Morgunblaðið - 27.10.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.10.2003, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. OKTÓBER 2003 19 ára eða jafnvel áratuga. Bankarnir þurfa sjálfir á hverjum tíma að byggja á trausti viðskiptavina sinna annars tapa þeir viðskiptum og missa trúnað þeirra sem afkoman byggist á. Í þessu samhengi þurfa bankarnir sjálfir að meta hvort heppilegt sé að mjög krefjandi um- breytingarverkefni sem kalla á heita umræðu í þjóðfélaginu séu á hendi þeirra sjálfra eða í sérstökum félögum með skýrari aðskilnaði. Hins vegar verður aldrei hægt að aðskilja bankana frá umbreyting- arverkefnum. Þeir munu ávallt taka þátt í þeim verkefnum sem mikilvægur uppruni fjár hvort sem um ræðir lánsfé eða aðrar tegundir fjármagns og þeir búa yfir þekk- ingu sem atvinnulífinu er lífs- nauðsynleg. átti sér stað víðtæk sameining fjár- málastofnana sem nú geta boðið viðskiptavinum sínum alhliða þjón- ustu. Sameining Chase Manhattan bankans og JP Morgan fjárfesting- arbankans er dæmi um slíkt. Bandarískir bankar eru nú sam- keppnishæfari en áður bæði heima fyrir og á alþjóðlegum fjármagns- markaði. Í Japan og Þýskalandi var þessu öfugt farið en þar hafa tíðk- ast langtímahjónabönd fyrirtækja og banka með misjöfnum árangri þó. Bankar umbreyta Umræða um hlutverk banka þarf að eiga sér stað í víðu samhengi en ekki ákafri umræðu um umbreyt- ingar einstakra fyrirtækja. Það sem mestu máli skiptir er að verð- mæti hlutafjár banka byggist ekki á hagnaði eins árs. Verðmæti þeirra byggist á hagnaði til fjölda fsemi Steagal numin barn síns yrir æki sem sam- f skilyrði greiningu banka- s laganna Höfundur er hagfræðingur og sjálfstætt starfandi ráðgjafi. bara aft um kja og greina a á ja eru ‘ Morgunblaðið/Kristinn ð bankar geti og eigi að gegna mikilvægu hlutverki í atvinnulífinu. KOSNINGARANNSÓKNÓlafs Þ. Harðarssonar,prófessors í stjórnmála-fræði, um hvað einstakir aldurshópar kusu í síðustu tveimur alþingiskosningum er stórmerki- leg. Eftir alþingiskosningarnar 1999 kaus 15% aldurshópsins 18-22 ára Samfylkinguna. Aðrar tölur blasa hins vegar við eftir alþing- iskosningarnar vorið 2003 en þá kaus 34,1% þessa aldurshóps Sam- fylkinguna. Fylgi Samfylkingar- innar meðal þessara mikilvægu kjósenda, sem eru að kjósa í fyrsta skipti, jókst því um meira en helm- ing á milli kosninga. Fylgishrun Sjálfstæðisflokks hjá ungu fólki Árið 1999 var fylgi Sjálfstæðis- flokks í þessum aldurshópi 48,6% en eftir alþingiskosningarnar síð- astliðið vor var fylgi Sjálfstæðis- flokksins hrunið niður í 23,3%. Sjálfstæðisflokkurinn hefur því misst stuðning helmings ungs fólks sem kaus hann 1999. Þessi stað- reynd hlýtur að vekja eftirtekt. Yngstu kjósendurnir hafa í gegn- um árin ævinlega verið einn sterk- asti stuðningshópur Sjálfstæðis- flokksins, ef ekki sá allra sterkasti. Nú hefur algjör umbreyting orðið þar á. Það hljóta að teljast mikil tíð- indi að fylgi Sjálfstæðisflokksins meðal yngstu kjósenda er nú svipað og fylgi Framsóknarflokksins er meðal þessa fólks. Sá flokkur hefur nú seint verið talinn höfða til ungs fólks, eða hafa á sér nútímalegan blæ. Samfylkingin stærsti flokkur ungra kjósenda Nú er Samfylkingin orðin að langstærsta stjórnmálaflokki ungra kjósenda en á undanförnum miss- erum hefur þessi hópur farið úr að vera einn minnsti kjósendahópur Samfylkingarinnar yfir í að vera einn sá allra stærsti. Ungir jafnaðarmenn eru ungliða- hreyfing Samfylkingarinnar. Á að- eins tveimur árum hefur