Vísir - 23.10.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 23.10.1980, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 23. október 1980. Utgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvæmdastjóri: Daviö Guðmundsson. Ritstjórar: ólafur Ragnarsson og Ellert B. Schram. Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Ellas Snæland Jónsson. Fréttastjóri er- lendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Arni Sig fússon, Frlða Astvaldsdóttir, Gylfi Kristjánsson, lllugi Jökulsson, Kristln Þor- steinsdóttir, Páll AAagnússon, Sveinn Guðjónsson, Sæmundur Guðvinsson, Þórunn Gestsdóttir. Blaðamaður á Akureyri: Glsll Slgurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur O. Steinarsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Elm Ell- ertsdóttir, Gunnar V. Andrésson, Kristján Ari Einarsson. útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Siguröur R. Pétursson. Ritstjórn: Slðumúli 14, slmi 86éll 7 llnur. Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8, slmar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2—4, sfmi 86611. Askriftargjald er kr. 5.500,- á mánuði innanlandsog verö f lausasölu 300 krónur ein takiö. Visirer prentaður I Blaðaprenti h.f. Slðumúla 14. Mótmælaaðgerbir Reykvtkinga vegna fyrirhugaðrar byggingar SIS inni við Sund eru prófsteinn á það, hvort má sln meir, þjónkun við veldi Sambandsins eða tillitiö til hins almenna borgara. » Um síöustu helgi voru mynduð samtök meðal reykvískra borg- ara undir kjörorðinu:„Verndum sýn við Sundin", en tilgangur þeirra er að koma í veg fyrir byggingu háhýsa sjávarmegin við Kleppsveginn. Borgarstjórn Reykjavíkur hef- ur í hyggju að leyfa Sambandi ís- lenskra samvinnufélaga að reisa himinháa skrifstofubyggingu á þessum stað, sem að mati ný- stofnaðra samtaka mun skerða útsýni og spilla náttúrufegurð. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem slík mótmæli risa gegn áformum borgaryf irvalda um skipulag og byggingar i höfuð- borginni. Fræg eru upphlaupin gegn ráðhúsinu í Tjörninni, Seðlabankahúsinu á Arnarhóli og byggingu stjórnarráðshúss á Bernhöftstorf unni. Nú geta menn haft mismunandi skoðanir á réttmæti þessara mótmælaað- gerða, enda er smekkur fólks í þessum efnum sem betur fer misjafn og margvíslegur. Hitt er augljóst, að dæmin sanna hversu sambandi borgar- yfirvalda og borgarbúa er áfátt þegar kemur að skipulagi hverfa og einstakra húsa. Mætti þó halda að tengsl þar á milli gætu og ættu að vera náin, svo viðkvæmt mál sem skipulag umhverfis er í hinu daglega lifi. Máttur og áhrif þeirra mót- mælaaðgerða, sem gripið hefur verið til í þessum efnum, leiðir einnig hugann að því, af hverju hinn almenni borgari geri ekki meir af því að bindast samtök- um og vera á verði gagnvart ákvörðunum og aðgerðum stjórnvalda. Hvers vegna eru ekki stofnuð samtök skattgreið- enda, og af hverju eru samtök neytenda ekki öf lugri en raun ber vitni? Af I slíkra samtaka er mik- ið ef þeim er beitt og ekkert hræðast stjórnmálamenn meira en afdráttarlaus afstaða fjölda- samtaka. Hér er ekki verið að mæla með óábyrgum þrýstihópum, sem misnota vald sitt og aðstöðu, heldur hinu að fólkið í landinu láti sjálft í sér heyra. þegar því er misboðið og veiti þannig stjórn- völdum aðhald, þegar ástæða er til. Þannig er lýðræðið virkt og áhrif fjöldans raunveruleg. Og hver hefur meiri rétt til þess að hafa áhrif á gang mála, heldur en einmitt það fólk sem hefur beinna hagsmuna að gæta í mál- um, sem snerta daglegt líf þess? Það er eðlilegt. að íbúar í Sundahverfi i Reykjavík taki það óstinnt upp, þegar borgar- yf irvöld ákveða nánast orðalaust að byrgja þeim sýn út yf ir Sundin blá: þegar klesst er upp á hverf ið slíku