Morgunblaðið - 16.11.2003, Síða 38

Morgunblaðið - 16.11.2003, Síða 38
MATUR OG VÍN | STEINGRÍMUR SIGURGEIRSSON 38 | 16.11.2003 viljað aðeins meira bit og að sítrónugrasið hefði fengið að njóta sín meira en það gerði. Grillréttirnir voru margbreytilegir. Fyrst komu Yakitori-kjúklingalundir með „creamy-chilli“-sósu sem var eiginlega milt afbrigði af þúsundeyja/ kokkteilsósu-fjölskyldunni hvað bragð varðar. Lamba-„chops“ á spicy- salati var flott útfærður. Grillaðar kótiletturnar spenntar upp með grill- pinnum, fjögur stykki á diskinum. Lambið naut sín vel með mildu krydd- inu. Hins vegar bar grill- uð nautalund með sesam og tofu af. Stór biti af lund, kryddaður með se- samfræjum, léttgrillaður og síðan sneiddur í tvennt og fylltur með grilluðu tofu, eins konar „ham- borgari“ þar sem kjötið er brauðið, eða þannig. Al- veg einstaklega góður réttur, fyrsta flokks kjöt, rautt og það meyrt að hægt var að búta það í sundur með prjónunum. Með öllum grillréttun- um fylgdi salat, aldrei hið sama en „babyleaf“ og jökulsalat var yfirleitt uppistaðan. Við fengum afskaplega góða, lipra og vinalega þjónustu. Vínseðill er fjölbreyttur og greinilega markmiðið að hafa breiddina sem mesta í lönd- um og stílbrögðum. Þótt vínin væru ekki ýkja mörg mátti finna flest helstu svæði og þrúgur. Það er ágætt andrúmsloft frá Maru í þessu fal- lega timburhúsi við Aðalstræti, japönsk áhrif í bland við íslensk. Tónlistin sem var spiluð allt kvöldið hefði þó mátt vera aðeins frumlegri. Eru ekki Buddha Bar-diskarnir orðnir svolítið ofnot- aðir hér í bænum þótt góðir séu? sts@mbl.is Það voru mörgum vonbrigði þegar fréttist af því að veitingastaðnumSticks n’Sushi í Aðalstræti hefði verið lokað enda hafði hann þegarbest lét boðið upp á eitthvert besta sushi-ið í bænum. Hins vegar létti mönnum þegar fréttist að hjónin Guðlaug Halldórsdóttir og Guðvarður Gíslason hygðust opna stað í sama húsnæði þar sem sushi yrði í öndvegi. Staðurinn heitir nú Maru og þótt stíllinn haldi sér að mestu hefur ýmsu verið breytt, ekki síst með það að markmiði að gera staðinn hlýlegri fyrir gesti. Það eru komn- ar gardínur fyrir glugga og víða má sjá handbragð Guðlaugar, sem m.a. sá um að innrétta stað þeirra hjóna Apótekið. Sushi er fyrirferðarmik- ið á matseðlinum og í boði er jafnt Nigiri (hrís- grjónakoddarnir) sem Maki (rúllurnar). Hver biti kostar á bilinu 270– 390 krónur en einnig er hægt að fá disk með tíu bitum á 2.400 krónum. Við tókum einn slíkan en bættum við hrefnu og nautalund með hvítlauk. Bitarnir voru allir fal- legir, þéttir og hráefnið ferskt. Túnfiskur Maki var hvað bestur auk laxa- og hrefnu-Nigiri. Nautalund sem slík var góð en það fór lítið fyrir hvítlauknum. En það er ekki bara sushi í boði heldur einnig taílenskir „curry“-réttir (það er eiginlega búið að eyðileggja íslenska orðið karrí), núðlur og jap- anskir grillréttir. Hrísgrjónanúðlur með kjúklingi, sítrónugrasi og kókoshnetu var ágætur réttur. Mikið af kjúk- lingi og gulrótarræmum í þykkri og mikilli sósu. Hún var mild, kókosið ráðandi og maður hefði HRÍSGRJÓNAKODDAR OG RÚLLUR Það er ágætt andrúmsloft frá Maru í þessu fallega timburhúsi við Aðalstræti, japönsk áhrif í bland við íslensk Bodegas Roda er einn þeirra framleiðenda er hafa verið leiðandi í Rioja-nýbylgjunni, þ.e. framleiðenda er leggja meira upp úr því að þróa víngerð Rioja en að fylgja hefðum héraðsins til hins ýtrasta. Sígildu Rioja-vínin eru ljós á lit og bera þess sterklega merki að hafa legið lengi á eikarámum, oft gömlum amerískum tunnum. Nú- tíma Rioja-vín eru dökk og áherslan á þyngd í ávexti og mikla nýja franska eik. Roda II er líklega það vín fyrirtækisins sem er hvað aðgengilegast fyrir budduna en þarna er samt sem áður engin smásmíði á ferðinni. Vínið sýnir vel hversu aflmikil vín úr Tempr- anillo (82% blöndunnar) geta verið. Vínið hefur mjög dökkan lit og ungt yf- irbragð. Svartur sólberjaávöxtur í bland við mikla eik sem vefst saman við ávöxt- inn, það örlar á kryddi, jafnvel anís. Einnig lakkrís og vott af leðri. Þarf tví- mælalaust umhellingu og það með nokkrum fyrirvara. Þess má einnig geta til gamans að Rotllant-fjölskyldan, sem á Bodegas Roda, er katalónsk og hefur lengi verið umsvifamikil í innflutningi á íslenskum saltfiski. 2.490 krónur. 19/20 Lítið spænskt víngerðarsvæði sem farið er að vekja athygli er Cigales, skammt frá Ribera del Duero. Eitt þeirra fyrirtækja er þar hafa fjárfest er Rioja-framleiðandinn El Coto og ber víngerð þeirra nafnið Museum. Tvö vín frá Museum eru nú fáanleg hér. Þau fá sömu einkunn en hafið hug- fast að einkunn tekur einnig mið af verði. Museum Crianza 2000. Þroskaður dökkur ávöxtur, sem greinilega hefur fengið sinn skammt af sól. Þroski, hiti en samt ekki yfirkeyrður. Mildir vanillutónar. Hefur góða sýru í munni, þykkt og þægilegt. Flott! 1.390 krónur. 17/20 Museum Real 1999. Þétt, fremur lokað. Ávöxt- urinn þungur, þurr. Í munni hefur vínið góða þyngd, það kemur sterkt inn og heldur sínu. 1.790 krónur. 17/20 VÍN Aðalstræti 12. www.maru.is Sími: 5114440 ANDRÚMSLOFT: Austurlensk naumhyggja með íslensku Grjótaþorpsívafi. MÆLT MEÐ: Grillaðri nautalund með tofu, hrefnu-sushi. ÞJÓNUSTA: Lipur og vinaleg. VÍNLISTI: Eitthvað fyrir alla. EINKUNN:  Viðunandi  Góður  Mjög góður  Frábær  Afburða veitingastaður Einkunnagjöf byggist á mati á þjónustu, húsnæði, vín- lista og mat, að teknu tilliti til verðlags. MARU ★★★

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.