Morgunblaðið - 27.10.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 27.10.2003, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. OKTÓBER 2003 29 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake SPORÐDREKI Afmælisbörn dagsins: Þú ert tilfinningarík/ur og kraftmikil/l og hefur sterka nærveru. Ástarmálin verða í brennidepli hjá þér á næsta ári. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þetta er mjög góður dagur. Þú ert skýr í hugsun og tilbúin/n að takast á við erf- ið verkefni. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú liggur ekki á skoðunum þínum í dag. Þú átt auðvelt með að sannfæra aðra og telja þá á þitt band. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú ert sérlega afkastamik- il/l í vinnunni. Þú ert sann- færð/ur um gildi þess sem þú ert að gera og lætur ekk- ert halda aftur af þér. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú færð mikið út úr rök- ræðum um stjórnmál og trúmál í dag. Þú ert létt/ur í lund og átt auðvelt með að koma fólki á óvart. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú stendur fast á þínu á heimilinu og innan fjöl- skyldunnar í dag. Þú veist hvað þú vilt og ert staðráð- inn í að fá það í gegn. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú segir það sem þér býr í brjósti í dag. Þú ert ekki að reyna að stofna til vand- ræða en lætur þó óttann við illindi ekki halda aftur af þér. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú veist hvað þarf að gera í vinnunni. Þar sem þú hefur trú á því sem þú ert að gera áttu auðvelt með að fá aðra til að vinna með þér. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú ert einstaklega kraft- mikil/l í dag. Þótt þú lítir sakleysislega út ætti enginn að reyna að standa í vegi fyrir þér. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Gefðu þér tíma til að hugsa málin í dag. Þú munt að öll- um líkindum fá góða hug- mynd sem mun nýtast þér á heimilinu. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú nýtur þess að rökræða við vini þína og kunningja í dag. Þú stendur fast á þínu og það með glæsibrag. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þetta er góður dagur til að tala við yfirmanninn. Gáf- urnar skína af þér og það fer ekki framhjá neinum í dag. Notaðu tækifærið. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þér gengur vel að selja eitt- hvað eða koma fram op- inberlega í dag. Þú ert sjálfsörugg/ur og sannfær- andi. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ÆVITÍMINN EYÐIST Ævitíminn eyðist, unnið skyldi langtum meir. Sízt þeim lífið leiðist, sem lýist, þar til út af deyr. Þá er betra þreyttur fara að sofa, nær vaxið hefur herrans pund, en heimsins stund líði í leti og dofa. Ég skal þarfur þrífa þetta gestaherbergi eljan hvergi hlífa sem heimsins góður borgari. Einhver kemur eftir mig, sem hlýtur. Bið ég honum blessunar, þá bústaðar minn nár í moldu nýtur. Björn Halldórsson LJÓÐABROT HLUTAVELTA Í SVEITAKEPPNI er mest hægt að vinna 24 IMPa í einu spili, en til þess þarf að skora 4.000 stig eða meira. Slíkt gerist nánast aldrei í sterkum mótum. Einstaka sinnum sjást þó háar tölur ef slagkrafturinn er mikill í báðar áttir. Í leik Hollendinga og Ísraela í Rómarmóti