Morgunblaðið - 27.10.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.10.2003, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 27. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. BANKAR hafa alltaf veriðmiklir örlagavaldar í at-vinnulífinu. Bankar hafaeinnig ávallt búið yfir óvenju miklum trúnaðarupplýs- ingum þar sem þeir bæði ávaxta fjármuni og lána til fjölmargra fyr- irtækja og einstaklinga. Í því um- róti sem nú gengur yfir er því í raun ekkert nýtt nema að fjármagn er nú bæði í formi hlutafjár og láns- fjár en áður var lánsfjármagn það eina sem fyrirtæki höfðu aðgang að á fjármagnsmarkaði. Hins vegar búa bankar nú við strangari reglur t.d. um innra skipulag og meira að- hald frá þeim sem lifibrauð þeirra byggist á. Umræðan um þessi mál er eðlileg en byggist of mikið á framvindu einstakra mála og það má segja að fljótt fyrnist sagan. Bankar hljóta að leita á ný mið Á Alþingi hafa menn rætt um að eðlilegt hlutverk banka takmarkist við hugtakið lánastofnun. Í þessu sambandi er rétt að hafa tvennt í huga. Það hefur alltaf tíðkast að bankar hafi haft undir höndum miklar trúnaðarupplýsingar um viðskiptamenn sína. Ekkert er því til fyrirstöðu að bankarnir hafi ver- ið viðskiptabanki margra fyrir- tækja t.d. úr sömu samkeppnis- grein. Í þessu samhengi hafa menn sem takmarkaði mjög star banka, svokölluð Glass og S lög. Þessi lög voru ekki afn fyrr en 1999 en þau þóttu b tíma og mjög íþyngjandi fy bandarísk fjármálafyrirtæ voru í vaxandi alþjóðlegri s keppni. Þessi lög settu stíf um starfsvið banka t.d. aðg fjárfestingar- og viðskiptab starfsemi. Í kjölfar afnáms talað um bankaleynd og trúnað en hvorki kínamúra né raunverulegan aðskilnað verkefna. Við höfum reglulega séð umræðu um árekstra þegar mismunandi hagsmunir tog- ast á sem tengist lánsfjármögnun sem er ekkert nýtt þegar bankar eru annars vegar. Í öðru lagi vil ég nefna að hugtakið fjármagn hefur breyst með breytingum á fjár- magnsmarkaði. Í dag fjármagna fyrirtæki sig með hlutafé, hlutafé án atkvæða, forgangshlutafé, lánsfé með hlutabréfaígildi, lánsfé með mjög ströngum skilyrðum um hvernig rekstri er háttað, veðlánum sem takmarka meðferð eigna fyr- irtækja, skuldabréfum með eða án ábyrgða eigenda, rekstrarlánum, rekstrar- og eignarleigu og jafnvel afleiðum. Spurningin er því í þessu samhengi hvað er lánastofnun? Það er mjög eðlileg þróun að bankarnir leiti á ný mið, bjóði fyrirtækjum fjölþættari þjónustu og fjármagn eftir þörfum þeirra í hvert skipti. Lánsfé, ekki bara hlutafé, getur haft mikið að segja um framtíð fyr- irtækja og því er erfitt er að greina hvar áhrif banka á rekstur fyrir- tækja eru mikil eða lítil. Þar dugar ekki einfaldlega að greina lánsfé frá hlutafé. Þróunin hér á landi er í takt við þróun erlendis. Í Bandaríkjunum voru í gildi lög frá kreppuárunum Hlutverk banka ávallt nátengt atvinnulífinu Eftir Tómas Ottó Hansson ’ Lánsfé, ekki bhlutafé, getur ha mikið að segja u framtíð fyrirtækj því er erfitt að g hvar áhrif banka rekstur fyrirtækj mikil eða lítil. ‘ Greinarhöfundur segir að tillögu mína gegn niðurrifi Austur- bæjarbíós á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur 4. september sl. var Steinunn Birna á fundinum og eng- um gat dulist áhugi hennar á þessu máli og vilji til að ræða það. En hún tók ekki til máls, af því að forsvars- menn R-listans komu í veg fyrir það, eins og hún hefur sjálf upp- lýst. En Steinunn Birna hefur líka haldið á loft sjónarmiðum sem lýsa virðingu fyrir andlegum og tilfinn- ingalegum verðmætum og sterkum vilja til að vernda menningar- og náttúruverðmæti. Sú fyrirlitning á þessum gildum sem ríkisstjórnar- flokkarnir á Alþingi hafa sýnt í verki hefur í vaxandi mæli skotið rótum innan R-listans í borgar- stjórn Reykjavíkur. Jafnvel ein- lægir andstæðingar umhverfis- spjallanna og mannréttindabrotanna við Kára- hnjúka eins og