Vísir - 20.11.1980, Blaðsíða 9

Vísir - 20.11.1980, Blaðsíða 9
011 málsmeöferð Flugleiöamálsins á Alþingi er ekki aöeins vitlaus heldur óþingleg, segir Vilmundur meoal annars I þessari grein sinni. Fimmtudagur 20. nóvember 1980 VÍSIR Flugleiðamál ætJa að þvi leyti að verða lik Kröflumálum að Alþýðuflokkurinn hefur staðið einn að þvi að reyna að bjarga þessu vandræða- máli i höfn jafnvel þó að seint sé. Breytingartil- lögur þær sem ég mælti fyrir á Alþingi voru að öllu leyti þær sömu og Kjartan Jóhannsson mælti fyrir i efri deild fyrir nokkrum dögum siðan. Þó voru þar tvö frávik,það fyrra stærra.hið siðara smærra. Tvær breytingar Lagt var til að 2. liður skilyrða þeirra sem rikisvaldið setti Flugleiðum gegn fjármagns- fyrirgreiðslu yrði á þá leið, að samtök starfsfólks og siðar ein- staklingum sem við fyrirtækið vinna yrði gefinn kostur á þvi að kaupa hlutafé i Flugleiðum h.f. fyrir a.m.k. 200 millj. kr. m.a. i þvi skyni að auka almennt áhrif starfsfólks á stjórn fyrirtækis- ins. Þá var einnig gert ráð fyrir þvi að starfsfólk kysi sérstak- lega mann i stjórn fyrirtækisins. 1 þeirri lagabreytingu sem ég talaði fyrir var lagt til að hann skyldi kosinn almennri óhlut- bundinni kosningu, þar sem sér- hver einstaklingur sem hefur starf hjá Flugleiðum h.f. að aðalatvinnu skuli hafa eitt at- kvæði sem sagt, reglan: einn maöur eitt atkvæði. Það var sem sagtekki veriðaðleggja til, að þegar starfsfólk veldi sér stjórnarmann, þá skipti hluta- bréfaeign þess máli að þvi er varðar vægi atkvæða. Þá var lagt til að stjórnarmaður teldist ekki rétt kjörinn nema hann hefði hlotið minnst 50% at- kvæða. Náist sú niöurstaöa ekki i fyrstu kosningu skal kjósa aft- ur á milli þeirra tveggja sem flest atkvæði hlutu og þá er kosningin bundin. Atvinnulýðræði Stjórn samtaka starfsfólksins hjá Flugleiöum h.f. skyldi sjá um framkvæmd kosningarinnar samkvæmt okkar tillögum svo sem gert er ráð fyrir I þessum breytingartillögum við laga- frumvarpið. Nú er þvi að visu að bæta við að ég fagna þvi að það er nokkur munur á greinargerð þeirri sem meiri hluti fjárhags og viðskiptanefndar lagði til i Neðri deild frá þvi sem meiri hluti lagði til í Efri deild og það er að nokkru leyti tekiö tillit til þessara atriða og þessara til- lagna. En á hinn bóginn er það ljóst að greinargerð hefur ekki lagagildi og i annan stað er text- inn I þessari greinargerð mjög svo loöinn. Þingmenn greiða ekki atkvæöi meö greinargerð svo að Efri deild fær ekkert meira að segja um þetta mál og þaðan af siður er þetta loðið og enn þá fremur var það loðið i ræöu Halldórs Ásgrimssonar og enn og guði sé lof standa mál þannig aö ræður sem fluttar eru á Alþingi hafa ekki lagagildi. Hugsið ykkur t.d. ef allt það sem veltur fram af munni Stefáns Valgeirssonar hefði lagagildi jafnóðum og talað væri. Þetta er kjarni málsins og þetta er ástæöan fyrir þvi aö viö höfum lagt svo mikið upp úr þvi, viö jafnaðarmenn, að þetta yrði bundiö i lögum. önnur timasetning Hin breytingin var smærri. Hún var i 3. lið og lagt var til, aö aöalfundur veröi haldinn hjá neðanmóls Vilmundur Gylfason alþingismaður gerir hér grein fyrir þeim breytingum sem hann vildi gera á frumvarpi ríkisstjórnarinnar um Flugleiðamálið og gagn- rýnir jafnframt máls- meðferðina i þinginu. Greinin er byggð á sama efnisgrunni og ræða þing- mannsins er hann mælti fyrir sjónarmiðum sínum á Alþingi í vikunni. Flugleiöum h.f. ekki i febrúar eins og frumvarp rikisstjórnar- innar gerir ráö fyrir heldur i marz. Þessu valda tæknilegar ástæöur, sem