starf Ungra jafnaðarmanna gjörbreyst og hefur aðildarfélögum fjölgað margfalt um allt land. Undanfarin misseri hafa Ungir jafnaðarmenn unnið markvisst að málefnum ungs fólks og hefur sú vinna skilað mikl- um árangri. Ungir jafnaðarmenn hafa und- anfarin ár beitt sér fyrir frjáls- lyndri jafnaðarstefnu. Ungir jafn- aðarmenn hafa talið mikla þörf vera á stórauknu fjármagni í mennta- kerfið ásamt því að auka þurfi frelsi einstaklingsins, s.s. í landbúnaði og sjávarútvegi. Ungir jafnaðarmenn hafa einnig barist gegn skólagjöld- um og telja að lækka þurfi skatta og stórefla samkeppnisyfirvöld. Ungir jafnaðarmenn hafa viljað af- nema einkasölu ríkisins á áfengi. Ungir jafnaðarmenn voru sömu- leiðis lengi vel eina stjórnmálaaflið í landinu sem vildi aðild að Evrópu- sambandinu en nú hefur móður- flokkurinn, Samfylkingin, tekið upp þá skynsamlegu stefnu. Stefnu SUS hafnað Á sama tíma hefur Samband ungra sjálfstæðismanna ályktað um að taka beri upp skólagjöld, auka gjaldtöku á sjúklinga og einkavæða fangelsi. Ungir sjálfstæðismenn hafa undanfarin misseri ályktað á þann veg að leggja skuli niður Sam- keppnisstofnun, Lánasjóð íslenskra námsmanna, Tryggingastofnun rík- isins, Íbúðalánasjóð, Fjármálaeftir- litið og nú síðast Hafrannsóknar- stofnun. Forystumenn ungra sjálfstæðismanna hafa einnig lengi haft horn í síðu lögbundins fæðing- arorlofs og höfðu um tíma á stefnu- skrá sinni, þegar Sigurður Kári Kristjánsson, núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var formaður SUS, að leggja bæri niður lögbund- ið fæðingarorlof. Ungir sjálfstæðismenn gefa sig mikið út fyrir að vera baráttumenn fyrir minna ríkisbákni og lægri sköttum. Þó hefur báknið aldrei verið stærra í Íslandssögunni og skattbyrðin hefur aukist jafnt og þétt öll þau 12 ár sem þeirra flokk- ur hefur farið með forsætis- og fjár- málaráðuneytið. Jómfrúrræður um skattahækkanir Jómfrúrræður tveggja ungra sjálfstæðismanna á Alþingi, Sig- urðs Kára Kristjánssonar og Bjarna Benediktssonar, fóru í að verja nýjustu skattahækkanir ríkis- stjórnar en ekki í baráttu fyrir skattalækkunum. Þeirra fyrstu ræður á þingi verða að teljast vera kaldhæðnislegar í ljósi ítrekaðra ummæla þeirra í kosningabarátt- unni. Nokkrum mánuðum síðar hefur orðið kúvending á afstöðu þeirra. Ungir Íslendingar hafa smátt og smátt áttað sig á hver raunveruleg stefna ungra sjálfstæðismanna er. Stefnunni var hafnað með afger- andi hætti í síðastliðnum alþingis- kosningum. Ungt fólk á samleið með frjálslyndri jafnaðarstefnu þar sem frelsi, jafnrétti og bræðralag eru lausnarorðin. Hvað kaus unga fólkið í vor? Eftir Ágúst Ólaf Ágústsson Höfundur er alþingismaður Samfylk- ingarinnar og var formaður Ungra jafnaðarmanna árin 2001–2003. gsmenn ku ahnjúka- afa að- Vinstri g Kol- annfær- gnum æðis- ð fara inunnar varf hins skiptir hrakfarir Umfjöllun mál er ndirrit- kkinn eftir að flokksins Í þess- itísk fnstórum rgun- hyggju Stein- að benda endur fyr- á flokkn- ulum hinum vara- Birnu jórn fyrir na, sem a víkja garfulltrúi. FYRIR skemmstu hófstríkjaráðstefna Evrópu-sambandsins (ESB) umfyrirhugaða stjórnar- skrá sambandsins. Henni er ætlað að gera samstarfið á vettvangi ESB skýrara, auðskiljanlegra og áþreifanlegra, einnig fyrir venju- legu fólki. En stjórnarskráin á fyrst og fremst að tryggja starfs- hæfni ESB eftir að flest ríki Evr- ópu verða orðin aðilar að því. Þetta er krefjandi verkefni sem ekki má mistakast. Með 25 aðild- arríki innanborðs – og smátt og smátt örugglega