Morgunblaðið - 27.10.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.10.2003, Blaðsíða 14
LISTIR 14 MÁNUDAGUR 27. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞÆR Svala Rún Sigurð-ardóttir og Halldóra Kára-dóttir eru báðar í erilsöm-um og ábyrgðarfullum störfum hjá Samskipum. Halldóra er viðskiptafræðingur og gegnir stöðu deildarstjóra í vöru- húsadeild en Svala er vinnu- og skipulagsfræðingur og starfar sem gæðastjóri. „Ég þekki af eigin raun þá streitu sem fylgir því að starfa í umhverfi þar sem áreiti er mikið, vera með fjölskyldu, reyna að standa sig sem best á öllum sviðum og enginn tími gefst til að sinna áhugamálum. En svo kemur sá tímapunktur að maður verður líka að sinna sjálfum sér og það gerðist hjá mér fyrir átta árum þegar ég byrjaði að stunda jóga. Þá kynntist ég hrein- lega öðru og betra lífi, því jóga er mannbætandi lífs- stíll,“ segir Svala sem kynnti Halldóru fyrir jóg- anu þegar þær fóru að vinna saman í Samskipum fyrir nokkrum árum. Karlar hræddir við að prófa Eftir að hafa stundað jóga saman í tvö ár, ákváðu þær að skella sér í jógakenn- aranám hjá Ásmundi Gunn- laugssyni í Yoga Stúdíói. „Við gerðum þetta meira upp á grínið og ætluðum okkur ekki að fara að kenna jóga. Við vildum fyrst og fremst fræðast enn frekar og öðlast dýpri skilning á jógaheimspekinni. Það kom okkur mjög á óvart hvað jógaheimspekin er spenn- andi leið til að bæta lífs- gæði,“ segir Halldóra. En í framhaldi af kennaranám- inu kviknaði löngun hjá þeim til að miðla jóga til annarra. „Við stofnuðum fyrirtækið okkar Joga.is fyrir ári og leigjum aðstöðu hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra. Þetta hefur gengið mjög vel og nú hafa meira að segja bæst nokkrir karlar í hópinn, en þeir eru af ein- hverjum sökum síður tilbúnir til að prófa þetta en konur. Þeir halda sumir að þetta séu trúarbrögð og eitthvað dularfullt en það er alger misskilningur,“ segir Halldóra. Komum sjálfar úr hörðum heimi Hjá Jóga.is bjóða þær stöllur upp á almenna opna jógatíma og nám- skeið fyrir byrjendur. „Við ætlum líka að vera með sérhönnuð nám- skeið þar sem við einbeitum okkur að streitustjórnun og hugsum það fyrir fólk í atvinnulífinu, stjórn- endur og starfsmenn sem vilja ná betri tökum á lífi sínu,“ segja þær Svala og Halldóra sem hafa þá sér- stöðu meðal jógakennara að þekkja af eigin raun hið harða og streitta umhverfi sem margir starfa við í viðskiptaheiminum. En þó þær séu í fullri vinnu þá láta þær sig ekki muna um að kenna jóga að vinnu- degi loknum. „Við erum ekkert á leiðinni að hætta í vinnuni til að sinna jógakennslu, þetta er fyrst og fremst áhugamál sem við sinnum í frítíma okkar.“ Skilar sér í vinnunni og heima Svala fullyrðir að jógað hafi gert hana að miklu betri starfsmanni. „Ég höndla betur erfiðar aðstæður í vinnunni, á auðveldara með að ein- beita mér og stenst betur mikið álag.“ Halldóra tekur undir þetta og segir að áður en hún fór að stunda jóga hafi hún ekki getað losað sig við vinnuáhyggjurnar eftir að hún kom heim. „Ég var jafnvel enn með hugann hringsólandi yfir verk- efnum vinnudagsins þegar ég fór í bólið og stundum hélt þetta fyrir mér vöku. En með jóganu næ ég al- gerlega að hreinsa hugann eftir vinnu og nýt þar af leiðandi miklu betur samverustundanna með fjöl- skyldunni. Og svo kem ég miklu bet- ur hvíld og sterkari til vinnu daginn eftir. Þetta er sá munur sem ég finn mest fyrir.“ Líka gott fyrir kroppinn Þær segja lífsspekina í jóganu nánast vera heilbrigða skynsemi sem gangi út á hófsemi, æðruleysi og mannrækt. En jóga snýst ekki eingöngu um andlega slökun heldur ekki síður líkamlegar æfingar sem hafa reynst vel fyrir bakveika og þá sem þjást af hverskonar vöðva- bólgu. Vinnufélagar Svölu og Halldóru eru í miklum meirihluta karlmenn sem þær segja fremur ófúsa til jóga- iðkunar. En Svala tók sig eitt sinn til þegar hún hélt fyrirlestur fyrir stór- an karlahóp og lét þá gera jógaæf- ingu í upphafi fundar. „Þeim þótti þetta þó nokkuð forvitnilegt og eru enn að tala um uppátækið þó þrjú ár séu síðan.