Vísir - 03.12.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 03.12.1980, Blaðsíða 8
8 VlSIR Miövikudagur 3. desember 1980 Utgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvæmcfastjóri: Davlfi Guðmundsson. Ritstjórar: ðlafur Ragnarsson og Ellert B. Schram. Ritstjórnarfulltrúar: Bragl Guðmundsson, Ellas Snæland Jónsson. Fréttastjóri er- lendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blafiamenn: Axel Ammendrup, Arni Sig- fússon, Frfða Astvaldsdóttir, Gylfl Kristjánsson, lllugi Jökulsson, Kristin Þor- steinsdóttir, Páll Magnússon, Svelnn Guðjónsson, Sáemundur Guðvinsson, Þórunn Gestsdóttir. Blaðamaður á Akureyri: Glsll Slgurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur O. Steinarsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Elln Ell- .ertsdóttir, Gunnar V. Andrésson, Kristján Ari Einarsson. útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurfiur R. Pétursson. Ritstjórn: Slðumúli 14, slmi 86611 7 linur. Auglýsingar og skrifstofur: Slðumúla 8, slmar 86611 og 82260. Afgreifisla: Stakkholti 2—4, slmi 86611. Askriftargjald kr. 7.000 á mánuði innanlands og verð i lausasölu 350 krónur eintak-. ið. Visir er prentafiur i Blaðaprenti hf.,Siðumúla 14. Akvðrðun ráðherra og andðfsmenn Þaö er sem betur fer ekki á hverjum degi, sem rúöur eru brotnar í húsnæöi dómsmála- ráðuneytis landsins og í skrif- stofu æðsta yfirmanns lögreglu- og dómkerf is hér á landi. Það er heldur ekki á hverjum degi, sem 50-100 manns hreiðra um sig í því háa ráðuneyti og neita að hafa sig á brott vegna þess, að fólkið sættir sig ekki við ákvarðanir þeirra aðila, sem falin hefur ver- ið stjórn dómsmála landsins. Þetta hvort tveggja gerðist i gær, og skyldi maður ætla, að eitthvert meiriháttar stórmál hefði verið tilefni þessara að- gerða. Ástæðan er ákvörðun ráð- herra um að senda úr landi franskan mann, sem formlega hafði verið neitað hér um land- vistarleyfi, en komist hafði síðar inn í landið undir fölsku nafni og á fölsuðum skilríkjum. Fjölda manns er á ári hverju neitað um landvist hér á íslandi af ýmsum ástæðum, en þær ákvarðanir hafa farið hljótt og endursending þeirra manna til þess lands, sem þeir komu frá, hef ur aldrei orðið til þess að yf ir- skyggja meginviðfangsefni Al- þingis og ríkisstjórnar, né heldur að þingmenn í stuðningsmanna- liði ríkisstjórnar hafi hótað að hætta stuðningi við viðkomandi ríkisstjórn, ef útlendingurinn yrði látinn fara úr landi. En nú hefur allt þetta gerst. Rikisstjórn landsins verður að leggja til hliðar meiri háttar við- fangsefnisíntilþessaðfjalla um málið og forystumenn f jölmenn- ustu launþegasamtaka landsins ganga á f und forsætisráðherra til þess að þrýsta á, að dómsmála- ráðherra endurskoði afstöðu sína. Hann er þó fastur fyrir. Hér er á ferðinni mál, sem orð- ið hefur allt of fyrirferðarmikið og hefði einungis átt að vera mál viðkomandi ráðuneytis. Visir hefur ekkert á móti þeim manni, sem hér á hlut að máli, og hefur ekki amast við því, að hann dveldi hér á meðan mál hans var athugað, né heldur hefur blaðið veriðá móti því, að hann fengi að dveljast hér áfram. Niðurstaða þess stjórnvalds, sem með mál hans fer hefur aftur á móti orðið á annan veg og henni verða menn að hlíta. Hópurinn, sem hugðist dveljast í húsakynnum dómsmálaráðu- neytisins í nótt, og aðrir, sem tek- ið hafa Frakkann upp á sína arma, draga mjög í efa rétt- mæti upplýsinga ráðuneytisins um það hvað bíði mannsins, er til Danmerkur komi. Ráðuneytið segir á hinn bóginn, að engin haldbær rök séu fyrir því að brottför hans frá íslandi til Dan- merkur leiði til þess, að hann verði sendur þaðan til Frakk- lands. Þá er fullyrt að milliríkja- samningar og alþjóðasamningar séu brotnir með þessari af- greiðslu dómsmálaráðherra ís- landsá máli Frakkans. Ráðherra hefur aftur á móti lýst yfir, að engir milliríkjasamningar eða alþjóðasamningar kveði á um, að herþjónustuneitun veiti rétt til pólitísks hælis. Vísi þykir ekki ástæða til að rengja upplýsingar ráðuneytis dómsmála, enda hefur á þess' vegum verið unnið að mikilli gagna- og upplýsingaöf lun varð- andi málefni Frakkans undan- farna mánuði. Sjálfsagt var að kanna mál hans gaumgæf ilega, áður en ráðuneytið kvæði upp úrskurð sinn en við niðurstöðuna verða menn að sætta sig i réttarríki. Ofbeldisaðgerðir í íslensku ráðu- neyti eru jafn fráleitar og taka sendiráðs íslands í París á dögunum og eru allra síst mál- stað Frakkans umrædda til framdráttar. Á síðarnefnda staðnum var samkvæmt upp- lýsingum dómsmálaráðuneytis- ins krafist hælis á íslandi fyrir 450 manna hóp, sem ekki sættir sig við lög