Vísir - 06.11.1980, Blaðsíða 14

Vísir - 06.11.1980, Blaðsíða 14
14 r Fimmtudagur 6. nóvember 1980 Fimmtudagur 6. nóvember 1980 15 VtSIR vtsm HÓTEL VÁRÐDORG AKUREYRI SÍMI (96)22600 Góð gistiherbergi Morgunverður Kvöldverður Næg bílastæði Er í hjarta bæjarins. HARGREIÐSLUSTOFAN KLAPPARSfÍG 29 (milli Laugavegs og Hverfisgötu) Opið á laugardögum Tímapantanir í síma 13010 j ....................................................................................................................... Vissir þú að ejoe|r>eií-‘>o!Iii'-» '^a! býður mesta r»e* úrva/ ung/inga- húsgagna á /ægsta verði og á hagkvæm- ustu afborgunar kjörunum ? ÍrV Bildshöfóa 20, Reykjavik Simar: 81410 og 81199 m Smurbrauðstofan BJaRIMIIMIM Njólsgötu 49 — Sími 15105 Gj(jrb\lting á sviði alfræðiútgáíii, - sú fyrsta í 200ár! Encyclopædia Brítannica lS.útgáfa I ykill þinn aðframtíðinnif Hringið og biðjið um litprentað upplýsinqarit um þessa timamótaútgáf u BRITANNICA 3. Ath. Örfá sett af 1980 útgáfunni fyrirliggjandi. Britannica 3 Þretalt altraeöisatn i þriatiu bindum Orðabókaútgáfan Auðbrekku 15. 200 Kópavogi, simi 40887 EKKI BARA MNGMENN A ÞINGI: Tugir starfsmanna sjá um aö hjólln snúist Það eru margir sem leggjast á eitt til þess að hjólin snúist á alhingi íslendinga. Þingið er ekki bara vinnustaður þeirra sem kjörnir eru til setu þar, heldur hefur fjöldinn allur af „venjulegu” fólki lifibrauð sitt af þvi að láta löggjafarstarfið ganga sem greiðlegast fyrir sig. Fyrir utan allt starfsfólkið á hinni eiginlegu skrifstofu alþingis, má nefna simaverði, dyraverði, fatahengisvörð, upptökumann, vélritunarfólk, starfsfólk i eldhúsi og svona mætti lengi telja. Blaðamaður og ljósmyndari Visis lögðu leið sina niður i alþingishús og spjölluðu stuttlega við fólk sem venjulega er ekki i sviðsljósinu þeg- ar f jallað er um störf alþingis, en er engu að síður ómissandi hlekkur i þeirri keðju, sem heldur uppi löggjafarstarfinu. „El pá ekki á rjóma, hvorki út á skyr, né á pðnnukðkur” Textl: Páll Magnússon Mynúir: Bragi Guðmundsson „Það er í lagi peran á peim pessum-alveg ijónklárar” ,,ÞaB er i lagi peran á þeim þessum — þær eru alveg ljónklár- ar”, sagöi einn roskinn heiBurs- maBur úr stétt þingvarBa þegar hann sá aB viB gerBum okkur lik- iega til þess aB taka sima- stúlkurnar tali. Þessi visbending var reyndar óþörf þvi' blaBamenn þekkja af eigin raun lipurB og hjálpsemi þeirra Bryndisar Jónsdóttur og Sigurlaugar Magnúsdóttur. ÞaB var reyndar ekki heiglum hent aBná taliaf þeim stöllum þvi siminn hringdi sem vitlaus væri, auk þess sem þingmenn hópuBust aB þeim og heimtuBu aB þær næBu sambandi viB þennan eBa hinn. „Þetta er ekki normal vinnu- staBur”, var þaB eina sem Sigur- laug gat stuniB upp áBur en ný hol skefla skali á henni. Bryndís baB okkur afsökunar á þvi aB geta ekki talaB viB okkur aB sinni, „enþaBer bara allt vitlaust aB gera svona rétt fyrir þing- fund”. ViB urBum þvi frá aB hverfa viB svo búiB, en þaB er engum blöBum um þaB aB fletta, aB ef einhverjir innanbúBarmenn i Alþingishúsinu ættu skiliB aB fá streituuppbdt á launin sin, þá eru þaBstöllurnar á simanum. Þær sögBust halda, aB upp und- ir tvö hundruö manns kæmu til þeirra í kaffi á hverjum degi, þingmenn og þeir sem væru þarna á þeirra vegum. Sömu- leiBis hella þær stundum kaffi igjp I blaöamenn. „Meö kaffinu er hægt aö fá alls- konar meölæti”, sagBi Þórdís. „Kleinur, pönnukökur, sandköku, jólaköku, ristaB