Morgunblaðið - 27.10.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.10.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 MÁNUDAGUR 27. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ edda.is Eftir erfi›an skilna› sn‡r söguma›ur heim í fæ›ingarbæ sinn og dvelur flar sumarlangt. Frumleg og áleitin saga um efni sem margir flekkja af eigin reynslu eftir einn listfengasta rithöfund fljó›arinnar, Gyr›i Elíasson. 3. sæti Penninn Eymundsson 15.–21. okt. Skáldverk Listilega skrifu› STOFNUÐ hafa verið samtök gegn háhýsabyggð í landi Lundar í Kópa- vogi og vilja þau að þess í stað verði komið á hugmyndasamkeppni um lágreista byggð á svæðinu. Guðríður Elsa Einarsdóttir er á meðal þeirra sem eru í forsvari fyrir samtökin. Hún segir að Kópa- vogsbúar í Fossvogsdal hafi ekki sætt sig við að fyrirhuguð byggð væri aðeins kynnt á Netinu og því hafi þeir safnað undirskriftum þar sem farið hafi verið fram á að hald- inn yrði kynningarfundur, sem hafi síðan verið haldinn fyrir skömmu. Þar hafi fjöldi fólks mætt og ekki að- eins íbúar í Fossvogsdal. „Fólki var mikið niðri fyrir og það er greinilega mikil andstaða við nákvæmlega þessar framkvæmdir á þessu svæði,“ segir Guðríður Elsa. Tillaga er um að byggja þarna 8 háhýsi allt upp í 15 hæða há og segir Guðríður Elsa að hæstu byggingarn- ar verði í sömu línu og efstu húsin við Hamraborgina í Kópavogi. Vilja lágreista byggð „Íbúar á þessu svæði eru ekki mótfallnir því að byggja þarna en við erum mótfallin því að það verði byggt af þessum skala. Við viljum sjá þarna lágreista byggð sem fellur að byggingunum og byggðinni sem fyr- ir er, bæði Kópavogs- og Fossvogs- megin.“ Að sögn Guðríðar Elsu vilja sam- tökin að núverandi tillaga verði lögð til hliðar og efnt verði til hugmynda- samkeppni þar sem fram komi fleiri tillögur um öðruvísi byggð. Samtökin stefni að því að halda al- mennan fund um málið þriðjudaginn 4. nóvember, þar sem bæjarstjórn- armenn verði sérstaklega boðaðir og athugasemdir fagaðila verði kynnt- ar. Samtökin séu að safna undir- skriftum gegn fyrirhugaðri háhýsa- byggð og verði listunum skilað til bæjaryfirvalda fyrri 10. nóvember næstkomandi. Óánægja með byggingaáform í landi Lundar í Kópavogi Hafa stofnað samtök gegn háhýsabyggð SKÚLI Magnússon, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, telur ekki óeðlilegt að tveir aðilar rannsaki ætluð samkeppnisbrot olíufélaganna. Nefnir í því sambandi að samkeppnislög geri fyrst og fremst ráð fyrir að rannsókn á samkeppnisbrotum ljúki með beitingu stjórnvaldssekta gagnvart fyrirtækj- um. Sé hugsanleg refsiábyrgð stjórnenda fyrir- tækja skoðuð sé eðlilegt að lögreglan annist það. Þegar efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra hóf rannsókn á ætluðum brotum olíufélaga og starfsmanna þeirra á samkeppnislögum tilkynnti ríkissaksóknari Samkeppnisstofnun um hana með formlegum hætti en stofnunin hefur verið með málið til rannsóknar í um það bil tvö ár. Sagði Bogi Nilsson ríkissaksóknari í samtali við Morgunblaðið að hann teldi æskilegt að rannsóknin væri í einum farvegi en Ásgeir Einarsson, yfirlögfræðingur Samkeppnisstofnunar, staðfesti að rannsókn stofn- unarinnar væri haldið áfram. Skúli Magnússon tekur fram að hann hafi ekki aðrar upplýsingar um málið en birst hafi í fréttum. Lagt hafi verið upp með það að rannsókn lögreglu myndi beinast að hugsanlegri refsiábyrgð einstak- linga, það er að segja stjórnenda olíufélaganna. „Um er að ræða atriði sem samkeppnisyfirvöld geta ekki refsað mönnum fyrir. Þau geta beitt fyr- irtækin þessum sérstöku stjórnvaldssektum en geta ekki höfðað refsimál gegn stjórnendum eða öðrum einstaklingum. Ef menn ætla að skoða þessa refsiábyrð þá er eðlilegt að sú skoðun komi í hlut lögreglunnar,“ segir Skúli. Hann segir að brot fyrirtækis á samkeppnislög- um sé forsenda þess að einstaklingi sé refsað. Því kunni ríkissaksóknari að líta svo á að lögreglan verði að rannsaka brot fyrirtækjanna. Telur hann þó líklegra að byggt verði á rannsókn samkeppn- isyfirvalda á þætti fyrirtækjanna. Segist Skúli ekki líta svo á að lögreglan ætli að tæma málið og taka rannsóknina alveg yfir enda væri það skrítið ef sér- hæfð stjórnsýslustofnun sem á að fylgjast með því að boð og bönn samkeppnislaga séu virt hætti að sinna lögboðnu hlutverki sínu. Í þessu sambandi nefnir hann að vel geti verið að fyrirtæki verði fundið brotlegt gegn samkeppnis- lögum þótt enginn einstaklingur verði gerður ábyrgur fyrir brotinu eða dómstólar telji ekki heimilt eða