Morgunblaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 30
30 C MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Góðtemplarahúsið í Hafnarfirði er fyrsta húsið sem Góðtemplarar reistu hér á landi fyrir starfsemi sína. Húsið þótti stórt og rúmaði um 300 manns og segir sagan að allir Hafnfirðingar kæmust þar fyrir í einu. Þá bjuggu í Hafnarfirði rúmlega 400 manns. Það var stúkan Morgunstjarnan sem lét byggja húsið. Hugmyndin að þessu stórvirki kom fyrst fram á fundi sem haldinn var 4. október 1885, en þá hafði stúkan starfað í tvo mánuði og haldið fundi sína í gamla Flensborgarskólanum. Andres Guð- mundsson, félagsmaður stúkunnar, var ákafur fylgismaður þess að hún réðist í byggingu hússins sem fyrst. Byggingarnefnd kosin Í janúar 1886 var kosin þriggja manna nefnd til að athuga nánar hús- byggingarmálið. Í nefndinni voru: Jón Þórarinsson, skólastjóri og fræðslumálastjóri, Jón Bjarnason, verslunarmaður og Magnús Blöndahl, trésmiður. Til þess að fjármagna bygginguna voru farnar ýmsar leiðir, t.d. var haldin tombóla og margir sem peninga áttu gáfu rausnarlegar gjafir og enn aðrir gáfu alla sína vinnu. Húsinu var síðan valinn staður á Loftstaðatúni sem prófasturinn í Görðum veitti undir bygginguna, 800 álna lóð, gegn 8 krónu árgjaldi. Fyrir enda salarins er upphækkaður pallur Í gamalli lýsingu á húsinu segir að það sé 18 álna langt, 12 álna breitt og 5 1⁄2 alin að hæð undir þakskegg. Fjór- ir stórir gluggar eru hver á sinni hlið. Húsið er byggt af bindingi, er klætt að utan með þykkum borðum og allt þiljað að innan. Þakið er úr asfalt- steinapappa. Salur hússins er 11 1⁄2 al. á breidd og 13 1⁄2 á lengd. Í salnum er einn ofn til upphitunar. Í öðrum enda hússins er stofa og herbergi. Fyrir enda salarins er upphækkaður pall- ur. Í hinum endanum uppi, yfir for- stofu og herbergjum, eru loftsvalir. Í salnum er hvolfþak. Húsið stendur á hlöðnum grjótgrunni úr tilhöggnum steinum sem teknir voru úr Hamr- inum. Lýsing á húsinu birtist í janúar 1887 í blaðinu Íslenskir Good-Templ- arar og er stuðst við hana. Húsið var seinna klætt með bárujárni bæði á hliðum og þaki, en ekki er vitað með vissu hvenær það var. Húsið vígt 17. desember 1886 Húsið var vígt 17. desember 1886 við mikil hátíðarhöld og komu þá í heimsókn um áttatíu bræður og syst- ur úr Reykjavíkurstúkunum. Þegar stúkan Daníelsher nr. 4 var stofnuð gaf Morgunstjarnan henni helming hússins. Góðtemplarahúsið var fyrsta eig- inlega samkomuhús Hafnfirðinga og miðstöð allrar menningar í bænum. Þar fór fram félagsstarf stúknanna, þar voru einnig haldnir fundir og skemmtanir annarra félaga, leikrit flutt, söngskemmtanir og guðsþjón- ustur að ógleymdum öllum þeim dansleikjum sem þar voru haldnir. Margir bæjarbúar stigu sín fyrstu dansspor á gólfi salarins í Gúttó. Í húsinu var fyrsti fundur bæjarstjórn- ar Hafnarfjarðar haldinn og um 20 ára skeið var bæjarstjórnin þar með fundi sína. Veturinn 1907-08 var kennaraskóli Flensborgarskólans í húsinu. Þar voru einnig stofnuð nokk- ur félög og af þeim má nefna Verka- mannafélagið Hlíf og Sjómannafélag Hafnarfjarðar. Byggð þverálma 1907 Árið 1907 var byggð þverálma sunnan við húsið sem hýsti leiksvið og íbúð húsvarðar. Þá batnaði mjög til muna aðstaða til leikritaflutnings. Nýársnóttin og Skugga-Sveinn voru fyrstu verkin sem flutt voru á nýju senunni og mun Eyjólfur Illugason hafa leikið Skugga-Svein. Eyjólfur var fæddur 18. mars 1855 að Holti í Svínadal. Hann lærði járn- smíði í Reykjavík og fluttist 1883 til Hafnarfjarðar. Kona hans var Agnes af Bjarnabæjarætt í Hafnarfirði. Hún lést árið 1900. Seinni kona Eyj- ólfs var Ólafía Ólafsdóttir frá Há- konarbæ í Reykjavík. Eyjólfur var fjölhæfur maður. Hann var mörgum minnisstæður í hlutverki Skugga- Sveins og auk þess fékkst hann við að mála. Hann var einn af stofnendum Morgunstjörnunnar. Magnús Th. Blöndal kaupmaður Einn af aðalfrumkvöðlum að bygg- ingu hússins var Magnús Th. S. Blön- dahl, fæddur 10. september 1861 að Tjörn á Vatnsnesi. Kona hans var Guðrún Gísladóttir frá Lambastöð- um í Flóa. Magnús var einn af stofn- endum Morgunstjörnunnar og gekkst