Vísir - 03.12.1980, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 3. desember 1980
viSm
Hlutafe i Reykiaprenti
aukift um 150 milljónlr
- Tilgangurinn að styrkja stöðu blaðsins og búa bað undir tjárfestingar
vegna framtíðarreksturs bess, segir Hörður Einarsson, stjórnarformaður
Aformað er að hlutafé i
Reykjaprenti hf., útgáfufélagi
Vísis.verði aukið um 150 inillj.
kr., og mun stjórn félagsins
leggja fram tillögu um þetta
efni fyrir aðalfund sem haldinn
verður nk. þriðjudag. Eftir
þessa hlutafjáraukningu nemur
hlutafé Reykjaprents hf. sam-
tals 400 millj. kr.
„Tilgangurinn meö hinni
áformuöu hlutafjáraukningu er
að styrkja stöðu blaðsins og búa
þaðundir fjárfestingar, sem eru
mjög æskilegar vegna fram-
ti'ðarreksturs þess”, sagði
Hörður Einarsson stjórnarfor-
maður Reykjaprents hf., þegar
Vi'sir innti hann eftir ástæðun-
um fyrir hinni iyrirhuguðu
hlutafjáraukningu. ,,Nú er unn-
ið að þvi' að teikna hús til bygg-
ingar á lóð félagsins viö Réttar-
háls þar sem ætlunin er að koma
upp framtiðaraðsetri fyrir
blaðið”, sagði Hörður.
„Slik framkvæmd mun að
sjálfsögðu taka sitt. Þaö er
einnig ljóst að við verðum að
leggja i verulega fjárfestingu
vegna tækjakaupa til prent-
vinnslu á blaðinu. Um þessar
mundir erum við einmitt aö
kanna það til hlitar hvaða leið
verði hagkvæmust fyrir blaöið i
þvi sambandi. Athugun okkar
beinist einkum að tveimur
leiðum,annað h vort að taka þátt
i endurnýjun tækjakosts Blaða-
prents hf., þar sem blaðiö er nú
unnið eða þá að taka vinnsluna i
eigin hendur að einhverju eða
öllu leyti. En hvor leiðin sem
farin verður er augljóst, aö
verulegt fjármagn þarf til aö
koma og þvi miöur veröur þaö
ekki tekið úr rekstrinum að
sinni”.
„Að undanförnu hefur mikiö
verið talað um slæma afkomu
dagblaðanna. Er hún eins slæm
og um er talað?"
„Ég hygg að á heildina litið
eigi dagblöðin, eins og önnur at-
vinnufyrirtæki i landinu mjög i
vök að verjast á þessum verð-
bólgutimum, sérstaklega vegna
erfiðrar lausafjárstöðu. Og
þetta gildir ekkert siður, þótt
eiginfjárstaða sé tiltölulega góö.
Hér getum við vel tekiö útgálu-
félag Visis, Reykjaprent hf.,
sem dæmi. Samkvæmt áliti
rikisskattstjóra er heimilt að
gefa út jöfnunarhlutabréf i
félaginu fyrir tæpar 363 millj.
kr., sem sýnir aö eiginfjár-
staðan er góð. En viö höfum
engu að siður átt viö mikla
greiðsluerfiðleika að striða, eins
og vist flest önnur íyrirtæki,
enda étur verðbólgan jaínóðum
Hörður Einarsson, stjórnarfor-
maður Reykjaprents.
upp allt rekstrarfé, hvort sem
það er eigin rekstrarfé eða láns-
fé. Það eru þvi brýnir hagsmun-
ir blaðanna eins og annarra i
þessu þjóðféiagi aö verðbólgan
verði hamin. En það þýöir ekk-
ert að láta svartsýnina ná tök-
um á sér, þvi aö nái hún yfir-
höndinni verður enginn vandi
leystur, hvorki veröbólguvand-
inn né annar vandi. Þegar allt
kemur til alls má þvi segja að
það séu tvær ástæður sem ráöa
hjá okkur, er stöndum að útgáfu
Visis, þegar við beitum okkur
fyrir nýjum átökum tii þess aö
efla blaðið. i fyrsta lagi tru á
framtiðina þrátt fyrir stundar-
erfiðleika. Og i öðru lagi að
efling Visis sé nauösynlegur
liður i baráttunni fyrir þvi að
koma á nýjan leik viti i þetta
þjóðfélag”.
