Vísir - 29.11.1980, Blaðsíða 22

Vísir - 29.11.1980, Blaðsíða 22
VÍSIR Þessi mynd er tekin fyrir framan Góötemplarahúsiö 7. júlí 1932 en þá köm einnig tii uppþota er bæjarstjórnin ræddi atvinnumálin þó átökin hafiekki veriölfkt þvi eins höröog blóöug og seinna um haustiö. ,,Ég stóö rétt innan viödyrnar og haföist ekkert aö. Þá er þaö lögregluþjónn sem slær mig meö kylfu. Mig sakaöi beinlfnis ekki en rnabur lætur ekki slá sig svona”, sagöi Adolf Petersen verkstjóri og sagnaþulur en hann var meöal þeirra verka- manna sem gengu vasklegast fram I Gúttóslagnum. Adolf var 26 ára þegar þessir atburöir áttu sér staö og var hanníhópi fjölmargra atvinnu- leysingja i Reykjavik. „Þaö bar svo viö aö ég fór þarna niöur eftir. Þaö var dmur um allan bæ aöþarnayröi eitthvaö mikiö um aö vera. En ég held aö engan hafi óraö fyrir þvl aö þetta myndi enda svona. Þaö var þaö sama hjá mér og yfirleitt öllum sem þarna voru, menn voru reiöir yfir þvf aö þessi leiö væri farin viö aö lækka kaupiö. Menn óttuöust einnig aö ef kaupiö yröi lækkaö i atvinnubótavinnunni yröi fariö aömiöa allt kaup út frá þvl. Hér var ekki á feröinni skipulagt Magnús Eggertsson og Adolf Petersen komnir á fornar slóöir. Góötemplarahúsiö hefur nú veriö rifiö og þess i staö er komiö bflastæöi fyrir alþingismenn. ,, Islendingar eru frid- samir en kjaftforir” — segir Adolf Petersen, en hann var einn þeirra sem tóku þátt í Gúttóslagnum uppþot. Fólk var þarna mætt til aö mótmæla eins og tiökast enn þann dag I dag, ekki til aö berjast. Alþýöuflokkurinn stjórnaöi mest allri verkalýös- hreyfingunni I landinu, kommúnistar réöu þar litlu.” Ekkert annaö en háreysti „Svo kom fleira til sem ekki hefur komiö fram opinberlega en þarna var ákveöinn hópur manna sem áöur haföi lent I úti- Vísir ÍO. nóvember 1932 — Bæjarstjórnarfundurinn í gær: Kommúnistar hefja árásir á lögregluna Margir lögregluþjónar meiddir og særðir Heimskreppan mikla er i algleymingi. Atvinnuleys- ingjar í Reykjavik eru 723 í byrjun sumars 1932/ f jöldi fyrirtækja stendur höllum fæti og miklar birgðir af sjávarafurðum og verðhrun á erlendum mörkuðum. Bæjarstjórnin í Reykjavík hefur haldið uppi atvinnu- bótavinnu frá því i ágúst og þegar atvinnubótaféð er að verða uppurið samþykkir bæjarstjórnin að lækka kaupið úr 9 krónum fyrir 6 stunda vinnutíma á dag niður í 1 krónu um tímann. Alþýöuflokksmenn bera fram tillögu um aö bæjarstjórnin falli frá þvl aö lækka kaupiö. Þessi til- laga er rædd I bæjarstjórn á aukafundi I Góötemplarahúsinu 9. nóvember 1932. Fundinum er hleypt upp og endar hann meö mestu götubardögum sem sögur fara af á Islandi, Gúttóslagnum. Bæjarfuiltrúar lokuöust inni. Til verulegra tiöinda dregur ekki fyrren eftir matarhlé. Jakob Möller bæjarfulltrúi Sjálfstæöis- manna hefur þá oröiö en veröur aö hætta vegna háreysti og skömmu siöar er fundinum slitiö. „Um sama leyti ruddist hópur manna fast aö útidyrum fundar- hússins en þar var hópur lög- regluþjóna á veröi”, segir I frá- sögn VIsis af fundinum daginn eftir. „Notaöi lögreglan kylf- urnar, en óróaseggirnir höföu önnur barefli, fælur undan stólum og boröum o.fl., en sumir langa rafta. Eftir nokkura stund hætti bardaginn aö þvl sinni, en 4 eöa 5 ungir menn komu inn I salinn, blóöugir um haus og háls eftir kýlfur lögregluþjónanna. Er skemst frá aö segja, aö bæjarfull- trúunum