Morgunblaðið - 27.10.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.10.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MÁNUDAGUR 27. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hér þarf aldeilis bráðan heilaþvott, þetta norska tilfelli er alvarleg ógn við okkar heimsins besta kvótakerfi, Árni minn. Samtök aðstandenda samkynhneigðra Sýnileikinn mikilvægur NÚ á laugardaginn,1. nóvember,verður haldinn stofnfundur Samtaka for- eldra og aðstandenda sam- kynhneigðra (FAS) í safn- aðarheimili Grensáskirkju í Reykjavík. Harpa Njáls hefur leitt starf foreldra og aðstandenda síðastliðin ár og fer fyrir undirbúningi stofnunar þessara nýju samtaka. Hún er fyrst spurð um bakgrunninn að stofnun samtakanna. „Foreldrar samkyn- hneigðra hafa starfað með nokkrum hléum á vett- vangi Samtakanna ’78. Þeir komu fyrst saman ár- ið 1987 og frá 1997 starfaði slíkur hópur um tíma. Sá hópur sem á frum- kvæðið að því að stofna þessi nýju samtök hefur starfað samfellt frá árinu 2000 og haldið fundi að jafn- aði tvisvar í mánuði. Reynslan hefur kennt okkur að það er mikil þörf fyrir þetta starf og að sýnileikinn er mikilvægur. Foreldrar og aðstandendur eru mikilvægur hlekkur til að sam- félagið átti sig á því hvað samkyn- hneigð snertir marga. Þá er mik- ilvægt að aðstandendur samkyn- hneigðra eigi samfélag að, þar sem fólk getur hitt aðra í sömu stöðu og stillt saman krafta sína.“ – Hver eru helztu markmiðin? „Markmið okkar er tvíþætt: Að hittast og deila hvert með öðru reynslu okkar, styrk og vonum. Við leggjum rækt við okkur sjálf og erum þannig betur aflögufær til að vera bakhjarlar við ástvini okkar. Þá viljum við efla umræðu um samkynhneigð í samfélaginu. Við vinnum að fræðslu, bæði með opn- um fundum og innan okkar hóps og reynum með því að auka skiln- ing og þekkingu á því að samkyn- hneigð er fjölskyldumál. Þó að það sé orðið auðveldara en það var hér á árum áður að koma fram sem samkynhneigður einstaklingur á Íslandi er samt af nógu að taka og mikil þörf fyrir að lögð sé rækt við málefnalega um- ræðu í samfélaginu um samkyn- hneigð. Við höfum lagt áherzlu á það að samkynhneigð sé í raun bara einn þáttur í litrófi lífsins, og að sam- kynhneigðir séu hluti af marg- breytileikanum. Samfélagið þarf að átta sig á því að samkynhneigð- ir og þeirra allra nánustu aðstand- endur eru stórt hlutfall af sam- félaginu – varlega áætlað 25% eins og komið hefur fram áður í skrifum um samkynhneigð. Það er mikilvægt að samfélagið sé með- vitað um að samkynhneigðir eiga bakland – þeir eru ekki einir.“ – Skarast þá hlutverk nýju samtakanna ekki við hlutverk Samtakanna 78? „Nei, alls ekki. Við höfum starf- að á vettvangi samtakanna 78, og munum gera það áfram. Aðkoma foreldra og aðstandenda er ein- ungis til þess fallin að styðja við bakið á sam- kynhneigðum og styrkja starf þeirra. Mjög margir samkyn- hneigðir hafa látið það í ljósi við okkur að starf okkar sé þeim mikilvægt og við erum í góðu samstarfi við Samtökin ’78. Sama gildir um Félag samkynhneigðra stúdenta við Háskóla Íslands. Við erum öll að vinna að sama málefn- inu, án þess þó að starf félaganna skarist. Sérsvið okkar er að styðja foreldra og aðstandendur og við skulum ekki gleyma börnum sam- kynhneigðra. Það er þörf á að styðja við bakið á þeim og einnig samkynhneigðum ástvinum okk- ar.“ – Hvað fer fram á stofnfundin- um? „Á stofnfundinum munum við setja samtökunum lög til að starfa eftir og kjósa stjórn. Einnig mun- um við kynna nýjan bækling sem markar upphafið að útgáfu og formlegri starfsemi samtakanna. Við vinnum líka að gerð heimasíðu sem verður opnuð við þetta tæki- færi. Ég vil gjarnan geta þess að Vel- ferðarsjóður barna á Íslandi sem hefur veitt okkur styrk til að standa straum af þessari útgáfu og heimasíðugerð gerir okkur kleift að verða sýnilegri. Samtökin ’78 styðja okkur einnig. Markmið okkar er að foreldrar og aðstand- endur geti nálgast starfið á þægi- legan hátt. Við stefnum