Vísir - 01.12.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 01.12.1980, Blaðsíða 8
8 Mánudagur X. desember X980. utgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvæmdastjóri: Davlfi Guðmundsson. Ritstjórar: ótafur Ragnarsson og Ellert B. Schram. Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson. Ellas Snaeland Jónsson. Fréttastjóri er- lendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Arnl Slg- fússon, Frlða Astvaldsdóttir, Gylfl Krlstjánsson, lllugi Jökulsson, Kristln Þor- steinsdóttir, Páll AAagnússon, Svelnn Guðjónsson, Sæmundur Guðvinsson, Þórunn Gestsdóttlr. Blafiamafiur á Akureyri: Glsll Slgurgelrsson. Iþrúttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur O. Stelnarsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Elln Ell- .ertsdóttir, Gunnar V. Andrésson, Kristján Ari Elnarsson. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurfiur R. Pétursson. Ritstjórn: Slðumúli 14, slmi 86611 7 Ifnur. Auglýsingar og skrifstofur: Slðumúla 8, slmar 86411 og82260. Afgreifisla: Stakkholti 2—4, slmi 86611. Askriftargjald kr. 7.000 á mánuði innanlands og verð i lausasölu 350 krónur eintak-. iö. Visir er prentafiur i Blafiaprenti hf 7Siöumúla 14. Frelsi og fullveldi - >4,' \ ■ r~ < - tllls Fyrsti desember er fullveldisdagur þjóöarinnar. Þaö frelsi sem þá fékkst var ekki sjálfgefiö né veröur varöveitt sjálfkrafa. Frelsisbaráttan er pólitfsks eölis, og kemur okkur öllum viö. Fullveldisdagurinn er ekki lengur meðal þeirra tyllidaga, sem íslenska þjóðin heldur hátíð- lega. Helst hafa það verið stúdentar, sem gert hafa sér dagamun fyrsta desember, en langt er þó frá því að dagurinn tilheyri þeim sérstaklega. Það var stór stund í lífi og sögu þjóð- arinnar þegar Islendingar fengu fullveldi 1. desember 1918y og þá stund, þann atburð eiga (slend- ingar allir. Háskólastúdentar hafa á stundum verið gagnrýndir fyrir umdeildar dagskrár, sem fluttar hafa verið í útvarpi frá hátíðar- höldum þeirra. Róttæklingar og öfgahópar til vinstri hafa ráðið lögum og lofum í efnisvali þeirrar dagskrár, og gengið fram af góðborgurum í ádeilu sinni á borgaralegt þjóðfélag, þeir hafa reist atvinnurekendum níð- stangir og boðað byltingu öreigans. Nú má endalaust deila um gildi þessa boðskapar, og ekki er þetta blað ýkja hrifið af þeim öfgum og hleypidómum, sem fram koma í viðhorfum hins unga menntafólks. En að hinu leytinu vill Vísir viðurkenna og jafnvel undir- strika, að baráttan um fullvéldið og tengsl þess við fyrsta desem- ber, er og verður rammpólitísk. Fullveldið er lítils virði fyrir eina þjóð, þótt hún hafi sjálfs- forræði út á við, ef hún er fönguð og f jötruð inn á við. Það skiptir máli, hvernig við varðveitum fullveldið. Boðskapur þeirra, sem ráðið hafa ferðinni í röðum háskóla- stúdenta á undanförnum árum, hefur verið sá að íslenskt þjóð- félag sé reist á fúnum stoðum, alþýða manna sé undirokuð og þjóðin öll bandingi heimsveldis- sinna. Þetta er skoðun, sem hver og einn hefur rétt til að hafa, jafnvel þótt hún sé röng. Þeir sem betur vita og eru lausir við pólitíska þröngsýni, eiga auðvitað ekki að banna for- dóma og fáfræði, heldur að berjast með orðum og vega með rökum slíkar bábiljur. Sjálfstæði hverrar þjóðar verður því aðeins varðveitt og eflt með samfelldri og ævarandi baráttu fyrir þvH sem áunnist hef ur og forsendum þess. Frjálst athafnalíf, velmegun, jafnrétti, félagslegt öryggi, nýting auð- linda, heilbrigður metnaður, allt eru þetta forsendur þess að þjóð geti orðið fullveðja I raun. Samstarf með lýðræðis- þjóðum, varðveisla friðar og frelsis með bandalagi vestrænna þjóða er skerfur íslendinga í al- þjóðamálum og nauðsynlegur þáttur í okkar eigin