Vísir - 23.10.1980, Blaðsíða 4

Vísir - 23.10.1980, Blaðsíða 4
Fiskarnir fimm - Færeysk dæmisaga Landsmálablöðin i Færeyjum eru uppfuil þessar vikurnar af kosningaskrifum vegna „fólkatingsvalet”. 1 „Dagblaðiö” i Færeyj- um birtist á dögunum skondið tillag frá Jógvan E. Ósá á Norður- eyju, þar sem hann rifjar upp smásögu — eiginlega dæmisögu — eftir Hans Egebjerg, can polit. Jógvan segir, að Egebjerg hafi sent smásöguna hverjum fólka- þingmanni og það með, að hann vonaðist til þess að sagan yrði ein- hverjum þeirra eitthvert umhugsunarefni. — Hákon Djurhuus, sem þá var þingmaður, fékk einnig söguna og setti i Dagblaðið, sem birti en hinir þrir skiptu meö sér fjór- um fiskum. Féll þetta i góðan jarðveg hjá námsmanninum og eftirlauna- manninum, sem krossuðu við pólitikusinn. Fékk hann þar með meirihluta. Tilveran leið svo undir nýju stjórninni, og áfram reri fiski- maðurinn og landaði fimm fisk- um aö kvöldi. Nú skiptu hinir fjórum fiskum milli sin, og sjálfur hafði hann einn. Var þá ekkert saltað, og höfðu þre- menningarnir engar áhyggjur af. Lifskjör þeirra höföu batnað til muna, og var pólitikusinn ánægöur af verki sinu, en hinir fegnir þvi að hafa kosið rétt. En viti menn. Eitt kvöldið kemur fiskimaðurinn með fjóra fiska að landi i stað fimm. Veiðarfærin voru i einhverju ólagi, og enginn var saltfiskur- inn tii aö kosta ný. Nú fengu námsmaðurinn, gamlinginn og pólitikusinn einn fisk i hlut, eins og forðum. Daginn eftir kom fiskimaður- inn meö aðeins þrjá fiska, þvi að tapast höfðu net. Næsta dag var aflinn kominn niöur i tvo fiska og daginn þarnæsta niðu i einn fisk. Fjórðungur fisks á kjaft. Versnuðu nú lifskjörin til muna, og kom upp illur kurr hjá náms- manninum og eftirlaunamann- inum. Pólitikusinn tók sér fri af heilsufarsástæðum. Einn daginn kom fiskimaður- inn ekki aö landi. Sást hann aldrei meir. Neglan hafði fúnað sundur, og ekkert til að setja i staðinn. Báturinn, eina atvinnu- tæki plássins, sökk til botns. Endar svo sagan af þessari kyndugu stefnu i atvinnumál- um. hana fyrst 25. mai 1972. 1 styttu máli segir sagan af eyju einni, sem bjuggu á fjórir menn. Einn var ungur náms- maöur, annar gamall og á eftir- launum, þriðji fiskimaður, sem annaðist aðdráttinn. Fjórði var pólitikus. Hvunndagurinn leið svo, aö fiskimaður reri á hverjum morgni á báti sinum að vitja veiðarfæra. Landaði hann afl- anum að kvöldi. Dagsaflinn var fimm fiskar. Fékk námsmaður- inn einn, eftirlaunamaöurinn annan, pólitikusinn þann þriðja, en sjálfur hirti fiskimaðurinn báöa siðustu. Át hann annan, en lagöi hinn i salt. Saltfiskbiröirn- ar stóðu straum af viðgerðum og endurnýjun. Þyrfti hann t.d. ný veiöarfæri gekk fiskimaður- inn i saltfiskbinginn og haföi meö sér úr honum til megin- landsins, þar sem hann verslaði sinar þarfir. Svo rak aö þvi, að fólkaþings- kosningar yrðu á eynni og póli- tikusinn tók að hugsa sitt ráö. Samtals voru þarna fjögur atkvæði. Námsmannsins, gamlingjans, fiskimannsins og hans sjálfs. Fengi hann náms- manninn og gamlingjann til að kjósa sig, hefði hann meirihluta. Þaö ætti ekki aö reynast erfitt, ef kænlega væri farið að. Hóf nú pólitikusinn kosninga- baráttuna og klifaöi einatt á þvi, hver munur væri á kjörum fiski- mannsins og hinna. Daglega fengi fiskimaðurinn tvo fiska i sinn hlut, en hinir urðu aö lifa á einum hver. Þetta væri himin- hrópandi óréttlæti og óviöun- andi tekjuskipting. — Stefna pólitikusins væri hinsvegar sú, aö fiskimaöurinn fengi einn fisk Landamæraskærur, þar sem Kinverji og Rússi létu lifið á dögunum, hef- ur aftur leitt athygli umheimsins að landamærum, sem eru ekki einungis þau lengstu i heimi, heldur einnig með hvað mestum viðsjám. Þar standa báðir stærstu herir heims gráir fyrir járnum andspænis hvor öðrum. Fréttirnar um, að slegið hafi i skotbardaga á þessum landamærum Kina og Sovétrikjanna, verða til þess að minna enn á kalda striðið milli þessara risa. — Að visu þykir Peking hafa mýkst ögn i afstöðu sinni til Moskvu i hugmyndafræðinni, en striðandi hagsmunir beggja halda óvildinni við. strjálli fréttir af skærum Kaldi þessara tveggja fjand- manna á alþjóðavettvagnum endurspeglast auðvitað við sam- eiginleg landamæri