aðalborgarfulltrúar Vinstri grænna, Árni Þór Sigurðs- son og Björk Vilhelmsdóttir, hafa fremur látið festa sig í spennitreyju Framsóknarflokksins en að styðja tillögur mínar um þau málefni að undanförnu. Það er mikil breyting frá því í janúar sl. þegar þau Árni og Björk voru samflutning mínir í tillögu gegn þátttök Reykjavíkurborgar í Kára virkjun. Innan R-listans ha eins varaborgarfulltrúar V grænna, Steinunn Birna og beinn Proppé, staðið við sa ingu sína í þessu máli í geg þykkt og þunnt. Borgarfulltrúar Sjálfstæ flokksins og Morgunblaðið mikinn í afsagnarmáli Stei Birnu en víst er að brotthv mæta varaborgarfulltrúa s þessa aðila minna máli en h R-listans vegna málsins. U Morgunblaðsins um þetta margfalt meiri en þegar un aður yfirgaf Sjálfstæðisflo fyrir tæpum tveim árum, e hafa verið kjörinn fulltrúi f í borgarstjórn í nær 12 ár. um mismun felst mikil póli slagsíða, sem sæmir illa jaf og virtum fjölmiðli og Mor blaðinu. Vegna sýndarumh Sjálfstæðisflokksins fyrir S unni Birnu þykir mér rétt á, að þau gildi sem hún ste ir eru ekki hátt skrifuð hjá um og nýfrjálshyggjupostu hans um þessar mundir. Það er sjónarsviptir að h hreinskilna og heiðarlega v borgarfulltúa, Steinunni B Ragnarsdóttur, í borgarstj Reykjavíkur. Það er þörf f kjörna fulltrúa eins og han láta ekki sannfæringu sína fyrir pólitísku framapoti. AFSÖGN SteinunnarBirnu Ragnarsdóttur,sem varaborgarfulltrúaR-listans og varafor- manns menningarmálanefndar, er ekki aðeins áfall fyrir R-listann, heldur einnig fyrir borgarstjórn Reykjavíkur. Það er mikilvægt, að í sveitarstjórnir landsins og á Al- þingi veljist fólk, sem býr yfir þekkingu og fagmennsku á sínu sviði og að þessir kjörnu fulltrúar starfi af heiðarleika og fylgi sann- færingu sinni fremur en fyrirfram ákveðnum línum, sem í vaxandi mæli eru ákveðnar af atvinnu- stjórnmálamönnum og framfylgt af atvinnustjórnmálamönnum. Það er skylda sveitarstjórnarmanna, að stjórnast af samvisku sinni og sannfæringu þó að frávikin frá því séu allt of algeng, enda eru of margir þátttakendur í stjórnmálum fyrst og fremst þjónar sértækra hagsmuna. Steinunn Birna Ragnarsdóttir hefur komið mér fyrir sjónir sem listamaður og fagmaður í fremstu röð, sem fylgir sannfæringu sinni og samvisku af einurð. Ég held að fáir eða jafnvel engir kjörnir fulltrúar í borgarstjórn gætu lagt menningarmálum meira lið en hún, en eins og komið hefur fram hefur verið valtað yfir sjónarmið Stein- unnar Birnu innan R-listans. Fyrir mér er nærtækast að nefna sem dæmi málefni Austurbæjarbíós, en ég hef verið eini kjörni aðalborgar- fulltrúinn sem lagst hefur gegn áformum um niðurrif þessarar merku byggingar. Þegar ég flutti Varaborgarfulltrúi segir af sér Eftir Ólaf F. Magnússon Höfundur er læknir og borg ’ Steinunn BirnaRagnarsdóttir hefur komið mér fyrir sjónir sem listamaður og fagmaður í fremstu röð. ‘ VÆNDI ER VANDAMÁL Niðurstöður úr rannsóknBryndísar Bjarkar Ás-geirsdóttur á vændi meðal framhaldsskólanema, sem greint var frá í Morgunblaðinu í gær, renna enn frekar stoðum undir þá almennu skoðun, að vændi sé fé- lagslegt vandamál fremur en „at- vinnugrein“ eða „frjálst val“ þeirra, sem það stunda. Í rannsókninni kemur fram að um 2% framhaldsskólanema hafi þegið borgun fyrir kynmök með einum eða öðrum hætti. Sterk fylgni er á milli þess að hafa selt líkama sinn með þeim hætti og að hafa verið misnotaður kynferðis- lega, að óttast líkamlegt ofbeldi heima fyrir, að vera djúpt sokkinn í vímuefnaneyzlu eða drykkju, að vera þunglyndur, hafa reynt sjálfs- víg og að vera gerandi eða þolandi ofbeldis. Þannig tengist vændið með skýrum og marktækum hætti öðrum dekkstu og skelfilegustu hliðum mannlífsins. Fram kemur í rannsókn Bryn- dísar að vændi þessara ungmenna sé bæði skipulegt og óskipulegt; eigi sér stað innan félagahópsins og utan. Sumir útvega sér vímu- efni, húsnæði eða jafnvel