Vísir - 29.11.1980, Blaðsíða 12

Vísir - 29.11.1980, Blaðsíða 12
12 VÍSIR Menn reyndu allt hvaö af tók aö halda I vatnsdropana og koma i veg fyrir aö þeir frysu i leiöslun- um, en þá tók stundum ekki betra viö: „Eldur kviknaði á tveim stöðum hér í bæn- um í gær, og að sögn af sömu orsök, að verið var að þíða frosnar vatns- pípur. Sé nokkurn tíma ástæða til að hvetja menn til að fara varlega með eld, þá er það nú. Fyrst og fremst gerir vatnsleysið allan elds- voða nú enn háskalegri en ella, og svo vita allir REYKJAVÍKURHÖFN í JANUAR 1918 þar sem húsnæðisleysið sverfur svo að." Þaö er þvi von, aö menn hafi vaknaö viö vondan draum, þegar þeir einn daginn veittu þvi eftir- tekt, aö jafnvel traustustu mann- anna verk stóöust ekki frosthörk- urnar ósködduö: „Smiður einn hér i bænum gat þess við Visi í gær að svo mikið frost væri komið í jörðu hér í bænum, að það næði undir undirstöður húsa og kvaðst hann hafa orðið þess var, að sum hús hefðu lyfst svo upp, að reykháfarnir hefðu sprungið og komið í þá alt að því þumlungs rif- ur. í gær sagði einn maður Vísi, að hann vissi um 7 hús, þar sem reykháfar hefðu bók- staflega slitnað sundur upp við húsmæninn af því að húsin hefðu spenst upp. Nú er ekki um annað að gera en rannsaka verður tafarlaust hvert einasta hús í bænum, og gæta að því nákvæm- lega, hvort reykháfar eru eldtryggir." Heföu menn haft einhverju til aö brenna heföi þetta vandamál vafalaust oröiö stærra, en eins og nú stóö á höföu styrjaldarátökin og nistingskuldinn valdiö geig- vænlegum eldiviöarskorti. „Konungsglíman var enn sýnd við allgóða aðsókn í leikhúsinu í gær- kvöldi. Ekki mátti tæpara standa að gasið entist, því að um leið og tjaldið féll eftir síðasta þátt, sloknaði á öllum lömpum og urðu tals- verðir örðugleikar á því fyrir leikhúsgestina að ná í föt sín og fyrir þá, sem börn höfðu með sér að finna þau". Gasveröiö var hækkaö um 50% i þessum kalda janúarmánuöi og jafnframt tilkynnti borgarstjdr- inn, aö ekki yröi komist hjá aö loka gasstööinni, ef neytendur spöruöu ekki gasiö eftir fremsta megni. hvílíkt tjón það yrði á þessum tímum, ef stór hluti bæjarins brynni, Frostavctur- inn 1918 Fáður þér Kópal litakort í næstu málningarbúð. Veldu síðan fallega liti í rólegheitum heima í stofu. Þú ert enga stund að velja liti, sem fara vel við teppin, húsgögnin og gluggatjöldin. Það er alveg ótrúlegt hvað fáeinir lítrar af Kópal geta breytt miklu. Komdu fjölskyldu þinni á óvart - málaðu fyrir helgi. O _ ✓—^ \ r —\ aM® ÞÚ GETUR GJÖRBREYTT ÚTLITI HEIMILISINS MEÐ NOKKRUM LÍTRUM AF KÓPAL

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.