brauö, smurt brauö, kringlur og fleira”. En skyldu þingmennirnir ailtaf borga fyrir sig, eöa er rýrnun i rekstrinum? „Þeir borga alltaf fyrir sig blessaöir mennirnir. Sumir eru I mánaöarreikning, en flestir borga jafn óöum. Viö seljum kaffiskammtinn á 700 krónur og þá fá þeir þrenns konar meölæti meö þvi. Svo geta þeir lika fengiö aBboröa hér i hádeginu og venju- lega eru þaö 50-60 sem nota sér þaö. Þá fá þeir ýmsa smárétti eins og sild, súpu, egg, jógúrt og skyr”. Viö spuröum Þórdisi hvort þingmennfengju rjóma út á skyr- iB. „Nei, ég el þá ekki á rjóma, hvorki út á skyr né pönnukökur”. — Enhvaösegja bændurnir þá? „Þeir hafa aldrei kvartaö frek- arenhinir. Ég er búin aövera hér i fimmtán ár og þaö hefur aldrei nokkur maöur kvartaö yfir þvi sem ég.hef gefiö honum”. ViB spuröum þser stöllurnar hvort þær fengju ekki stundum aö kenna á skapvonsku þingmanna, þegar á þá heföi hallast i rökræö- um i þingsölum. „Þeir eru góömennskan og kurteisin út I gegn og hafa aldrei látiö neitt bitna á okkur hérna niöri. Þeir eru nægjusamir og þakklátir fyrir þaö, sem fyrir þá er gert”. Þdrdls sagöi flesta þingmenn vera liBtæka viö kaffidrykkju og stundum færi hún meö fimm kfló af kaffi á dag. Hún sagöist hella upp á fyrstu könnuna um hálf áttaleytiö á morgnana, en fundir i nefndum byrja oft um klukkan átta. „Ég er svo hérna' þangaB til allt er búiö á kvöldin og fer meö þeim siBustu út úr húsinu”, sagöi þessi skörulega kona, sem sér um aö halda þingmönnum i starfhæfu ástandi. Þetta gerir hún viö frem- ur óhentug skilyröi f litlu athafna- rými, „en svo má illu venjast aB gott þyki”, sagöi hún þegar viö kvöddum-. Magnús Jóhannsson hefurtekið upp þingræöur í næstum þrjátfu ár. Raflflip allra pingmanna eltir 1952 tii á segulbandsspólum ann viö mismunandi raddstyrk þingmanna og breyta stillingum f samræmi viö hann. Nýju tækin jafna hins vegar raddstyrkinn sjálfkrafa innan vissra marka, þannig aö ekki þarf sifellt aö vera aö breyta stillingunum”. — En er ekki hætta á aö raddir þingmanna detti út af bandinu þegar þeir eru aö snúa sér I allar áttir i ræðustólnum? „Þaö eru þrfr hljóönemar f hvorum ræöustól og tveimur þeirra er komiö fyrir til hliBanna, þannig aö þaö er nokkurn veginn sama hvernig menn snúa sér f stólnum. Þaö er alltaf einhver hljóönemi sem nær til þeirra”. Magnús sagöi aö þaö væru tvö upptökutæki fyrir hvora deild, þannig aö engin hætta væri á aB missa nokkuöúr þótt skipta þyrfti um segulbandsspólu. „ViB höfum þann háttinn á, aB taka um hálftima upp I einu og skipta svo yfir á hitt tækiö. Þetta er aöallega gert fyrir þá sem vél- rita upp af böndunum, en þeim þykir hálfti'mi hæfilegur skammt- ur”. En hvaB veröur um spólurnar þegar búiö er aö vélrita upp af þeim? „Fyrst er valiB af þeim í radda- safniB, en siöan er komiö meB þær hingaö — ég þurrka út af þeim og nota þær svo aftur”. Magnús sagöi aö strax 1952 hafi veriö byrjaö aö safna röddum al- þingismanna meö óformlegum hætti, en þaö hafi ekki veriB fýrr en seinna sem einhver regla komst á söfnunina. Þó hélt hann aö til væru á bandi raddir vel- flestra þingmanna frá 1952. „Þiö ætliö þó ekki aB fara aB mynda okkur”, hrópa&i Þórdfs Valdimarsdóttir þegar viB stung- um okkur inn i eldhúsiB til henn- ar, en þar hefur hún veriB hæst- ráBandi f fimmtán ár. Þórdfs og þjónustustúlkurnar tvær, Helga Sigtryggsdóttir og RagnheiBur I SumarliBadóttir, voru