fleiri – verður ESB langmikilvægasta samstarfs- stofnun Evrópu. Hvort sem manni líkar betur eða verr, þá er þetta staðreynd. Evrópa sem heild og allar þjóðir álfunnar munu verða fyrir áhrifum af þeim ákvörðunum sem teknar eru innan ESB. Það er í þessu samhengi sem skoða ber norrænt samstarf. Stofnanir norræns samstarfs eru vissulega óháðar ESB sem slíkar, en starfsemi þeirra verður að skoða í samhengi við annað evr- ópskt samstarf til að hún haldi áfram að skipta máli og vera at- hyglisverð. Það verður því að þróa norræna samstarfið þannig að það verði hluti af evrópsku samstarfi. Norðurlandaráð var stofnað í byrjun sjötta áratugarins, nor- ræna ráðherranefndin 20 árum síðar. Innan þessara tveggja stofnana fer fram nánasta sam- starf afmarkaðs hóps landa í Evr- ópu, að ESB-samstarfinu sjálfu undanskildu. Við samstarf Norð- urlandanna fimm bætist þar að auki í æ meiri mæli samstarf þeirra við Eystrasaltsríkin þrjú, Eistland, Lettland og Litháen. Hugsjónin um norræna sam- evrópska rannsóknasvæði. Annað dæmi um sams konar samstarfshugmynd er hið endur- nýjaða norræna samstarf um að afnema landamærahindranir milli landanna. Fyrir nokkrum árum varð ljóst að Norðurlöndin voru ekki eins landamæralaus og látið hafði verið í veðri vaka. Hin efna- hagslegu samlegðaráhrif [milli Kaupmannahafnarsvæðisins og syðsta hluta Svíþjóðar] sem vænzt var af opnun Eyrarsundsbrúar- innar, létu á sér standa þar sem reglur um skatta, vinnumarkaðinn og félagslegt öryggi voru í raun það ólíkar að þær hömluðu sam- þættingunni á Eyrarsundssvæðinu í reynd. Í hinni nýju Evrópu eru fram- farir í öllum hornum ESB ekki sjálfsagðar. Lítil lönd á jaðrinum eru í sérstakri hættu að þessu leytinu. Samstarf þeirra í milli getur bætt samkeppnisstöðuna. Svonefnt Lissabon-ferli ESB, sem hefur að markmiði að gera Evrópu á nokkrum árum að samkeppn- ishæfasta efnahagssvæði heims, hefur líka pláss fyrir svæðisbundið framtak. Hér liggur tækifæri fyrir Norðurlönd að ná forskoti með því að ganga lengra í samstarfi en aðrir hlutar Evrópu sjá sér fært. Eins konar „innri markaður í innri markaðnum“ ætti að vera okkar svar við þeim efnahagslegu áskor- unum sem við stöndum frammi fyrir. Fyrrverandi danski forsætisráð- herrann Poul Schlüter hefur und- anfarið ár unnið fyrir Norrænu ráðherranefndina, sérstaklega fyr- ir sænsku formennskuna, að því að setja meiri kraft í vinnuna við að brjóta niður þær [efnahagslegu] landamærahindranir sem enn eru við lýði milli Norðurlandanna. Þessi vinna er nú á góðri leið með að skila áþreifanlegum árangri. Auk þess ber að færa norrænan innri markað út til Eystrasalts- ríkjanna eins fljótt og auðið verð- ur. Í þessum löndum er mikil þró- unartækifæri að finna sem gætu gert alla Norður-Evrópu sterkari. Það eru spurningar eins og þessi sem nú þrýsta sér fram á hina norrænu verkefnadagskrá. Það þýðir ekki að annað sé ekki mikilvægt. Hin norræna sjálfs- ímynd dafnar að minnsta kosti – og er jafnvel að víkka út – og það er full ástæða til að leggja áfram rækt við hana, ekki sízt með tilliti til hnattrænu upplýsingabylting- arinnar, sem hefur á sér þá skuggahlið að hún gerir hinu sér- staka erfiðara um vik. Náið nor- rænt menningarsamstarf er sterk- asta verkfærið til að tryggja að sú sýn á söguna og manneskjuna sem einkennir lönd okkar fari ekki for- görðum. Nú er í gangi spennandi þróunarskeið í sögu Evrópu, í póli- tísku og efnahagslegu tilliti. Þau lönd sem vilja vera í fararbroddi framfara verða að vera virk