að því að setja þennan bækling inn á allar heilsugæzlustöðvar á höfuðborg- arsvæðinu svo að fólk geti nálgast þessar upplýsingar með góðu móti. Dagskráin á stofnfundinum verður annars tvíþætt. Fyrri hlut- inn verður, ef svo má segja, á létt- ari nótum. Páll Óskar og Monika Abendroth hörpuleikari flytja okkur ljúfa tóna í upphafi fund- arins. Síðan verða flutt þrjú stutt erindi. Séra Sigfinnur Þorleifsson ríður á vaðið og ætlar að fjalla um það hvers virði það er fyrir fjölskylduna að eiga aðgang að sam- félagi foreldra og að- standenda. Síðan mun Brynja Jónsdóttir, sem er nemi við Háskóla Íslands, fjalla um það hvernig það er að alast upp hjá samkynhneigðu foreldri. Loks fáum við að heyra sýn sam- kynhneigðs einstaklings á for- eldrastarfið. Boðið verður upp á léttar veitingar. Á síðari hluta fundarins verða lög samtakanna kynnt og rædd og stjórn kjörin. Fundurinn er opinn öllu áhuga- fólki um málefnið.“ Harpa Njáls  Harpa Njáls er fædd á Suður- eyri við Súgandafjörð. Hún lauk BA-prófi í félagsfræði frá Há- skóla Íslands árið 1998 og MA- prófi frá sama skóla 2002. Hún hefur starfað að margvíslegum félagsmálum, var einn af stofn- endum Búseta á höfuðborgar- svæðinu og starfaði sem fram- kvæmdastjóri félags- og rekstr- arsviðs um árabil. Tók að sér tilraunaverkefni hjá Innanlands- aðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar 1998–1999 við að þróa úrræði fyrir fátæka. Harpa er fastráð- inn sérfræðingur við Borgar- fræðasetur HÍ. Hún á tvær dæt- ur: Körlu Dögg og Sigurdísi og á þrjá dóttursyni. Viljum stuðla að málefna- legri umræðu SÆNSKI eðlisfræðingurinn, Ingrid Ulrika Olsson, var sæmd heiðurs- doktorsnafnbót við Háskóla Íslands við brautskráningarathöfn Háskól- ans á laugardag. Hún fæddist í Lud- vika í Dölunum í Svíþjóð árið 1927 og las eðlisfræði við háskólann í Uppsölum undir leiðsögn Kai Sieg- bahn, Nóbelsverðlaunahafa í eðlis- fræði. Siegbahn hvatti hana til doktorsnáms í aldursgreiningum með geislakolsaðferð. Eftir Ingrid Olsson liggja fjöl- margar greinar í tímaritum og bók- um og hefur hún átt mikið samstarf við vísindamenn í ýmsum löndum, m.a. á Íslandi. Hún vinnur að verk- efni ásamt Elsu G. Vilmundar- dóttur og Guðrúnu Larsen sem til stendur að kynna á vetrarmóti jarð- vísindamanna í Uppsölum í janúar á næsta ári. Morgunblaðið/Kristinn Ingrid Ulrika Olsson, sænskur eðlisfræðingur, var sæmd heiðursdoktorsnafnbót við útskriftina á laugardag. Með henni á mynd eru Páll Skúlason, rektor HÍ, og Hörður Filippusson, forseti raunvísindadeildar HÍ. Sæmd heið- ursdoktors- nafnbót REYNIR Vilhjálmsson landslags- arkitekt og teiknistofa hans, Lands- lag ehf., hafa verið nefnd til evrópskra verðlauna í landslagsarkitektúr fyrir hönnun fyrsta áfanga snjóflóðavarna á Siglufirði. Dómnefnd valdi 14 verk- efni af alls 450, sem til álita komu, þar á meðal Siglufjarðarverkefnið. Verðlaunin kallast Barba Rosa- European Landscape Prize og eru nú veitt í þriðja sinn. Verðlaunaveitingin tengist sýningu og ráðstefnu á vegum arkitektasamtaka og arkitektaskóla í Barcelona og Katalóníu á Spáni. Til- nefndu verkefnin 14 verða sýnd í Barcelona 20. nóvember–11. desem- ber nk. en ráðstefnan verður haldin dagana 27.–29. nóvember. Þar munu höfundar kynna verk sín fyrir alþjóð- legri dómnefnd og nefndin tilkynnir að því loknu hvert þeirra hlýtur 1. verðlaun. Tilnefningin mikill heiður Í fréttatilkynningu frá Landslagi ehf. segir meðal annars: „Alþjóðleg viðurkenning af þessu tagi dregur at- hygli að því hvernig við Íslendingar bregðumst við óblíðum náttúruöflum með virðingu fyrir umhverfinu. Hún er vitanlega mikill heiður fyrir Landslag ehf. og íslenskan landslags- arkitektúr yfirleitt. Reyndar er sér- stakt gleðiefni að þetta skuli gerast einmitt núna, á sama tíma og Lands- lag ehf. fagnar 40 ára samfelldum teiknistofurekstri Reynis Vilhjálms- sonar.“ Tilnefnd til verðlauna í lands- lagsarkitektúr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.