ekki ástæðu til að refsa fyrir það. Þótt heimilt sé að rannsaka brot á tveimur stöð- um segir Skúli að ekki sé hægt að refsa einstaklingi eða fyrirtæki tvisvar fyrir sama brot. „Ef samkeppnisyfirvöld leggja á stjórnvalds- sektir, sem geta numið allt að 10% af ársveltu fyr- irtækis, myndi það í flestum tilvikum ljúka málinu. Það er erfitt að hugsa sér að einhverju yrði bætt við það hjá almennum dómstólum,“ segir Skúli. Rannsókn breytist Samkeppnisstofnun rannsakar málið sem stjórnsýslumál þar sem fyrirtækjunum er meðal annars send skýrsla um frumrannsókn og gefinn kostur á andmælum. Bogi Nilsson telur að nú þeg- ar lögreglurannsókn sé hafin þurfi Samkeppnis- stofnun að taka tillit til hagsmuna hennar. Í samtali sem birtist við hann í Morgunblaðinu í gær nefnir hann stöðu hugsanlegra sakborninga og kynningu á gögnum sem gæti farið í bága við hagsmuni rann- sóknar lögreglunnar. Skúli telur eðlilegt að lögreglurannsóknin hafi áhrif á rannsókn Samkeppnisstofnunar að þessu leyti. Taka þurfi tillit til þess að einnig sé verið að rannsaka málið sem refsimál af hálfu lögreglu. Þannig þurfi til dæmis að kynna grunuðum ein- staklingum réttarstöðu sína þegar Samkeppnis- stofnun tekur af þeim skýrslur sem lögreglan kann síðar að nota í sinni rannsókn. Dósent við lagadeild Háskóla Íslands segir að rannsókn samkeppnisyfirvalda geti tekið til fyrirtækja en geti ekki tekið til ábyrgðar einstaklinga Ekki óeðlilegt að tveir aðilar rannsaki málið LÖGREGLAN í Borgarnesi hafði í nógu að snúast að kvöldi fyrsta vetrardags og aðfaranótt sunnudags. Erillinn var mestur í kring- um dansleik sem fram fór á Hótel Borgarnesi. Segir lög- reglan ölvun hafa verið mikla. Þar brutust út slagsmál sem í einu tilfelli enduðu með því að ungur maður kjálkabrotnaði. Var hann fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur. Síðar um fyrstu vetrarnótt- ina varð aftanákeyrsla í Borg- arnesi þar sem forvitinn öku- maður missti athyglina frá stýrinu og lenti aftan á kyrr- stæðum bíl er fylgst var með laganna vörðum stilla til friðar milli nokkurra áflogaseggja. Slagsmál á dansleik í Borgarnesi LANDSVIRKJUN gerir í áætlun- um sínum fyrir Kárahnjúkavirkjun ráð fyrir bótum vegna vatnsréttinda landeigenda við Jökulsá á Brú og Jökulsá í Fljótsdal og við Lagarfljót. Ekki eru gefnar upp fjárhæðir í þessu sambandi en samkvæmt upp- lýsingum frá Landsvirkjun er búist við talsverðum bótum sem geta skipt nokkrum hundruðum milljóna króna. Málið er sagt vera í ákveðnum farvegi og að viðræður hafi farið fram við forsvarsmenn sveitarfélaganna Norður-Héraðs og Fljótsdalshrepps. Ekki megi vænta niðurstaðna fyrr en virkjunin sé í fyrsta lagi komin í gagnið 2007. Örlygur Þórðarson, lögfræðingur hjá Landsvirkjun, segir málið flókið en snúist í raun um tvo þætti. Ann- ars vegar hvernig bótafjárhæðir verði fundnar út og hins vegar hvernig þær skiptast á milli landeig- enda. Fyrrnefnda atriðið snúi að Landsvirkjun, sem ná þurfi einhvers konar samkomulagi við landeigend- ur um, en hið síðarnefnda sé meira innbyrðis mál landeigenda sem ráð- ist t.d. af landamörkum og fallhæð. Um bæði þessi atriði geti verið deild- ar meiningar. Nokkuð sé horft til nýjasta for- dæmisins í svona málum, Blöndu- virkjunar, en nú séu viðfangsefnin flóknari og stærri í sniðum. Í tengslum við Kárahnjúkavirkjun sé vatn t.d. flutt á milli svæða. Vatnsréttindi vegna Kárahnjúkavirkjunar Gerir ráð fyrir tals- verðum bótumHUNDAR og eigendur þeirra, semeru félagar í félagi sem kallast Leit-arhundar, voru nýlega á ferð í Hveragerði og nágrenni. Ástæðan var sú að verið var að prófa hundana. Hundarnir eru þjálfaðir af eigendum sínum en einu sinni á ári geta þeir reynt sig og til að kall- ast fullgildur leitarhundur þurfa þeir að ljúka þremur stigum. Fyrst ljúka þeir C-stigi, sem er byrj- unarstig eða grunnskólapróf, eins og Sigurbjörn Bjarnason hundaeig- andi sagði til útskýringar fyrir fréttaritara. Næst er það B-stig sem á mannamáli mætti kalla stúd- entsprófið og loks er það A-stig sem jafngildir háskólaprófi og þá er hundurinn orðinn útkallshæfur leit- arhundur. Allir hundaeigendurnir sem eru meðlimir í Leitarhundum eiga það sameiginlegt að vera fé- lagar í Slysavarnafélaginu Lands- björgu og vinna Leitarhundar inn- an þeirra vébanda. Morgunblaðið/Margret Ísaksdóttir Leitar- hundar prófaðir Hveragerði. Morgunblaðið. Sigurbjörn Bjarnason og tíkin hans Hekla taka á rás til að finna mann á æfingunni í Hveragerði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.