Vísir - 29.11.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 29.11.1980, Blaðsíða 8
8 ________VtSIR___________ Klæöid ykkur vel áö- ur en þið lesiö um — ÞÁ KÓL MENN Á GÖTUM REYKJA- VÍKUR OG GANGA MÁTTI YFIR FAXAFLÓA //Þaö urðu snögg um- skifti á veðrinu í gær. Fyrri hluta dagsins var blíðviðri en seinni hlutann hörku- frost. í nótt komst frostið niður í 21 gr. og var um há- degið í gær 20 gr. (á stjórnarráðsmælirinn). Á landsímamælirinn var frostið þó aðeins 16 1/2 gr. um hádegið". Fyrir 62 árum lýsti Vísir þannig nýbyrjuðu ári. Þetta var árið 1918. Þessar frost- hörkur voru aðeins undan- fari þerra stórtíðinda/ sem áttu eftir að greypa þetta örlagaár rækilega á spjöld islandssögunnar. Fyrst fimbulkuldinn og ísinn og þá Kötlugosið/ sem þyrmdi að vísu mannfólkinu en eyddi bæjum og búfé. En varla var eimyrjunni lokið í nóvember er mannfólkið tók út sinn toll í spönsku veikinni. Hún varð ekki kveðin niður fyrr en hún hafði lagt þrjú hundruð manns að velli. En líkt og eldurinn hafði tekið við af ísnum/ tóku hin mestu gleðitíðindi við af hamförum náttúrungar. Styrjöld heimsveldanna/ sem Islendingar höfðu ekki sloppið óskaddaðir frá frekar en aðrirjauk og Is- land varð fullvalda ríki þann l. desember. En þá var svo af landsmönnum dregið/ að endalokum alda- langrar ánauðar var fagnað með hávaðalausum hátíð- leik. \ ■ //Þessi stund gleymist mér aldreiy// segir Ásta Jó- hannesdóttir talsíma- vörður/ sém missti föður sinn í spönsku veikinni, þá aðeins 12 ára gomul. // Ég var sú eina uppistand- andi/ sem gat farið út úr húsinu okkar á Bræðra- borgarstígnum og dregið fánann að húni þennan hátíðardag. Hér verður fjallað um upphaf þessa sögufræga árs og frosthörkurnar sem fylgdu því úr garðj.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.