fullveldi. Síðast en ekki síst er það þýðingarmest í tilveru þjóðar að rækta lýðræðislega hugsun , skilning á sögu og fortíð og þjóð- legt stolt sem laust er við remb- ing og hroka. Ævintýrið um fullveldi (slands tekur skjótan og dapurlegan endi, ef sú skoðun verður ríkj- andi, að það sé Ijótt að efnast, að það séaf hinu illa að mega sín, að það sé til óþurftar að taka áhættu. Þegar fyrsti desember 1918 gekk í garð, var ekki glæsilegt um að litast á íslandi. Frost- hörkur höfðu verið meiri en áður höfðu orðið. Náttúruhamfarir og dauðapestir lögðu menn að velli og sveitir í auðn.Framtiðin virtist döpur og dökk. Engu að síður var fullveldi fagnað, af veikum burðum en sterkri von. Fáni var dreginnað húni og blakti í nafni stolts og gleði lítillar þjóðar yfir fengnu frelsi. Það frelsi er ekki sjálfgef ið né varðveitt sjálfkrafa. Af þeim sökum er pólitísk barátta af hinu góða. Hún heldur okkur vakandi og frelsinu lifandi. Einokun andans Það kannast sjálfsagt flestir við hegöun sumra fuglategunda aö helga sér ákveöiö umráöa- svæöi yfir varptimann. Þannig er þvi t.d. farið meö rjúpuna. Snemma á vorin sér maöur oft alhvita karrana sperra sig á hæðartoppum eða steindrögl- um, sem minna á kirkjuturna þar sem þeir gnæfa yfir umhverfi sinu. Þessir fuglar eru á veröi, tilbúnir aö framfylgja óskrifuöum lögum náttúrunnar. Og vei þeim ótuktarfuglum sem i fávisku sinni dirfast aö reyna að búa sér hreiður innan hinna ósýnilegu landamæra rikis þeirra. neöanmóls Guttormor Sigurösson, félagi í Ananda Marga- hreyfingunni svarar hér gagnrýni, sem fram hef- ur komið opinberlega aö undanförnu á starfsemi þessarar hreyfingar, meöal annars af hálfu biskups Islands. t riki okkar manna er mörgu likt fariö. Þar eru lika ýmsir fuglar, sem draga sér ósýnileg landamæri. Sveipaðir hvitu sak- leysi gogga þeir i hvern þann sem villist innfyrir landamæra- iinuna. ímynduð landamæri Alkunna er aö á efnislega sviöinu reyna ýmis gróöafyrir- tæki og auðhringir aö einoka markaöi, framleiöslu og dreif- ingu á einhverjum vörutegund- um eða jafnvel heilar þjónustu- greinar. Slik einokunarfyrirtæki njóta oft stuðnings einhvers ákveðins stjórnmálaafls, sem veitir þeim aöstööumun og hjálpar þeim aö viöhalda einok- un sinni. Hitt hafa færri gert sér ljóst að svipuð einokunarstarf- semi er stunduö á trúarlegum og andlegum vettvangi. Ég undirritaður heföi sjálfsagt ennþá skipaö þann fjöldaflokk fávisra manna, sem halda aö hér á landi riki fullt trúfrelsi vegna þess aö það stendur i stjórnarskránni, ef ég hefði ekki gerst félagi i þjóöfélagshreyf- ingunni ANANDA MARGA. Þegar ég les nú i blööum og heyri og sé i sjónvarpi æðsta fulltrúa þjóökirkjunnar vara viö Ananda Marga hreyfingunni, skil ég aö viö höfum óvart og af fádæma fávisi farið innfyrir imynduð landamæri trúhöföingjans. Þetta er mjög vandræöaleg aöstaöa fyrir okk- ur i Ananda Marga. Sérstaklega þau okkar sem eru aö reyna aö vera kristin. En viö erum semsé oröin vargar i véum, sem ætla aö eyöileggja útungunarstarf- semi kristindómsins. Og viö sem héldum aö guö kristninnar væri þaö sama og viö köllum alheimslega vitund^ En samkvæmt reynslu jóga og andlegra meistara er alheims- leg vitund óendanleg, vitandi allt og allsstaðarnálæg og er bæði smiður og smiöaefni alls hins skapandi. Það þroskast enginn andlega á þvi einu að trúa blint eða að byggja á ytra formi og allra sist á þvi að reyna að einoka hiö andlega með stöðnuðu trúarformi og „frosn- um” kennisetningum, þaö jafn- gildir andlegri kúgun.Um slikt framferöi má viöhafa orö andlega meistarans Jesús, er hann vitti fræðimennina og fariseana: ,,— þér hræsnarar,! Þér lokiö himnariki fyrir mönn- unum, þvi aö þér gangið eigi þar inn, og