bridsklúbba fyrr í mánuðinum unnu Hollendingar 21 IMPa í einu spili fyrir að vinna slemmu á báðum borðum: Austur gefur; AV á hættu. Norður ♠ – ♥ KD8753 ♦ K1076 ♣542 Vestur Austur ♠ DG7632 ♠ ÁK854 ♥ G96 ♥ 10 ♦ 942 ♦ ÁDG85 ♣7 ♣98 bridSuður ♠ 109 ♥ Á42 ♦ 3 ♣ÁKDG1063 Opinn salur: Vestur Norður Austur Suður D. Yadlin Drijver I. Yadlin Schol. – – 1 spaði 3 spaðar * 4 spaðar 5 lauf 5 tíglar Dobl 5 spaðar 6 lauf Dobl Allir pass Stökk suðurs í þrjá spaða var beiðni til makkers um að segja þrjú grönd með fyrirstöðu í spaða. Slík sögn sýnir iðulega rennandi láglit og góð spil, sem skýr- ir áhuga norðurs í fram- haldinu. Austri er mikil vorkunn að dobla sex lauf með tvo ása og fleira í bak- höndinni, en slemman var eigi að síður gjörsamlega skotheld og Hollendingar tóku 1210 fyrir spilið. Á hinu borðinu gerðist þetta: Lokaður salur: Vestur Norður Austur Suður Westra O. Herbst Ramondt I. Herbst – – 1 spaði 2 lauf 4 spaðar 5 lauf 5 spaðar 6 lauf 6 spaðar Dobl Allir pass Þessi samningur á með réttu að fara einn niður, en Ian Herbst í suður taldi víst að AV væru í fórn- arham og myndu fara marga niður og lagði af stað með einspilið í tígli. Sagnhafi þurfti ekki frekari hjálp og var fljótur að inn- byrða tólf slagi. Það gaf 1740 og samtals unnu Hol- lendingar því 2950 stig á spilinu, eða 21 IMPa. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 c5 2. Rc3 Rc6 3. Rf3 e6 4. d4 cxd4 5. Rxd4 Db6 6. Rb3 a6 7. Bd3 Rf6 8. 0–0 Dc7 9. f4 d6 10. Kh1 g6 11. De1 Bg7 12. Dh4 h6 13. Bd2 b6 14. Rd1 d5 15. exd5 Rxd5 16. c4 Rde7 17. Bc3 0–0 18. Rf2 Bxc3 19. bxc3 Kg7 20. Rg4 Rg8 21. Rd4 Bb7 Staðan kom upp í Evrópukeppni landsliða sem lauk fyrir skömmu í Plovdiv í Búlgaríu. Nikola Mitkov (2.530) hafði hvítt gegn Mert Erdogdu (2.359). 22. f5! exf5 23. Rxf5+ gxf5 24. Rxh6! Rce7 svartur hefði einnig tapað eftir 24... Rxh6 25. Dg5+ Kh7 26. Hxf5!. 25. Rxf5+ Rxf5 26. Dg5+ Kh8 27. Dxf5 f6 28. Dh5+ og svartur gafst upp enda staða hans ófögur. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Sálfræðistöðin Á námskeiðinu lærir þú: • Að efla jákvæðni og sjálfsöryggi • Að greina eigið samskiptamynstur • Að byggja upp markviss tjáskipti Höfundar og leiðbeinendur námskeiðis eru sálfræðingarnir Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal. Skráning í síma 562 3075/552 1110 Netfang: psych.center@mmedia.is Vefsíða: www.salfraedistodin.is Sjálfstyrking Við höfum verið beðnir um að útvega til kaups fasteignir í útleigu með traustum leigutökum á höfuðborgarsvæðinu. Eignir án leigutaka koma til greina ef seljandi er tilbúinn til að taka sjálfur eignina á leigu til langs tíma. Um er að ræða trausta aðila með öruggar greiðslur og koma eignir á verðbilinu frá 50.000.000 - 2.500.000.000 til greina. Áhugasamir eru beðnir um að setja sig í samband við Óskar Rúnar Harðarson lögfræðing eða Sverri Kristinsson löggiltan fasteignasala hjá Eignamiðlun.