SKUGGSJÁ
BÓKABÚD OUVERS STEINS SE
Milli fueggja elda
Hann var eiginmaður hennar, en hún þekkti hann ekki! Hvert var hið dularfulla afl, sem í senn dró þau hvort
að öðru og hratt þeim frá hvoru öðru? Var það ást eða hatur? Hún áttaði sig ekki lengur á tilfinningum
sínum. Elskaði hún bróður eiginmanns síns, eða var það eiginmaðurinn, sem hún elskaði?
RAUÐU ÁSTARSÖGURNAR
ELSE-MARIE IMOHR BARNLAU5 MÓOIR
Maríanna hefur orðið fyrir mikilli sorg stuttu eftir erfiða fæðingu, fengið taugaáfall og dvalið sjö löng ár á
sjúkrahúsi. Þegar hún útskrifast þaðan er allt orðið breytt, eiginmaður hennar hafði krafizt skilnaðar og gifzt
aftur og fengið forráðaréttinn yfir Bellu, sjö ára dóttur þeirra. Taugaálagið eykst á ný og hún er á barmi
örvinglunar. En þá hittir hún Arvid, — og Bellu litlu dóttur sína, — og lífið fær tilgang á ný.
SIGGE STARK ÖHLÖOIM STONNA SMUN
Jóhann í Kvarnarstofu var harður og óvæginn og átti marga óvildarmenn. Þegar elgsveiðarnar standa sem
hæst finnst hann látinn á veiðistað, — stunginn til bana. Margir höfðu heyrt Valda á Haukabergi hóta
Jóhanni misþyrmingum, jafnvel dauða. Og Valdi var duglegur veiðimaður og leiknastur allra í sveitinni að
handleika hníf. En Valdi var líka unnusti Lísu, dóttur Jóhanns! Nú reyndi á ást þeirra, tryggð og trúnað!
SIGNE BJÖRNBERG ÁSTINER ENQNN LEIKUR
Hrólfur var kvennagull sveitarinnar og misjöfnum augum litinn af öðrum ungum mönnum. Nýjasta stúlkan
hans var Regína í Nesi, og nú var Hrólfi alvara! En Iris var ekki sama sinnis, hún hafði verið stúlka Hrólfs
næst á undan Regínu, — og svo var það Ingibjörg á Svartalæk og veðmál skógarhöggsmannanna, félaga
Hrólfs! Já, ástin er svo sannarlega enginn leikur!
Amanda Burke var fátæk, en fögur sem vorið, þegar Ravenscar lávarður sá hana fyrst og ákvað að kvænast
henni. Áhrif hans á Amöndu voru þveröfug, hún fylltist viðbjóði við tilhugsunina um atlot hans. En hún varð
að játast honum til að bjarga manninum, sem hún unni. En hver var hann, þessi dularfulli maður, sem þessi
saklausa stúlka hafði gefið hjarta sitt?
ÞÆR ERU SPENNANDI í ÁR, ÁSTARSÖGURNAR OKKAR!
Hún var sannfærð um, að ástin skipti engu meginmáli og vildi því giftast ríkum manni. Á þann hátt hugðist
hún sjá sér og foreldralausum systkinum sínum farborða. En daginn sem hún sá Byrne varð afdrifarík
breyting innra með henni! Ástin lætur ekki að sér hæða og ást og kaldir útreikningar fara ekki saman.
Seiöurhafsogáslar
Sárteraðunna
Þetta er dularfull og snjöll ástarsaga, saga Nellie, ungu stúlkunnar, sem þekkti ekki sjálfa sig þegar hún leit í
spegiiinn eftir að skurðlæknirinn hafði gert að andlitssá. um hennar eftir slysið. Gat húri endurheimt ást
Marks? Gat hún barizt til sigurs við rótgróið ættarhatrið?
HERERBOKIN!
Nágranninnhennar
Selía er ung og fögur sveitastúlka, trúlofuð Georg, ungum og traustum bónda. En svo
heldur betur strik í reikninginn! Sagan fjallar á æsispennandi hátt um baráttu Selíu fyrir hamingju sinni,
næstum óyfirstíganlega baráttu gegn sterkum fjölskylduböndum og hatrömmu, hefnigjörnu baktjaldamakki.