Vísir - 06.11.1980, Síða 1

Vísir - 06.11.1980, Síða 1
Líkur á Kröflugosi um næstu mánaðamóf: , „VFIRVOFANDI HÆTTA A GOSI í BJARNARFLAGI" /,Sú hætta vofir nú yfir að gos verði f Bjarnar- flagi á næstu vikum og því full ástæða til þess að vera vel á verði"/ sagði Guðmundur E. Sigvalda- sorn forstöðumaður Nor- rænu eldf jallastöðvarinn- ar, i samtaii við blaða- mann Vísis í morgun. „ViB vonumst til þess aö geta séö fyrir slíkt gos meö nægileg- um fyrirvara til þess aö hægt sé aö koma starfsfólki i Kisiliöj- unni i burtu. Reglan hefur veriö sú, aö um leiö og viö höfum séö, að eitthvaö væri í uppsiglingu og þaö sjáum viö venjulega meö nokkurra klukkustunda fyrir- vara, hefur fólkið i Kisiliöjunni veriö flutt burt. Ef hins vegar yröi gos þarna suðurfrá á borö við þau. sem urðu i júli og nú i október, þá gæti orðið þörf á einhverjum frekari varúöarráö- stöfunum”. Guömundur sagöi, aö sam- kvæmt þeim hallamælingum, sem geröar eru á bungunni viö Leirhnjúk, hefur hún vaxið um rúmlega helming þess sigs, sem varö i október. Reynsla siöustu fimm ára hefur sýnt, að þessi bunga vex að ákveönu mark-i- þangaö til eitthvað gefur eftir og kvikan fer á hreyfingu. „Ef vöxtur bungunnar heldur áfram meö sama hraða og veriö hefur undanfariö má búast viö gosi nálægt næstu mánaöamót- um”, sagöi Guömundur. Hann sagöi að auövitaö væri ekki hægt aö segja um þaö meö neinni vissu, hvort gosið yröi suöur i Bjarnarflagi eða noröar á sprungunni, en þaö gæti brugöið til beggja vona og full ástæöa til þess að vera vel á veröi. p.M. 400 tonn af síld tll ÞOP- láks- hafnar „ Við f engum um 320 tonn í fyrradag," sagði Sigmar Björnsson, verkstjóri í síldarsöltuninni hjá Glett- ingi i Þorlákshöfn, þegar Vísirspurði hann í morgun hvað liði síldarsöltun þar. „Síðan höfum við ekkert fengið, og ekkert er á leið- inni. Það sem veldur er að þeir fá enga síld, held ég. Hún liggur niðri, hún er eitthvað brellin þarna hjá þeim fyrir austan núna," sagði Sigmar. Vísir spuröi hvort skipstjórar hefðu á móti að færa þeim sildina. „Þaö má segja þaö, en þaö bitnar ekki á okkur, okkar bátar koma til okkar og það stendur ekkert á þvi. En þetta hefur veriö litiö, en þó er einn bátur, hann Arnar, aö koma meö 70-80 tonn til Meitilsins i morgun,” sagöi Sigmar Björns- son, verkstjóri i Þorlákshöfn. SV viO verklallsfillögiT „Býst „Það veröur tekin ákvöröun um hverjar verði næstu aögeröir hjá okkur og ég býst við því aö borin veröi upp tillaga um verkfall”, sagöi Ólafur Emilsson formaöur Hins islenska prentarafélags er Visir ræddi viö hann i morgun. ígær slitnaöi upp úr samninga- viðræöum bókageröarmanna og Félags islenska prentiönaðarins eftirstuttanfund. Var launaliöur- inn til umræöu og höföu prent- smiðjueigendur boöiö þvi sem næst 6% hækkun. Þetta tilboö kváöust bókageröarmenn ekki geta sætt sig við, þar sem „við viljum fá eins og hinir”, einsog einn félagsmanna HIP komst að oröi i viðtali viö Visi i morgun. Samkvæmt nýgeröum kjara- samningi Alþýöusambandsins og Vinnuveitendasambands tslands er sú hækkun talin jafngilda 9- 10%. Töluvert ber þvi á milli hjá bókageröarmönnum og prent- smiðjueigendum. Kl. 16.15 í dag veröur haldinn almennur félagsfundur bóka- geröarmanna og veröur þar greint frá stöðu mála og tekin ákvöröun um aögerðir. —JSS Síldarsöltun í fullum gangi hjá Glettingi i Þorlákshöfn. Visismynd: pÞ/Sandhóli. Tveir bílar og sumarhús til áskrílenda: Vínnlngar fyrir 25 milliön- ir í afmælisgetraun Vísis Afmælisgetraun Visis er nú komin i fullan gang og fleiri og fleiri getraunaseðlar berast blaöinu með hverjum degi. Ýmsir, sem ekki fengu laugardagsblaöiö, þar sem get raunin var upphaflega kynnt, hafa óskað eftir aö gerð væri grein fyrir ýmsum atriðum þessarar glæsilegu getraunar aftur i blaðinu og er það sjálf- sagt. Vinningarnir eru samtals þrir, það er að segja tveir bilar og sumarbústaður, að verðmæti um 25 milljónir króna. Mitsubishi Colt frá Heklu h.f. verður dreginn út 30. janúar. Þetta er einn vinsælasti billinn hér á landi i dag. Rúmgóður 5 manna bill, lipur- i akstri, fram- hjóladrifinn og sparneytinn á eldsneyti. Vinningsbilinn er 5 dyraogþessi gerðaf Colt kost- ar 6.6 millj. kr. Nýr japanskur smábill veröur dreginn út 31. mars. Enn hvilir dálitil leynd yfir þessum vinn- ingi, þvf að billinn hefur ekki enn verið kynntur á islenskum markaöi, en hulunni veröur svipt af honum á næstunni. „Sá nýjasti, sá ódýrasti og sá spar- neytnasti frá Japan”, segir islenski innflytjandinn um þennan bil. Sumarbústaður frá Húsa- smiðjunni h.f. verður svo dreg- inn út 29. mai n.k , og er þetta stærsti vinningurinn, að verð- mæti 13 milljónir króna. Bústaðurinn veröur með eld- húsinnréttingu og uppsettur, þar á landinu sem óskaö verður en landið undir hann leggur vinningshafinn til sjálfur. Þetta er stór og rúmgóöur bústaöur, 40ferm. stofa, tvö herbergi, eld- hús, baðherbergi og geymsla, allur panelklæddur aö innan.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.