Vísir - 23.10.1980, Blaðsíða 27

Vísir - 23.10.1980, Blaðsíða 27
27 VÍSIR PERLUFUNDUR í HVALFIRDINUM: „Stærsta ísienska perl- an sem ég hel séö” - segir Sðimundur Eínarsson hjá Hafrannsóknarstofnun Perluagnir úr islenskum kræklingum eru vist ekkert einsdæmi hér á landi, en þegar agnir þessar ná rúsinustærð, þykir málið með eindæmum merki- legt. Ein slik perla barst á fjörur ritstjórnar Visis ekki alls fyrir löngu. Hún hafði fundist á óheppilegum tima og stað, milli tanna á gesti i samkvæmi, þar sem mjög óviðeigandi var að setja nokkuð út úr sér i miðri máltið. Engu að siður tókst gestinum að lauma listaverkinu i vasaklút sinn og koma þvi heilu og höldnu inn á ritstjórn. Rannsóknarblaðamennska var nú hafin af kappi og fyrsta upp- lýsing var sú, að kræklingarnir sem bornir höfðu verið fram i umræddri veislu, höfðu verið findir i Hvalfirðinum i júnfmán- uði i sumar. Til þess að fá Ur þvi skorið hvað hér væri nákvæmlega á ferðinni, leitaði Visir til Sólmundar Einarssonar, hjá Hafrannsóknar- stofnun en hann hefur mikið feng- ist við rannsóknir á skeljum. „Þetta er stærsta islenska perla sem ég hef séð”, sagði Sól- mundur og var ekki alveg sáttur við að hUn gæti verið Ur kræk- lingi. Hann taldi liklegra að þetta væri Ur öðuskel, en samkvæmt öruggum heimildum okkar var það kræklingur sem var tindur en ekki öðuskel. Byr jar með einu sandkorni Sólmundur Einarsson, sýnir fréttamönnum Visis hvernig perla myndast í öðuskel. „Þetta er ótrUlegt”, sagöi Jens Guðjónsson gullsmiður og velti vöngum yfir perlunni. (Visismyndir Ella). Perla þessi fannst I kræklingsskel, sem tind var f Hvalfiröi f júní 1980. En hvernig varð perlan til? Að sögn Sólmundar hefst vinnslan með sandkorni sem berst inn á milli skeljanna. Skelin siar sjó inn i sig og svo virðist vera sem sandkorn komist oft i milli og setjist inn i skelina. Skelfiskurinn svarar með kalk- myndun, sem smá hleðst utan um sandkornið, lag eftir lag. Lag þetta er nefnt perlumóðir. Þannig er ækki óalgengt, að við ákveðin hitaskilyrði myndist vænleg perla en Sólmundur kvað það hafa eitt- hvaðmeðaðstæður aðgera að hér næðust ekki að myndast stórar perlur, aðeins krili á við titu- prjónshausa. Þvi var perla þessi mjög merkileg. Hann kvaðst vita til þess, að perla Ur öðuskel hefði fundist i Noregi, svipuð að stærð og fyrir hana fengust um 4-500 norskar krónur. Hins vegar er hér á ferðinni allt annað og meira en hlutur með ákveðið markaðs- verðgildi, þvi hUn hefur islenska sérstöðu vegna stærðar. „Ótrúlegt” Næst lá leið Visismanna til Jens Guðjónssonar gullsmiðs til þess að fræðast af honum um verðgildi og það hversu algengar islenskar perlur væru. Jens kvaðst ekki vera sérfræðingur i þessum mál- um en sagði: „Það sem ég hef séð af slikum perlum eru bara agnarkrili en þetta er nærri ótrUlegt, að svo stór perla hafi fundist hér, við þessar aðstæður”. Hafi einhver fundið perlu sem stærri er en þessi á islenskum ströndum, væri fróðlegt að fá að heyra frá þeim aðila. —AS. Flmm ár frá kvenna- frífleginum: HVAÐ HEFUR y ÁUNNIST? Kynning í viö- tali dagsins: Formaður Bankamanna- sambandsins Staðan I poppheiminum: I ÍSLENSKI | VINSÆLDA 1 LISTINN og peir utlendu ATKVÆÐISRÉTTUR A VILLIGÖTUM Um þessar mundir fer nokkur umræða fram um atkvæðisrétt í landinu, vægi atkvæöa eins og það er kallað og margvíslega mismunun, þar sem viðáttur kjördæma hafa meira að segja en einstaklingurinn. Alltenþetta arfur frá bændaþjóðfélaginu, þegar fátt var um