ferlíki, að svipur alls um- hverfis tekur stakkaskiptum til hins verra. Götur og hverfi í hverju og einu byggðarlagi eru heimahagar lifandi fólks, rétt eins og sveitin og býlin haf a verið átthagar f yrri kynslóða. Mönnum er ekki sama hvaða röskun þar á sér stað, enda er tilveran sem betur fer fólgin í f leiru en brauð- striti. Forseti borgarstjórnar hefur látið hafa það eftir sér, að bygg- ingarleyfi til handa SlS inni við Sund hafi verið nauðsynleg, því ella hefði fyrirtækið sett upp bækistöðvar sínar utan Reykja- víkur. Þessi rök eru f jarstæða, þegar af þeirri ástæðu, að það er yfir- lýst stefna SÍS að hasla sér völl í Reykjavík og skapa samvinnu- hreyfingunni samskonar aðstöðu þar, eins og kaupfélögin hafa víðast um landið. Sl'S mun því ekki stilla borgaryfirvöldum upp við vegg með hótunum um að setja sig niður annars staðar, þeir þiggja þær lóðir, sem bjóðast í Reykjavík. Aðstaða við Sundin skiptir engu höfuðmáli. Það sem hér ræður úrslitum er hvort má sín meir þjónkun við veldi Sambandsins, sem er auð- vitað pólitísk fyrirgreiðsla, eða tillit til hins almenna borgara. Um það snýst þetta mál. VALYND VEÐUR Veður virðast nú vá- | lynd i islenskri pólitik. ■ Ljóst er að alvarleg [ „stjórnarkreppa” er i ■ að minnsta kosti ■ tveimur stjórnmála- j flokkum, Alþýðuflokki ■ og Sjálfstæðisflokki, og J með öllu óvist hvern l dilk sviptingar á ■ flokksþingum þeirra J kunna að draga á eftir ■ sér. í hinum tveim 1 flokkunum kraumar j nokkur óánægja vegna ■ getuleysis rikis- * stjórnarinnar í efna- i hagsmálum. Næstu ■ mánuðir munu skera [ úr um, hvort það ■ stjórnarsamstarf sem 1 til var stofnað á i óvenjulegan hátt i ■ fyrravetur, mun endast i út kjörtimabilið, eða jj hvort það springur með ■ miklum hvelli, sem ■ getur bergmálað i [ nokkra mánuði. ■ Alþýðuflokkur Upp viröist komin sú staöa i ■ Alþýðuflokknum aö látiö veröi • sverfa til stáls á flokksþinginu ■ milli formanns og varafor- ■ manns flokksins. Þetta þarf ■ engum aö koma á óvart. Þaö er ■ vitaö aöum alHangantíma hafa ■ ákveönir aöilar unniö aö þvi ■ leynt og ljóst aö losna viö Bene- ■ dikt Gröndal úr formannssæt- ■ inu. Var helst viö þvi búist aö ■ hann myndi gefast upp og draga | sig sjálfur i hlé, til þess aö kom- ast hjá opinberum deilum. Benedikt hefur hins vegar hvergi hopaö enn sem komiö er og vill láta sverfa til stáls. Kjartan Jóhannsson, sem býöur sig fram á móti formann- inum, er hinn mætasti maöur. Hann hefur gott lag á þvi aö tjá sigþannig aö fólk heldur aö þaö skilji hann, er vel menntaöur og hefur leyst verkefni sin vel af hendi sem þingmaöur og ráö- herra. Hins vegar hefur honum brugöist hrapallega bogalistin viö aö útskýra framboö sitt aö þessu sinni. Er helst aö skilja á honum aö hann geri þetta af tómri væntumþykju og vilji losa formanninn viö þessa þungbæru byröi. Má raunar segja aö bæöi formaöur og varaformaöur tali eins og véfréttir, þegar þeir eru inntir eftir ósamkomulaginu, sem viröist helst stafa af of mik- illi vináttu, of nánu samstarfi og of góöu samkomulagi! Raunar er oft hætta á þvi aö menn veröi óskiljanlegir, þegar þeir fara eins og kettir i kringum heitan graut. Auövitaö er ósamkomu- lag I Alþýöuflokknum og auö- vitaö er djúpstæöur skoöana- ágreiningur. Annars væri ekki fariö út i þaö aö „skera for- manninn viö trog” eins og þaö hefur veriö oröaö. Alla tiö siöan ungkrata- byltingin var gerö hefur Bene- dikt veriö fyrir mönnum. Hann er af gamla skólanum og vill leika eftir heföbundnum leik- reglum. Þótt hann hjassaöist meö, þegar atlagan var gerö aö Ólafi Jóhannessyni um áriö, þá var þaö honum þvert um geö. Hann vildi heldur ekki slita vinstri stjórninni 1979, en hann gáöi ekki aö sér og skrapp til New York. Þegarhann