Óskar Rúnar Harðarson, lögfræðingur Sverri Kristinsson, löggiltur fasteignasali EIGENDUR ATVINNUHÚSNÆÐIS ATHUGIÐ MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/ eða nafn ábyrgð- armanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Þessar duglegu stúlkur, Hanna Katrín Ingólfsdóttir, Herdís Gunnlaugsdóttir og Þóra Regína Böðvarsdóttir, færðu Rauða krossinum að gjöf 4.300 kr. Morgunblaðið/Sigríður MEÐ MORGUNKAFFINU Ég er að hugsa um að strika „rétt dagsins“ út af mat- seðlinum … KIRKJUSTARF Hallgrímskirkja. Æskulýðsfélagið Örk kl. 20. Langholtskirkja. Ævintýraklúbbur kl. 16– 17. Starf fyrir 7–9 ára börn í umsjón Þóru Guðbjargar og Ólafs Jóhanns. Fjölbreytt dagskrá og eru allir krakkar á þessum aldri velkomnir. Laugarneskirkja. Góðar mömmur, kl. 12. María Íris Guðmundsdóttir, BA í sálar- fræði, og Kristjana Þorgeirsdóttir Heiðdal, líkamsræktarþjálfari, bjóða til fræðslu, íhugun og hollri hreyfingu með mæðrum ungbarna, þar sem unnið er með fæðing- arþunglyndi. Gengið inn um aðaldyr safn- aðarheimilis. Opinn 12 spora fundur kl. 18 í safnaðarheimilinu. Allt fólk velkomið. Vinir í bata. Tólf spora hópar koma saman kl. 20. Gengið inn um aðaldyr safnaðar- heimilisins. Umsjón hafa Gunnlaugur Ólafsson og Hafdís Fjeldsted. Neskirkja. 6 ára starf kl. 13.40. Sögur, söngur, leikir og föndur. Uppl. og skráning í síma 511 1560. TTT-starf kl. 16.30. Starf fyrir 10–12 ára börn. Amazing Race-rat- leikur. Umsjón Munda og Sigfús. 12 spor- in andlegt ferðalag kl. 20. Árbæjarkirkja. Mánudagar: Kl. 15 STN – starf með sjö til níu ára börnum í safn- aðarheimili kirkjunnar. Fella- og Hólakirkja. Opið hús fyrir full- orðna í safnaðarheimilinu kl. 13–15.30 í umsjón Lilju G. Hallgrímsdóttur, djákna. Þar verður fræðsla, föndur, spilað, spjall- að og kaffiveitingar verða í boði. Þeir sem óska eftir akstri láti vita í síma 557 3280 fyrir hádegi. Fyrirbænastund í kapellu kirkj- unnar kl. 15.30–15.45. Bænaefnum má koma til djákna, presta eða annarra starfsmanna kirkjunnar. Stelpustarf fyrir stelpur í 6. og 7. bekk kl. 16.30. Æsku- lýðsstarf fyrir unglinga í 8., 9. og 10. bekk kl. 20.30. Grafarvogskirkja. Kirkjukrakkar fyrir börn á aldrinum 7–9 ára kl. 17.30–18.30 í Engjaskóla. KFUK fyrir stúlkur á aldrinum 9–12 ára kl. 17.30–18.30. Seljakirkja. KFUK 9–12 ára kl. 17.30. Alfa-námskeið kl. 19–22. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 16 ára og eldri kl. 20–22. Ástjarnarsókn. Ponzý (unglingastarf ætl- að árg. 1990 og upp úr) á mánudögum kl. 20–22. Lágafellskirkja. Bænastund í Lágafells- kirkju kl. 20. Þórdís djákni þjónar og tekur við bænarefnum í síma 691-8041 alla daga frá kl. 9–16. Al-Anon fundur í Lága- fellskirkju kl. 21. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 16 æskulýðsfélag fatlaðra, yngri hópur. Hulda Líney Magnúsdóttir og sr. Þorvaldur Víðisson. Kl. 20 Kvenfélag Landakirkju undirbýr árlegan jólabasar. Kvenfélags- konur hvattar til að mæta. Keflavíkurkirkja. SOS hjálparnámskeið fyrir foreldra barna og unglinga í minni sal Kirkjulundar kl. 20.30–22. Umsjón Hafdís Kjartansdóttir, sálfræðingur. Námskeiðin eru haldin á vegum Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar með stuðningi þjóðkirkj- unnar. Þorlákskirkja. Biblíufræðsla kl. 20. Borgarneskirkja. TTT-starf kl. 15.30– 16.30. Glerárkirkja. 12 spora starf í kvöld kl. 20. Allir velkomnir. Hjálpræðisherinn á Akureyri. Kl. 15 heim- ilasamband fyrir alla konur. Kl. 17 Örkin hans Nóa, fyrir 1., 2. og 3. bekk. Kl. 18 KK fyrir 4. og 5. bekk. Safnaðarstarf Morgunblaðið/Ómar Neskirkja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.