Orn Johnson, for- stjóri Flugleiöa h.f. hefur gert væntanlega báðum fjárhags- og viöskiptanefndum i báðum deildum grein fyrir. Stórt atriði er einnig hitt, að við jafnaðar- menn leggjum mikið upp úr þvi aö þessi skilyrði verði ekki sett i greinargerö heldur bundih sem lagatexti. Við litum svo til að ef það á annaö borö er ætlun rikis- valdsins aö fara eftir þessum skilyrðum og i framtiðinni hvorki að hygla Flugleiðum h.f. eða herða fastar að ólinni á hálsinum á þeim, þá sé þetta nákvæmlega það sama hvort það stendur i greinargerö eða lagatexta. En þaö að þetta standi i lagatexta er trygging bæði fyrir Flugleiðir h.f. einnig fyrir Arnarflug h.f. sem getur um I 4. lið þessara skilyrða. Lagatexta virða menn en það er margföld reynsla fyrir þvi að greinargerðir með lagafrum- vörpum eru ekki pappirsins virði. Greinargerð einskis virði Ég vek á þvi athygli að á ár- inu 1978, nánar tiltekiö á dögun- um fyrir 1. desember deildu þáverandi stjórnarflokkar hart um efnahagsráöstafanir. Al- þýöuflokkurinn hafði lagt til og farið inn á þá braut, sem siöar er farið aö kalla niðurtalningu. Það náðist ekki samkomulag um að setja þetta i frumvarps- textann en þetta var sett i greinargerðina. Viö vorum margir mjög uggandi um það aö greinargerðin reyndist nokkurs virði. Þaö reyndist og vera rétt mat. Þessari greinargerö var aldrei framfylgt og reyndist vera einskis virði. Sömu sögu held ég að megi segja nú. Ef þaö vakir fyrir rikisvaldinu að fara að þessum skilyröum og ganga hvorki lengra eða skemmra, þá ætti þaö beinllnis að vera akkur aö þvi aö fá þennan texta felldan inn ilög. Þvi má svo bæta við að þaö er heimild samkvæmt hlutafélagslögunum frá 1978, að minni hluti stjórnar sé kosinn eftir öðrum leiöum en beinum tengslum viö fjármagnseign. Halldór Asgrimsson alþingis- maöur gerði raunar grein fyrir þessu i sinni framsöguræðu. Þessi tillaga okkar er þvi i fyllsta samræmi viö hlutafjár- lögin, sem samþykkt voru á ár- inu 1978. Óþinglegt Þvi má svo bæta við að öll málsmeðferð þessa máls er ekki aðeins vitlaus heldur óþingleg. Það að menn séu að skipta um texta i greinargerðum, aö greinargerð meiri hluta fjár- hags- og viðskiptanefndar i þessari deild er önnur heldur en greinargerð meiri hluta i Efri deiid og þegar starfsfólk hjá Flugleiðum, stjórn Flugleiða, fólkið hjá Arnarflugi fer að taka til þess eftir hverju á þaö að fara, meiri hluta i Efri deild, meiri hluta i Neðri deild eða yfir höfuð engum? Þetta er sagt til undirstrikunar þvi að þessi nýja aðferö að setja ágreiningsmál i greinargerö er kolvitlaus, hún er óþingleg, enda eru greinar- gerðir til alls annars. Greinar- geröir eru til þess að dómarar siðar meir, sem eru að dæma eftir lögum, geti áttaö sig á þvi hvað vakti fyrir, sé eitthvaö óskýrt f lagatextanum. En það er ekki hægt að setja stefnumót- un fram I greinargerð, hún á að koma inn i sjálfan lagatextann. Það er óþinglegt og það er óþingræðislegt að fara þá leið. Ég minni enn á örlög efna- hagsráðstafnananna fyrir 1. des. 1978. Og þá minni ég á það aö viö höfðum jafnaðarmenn, viljaö setja inn i lagatexta að skylda Flugleiðir til að taka upp atvinnulýðræði ekki fara eftir hlutafjáreign heldur að taka upp atvinnulýðræði. Mér er raun aö þvi að til að mynda full- trúar Alþýöubandalagsins urðu til þess aö fella þetta ákvæði, skilja eftir loðinn texta i greinargerð og sannið þið til, ör- lög hans veröa þau sömu og ör- lög greinargeröarinnr i efna- hagsráðstöfununum 1. desem- ber 1978.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.