leyfiö eigi heldur þeim inn að koma Það væri ekki bleksins viröi að vera aö sakast um þröngsýni veraldlegra kirkjuleiðtoga ef þeir þekktu sin takmörk og væru kannski bara meö smá skammir og hortugheit út i hina ýmsu frávillingshópa kristinnar kirkju. En þegar þeir i drambi sinu eru opinberlega að vara viö hreyfingum eins og Ananda Marga, sem er að reyna aö útbreiða þekkingu á andlegum visindum og andlegri og þjóö- félagslegri heimspeki, algerlega af hugsjónaástæöum og án þess aö taka laun fyrir, tel ég þá hafa fariö langt út'á veik- um is. A meðan þeir halda sig viö þann stil aö vera meö tómar dylgjur og lygar er þó nokkur von til aö þeir hafi ávinning af vegna aöstööu sinnar i þjóöfélaginu og fordóma fólks almennt. En strax og farið yröi aö rökræöa um andlega heimspeki, túlkun Bibliunnar og annarra helgirita, og andleg visindi yfirleitt, er hætt við aö isinn brotni. Andlegur málstaður? Forsvarsmenn kristinnar krikju eru ekki þeir einu sem vilja verja sitt varp. Meðfylgjandi úrklippa er frétta- grein, sem birtist i indverska dagblaöinu ,,The Statesman” i júni ’79. Þar er lýst áhyggjum fylkisstjórnarinnar i Tripura — fylki á Norð-austur-Indlandi út af starfsemi kristinna trúboöa og Ananda Mgrga vegna sambanda þeirra erlendis!! Sagt er að stjórnvöld fylgist náið með þeim. Ennfremur segir i greininni: „Fylkisstjórn- in hefur fyrir löngu siöan hvatt hindúisk trúboðsfélög, eins og Ramakrishna hreyfinguna og Arya Samaj, til að auka starf- semi sina meöal þjóöflokkanna til varnar (trúarlegum) umskiptum.” Þarna austur frá eru það ekki hinir kristnu, heldur hindúar sem eru að reyna að „manipúlera” andann. Þaö er augljóst aö þeir kirkj- unnar menn sem reyna meö róg- burði og dylgjum aö sverta samtökin Ananda Marga, eru ekki að vinna fyrir andlegan málstaö. Ég tel það skaðlegt fyrir þróun andlegrar menn- ingar á tslandi að launa slika menn af almanna fé. Það er tvimælalaust að endurskoöa einokunaraðstööu þjóðkirkjunn- ar sem felst meðal annars i þvi að starfsmenn hennar eru laun- aðir af hinu opinbera. Þeim fjármunum væri betur varið til að kosta kennslu i andlegum visindum, bæöi hugrænum og starfrænum, i skólum landsins. THE STATESMAN TUESDAY JTJNE 19 1979 g Tripura Concerned Over Missionaries’ Activities From SUDHIN DEY AGARTALA, June 18.—The activities of Chrístian missionaries and An&nda Margis in Tripura are causing concern to the State Government. Because the Ananda Marg and some of the Churches have foreign connexions, the Government is keeping a close watch on them. Official sources say fundsi from foreign sources to the Tripura Baptist Church Union have recently íncreased. Its annual receipt from the New Zealand Baptist Missionary Society has increased from Rs 7 lakhs to Rs 10 lakhs. The latter Is eonnected with the World Baptist Allirnce with its headquarters in the USA. The sources add that some of the active members of the Tripura. Ppjati Juba Samiti, the Opposition party in the State Assembly, are I closely connectcd with the Tripura Baptist Church Union. A spokesman of the TUJS says that more than j 90% of the society’s members are non-Christians. It is said that the rate of conver- sion of tribals into Christians has lncreased recently. There is, how- ever, no report of any large-scale I conversio'n. There are, at the most, 25.000 Christians among the 500,000 ln «k. Cl.«. ate Govern- u mísslonnry ikrishna Mis- iai to extend the tnbals Recentlv. the vak Sangh in the area. ’V some tn* [ to Jlindus. lt Ananda Marg ieen mov lng. Tripura. it 's ties may have Fréttin úr indverska blaöinu The Statesman, sem rœtt er um í grein- inni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.