. Lengd: 120 mín. Bandaríkin/Þýskaland/Ungverja- land/Bretland. Screen Gems, 2003. UNDERWORLD / UNDIRHEIMAR Í KVIKMYNDINNI Óhreinir, fal- legir hlutir sýnir breski leikstjórinn Stephen Frears áhorfendum hlið Lundúna sem ekki er að finna í túr- istabókunum, en er þó jafnsnar þáttur í veruleika borgarinnar og hver annar. Aðalpersóna myndarinnar, Okwe, er ungur læknir sem flúði heimaland sitt Nígeríu af pólitískum ástæðum og hefur fundið sér samastað í stórborg- inni London þar sem hann vinnur fyr- ir sér eftir bestu getu, þrátt fyrir að hafa ekki atvinnu- eða dvalarleyfi. Hann býr þannig í borg, sem hann á í raun ekki heima í, en hefur alltaf nóg af skítverkum fyrir hann að inna af hendi. Okwe tilheyrir hópi þeirra sem geta litlar kröfur gert til tilverunnar og vinnur láglaunastörf náttanna á milli án þess að kvarta, því betri val- kostir bjóðast einfaldlega ekki, aðeins verri. Um nætur starfar Okwe á hót- eli þar sem stjórnendur spyrja einskis um atvinnuleyfi eða ríkisborgararétt, en vinir Okwes og samstarfsfólk býr við svipuð kjör og hann sjálfur, lifir og starfar á jaðri bresks samfélags. Ein þessara er Senay (Audrey Tautou), tyrkneskur flóttamaður sem á fullt í fangi með að verja sig fyrir kynferð- islegri ágengni þeirra sem vilja not- færa sér fátækt hennar og réttinda- leysi. Þegar Okwe kemst á snoðir um ólöglega starfsemi sem fram fer á hótelinu breytist staða hans skyndi- lega og hann fær tækifæri til að bæta kjör sín og Senay með því að ganga í lið með þeim sem hagnast á örvænt- ingu annarra. Óhreinir fallegir hlutir er nokkuð óvenjuleg blanda spennusögu og fé- lagslegrar raunsæismyndar, og á stundum rekast þessir þættir dálítið á. Í raun hefur kvikmyndin fremur lágstemmt yfirbragð vandaðrar breskar sjónvarpsmyndar, en dæmi- gerðs spennutryllis. Hinn heimilislegi tónn myndarinnar venst vel, en þar fær óþjáll talsmáti fólks af mismun- andi þjóðarbrotum að njóta sín og hægfara alúð einkennir kvikmynda- töku Chris Menges. Í kvikmyndinni birtist London sem framandi og kaldranalegur staður, en um leið stað- ur sem hefur ólíkar hliðar og þar sem ást og manngæsku er að finna á óvæntum stöðum. Tilraunir til að skapa spennu í framvindunni reynast í raun óþarfar, því kvikmyndin fjallar fyrst og fremst um manneskjur og tilraunir þeirra til að halda í ákveðin gildi andspænis takmörkuðum valkostum í lífinu. Okwe er þannig eftirminnileg per- sóna, raunar allt að því ofurmannleg, og má túlka hann sem birtingarmynd manngæsku, gáfna og fágunar í heimi sem hefur flest óhreint í pokahorni sínu. Senay er sömuleiðis táknmynd fegurðar og einlægni sem á undir högg að sækja í kaldranalegu um- hverfi. Sú einlæga mynd sem dregin er upp af lífi þeirra persóna sem við sögu koma skapar tvímælalaust aðal- aðdráttarafl myndarinnar sem aukið er á með jarðbundinni en áhrifaríkri túlkun leikara. Er það ekki síst hin seiðandi nærvera Chiwetel Ejiofor, og manneskjulegur kjarninn sem ger- ir þessa litlu spennumynd eftirminni- lega. Hið ljóta og hið fallega Audrey Tautou leikur flóttakonuna Senay í Óhreinum fallegum hlutum. Leikstjórn: Stephen Frears. Handrit: Stev- en Knight. Aðalhlutverk: Audrey Tautou, Chiwetel Ejiofor, Sergi Lopez, Sophie Okondeo, Benedict Wong. Lengd: 94 mín. Bretland. Miramax/BBC Films, 2002. DIRTY PRETTY THINGS / ÓHREINIR FALLEGIR HLUTIR  Heiða Jóhannsdóttir Regnboginn – Kvikmyndahátíð Eddunnar SKÓLAMORÐ hafa verið ofarlega í huga kvikmyndagerðarmanna upp á síðkastið í myndum á borð við Í keilu fyrir Columbine, Bang! Bang! Þú ert dauður og Fíl. Kannski skiljanlega því hörmungar á borð við fjöldamorð- in í Columbine-menntaskólanum skildu eftir felmtri slegna