eigin lands um her- skyldu. Þótt i íslenska ráðuneyt- inu sé einungis kraf ist landvistar fyrir einn úr þeim hópi, er jafn fráleitt, að stjórnvöld láti slíkar aðgerðir andófshóps breyta ein- hverju um afstöðu sína. Hótanir eins þingmanna Al- þýðubandalagsins, sem eins og aðrir var kjörinn til þess að setja lög í landinu, um að hætta stuðn- ingi við núverandi ríkisstjórn, mega heldur ekki hafa áhrif á heilbrigt og heiðarlegt mat ráðu- neytisins í málinu. Mikilvægt framlag tll ís- lenskrar smásagnailslar Friöa A. Siguröardóttir: Þetta er ekkert alvarlegt — smásögur. Skuggsjá, 1980. Ég held aö ég opni engar bæk- ur með jafnmikilli forvitni — og jafnvel eftirvæntingu — og ný islensk smásagnakver. Þaö er hvorkiskortur á ljóöum né lang- sögum á Islenskum ritvelli, en smásagan — þessi þriöji horn- steinn orövædds skáldskapar — er veikasturog vaxtarminnstur. Engóösmásaga er perla, alveg eins og hin bestu ljóö. Miklu færri helga sig smásögunni en ljóðlist, og hreinræktaðir smá- sagnahöfundar hafa fáir verið til hér á landi. Þó má nefna Friöjón Stefánsson sem ræktaði af alilö meö sér þennan listgarö og varö ágætur smásagna- höfundur. Þegar ég fékk i hendur smá- sagnakver Friöu A. Sigurðar- dóttur Þetta er ekkert alvarlegt, tók ég þvi meöfeginleik, og varð þvi brúnaléttari sem lengra leiö á lesturinn. Mér þótti einsýnt aö hér væri mjög mikilvægt fram- lag til islenskrar smásagna- geröar. Hér var á ferö höfundur, sem skildi eöli smásögu, geröi sér glögga grein fyrir stuðlum hennar — viðáttu, dýpt og skörpum landamærum — og gekk til verks sins meö aga i máli og stil. Þetta eru niu smásögur en raunar samtengdar i eöli sinu og gerð en ekki efni. Þær eru all ar sagöar aö innan, ef svo má segja, lýsa út úr hugskoti og byggja á hugrenningatengslum — jafnvel hratt orðatafl sak- leysingja eins og smásagan Spegill er rituð til þess aö birta hugleiðingu — án boðunar — um mannlif og heim. t þessum sögum er ytri um- gerð enginn úrslitaþáttur, það er nokkurn veginn sama hvar sagan gerist, og jafnvel persón- urskipta ekki meginmáli, þurfa sjaldnast nöfn, allra sist aöal- persónur, — skynjendur og miðlar höfundar. Sviöið og sögufólk kemur i gegn. Samt eru þessir söguandar ákaflega trúverðugt fólk, og viöbrögö þess eölileg i besta lagi. Höfund- ursegir sögurnar oftast I fyrstu persónu, en það er ekki hann sjálfurá ferönema þá stundum og þó ætiö inni i persónu sinni. Þessi frásagnarháttur er þó engan veginn eintal sálarinnar, Friöa A. Siguröardóttir. Andrés Kristjánsson skrifar um bækur. heldur lif i skynjun og skilgrein- ingu, oftast sjálfskoðun. Það er vant aö segja, hvaöa sögur ber yfir aörar i þessari bók. Manni finnst þær furðulega jafngóðar. Það stafar þó ef til vill sumpart af þessari sterku samsvörun I frásagnarhætti. Þær eru allar mjög vel gerðar. Málbeiting höfundar er allrar athygli verö i stil smásagna- stakks. Þaö hvarflaöi að mér aö hún væri óþarflega örlát á kjaft- hátti þar væri blót og ýmsir oröaleppar, sem mættu missa sig, af þvi að viö vitum aö þeir hafa oft aöeins sjálfshafningar- eða ögrunargildi f munni fólks, einkum unglinga, en enga hnit- miöaöa merkingu, en orð án sliks erindis þarf að spara i smásögu. En að sjálfsögöu gef- ur þetta sögunum oft það ytra mótvægi, sem skoöunin að inn- an þarf a aö halda. Málfar þess- ara sagna i heild er afar fallegt, kliömjúkt, átakalaust, skilrlkt. Þessar smásögur Friðu A. Siguröardóttur eru i stuttu máli verulegur fengur og fagnaðar- efni þeim, sem finna nautn i þessari listgrein, og þeim fer fjölgandi. Góö smásaga er hins vegar i ætt viö kvæöi eöa ljóö aö þvi leyti, aö lesandi veröur aö beita sjálfan sig nokkurr-i þjálfun til þess að njdta svo sem vert er. En hún bindur mann fast eins og ljóð. tslendingar hafa ekki lagst i smásögur eins og margar aðr- ar bókmenntaþjóöir, en þær hæfa einmitt vel þeim stopulu, stundum, sem hraðfleygt nú- timalif gefur til lestrar. Þótt af- ar fáir rithöfundar hafi beinlínis helgaö sig þessu formi, er margt ágætra smásagna tU eftir öndvegishöfunda þjóðarinnar fyrr og siðar, og sá akur er m jög fjölgróinn en ekki aö sama skapi ræktaður. Þessar nýju smásögur Friöu eru I senn skemmtilega mann- legar og fallega ritaðar og sér- lega vel til þess fallnar aö glæða áhuga og skUning á þessari orð- listargrein. Þar er aldrei seilst um hurð tU lokunnar, aldrei far- iö yfir bæjarlækinn eftir vatni. Þær eru sannar og því góðar. Þessi bók er til þess fallin að bæta svo aö um munar sam- göngur milli islenskrar smá- sagnalistar og lesenda. Andrés Kristjánsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.