var ekki hleypt út úr fundarsalnum, og stóö svo nœst- um tvo klukkutlma”. t frásögn Visis segir einnig aö meöal áheyrenda hafi veriö margt jafnaöarmanna og kommúnista og heföu margir þeirra veriö meö barefli sem þeir heföu faliö undir klæöum slnúm. „Lét söfnuöur þessi allófriölega og hótaöi bæjarfulltrúunum hvaö eftir annaö meiöingum og fjör- tjóni, ef ékki væri látiö aö kröfum þeirra”, segir I VIsi en mann- fjöldinn kraföist þess aö fundur yröi settur á ný og máliö afgreitt. Alþýöuflokksmenn I bæjar- stjórn vildu einnig aö fundurinn yröi settur á ný og voru nú komnir meö málamiölunartillögu um aö kaupiö skyldi standa óbreytt þar til annaö væri ákveöiö en forseti bæjarstjórnar neitaöi aö sejta fundinn enda voru flestir fuUtrúar Sjálfstæöisflokksins horfnir af vettvangi. útrás lögreglu Nú drlfur fleiri lögregluþjóna aö,,....og þegar lögreglustjóra fannst hann hafa þar nægan mannafla, gaf hann þeim skipum um aö ryöja salinn og nota kylf- urnar ef meö þyrfti. Misstu þá margir kjarkinn og flýöu sem skjótast, en nokkrir veittu viö- nám og voru sumir þeirra baröir niöur. I þessari viöureign var lög- reglustjóri lostinn höggi I andlitiö en meiddist Htiö. Um sama leyti voru flestar rúöur I suöurhliö hússins brotnar meö bareflum og grjótkasti. ...Lögreglan rak flótt- ann út úr húsinu og stóö haröur ' bardagi 1 Templarasundi og hlutu margir meiösli”. I VIsí 10. nóvember er sérstök frásögn af götuóeiröunum fyrir framan Góötemplarahúsiö. Ber sú frásögn svip þess tima. Þar segir aö allt hafi veriö meö kyrr- um kjörum fram aö hádegi en eftir hádegi fór aö bera á ókyrrö og æsingu sem jókst er frá leið „...enda spöruöu leiðtogar kommúnista ekki aö eggja menn til aö hafa sig I frammi. Einn kommúnistaforsprakkinn hélt ræöu, eggjaði menn á aö koma I veg fyrir aö bæjarfulltrúarnir fengju aö fara úr húsinu, fyrr en þeir heföu ónýtt þá samþykkt, sem gerö var á bæjarstjórnar- fundinum I vikunni sem leiö um lækkun launa I atvinnubótavinn- unni”. //Fátíð grimmd og fúl- mennska". Tveir bæjarfulltrúar sjálf- stæöismanna réöu til útgöngu um dyr aö noröanveröu, Jakob Möller og Hjalti Jónsson. Ráöist var aö þeim en höggin lentu á lög- reglumönnum sem þeim fylgdu. „Sumir kommúnista voru einnig barðir. í þessari viöureign og þó einkum þeim sem slöar úröu kom þaö skýrt fram hve ódrengi- lega kommúnistar böröust, þvl aö þeir veittust margir aö einum af svo mikilli grimmd og fúl- mennsku aö fátltt mun hér á landi eöa eins dæmi”. Lögreglan ræöst nú til útgöngu en uppþotsmenn fyrir utan neita aö vlkja. Þaö slær I bardaga og liö lögreglumanna dreifist. „Og nú geröust þeir atburöir sem menn munu seint gleyma þeir er á horföu”, segir tlöinda- maöur VIsis l frásögn sinni. „Kommúnistar réöust margir saman á iögregluliöiö aftan frá, er þaö dreiföist, þvi aö þeir voru tugum saman um hvern lögreglu- manna. Réöu kommúnistar aö þeim frá öllum hliöum og létu barefli sln dynja á höföum lög- reglumanna... Einn lögreglu- mann, berhöföaöan og blóöugan, sá tiöindamaöur blaösins barinn meö stórri spýtu I höfuöiö — aftan frá”. Vlsir kvartar siöan yfir þvi aö of fáir lögreglumenn hafi veriö þarna til varnar en ber lof á lög- regluna fyrir vasklega fram- göngu og segir aölöghlýönir borg- arar þessa bæjarfélags þurfi ekki aö skammast sln fyrir framkomu lögregluþjónanna. „Svo fór aö lokum, þrátt