mat í skiptum fyrir kynmök við félaga, sem taka þátt í sömu „partíum“ eða stunda vímuefnaneyzlu með þeim, sem selja sig. Aðrir verða fyrir því að fullorðið fólk tælir ungmenni til fylgilags við sig með ýmsum leiðum og býður því hitt og þetta í skiptum fyrir kynmök; peninga, vímuefni, mat, eftirsóknarverða hluti eða jafnvel bara bílfar. Athygli vekur að í rannsókn Bryndísar kemur fram að fleiri piltar á framhaldsskólaaldri en stúlkur hafa selt líkama sinn. Í rannsókninni kemur fram að kynjamunurinn kemur nokkuð á óvart, þar sem í umfjöllun um vændi hefur aðallega verið einblínt á vandamálið meðal stúlkna. Nið- urstöðurnar eru þó í samræmi við það, sem komið hefur í ljós í nýleg- um rannsóknum m.a. í Noregi og Bandaríkjunum og gefa til kynna að nauðsynlegt sé að horfa til beggja kynja, þegar mótuð er stefna til að útrýma vændi á Ís- landi. Eins og Bryndís Björk bendir á í samtali við Morgunblaðið, skortir frekari rannsóknir á þessu sviði. Flestir eru sammála um að vændið sé þjóðfélagsmein. Það þarf hins vegar meiri vitneskju, ekki aðeins um þá sem selja líkama sinn, held- ur líka um þá, sem eru reiðubúnir að kaupa sér aðgang að líkama annarra, til þess að geta markað stefnu til að útrýma vandamálinu. PÚTÍN OG KHODORKOVSKÍ Handtaka auðugasta mannsRússlands, Míkhaíl Khodor- kovskí, á flugvelli í Síberíu hefur vakið athygli um allan heim. Hann er sakaður um skattsvik og fjár- svik af ýmsu tagi. Hann hafði ekki sinnt sem skyldi boðun um að mæta í yfirheyrslu hjá yfirvöldum í Moskvu, sem varð til þess að vopn- aðar sveitir handtóku hann um borð í einkaþotu hans, þegar hún millilenti til þess að taka eldsneyti. Í Rússlandi eru nú uppi tvær kenningar. Önnur er sú, að Pútín Rússlandsforseti sé að beita stal- ínískum aðferðum til þess að fást við auðkýfinga – hina svonefndu „óligarka“ – sem orðið hafa til í Rússlandi á örfáum árum. Hann sé að beita lögreglu til þess að koma heiðarlegum kaupsýslumönnum á kné, sem hafi sýnt tilhneigingar til að styðja andstæðinga hans í kosn- ingum. Þeir gera það bæði með því að leggja þeim til fé en einnig með því að kaupa upp fjölmiðlafyrir- tæki og beita þeim í þágu þeirra stjórnmálaafla, sem þeim eru hlið- holl hverju sinni. Hin er sú, að Pútín sé að hreinsa til í þeirri svindlstarfsemi, sem hafi þrifizt í forsetatíð Yeltsíns, þegar auðkýfingarnir hafi verið komnir með nánast öll völd í landinu í sínar hendur í krafti gífurlegra fjár- muna. Þeir sem hafa notið góðs af fjárstuðningi frá Khodorkovsky tala máli hans og saka Pútín um stalínisma. Khodorkovsky er fyrrverandi meðlimur ungliðahreyfingar sov- ézka kommúnistaflokksins. Hann – eins og aðrir rússneskir auðkýfing- ar – auðgaðist á því ástandi, sem skapaðist í Rússlandi þegar ríkis- eigur voru einkavæddar. Hann er nú talinn 26. ríkasti maður heims. Rússnesku auðkýfingarnir hafa beitt ýmsum ráðum til þess að auka vinsældir sínar meðal al- mennings og kaupa sér virðingu. Flestar eru þær aðferðir gamal- kunnar hér á Vesturlöndum. Þeir leggja fram fé til mannúðarmála og menningarmála. Khodorkovsky hefur gefið fé til fátækra, til há- skóla og til menningarstofnana auk þess að leggja fram fé til stuðnings stjórnmálaflokkum í Rússlandi. Flestir rússnesku auðkýfing- anna eru flúnir land. Sumir þeirra eru eftirlýstir víða um heim. Aðrir hafa reynt að selja eigur sínar í Rússlandi og koma sér fyrir ann- ars staðar eins og t.d. í Bretlandi, þar sem einn þeirra keypti fyrir skömmu knattspyrnuliðið Chelsea. Það verður fróðlegt að sjá hvern- ig átökum Pútíns og Khodor- kovsky lyktar. Hvort það sannast að Pútín sé að reyna að innleiða stalínískar stjórnaraðferðir á ný eða hvort í ljós kemur, að auðæfi rússnesku auðkýfinganna eru ekki til orðin fyrir einstaka snilli þeirra í viðskiptum heldur með gamal- dags bókhaldssvindli og skattsvik- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.