þeirra. Þang- að hafa hvor um sig dregið mikiö lið á siðari árum. Hvað Rússana viðkemur, er ætlað, að herafli þeirra hafi fjórfaldast frá þvi i landamæraskærunum 1969, þegar fleiri hundruð kinverskra og sovéskra hermanna voru drepin við Ussuri-ána. Fréttir af skotbardögum við landamærin hafa orðið strjálli seinni árin, en erlendir diplómat- ar i Peking eru þeirrar skoðunar, að fleira komi upp á við landa- mærin, en umheimurinn hafi spurnir af. Þar séu tiðum árekstrar og skipst á skotum. Peking ásakar Moskvu beisk- lega um „útþenslustefnu” annarsstaðar i heiminum, en varast að ganga of langt i fjand- seminni. Þvi er reynt að gera minna úr landamæraskærunum, nema það þyki pólitiskt hentugt. Gráir fyrir iárnum Það er talið, að Sovétmenn hafi þarna við landamæri rikjanna um 45 herfylki i dag, eða nær hálfa milljón hermanna, sem hafi stuðning af 2000 herflugvélum og 12.000 skriðdrekum, að ekki sé minnst á eldflaugarnar, bæði skammdrægar og langdrægar tegundir. Andspænis þessum her standa 70 til BOkinversk herfylki, eða nær tvöfalt fleiri hermenn Pekinga- stjórnar. En Kina-her stendur langtað baki Rússum i hergagna- búnaði, og þykir þvi vera i von- lausri aðstöðu. I tveim skyldum bókum, sem út komu fyrr á þessu ári — „The Soviet War Machine” og „The Chinese War Machine” — draga höfundar þær ályktanir, að báðir aðilar reikni með þvi, að til styrj- aldar komi milli þeirra einhvern tima i framtiðinni. Búi þeir sig hvor i sinu lagi undir það. Hernaðarsérfræðingarnir telja samt, að Kina geti ekki ógnað Sovétrikjunum alvarlega, og báð- um sé það vel ljóst. Hernaðarpólitík Vekur þvi nokkrar spurningar, hversvegna Rússar safni svo miklu liði að landamærunum við Kina? Það er meira lið, en þörf þýkir fyrir til þess að hefta innrás Kinverja, en þó of litið til þess að gera innrás i Kina. Kinverjar ætla, að hernaðar- áætlun Moskvu sé sú, að sækja ekki langt inn i Kina, ef i brýnu slær. Meir verði lagt upp úr þvi fyrir tilstilli flughersins að eyði- leggja iðnað Kina og hernaðar- mátt, svo að það muni taka marg- ar kynslóðir að endurreisa að nýju. Mæna menn þá til norð- austurhluta Kina, sem áður hét Mansjúria, þar sem helmingur þungaiðnaðar Kina og stór hluti oliu- og stálframleiðslunnar er samanþjappaður. Slik viðhorf skýra betur þann aukna áhuga, sem Kina hefur á vestrænum varnarbandalögum. Þeir vilja umfram allt stappa stálinu i Bandarikin og Vest- ur-Evrópu til þess að leiða athygli Rússa meir frá þeim sjálfum. I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I L Stórmelstara- slagur á itaiiu Stórmeistararnir ' Viklor Korcnoi og Robert Hubner frá Þýskalandi hafa ákveðið að tefla einvígi sitt, um réttinn til að skora á heimsmeistarann Anatoli Karpov, á ttaliu, og á einvigi þeirra að hefjast þar 20. desentber. Allt er til rciðu fyrir þetta ein- vigi, og verðlaunaupphæðin sem þeir skipta á milli sin að keppni lokinni ncmur urn 67 þúsund dollurum. Skatturinn vil lá sitt Sænski leikarinn Max Von Sydow þarf scnnilega að kikja aö- eins I peningaveskiö sitt á næst- unni, þvi á dögunum féil dómur i máli skattyfirvalda á hendur hon- um i Stokkhólmi. Dómurinn var á þá lund að þótt leikarinn hefði aflað sinna tekna erlendis bæri honum aö greiöa skatta af þeim tckjum I Svlþjóö. Og það eru engar smáupphæðir sem þarna er verið aö tala um. Reiknaö er mcð aö leikarinn megi byrja á þvi að greiða rúmlega 105 þúsund dollara sona I fyrstu greiðslu. Marcos slaoo úr sprenalutllræöinu Marcos forseti Filipseyja slapp nær ómeiddur en fjöldi manns slasaöist alvarlega þegar sprengja var sprengd I sam- komuhúsi i Manilla nýlega, en þar var forsetinn að horfa á kvik- mynd ásamt fjölda fólks. Samtök sem berjast gegn Marcos forseta lýstu þegar yfir ábyrgð sér til handa I sprengjutil- ræðinu, en meðal þeirra sem slös- uðust voru 7 liandarikjamenn, 6 Filipseyingar og einn frá S-Kórcu. Sú faiiegasta kom irá Noregl Þessi gullfallega norska stúlka sem heitir Mona Olsen var á dög- unum kjörin „Ungfrú Skandi- navia” en keppnin um þann tHtii fór fram l Finnlandi. Ungfrú Olsen er 21 árs og starf- andi sýningarstúlka og ljós- myndafyrirsæta I heimalandi sinu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.