kom aft- ur stóö hann frammi fyrir orön- um hlut og lék meö eins og i fyrra skiptiö. Nú vilja hinir striösglööu ekkert eiga á hættu og losna viö gamla manninn, svoenginn bremsi þá af I næsta ævintýri þeirra. Úr þvi ekki tókst aö fella hann i prófkjöri i Reykjavik viö siöustu kosningar þá veröur aö fara þessa leiö. Svo einfalt er nú þetta. S j á lfst æðisf lo kkur Ekki batnar ástandiö i Sjálf- stæöisflokknum. Siöustu at- buröir benda til þess aö orönir séu tveir Sjálfstæöisflokkar á þingi. Þó má ekki draga of ein- faldar ályktanir af skipan mála viö umræöur um stefnuræöu forsætisráöherra. Flokkurinn er og veröur klofinn um þessa rikisstjórn, hvaö sem ööru liöur. Hins vegar veröur þaö æ ljós- ara aö ekkert samkomulag er framundan á þeim bæ, nema bæöi Geir Hallgrimsson og Gunnar Thoroddsen dragi sig i hlé. Hvorugur viröist þó á þeim buxunum aö hætta. Báöir reyna aö tryggja stööu slna eins og unnterframaölandsfundi. Geir reynir af öllum mætti aö fella rikisstjórnina, þvl þaö myndi veikja stööu Gunnará. Gunnar dreymir um aö vera enn for- sætisráöherra á landsfundi og tala þar eins og sá, sem valdiö hefur. Þaö er enginn áfellisdómur um þessa ágætu menn út af fyrir sig, þótt þvl sé haldiö fram aö þeir veröi aö draga sig í hlé. Deilurnar milli þeirra eru orön- ar gamlar, raunar miklu eldri en formannstiö Geirs segir til um. Hann fékk þessar deilur I arf, þegar hann settist I for- mannssætiö. Fylgismenn þeirra beggja eru svo hatrammir aö sættir viröast útilokaöar. En hver kemur þá? Þaö er spurning, sem enginn getur enn neöarnncús Magnús Bjarnfreðsson fjallar hér um stöðuna í stjórnmálaflokkunum og rekur forystumál þeirra og er það fróðlegt yfirlit. svaraö. Mér er nær aö halda aö hann sé ekki innan þingflokks- ins. Til þess eru átökin þar allt of hatrömm, enda foringjaefni þar ekki á hverju strái. Takist sjálfstæöismönnum hins vegar aö finna ungan og röskan mann sem formann og aö ná um hann samstööu mega hinir flokkarnir biöja fýrir sér — I bili aö minnsta kosti. Þá myndi flokkurinn sópa aö sér fylgi, þvi þreytta lausafylgiö myndi þá eygja von I Sjálfstæöisflokknum og vilja gefa honum tækifæri. Llfdagar stjórnar Gunnars Thoroddsen yröu fáir eftir þaö, þvi sjálfstæöismenn myndu ólmir knýja fram kosningar. Framsókn Þótt forystuvandamál séu ekki i Framsóknarflokknum er þar þó ólga undir sléttu yfir- boröi. Óánægjan meö úrræöa- leysi rlkisstjórnarinnar í efna- hagsmálunum vex meö degi hverjum. Væntanlega gera þingmenn flokksins ekkert fyrir áramótin, þvl mönnum er ljóst aö erfitt er um vik á meöan þing ASl situr. Blasi þaö hins vegar viö aö ekkert veröi gert fyrir fyrsta mars er ósennilegt aö handjárnin dugi lengur á suma þingmennina, sem komust á þing meö þvi aö sannfæra kjós- endur um aö þeir heföu bestu lausnina á veröbólguvandanum i vasanum. Inn í þetta blandast llka aö ef rlkisstjórnin springur fyrir landsfund Sjálfstæöis- flokksins styrkir það stööu GeirsHallgrímssonar og dregur úr likum á þvi aö Sjálfstæöis- flokkurinn fái nýja forystu en um þaö kæra andstæöingar hans sig auðvitað ekki. Alþýðubandalag Um það þarf ekki að hafa mörg orð. Þar gildir gamla llfs- spekin að flýtur á meöan ekki sekkur. Valdabaráttan er öll undir yfirboröinu og gjarna háö meö þeim baráttuaðferöum, sem tiökast á þeim bæ. Liklega er Svavar nú sennilegastur eftirmaöur Lúöviks, en kannski hafa „æöri máttarvöld” ætlaö öðrum stólinn. Alla vega er ljóst aö á meöan stjórnin neyöist ekki til aö taka til hendinni i efna- hagsmálum og fjármálaráö- herra og forsætisráðherra sann- færa hvor annan um aö allt sé á réttri leiö er engra tiöinda aö vænta úr þeim herbúöum. Magniis Bjarnfreösson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.