fyrir stofnun Daníelshers. Magnús var trésmiður og stundaði einnig verslun og útgerð. Hann bjó í Blöndalshlshúsi sem var næsta hús við Góðtemplarahúsið. Jón Á. Mathiesen og kona hans Guðrún Jensdóttir voru bæði í stúk- unni Morgunstjörnunni og unnu að eflingu Góðtemplarareglunnar og öðrum menningarmálum í Hafnar- firði. Árið 1929 var lokið við að byggja álmuna norðan við húsið í þeirri mynd sem hún er nú. Báðar álmurnar eru hæð og ris og þar af leiðandi tals- vert hærri en salurinn sem fyrst var byggður. Ýmsir þekktir skemmti- kraftar hafa komið fram í Gúttó, t. d. söng Stefán Íslandi þar vorið 1929. Árið 1954 var kolakyndingin lögð af og sett upp rafmagnskynding þar til hitaveitan kom árið 1979. Hafist handa 1992 við gagngerar endurbætur Árið 1950 voru sett ný brjóstþil í salinn úr lituðum krossviði. Mikil vinna liggur í viðhaldi á húsinu og ár- ið 1992 var hafist handa við að koma því í sitt upprunalega form sem Jón Kr. Jóhannesson sá um ásamt Lovísu Christiansen innanhúsarkitekt hjá Litlu Teiknistofunni. Þá var flestum gluggum skipt út og þeir gerðir sem líkastir upprunaleg- um gluggum. Eftir er að skipta út gluggum í suðurálmu. Einhvern tíma á ferlinum hafa verið settir þar gluggar með einni heilli rúðu fyrir neðan opnanlega fagið. Þá var þakið tekið af salnum og lækkað. Hvelfing í lofti salarins var öll endurnýjuð. Mörg lög af gamalli málningu Þegar málarar fóru að taka af mörg lög af gamalli málningu, kom í ljós fallegur mynsturbekkur sem málaður hafði verið á mótum lofts og veggja, talinn vera frá því að salurinn var fyrst málaður. Þá var unnið upp brjóstþil í forsal norðurálmu hússins sem klætt hafði verið yfir með plöt- um. Gólfið var lagt nýjum flísum, hvítum og svörtum, en flísarnar voru sérpantaðar. Þannig flísar voru á gólfinu áður. Í anddyrinu fyrir fram- an eru upphaflegar flísar sem hlíft er með teppi. Fulningahurðir, sem eru frá því að húsið var byggt, voru gerðar upp og málaðar í mildum grænum lit eins og brjóstþilin í forsalnum. Inn af for- salnum er miðasöluherbergi með lúgu. Uppi er eldhús og borðstofa en þegar fundir eða skemmtanahald var í húsinu var hægt að kaupa veitingar. Skipta þarf um járn á húsinu Viðgerðum á húsinu er ekki enn lokið þó að vel hafi þokast í áttina. Að utan er eftir mikil vinna því að skipta þarf um járn á húsinu og laga bruna- vegg sem snýr í suður. Síðastliðið sumar voru settar nýjar útitröppur við aðalinnganginn og í kringum þær er komið fyrir hraungrjóti sem fellur vel að húsinu og umhverfi þess. Sárarrannsóknarfélagið í Hafnar- firði er orðið aðili að rekstri hússins ásamt stúkunni Daníelsher. Í gegn- um tíðina hefur Sálarrannsóknar- félagið verið með starfsemi í húsinu. Sýning um Sigurð Guðmundsson málara Hinn 15. nóvember var opnuð sýn- ing í húsinu um Sigurð Guðmundsson málara, í tilefni af stofnun Leikminja- safns Íslands 2003. Sýningin var fyrst opnuð í Safnahúsinu á Sauðárkróki hinn 27. apríl 2003 í samvinnu við Byggðasafn Skagfirðinga, Héraðs- skjalasafn Skagfirðinga og Þjóð- minjasafn Íslands. Það er vel við hæfi að sýningin var fyrst sett upp á Sauðárkróki því að Sigurður Guðmundsson var fæddur 9. mars 1833 á Hellulandi í Skaga- firði. Voru 170 ár liðin frá fæðingu hans þegar sýningin var opnuð. Jón Viðar Jónsson er forstöðumað- ur Leikminjasafns Íslands. Verndari safnsins er Vigdís Finn- bogadóttir, fyrrum forseti Íslands. Helstu heimildir eru frá Skjala- og Bóka- safni Hafnarfjarðar, Fjarðarpóstinum og úr ræðu Árna Gunnlaugssonar er minnst var 100 ára afmælis hússins. Góðtemplarahúsið Suðurgötu 7, Hafnarfirði Góðtemplarahúsið í Suðurgötu í Hafnarfirði. Morgunblaðið/Þorkell Forstofan í Góðtemplarahúsinu, flísarnar eru þær upphaflegu. Morgunblaðið/Þorkell Samkomusalurinn í Góðtemplarahúsinu í Hafnarfirði er elsti hluti hússins. Magnús Th. Blöndal kaupmaður. Góðtemplarahúsið í Hafnarfirði er fyrsta hús- ið sem Góðtemplarar reistu hér á landi fyrir starfsemi sína. Freyja Jónsdóttir segir frá hús- inu sem stúkan Morg- unstjarnan lét byggja og verið er að koma í upp- haflegt form
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.