“ Tekist á við streituna  JÓGA Halldóra Káradóttir. Þær uppgötvuðu leið til að ná jafnvægi í krefjandi störfum. Kristín Heiða Krist- insdóttir hitti tvær framakonur sem stofnuðu sína eigin jógastöð. TENGLAR .............................................. www.joga.is khk@mbl.is Morgunblaðið/Brynjar Gauti Svala Rún Sigurðardóttir. DAGLEGT LÍF ÞAÐ er tvennt sem gerir þessa sýningu Þjóðleikhússins óvenjulega. Annars vegar að hún er frumsýnd í Reykjanesbæ og hins vegar að leik- ritið er látið gerast í gróðurhúsi. Hvað hið fyrrnefnda áhrærir mun þrennt hafa vegið hvað þyngst: að litla sviðið við Lindargötu er upptekið fram yfir áramót og að Gunnar Eyjólfsson, bæjarlistamaður Reykjanesbæjar, er Keflvíkingur og Kristbjörg Kjeld er fædd og upp alin í Innri-Njarðvík. Gretar Reynisson leikmyndar- hönnuður og myndlistarmaður á hug- myndina að því að láta verkið gerast í gróðurhúsi og hún þróaðist í sam- vinnu hans og Þórhalls Sigurðssonar leikstjóra. Þýðing hennar fyrir sýn- inguna er ómælanleg. Hún leysir hana úr viðjum stofuleiksins og býr sýningunni umgjörð sem hefur víð- tæka táknræna tilvísun, undirstrikar þau atriði í textanum sem eiga best við þetta umhverfi og verður upp- spretta endalausra vangaveltna um brothættan veruleika karlpersón- anna. Síðasta leikrit Ólafs Hauks Símon- arsonar fyrir Þjóðleikhúsið, Viktoría og Georg, og þetta verk marka þátta- skil í ferli hans sem leikskálds. Hér er megináherslan lögð á innra líf leik- persónunnar og hvernig það speglast í samskiptum við fáar aðrar persónur. Það má finna margt sameiginlegt með persónunum þremur í Viktoríu og Georg og þeim í Græna landinu. T.d. er þjónustufólkið fulltrúar al- mennrar skynsemi, Viktoría og Kári eru persónur á barmi örvæntingar og Georg og Páll eru ólíkindatól sem róta upp í tilfinningum þeirra. Það er greinilegt að þessi verk endurspegla nokkra breytingu í áherslum frá fé- lagslegu umhverfi til innri upplifunar. Bæði verkin eru skemmtilega sam- ansettar karakterstúdíur – rannsókn á innviðum persónanna. Græna landið er því tilvalið verkefni fyrir bestu skapgerðarleikara þjóðarinnar af eldri kynslóðinni, enda að öðrum þræði skrifað með slíkt í huga. Gunn- ar Eyjólfsson hefur leikið marga karla í verkum Ólafs Hauks en hér fær hann tækifæri til að móta heil- steypta persónu hins bugaða stór- mennis – karakter sem hann hefur að vísu sýnt áður sem lokakafla í þróun slíkra karla áður en hefur ekki gefist tækifæri til að einbeita sér að í heilu verki, nema ef vera skyldi í sjónvarps- leikriti Matthíasar Johannessen Sjó- arinn, spákonan, blómasalinn, skóar- inn, málarinn og Sveinn. Hér bregst Gunnari ekki bogalistin en spilar und- urþítt á viðkvæmustu strengina með frábærum árangri. Áköf eftirsjá, sorg og söknuður er næstum það eina sem eimir eftir af persónu byggingameist- arans Kára Sólmundarsonar, hann hefur hrakist undan draugum fortíð- arinnar út í gróðurhús sem stendur áfast við heimili hans. Líf hans er merkingarlaust því sjálfsmyndin sem byggðist á frama í starfi fer fyrir lítið þegar tengslin við ástvinina eru rofin. Kristbjörg Kjeld er hér í hlutverki Lilju, konu sem er gerð út af örkinni af borgaryfirvöldum til að þrífa hjá Kára. Kristbjörg hefur greinilega mjög gaman af því að bregða sér í gervi þessarar jarðbundnu og lífs- glöðu alþýðukonu sem lætur engan bilbug á sér finna og reynir að fá Kára til að taka aftur þátt í lífinu. Krist- björg sýnir hér á sér nýja hlið og leik- ur við hvern sinn fingur af krafti og innsæi. Lilja hefur hlúð að því sem er henni kærast og uppsker