þéttbýlis- staði, og vægi atkvæða var jafn- ara af þeim sökum. NU virðist vefjast ákaflega fyrir mönnum hvernig beri að hætta aö kjósa samkvæmt reglum bændaþjóð- félags og hvernig eigi að taka upp kosningar i borgarsamfé- lagi. Ekki viröist nU vandinn vera mikill, en það er svo meö alla umræðu hér, að hUn beinist fyrst og fremst aö þvi aö gera viöfangsefnin næstum óyfirstlg- anleg. Það er I raun alveg ljöst, að framundan er fjölgun þing- manna, eigi að gera einhverjar breytingar i þá átt aö efla at- kvæðisrétt þéttbýlisfólks. Þaö hefur einfaldlega aldrei gerst aö þingsæti hafi verið tekin af einhverju kjördæmi, hvort held- ur það var smátt eins og hér áð- ur fyrr eöa stórt eins og nUna. Þess vegna er ekki um annaö að tala svona i byrjun en fjölga þingmönnum. Sé þetta viður- kennt er eitt vandamál Ur sög- unni við breytingu á kosninga- lögum. Ungir reiknimeistarar sneru sér aö þvi fyrir nokkrum árum að gera tillögu um kosninga- fyrirkomulag, og siðan hafa bætst við fleiri tillögur. Allar þessar tillögur bera slikri reikn- ingskúnst vitni, að ekki er á færi nema allra færustu manna að skilja. Gaman af þessum tillög- um hafa helst þeir, sem una gjarnan við það milli kosninga að reikna flokkum fylgi, svo jafnvel munar aðeins broti Ur atkvæði. Þessir atvinnumenn f atkvæðahöndlun vilja náttUr- lega ekkert einfalt kerfi til að kjósa eftir, heldur þau flókn- ustu, sem fyrirfinnast, svo iþrótt þeirra við útreikninga fái að njóta sín. tslenska þjóðin er ekki nema rúmlega tvö hundruö þúsund manns, og auövitað eru þeir mikið færri, sem hverju sinni hafa atkvæöisrétt. Landið er strjálbýlt og sætta þarf þörf strjálbýlis til áhrifa og stöðugt mannfleiri þéttbýlisstaði. Ein- menningskjördæmi henta mjög vel fámennu landi, sem er svo erfitt til búsetu, að meira veltur á einstaklingnum og forsjár- náttúru hans en fjöldakjaftæði og blaöri, sem nefnt hefur veriö sósialismi og enginn veit hvaö er mikið skjóttur. Segjum svo aö okkur muni fjölga nokkuö á næstu áratugum, og hinn árlegi landflótti undan sælustefnu sós- ialismans verði ekki of þung- bær. Þá er ljóst aö ætla verður einmenningskjördæmum nokk- urt forskot um fólksfjölgun. NU eru engar tölur hér að hafa I augnablikinu, en rammi ein- menningskjördæma gæti veriö aö i hverju kjördæmi sé eigi minna en þrjU þUsund atkvæðis- bærir og eigi fleiri en fim m þUs- und. Eftir aö reglunni hefur ver- iðkomið á má álita að skynsam- legt geti talist, að i einátöku kjördæmum megi kjósendatal- an fara allt niður 1 fimmtaæn hundruð áöur en kjördæmið er lagt niöur og fellt inn i næsta kjördæmi viö hliðina. Til þess að auðvelda slikar hugsanlegar skiptingar mætti hugsa sér að hafa uppbótarþingmenn áfram með liku sniði og nU er, þannig að i raun geti þingmenn orðið tveir i stærri kjördæmunum. Þessar tölur eru auðvitaö get- gátur, og settar hér fram aðeins til aö fólk geti glöggvaö sig á hugmyndinni. í þessu tilfelli mundu t.d. Reykjavik og Eeykjanes skiptast í nokkur kjördæmi. En það sem skipti mestu máli væri að sjálfsögðu að kjósendur fengju að velja i senn um einstaklinga og flokka. Einmenningskjördæmin eru farsælasta lausnin fyrir smá- þjóö eins og okkur, fyrst enginn færst til aö ræða aö gera landið að einu kjördæmi. Eins og nU er háttað er atkvæöisrétturinn á villigötum, og umræður benda til þess aö freista eigi þess að gera hann enn flóknari og fjar- lægari kjósendum. Svarthöfði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.