þjóð með ótal spurningar á vörunum, en þó einkum um hvers vegna svona lagað í ósköpunum getur átt sér stað. Í annarri mynd sinni, Skólastof- unni, tekst hinn lítt þekkti leikstjóri og handritshöfundur Paul F. Ryan á við það vandasama og næstum óleys- anlega verkefni að reyna að finna ein- hver svör við þessum spurningum sem enginn með réttu hefur í raun skýr svör við. Og til að gera sér enn erfiðara fyrir klæðir hann þessa dramatísku harmsögu sína í einhvers konar morðgátubúning – örugglega til þess að geta boðið upp á a.m.k. ein- hver haldbær svör við öllum þessum spurningum sem hann veltir upp í býsna uppburðarlitlu handrit sínu. Myndin hefst á byssuskotum sem hafna í ungum manni er sex mínútum áður hafði gengið berserksgang og stráfellt af handahófi nokkra skóla- félaga sína í skólastofu. Nokkrir nem- endur náðu að flýja úr stofunni, einn særðist lífshættulega og einum nem- andanum hlífði morðinginn. Þegar rannsóknarlögreglumaðurinn Martin Van Zandt kemur á staðinn er þessi nemandi sem heitir Alicia (Busy Phil- ipps) í losti og neitar að segja frá því sem gerðist í skólastofunni. Upp úr kafinu kemur að hún hafði átt í sam- bandi við morðingjann og því verður lögregluyfirvöldum, undir miklum þrýstingi frá samfélaginu í þessum litla smábæ, mjög í mun að sakfella hana, í raun gera hana að blóraböggli, væntanlega í von um að draga úr eig- in samviskubiti. Hún er líka tilvalinn skotspónn, algjört „viðundur“ sem klæðist svörtu, er fallisti, á sakaskrá fyrir búðarþjófnað og hefur allt á hornum sér af einhverri ástæðu. En þegar maður heldur að fram- vindan sé að fara að snúast um hvort hún hafi átt aðild að morðunum tekur hún beygju þegar Alicia heimsækir, að beiðni skólastjórans, stúlkuna sem særðist í árásinni, hana Deönnu (Erika Christensen). Eru þær sem svart og hvítt því Deanna er óspjölluð saklaus fyrirmyndardóttir sem kem- ur frá auðugri fjölskyldu sem hefur veitt henni allt. Og það kemur líka á daginn að áfallið hefur haft mjög ólík áhrif á stúlkurnar því á meðan Alicia nær að loka sig frá umheiminum og halda kúlinu þá er hin ofurvendaða Dianna við það að bugast og getur ekki hugsað sér að lifa með þessari martröð. Dvelja þær löngum stund- um við að bera saman ólíka sýn sína á lífið og það sem á kann að bjáta og smám saman myndast á milli þeirra sterkt samband sem áður en yfir lýk- ur á eftir að vega þungt þegar svara er þörf. Um það verður ekki deilt að mein- ingin á bak við mynd þessa er heil og góð. Höfundurinn Ryan fellur hins vegar alltof gjarnan í þá gryfju að hann ætlar sér um of, ætlar að svara öllum þessum erfiðu spurningum sem hann veltir upp og fleiri til um ástand- ið í bandarísku samfélagi í dag. Svo leggur hann unglingsstúlkunum í munn þvílíka speki að sprenglærðir geðlæknar yrðu stoltir af að búa yfir slíkri visku og meðferðarhæfni. Það sem á hinn bóginn bjargar myndinni rækilega fyrir horn er einkar sannfærandi frammistaða að- alleikkvennanna ungu, Christensen og Philipps. Christensen virðist nú þegar á góðri leið með að verða stjarna eftir að hafa getið sér gott orð sem dóttir Michaels Douglas í Traffic og geðtruflaður sundáhugamaður í Swimfan og vonandi eiga menn eftir að nýta sér ótvíræða leikhæfileika Philipps einnig. Eftirköst skólamorða Regnboginn – Kvikmyndahátíð Eddunnar Leikstjórn og handrit: Paul F. Ryan. Kvikmyndatökustjóri: Rebecca Baehler. Tónlist: Mike Shapiro. Aðalleikendur: Busy Philipps, Erika Christensen,Victor Garber. 133 mínútur. Homeroom LLC. Bandaríkin 2002. SKÓLASTOFAN (HOME ROOM) Frammistaða Busy Philipps er það allra best við Skólastofuna. Skarphéðinn Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.