fyrir hótanir kommúnista og ofbeldis- framkomu, aö bæjarfulltrúarnir komust allir á brott, og þótt þröng manna væri alllengi viö Goodtemplarahúsiö, bar lftiö á óeiröum eftir aö bæjarfulltrú- arnir voru farnir”. Kaupið hækkað og menn náðaðir Aö minnsta kosti sex verka- menn særöust illa I þessum bar- daga og 21 lögregluþjónn slasaö- ist svo illa aö hann var ófær frá vinnu. Um kvöldiö þennan sama dag áttu þeir Pétur Halldórsson for- seti bæjarstjórnar og Héöinn Valdimarsson bæjarfulltrúi og formaöur Dagsbrúnar fund meö Asgeiri Asgeirssyni forsætis- og fjármálaráöherra. Variö þaö aö samkomulagiaö rlkissjóöur veitti bænum 75 þúsund krtína styrk til atvinnubótavinnunnar og lofaöi rlkisstjórnin aö útvega aörar 75 þúsuhd krónur aö láni.Var siöan ákveöiö aö atvinnubótavinnan yröi unnin fyrir sama kaup og áöur. A þessum árum héldumargir þvl fram I fullri alvöru aö hér heföi verið um skipulagöa bylt- ingartilraun kommunista aö ræöa. 27 manns hlutu dóma fyrír þátttöku slna i bardaganum, og voru dómar kveönir upp i Hæsta- rétti I júni 1935, en allir voru náöaöir af konungi Danmerkur og Islands sama ár. stööum viölögregluna og var aö hefna sín fyrir þaö. Lögreglan varö mest fyrir baröinu á þeim. Þaö sem geröist frá minum bæjardyrum séö er aö menn voru meö alls konar háreýsti og köstuöu oröum, stundum vel völdum, en aldrei steinum. Islendingar eru friösamir menn en kjaftforir. Þegar lögreglu- stjórinn gaf fyrirskipun um að ryöja salinn byrjuöu þessi átök raunverulega. Ég varö hissa þegar lögreglustjórinn reis úr sæti og skipaði lögreglu- mönnunum aö ryöja salinn. Mér fannst þaö dirfskubragö af honum. Þetta heföi aldrei oröiö meira en háreysti og stympingar hefði salurinn ekki veriö ruddur.” Sá fram á sult og seyru — Manstu hvernig þér var innanbrjósts? „Hver er tilfinning atvinnu- leysingjans sem horfir fram á þaö aö launin I þeirri litlu vinnu sem hann hefur veröi lækkuöium 36%? Maöur sá eiginlega ekki fram á annaö en ennþá meiri sult og seyru. En sú tilfinning greip mig þegar ég fór út i þessa höröu baráttu að þaö væri illt aö grlpa til þessara ráöa. Ég held aö flestir sem voru þátttakendur I þessu hafi eigin- lega strax á eftir viljaö aö þetta heföi ekki gerst og aö þetta heföi átt aö fara friösamlegar fram. Hinsvegar var þaö ekkert nýtt i sjálfu sér aö ofbeldi heföi veriö beitt á báöa bóga I kjara- baráttu. Þegar ég lit yfir þetta heldégaöekki nokkursála vildi aö þetta heföi farið á þennan veg. Þótt þaö hafi bæöi verið rétt og rangt I þá daga væri þaö algjörlega rangt nú á tfmum.” Afbragðsmenn i löggunni Adolf sagði aö hann heföi slöur en svo fundiö til þess aö menn heföu erft þaö viö hann aö hafa tekiö þátt I bardaganum. Frekar heföi hann oröiö fyrir vinsamlegu viömóti á eftir. „Lögregluþjónarnir voru margir afbragös menn. Ég kynntist þeim mörgum siöar.” Um kvöldiö fékk Adolf sent heim vinnukort I atvinnubóta- vinnunni þar sem hann var boöaöur I vinnu daginn eftir. A kortinu haföi veriö strikaö yfir timakaupiöeins og þaö var eftir lækkunina en gamla kaupiö skrifaö inn á þess f staö. „Viö vorum svo kallaöir fyrir rétt en viö vorum búnir að bindast samtökum um aö svara ekki spurningum setu- dómarans. Viö hlutum nokkrlr dóma, misjafnlega þunga, en næsta vor vorum viö allir náöaöir”, sagöi Adolf.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.