Vísir - 29.11.1980, Blaðsíða 23

Vísir - 29.11.1980, Blaðsíða 23
VÍSIR „BESTU OG SKIKKANLEGUSTU MEJVJV URÐU ALVEG TRYLLTIR” — segir Magnús Eggerfsson fyrrverandi lögregluþjónn ,,Ég gat vel skiliö viöbrögö þessara manna sem voru aö berj- ast fyrir rétti sinum. Ástandiö var erfitt á þessum tima. Það jaöraöi viö aö menn syltu heilu hungri og þeim var þvi heitt i hamsi eins og eöliiegt er. Þaö er erfitt fyrir unga menn nú á timum aö gera sér grein fyrir ástandinu eins og þaövar”, sagöi Magnús Eggerts- son fyrrverandi lögregluþjónn en hann var i hópi lögreglumanna sem vöröu Góðtemplarahúsiö þennan örlagarika dag. Magnús var 25 ára aö aldri þeg- ar GUttóslagurinn varö en hann haföi gengiö i lögregluna i árs- byrjun 1930. Hann segir aö þessir atburöir séu ennþá ljóslifandi fyrir hugskotssjónum sinum. „Viöáttumvoná þvi aötilhanda- lögmála gæti komiö. Þetta átti sér nokkurn aödraganda og þaö haföi komiö til smá upphlaupa áöur. En ef til vill hefur enginn búist viö þvi aö átökin yröu svona hörö. Þetta eru langmestu götu- bardagar sem hafa oröiö hér á landi. Atökin 30. mars 1949 voru ekki eins hörö. Þetta fylgir starfinu Magnús segir aö skömmu eftir aö bæjarstjórnarfundurinn hófst aftur eftirmatarhléhafi slagsmdl blossaöupp og lögreglustjóri hafi skipaö aö salurinn yröi ruddur. Dyr voru á húsinu til noröurs og suöur og fór meginskriöan út um noröurdyrnar. Þegar út var kom- iö hafi lögreglumenn staöiö þar i röö ob haldiö höndum fyrir höfuöiö meöan á þeim dundi grjót. — Hvernig tilfinning var aö standa þarna frammifyrir æstum múgnum? „Heldur var þaö óhuggulegt aö sjálfsögöu. Þaö var kastaö aö okkur öllu lauslegu, mold, möl og sandi. Þeir voru einnig meö alls konar barefli. Stólarnir voru brotnir og stólfæturnir notaöir sem barefli. En þetta fylgir starf- inu. Menn vita aö til átaka getur alltaf komiö”, sagöi Magnús. Sleginn i rot „Siöan barst leikurinn i Templarasund og út I Kirkju- stræti og þar endaöi min þátt- taka, þvi ég var sleginn i rot. Ég átti i höggi viö menn sem voru Tilviljunin hagaði þvi þannig til aö Adolf var verkstjóri yfir framkvæmdum þegar bilastæöið fyrir aiþingismennina var lagt. Þá gaf hann þessu tré sem er f forgrunni griö. fyrirframan mig. Þá kom maöur aftan aö mér og sló mig i hnakk- ann. Lögreglumaöur sem taldi sig hafa séö þetta sagöi aö lurkurinn sem ég var sleginn meö, hafi veriö metri á iengd og 4ra tomma þykkur. Ég vissi ekkert af mér i nokkurn tima en félagar minir komu mér til hjálpar eftir dálitla stund og ég var borinn inn á læknisstofu”. Veistu hver veitti þér höggiö? ,,Ég hef heyrt ákveöinn mann nefndan en ég veit ekki hvort hanner sá rétti og raunar kæri ég mig ekkert um aö vita þaö. Þaö skiptir engu máli”. ✓ Þegar komiö var meö Magnús á læknisstofuna blæddi út um eyru hans og þegar hann komst til meövitundar gat hann ekki opnaö augun fyrst i staö. „Þaö kom einnig i' ljós aö ég var meö sprungiö heröablaö og þurfti ég aö ganga meö hendina i fatla i nokkra daga. Ég náöi mér þó til- tölulega fljótt. Margir meiddust miklu meira og verr en ég”. Verður að semja — Þessir menn sem þiö áttuö i höggi viö voru þetta ekki jafnvel kunningjar ykkar? „Vitanlega þekktum viö ýmsa þeirra. Sannleikurinn er sá aö þrátt fyrir þessi snörpu og höröu átök uröum viö, ég held ég megi segja allir i lögreglunni, ekki var- ir viö neina persónulega óvild, hvorkifyrr nésiöar,af hendi þess- ara manna. Þeir vissu aö viö vor- um aöeins aö gera skyldu okkar. Hitt er svo annaö mál aö upp úr þessu var varalögreglunni komiö á fót og hún var mjög illa liöin af verkamönnum. Þeir töldu aö hún væri stofnuö sér tii höfuös. Adolf og Magnús rifja upp at- buröarásina frá hinum örlaga- rika degi. Þar sem þeir standa nú sió I blóðugan bardaga fyrir 48 ár- um. Þarna uröu bestu og skikkan- legustu menn alveg trylltir en svo þegar þetta var afstaöiö allt saman var eins og menn áttuöu sig allt i einu,aö þarna heföi þaö gerst sem aldrei heföi átt aö ger- ast”, sagöi Magnús. „En viöhorf til mála var ööru- visi fyrir 48 árum en nú. Þaö væri óhugsandi aö vinnuveitandi lækkaöi kaup upp á sitt eindæmi nú en þaö var ekki eins óhugsandi þá. Sem betur fer hefur á þeim tima sem núer liöinn þroskast sú hugsun aö þegar menn greinir á veröur aö semja en ekki leysa mál meö einhliöa ákvöröunum’ eins formast Latex/Lystadún dýnan undir þér— og eitir sfðan hverja hreyfingu þína þannig, að hún styður alltaf undir mitti og mjóhrygg. Latex/Lystadún dýna er sqmsett úrstinnu Lystadún undirlagi og mjúku Latex yfirlagi. Þyngstu líkamshlutar bæla Latexlagið niður að stinnu Lystadúnlaginu. Þannig lagar dýnan sig að líkamanum. Árangurinn er að hryggsúlan liggur nokkuð bein, hvíldin verður fullkomnari og þér hættir síður til eymsla í hrygg. Þau orsakast oft af röngum rúmdýnum. LYSTADÚN L/stadúnverksmiójan Dugguvogi 8

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.