og skapandi í þessu ferli. Það er al- mennt vitað að flest aðildarríkja ESB leitast nú við að mynda bandalög til að koma þeim málum fram sem þeim finnst mikilvægust. Það er jafnaugljóst að mörg þeirra líta með virðingu til fordæmis- gildis hins norræna samstarfs, einnig í hinni nýju skipan Evrópu. Við ættum sjálf að vera meðvit- aðri en allir aðrir um þá kosti sem við búum yfir. Þetta þýðir ekki að löndin í Norður-Evrópu geti ekki eða skuli eiga samstarf við lönd í öðrum hlutum álfunnar. Það er bæði eðli- legt og heillavænlegt. Án þess að útiloka annars konar samstarf ætti hið norræna og norræn- baltneska samstarf að verða eins konar „heimabækistöð“ landa sem eiga mikið sameiginlegt. Ekki nauðsynlega meira, en heldur ekki minna. Hitt „samstarfssviðið“ (sem ég vil nefna hér) er ekki eiginlegt málefnasvið; öllu heldur sam- starfsaðferð og snýst um að nýta það norræna samstarf sem fyrir er til að gera löndin sem í hlut eiga sterkari innan hinna ýmsu mál- efnasviða á vettvangi ESB. Rann- sóknir eru ef til vill það samstarfs- svið sem er skýrasta dæmið fram til þessa um slíkt Evrópumiðað norrænt samstarf. Á sviði rannsókna er tilhneig- ingin sú að þær verða sífellt dýrari eftir því sem á líður. Litlar þjóðir, jafnvel þótt þær leggi mikla áherzlu á rannsóknir, mega sín þrátt fyrir það lítils í hinni alþjóð- legu samkeppni. Á Norðurlöndum er einmitt nú í gangi athyglisverð tilraun, þar sem löndin prófa möguleikana á að styðja við rann- sóknastarf hvert annars í krafti sameiginlegs norræns rann- sóknasjóðs. Með þessu móti er þess vænzt að rannsóknastarf á Norðurlöndum verði samkeppn- ishæfara í heild, ekki sízt með til- liti til þess að það verði meira að- laðandi fyrir evrópska og alþjóð- lega fjárfesta. Sameiginlegt rannsókna- og ný- sköpunarsvæði á Norðurlöndum, eins og þetta kallast, verður einn áfangi á leiðinni að hinu stærra stöðu hefur upplifað tímana tvenna. Erfiðlegast hefur gengið þegar Norðurlöndin hafa reynt að byggja upp samstarf á forsendum sem stangast á við víðtækara evr- ópskt samstarf. Aftur á móti hefur norrænt samstarf verið árangurs- ríkast þegar Norðurlöndin hafa valið að stilla samstarfið í takt við annað samstarf í álfunni. Vítt og breitt í Evrópu reynir á ný og nýgömul bandalög, á grund- velli mestmegnis sameiginlegra hagsmuna. Bandalögin eru jafn- framt misföst í reipunum og ná yfir misvíðtæk samstarfssvið. Slíkt samstarf er eðlilegur hluti nýrra einkenna á samstarfinu innan Evrópusambandsins. Þetta er sú leið sem Norður- löndin eiga að fylgja. Þrjú þeirra eru í ESB, tvö nátengd því í gegn um EES-samstarfið og að við- bættum Eystrasaltslöndunum þremur, sem brátt fá aðild að ESB, er þetta mjög sterkt svæði þegar litið er á Evrópu í heild. Hér beinist athyglin að tveimur norrænum eða norræn-baltnesk- um samstarfssviðum: Það fyrsta snýr að sameig- inlegri afstöðu. Norðurlönd búa að svo líkri menningu, sögu og sam- félagssýn að sameiginleg afstaða í evrópsku samhengi myndast oft af sjálfu sér. Það er ástæða til að styrkja leiðir til að mynda sameig- inlega afstöðu Norðurlandanna, svo að tillit verði tekið til mikil- vægra sameiginlegra hagsmunir norðarnverðrar Evrópu í samevr- ópskri ákvarðanatöku. Norður- löndin og Eystrasaltslöndin saman mynda vænan hluta ESB og ráða yfir umtalsverðu atkvæðavægi innan þess. Því ber að beita þegar hagsmunirnir eru líkir. Hluti af hinu evrópska samstarfi Eftir Per Unckel Höfundur er framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.