nú ríkulega þó að hún þurfi ennþá að hafa nokkuð fyrir lífinu. Hún ræktar samband sitt við Kára af sömu alúð og áhorfendur fá tækifæri til að fylgjast með sam- skiptum þeirra þróast eins og við- kvæmustu plöntum er komið til undir gleri, í skjóli fyrir veðri og vindum. Björn Thors leikur Pál, dótturson Kára, sem hefur brugðist vonum afa síns og uppskorið algjöra afneitun hans. Páll kemur róti á brothætta ver- öld afa síns og það var áberandi hve vel Björn náði með leik sínum að spegla vel óróann og óvissuna sem persóna Páls kemur með inn í verkið. Túilkun Björns á uppgjörsatriðinu var einstaklega góð, vonbrigðin og sársaukinn í leik hans voru næstum óbærileg. Tónlist Gunnars Þórðarsonar end- urómar ljóðrænu textans, Gunnar tranar sér ekki fram heldur kann þá list að endurspegla þær tilfinningar sem bærast með leikurunum með tón- um sínum. Búningarnir eru látlausir og árétta félagslegt samhengi og per- sónuleika karakteranna vel. Í kring- um þetta allt trónir svo þessi alltum- vefjandi leikmynd þar sem áhorfendum gefst tækifæri til að skyggnast inn um rúðurnar og skoða líf persónanna eins og í smásjá. Þór- hallur Sigurðsson hefur stýrt lang- flestum verkum Ólafs Hauks Símon- arsonar sem sýnd hafa verið í Þjóðleikhúsinu og hefur miðlað orð- um hans til þakklátra leikhúsgesta. Hér fær hann að nostra við smáat- riðin og kalla fram stórkostlegan leik. Það er gaman að sjá hve Ólafur Haukur nær að kafa djúpt í persón- urnar þegar hann loksins ákveður að reyna fyrir sér á nýjum miðum. Ljóð- rænan sem er honum svo eiginleg fær að njóta sín til fullnustu og félagsleg- ur raunveruleiki persónanna er enn til staðar þó að hann sé ekki í for- grunni. Hann sést best í því að hér eru engar einfaldar lausnir, lífið end- ar jú aldrei vel í þessum skilningi heldur með hrörnun og dauða. Ólafur Haukur sýnir með þessu verki að það er hægt að lifa með þessari staðreynd og gefa lífinu merkingu með því að rækta samskiptin við samferðamenn okkar. Undir gleri LEIKLIST Þjóðleikhúsið í Frumleikhúsinu, Reykjanesbæ. Höfundur: Ólafur Haukur Símonarson. Höfundur tónlistar: Gunnar Þórðarson. Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson. Leik- myndarhönnuður: Gretar Reynisson. Bún- ingahönnuðir: Gretar Reynisson og Mar- grét Sigurðardóttir. Hönnuður lýsingar: Ásmundur Karlsson. Leikarar: Björn Thors, Gunnar Eyjólfsson og Kristbjörg Kjeld. Laugardagur 25. október. GRÆNA LANDIÐ Sveinn Haraldsson Morgunblaðið/Árni Sæberg „Það er gaman að sjá hve Ólafur Haukur nær að kafa djúpt í persónurnar þegar hann loksins ákveður að reyna fyrir sér á nýjum miðum.“ MÁLVERK eftir Braga Ásgeirs- son var gefið Lækjarskóla í Hafn- arfirði við vígslu skólans nýverið. Nýtak ehf. gaf skólanum verkið en það heitir Lífþrasir og kemur nafnið úr Hávamálum. „Lífþrasir merkir þrá eða lífsþrá,“ segir Halla Þórðardóttir, aðstoð- arskólastjóri Lækjarskóla. „Við höfum listina hér allt í kringum okkur, í húsinu sjálfu og umhverfi þess og listaverkið veitir menn- ingarlega örvun. Það var valið úr nokkrum verkum og svo skemmti- lega vill til að það fellur mjög vel að skólanum. Aðallitir hússins eru hvítur og grár en svo prýða skól- ann þrír aðrir litir sem eru í sam- hljóm við verkið. Það er engu lík- ara en skólinn sé rammi í kringum málverkið, en verkið er málað án tillits til hússins. Líf- þrasir er u.þ.b. 1,50 x 2,50 metrar og trónir hátt uppi í einni meg- inleiðinni í skólanum.“ Í Ragnarökum segir m.a. „Gimli er fegurstur af öllum sölum og er bjartari en sólin. Hann á að bjarg- ast úr Ragnarökum. Þar eiga allir menn sem eftir lifa að safnast. Sumir telja að aðeins tvær mann- eskjur komist lifandi úr Ragna- rökum, þau Líf og Lífþrasir.“ Málverk eftir Braga Ásgeirs- son gefið Lækjarskóla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.