önnum kafnar viö uppþvott þegar okkur bar aö garöi, en gáfu sér samt I tfma i stutt spjall. Stúlkurnar f eldhúsinu báru þingmönnunum vel söguna — sögöu þá vera bæöi nægjusama og þakkláta. Frá vinstri Ragnheiöur SumarliBadóttir, Þórdis Valdimarsdóttir og Helga Sigtryggsdóttir. „Ragnar auðveldastur ■ Vilmundur erflðastur” Vélritunarstúlkurnar voru sammála um aö Vilmundur Gylfason væri erfiöastur viöureignar — hann væri stundum svo hraömæltur. Frá vinstri: llerborg Friöjónsdóttir, Helga Halldórsdóttir og Bryndís Einarsdóttir. „Þetta er oft mjög keimlikt hjá þeim.og manni finnst stundum aö maöur sé aö skrifa sömu ræ&una oftar en einu sinni”, sagöi Jón Ólafsson, en hann ræöur húsum f vélritunarstofu alþingis, sem er þar sem veitingasalur Hótel Skjaldbreiö var áöur. Þangaö fluttist starfsemin fyrir sjö árum, en Jón hefur skrifaö niöur af vör- um þingmanna f 22 ár. Hann sagöi aB þau væru þarna þrjú i fullu starfi og þau heföu yfirleitt undan við aö skrifa niöur ræöurnar. „Þaö er helst þegar tarnir koma fyrir jól og á vorin, aö viö höfum ekki viö og þá vill safnast dálitiB fyrir”. FrumritiB af ræöunum er geymt, en þingmenn fá afrit og þeim gefst kostur á aB færa mál- far til betri vegar áöur en til birtingar kemur i Þingtiöindum. Jón sagöi aö blótsyröi væru ná- kvæmlega tiunduö á sama hátt og annaB sem hryti af vörum þing- manna, en þaö væri þó fremur sjaldgæft aö þeir væru mjög orö- ljótir, og þingforseti þá oftast fljótur aB gripa inn i. Stúlkurnar á vélritunarstofunni sögöust skrifa niöur orBrétt öll frammiköll þingmanna, og nafn- greina þá sem kölluöu ef þær þekktu raddimar, sem yfirleitt læröist fljótt. Þær sögBu aö ræöurnarværu oft skemmtilegar, en hölluöust þó frekar aB þvi aö bróöurparturinn af þeim væri leiBinlegur. Þær sögðu að einna auöveldast væri aö vélrita eftir Ragnari Arn- alds, hann talaöi bæBi hægt og skýrt. Allar voru sammála um aö Vilmundur Gylfason væri erfiöastur viBureignar þvi hann yröi stundum svo hraömæltur, að erfitt væri aö greina oröa skil. Hinir eiginlegu þingritarar heyra nú sögunni tíl, og má raun- ar segja aö þeir hafi horfiö af sjónarsviöinu strax áriB 1952, þegar fest voru kaup á fyrstu upptökutækjunum til þess aö nema viskuna af vörum þing- manna. Sá sem haföi veg og vanda af kaupum og uppsetningu á þessum tækjabúnaöi var Magnús Jóhannsson, útvarps- virki, og hann hefur numiö orö al- þingismanna allar götur siBan. Viö spuröum hann fyrst hver væri lengsta ræöa, sem hann hefði tek- iö upp á band. „Þaö er nú erfitt aB segja til um það, en ég man eftir þvf aö Einar Olgeirsson talaöi stundum i yfir tvo tíma samfleytt. Skúli Guö- mundsson talaöi oft lengi lika og sagöi gjarnan sögur úr ræöustól. Annarser yfirleitt mikiö talaö hér á alþingi og upptökur hafa komist upp i 500 klukkustundir yfir þing- timann”. Magnús sagöi aö gömlu upp- tökutækin heföu ekki veriö endur- nýjuö fyrr en i fyrra, en þá hafi veriö oröiö nær ómögulegt aB fá i þau lampa og aöra varahluti, enda tækin veriö oröin 27 ára gömul. Magnús sér sjálfur um allt viöhald á tækjakostinum. „Þessi nýju segulbönd eru auö- vitaö miklu betri en þau gömlu og auöveldara aö vinna meö þeim. Þegar gömlu tækin voru i notkun þurfti maöur alltaf aB hafa hug- Þær ættu skiliö aö fá streituuppbót á launin simastúlkurnar. Bryndfs er til vinstri og Sigurlaug til hægri.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.