Vísir - 16.03.1981, Síða 2
2
Ertu hlynnt(ur) sam-
norrænum sjónvarps-
hnetti:?
Bryndfs Oddsdóttir, saumakona:
Ég hef enga skobun á þvi.
Guömundur Sigfússon, vinnur há
Meitlinum i Þorlákshöfn. Já, ég
er það.
Guðmundur Sigurbergsson,
útilegumaður: Já ég er það og ég
vil helst hafa tvo.
Jóna Bjarnadóttir, verslunar
kona.'Já, það er ég örugglega.
Þuriöur I. Stefánsdóttir, hrein-
gcrningakona: Að sjálfsögðu.
VÍSIR
Mánudagur 16. mars 1981.
„Starfiö Dess viröi
aö Daö sé unnið”
- segir Ester Guðmundsdóttir nýkjörin formaður Kvenr étti n d a f éiags íslands
Gster Guðmundsdóttir, þjóðfélagsfræðingur
„Ég er búin að starfa i Kven-
réttindafélagi Islands frá 1976 og
hef setiö i stjórn sl. þrjú ár”,
sagði Ester Guðmundsdóttir,
þjóöfélagsfræðingur, þegar Visir
ræddi við hana.
Ester er nýkjörinn formaður
Kvenréttindafélags Islands og tók
hún við af Sólveigu Ölafsdóttur,
sem gegnthaföi formennsku um 6
ára skeið. Ester hefur starfað
mikið að kvenréttindamálum.
Auk þess sem áður er taliö var
hún starfsmaður Kvennaárs-
nefndar meðan hún starfaði.
„Mér finnst þetta starf þess
virði að það sé unnið, annars væri
ég ekki aö þvi”, sagöi hún um
kvenréttindastarfiö. „Annars
skiptast á skin og skúrir, og það
hefur verið nokkur stöðnun i þess-
um málum undanfarið. En mér
finnst, aö það sé aö komast hreyf-
ing á þau aftur”.
„Hverju viltu kenna þessa
stöðnun?”.
„Það var mikil umræða i kring-
um kvennaárið og eftir það. Ég
held að stöðnunin sé ef til vill þvi
aö kenna, að umræðan datt niður
eftir þann tima. En eins og ég
sagöi, tel ég að þetta sé að fara af
stað aftur. Vil ég þá nefna ráö-
stefnuna,sem Kvenréttinda-
félagið hélt með konum i sveitar-
stjórnum, þar sem fram kom
mikil samstaða og baráttuvilji.
Nú, þátttaka kvenna i stjórn-
málum hefur veriö mjög dræm og
fáar konur hafa setið I bæjar-
stjórn. Þetta hefur ekkert aukist
þrátt fyrir þessa miklu umræðu,
en ég trúi þvi að sltkt stuðli aö þvi
að koma hreyfingu á málin
aftur”.
„Þaö heyrast stundum þær
raddir, að jafnréttisbaráttan sé
vonlaust verk?”.
„Það held ég að sé af og frá. En
hitt ber að hafa i huga, að karl-
mennirnir hafa aldrei veriö
teknir inn i myndina og þeim
hleypt inn i umræðuna. Við erum
að breyta þessu i Kvenréttinda1
félaginu og þar eru nú starfandi
15 karlmenn. Þeir eru búnir að
mynda með sér hóp og ætla að
taka fyrir stöðu feöra i nútima-
þjóðfélagi og stöðu karlmannsins
yfirleitt. Ég held að umræöan sé
að breikka, þegar hún er komin
inn á þetta stig, og ber að fagna
þvi”.
„Þú nefnir hópstarf. Verður
það þá þannig að karlmenn starfa
sér i hópi og kvenfólk i öðrum?”
Nei, en starfið fór af stað á
þennan hátt, til þess að gefa karl-
mönnunum tækifæri til aö vera
meira meö. Þeir hafa greinilega
mikinn áhuga á þessu og hafa
veriðað vinna, margir hverjir, að
jafnréttismálum. Hugmyndin
varð til á landsfundi félagsins i
október. Aö loknu þessu hópstarfi,
sem unnið verður i samvinnu við
stjórnina verður haldin ráðstefna
i haust”.
„Hvað er annað á döfinni hjá
félaginu?”
„A morgun hefst námskeiö i
fundarsköpun ræöumennsku og
fundarstjórn. Sú hugmynd kom
einnig fram á landsfundinum, þar
sem augljóst þótti, að konur
þyrftu að fá betri tækifæri til aö
komast á slik námskeið. Þau hafa
veriö mjög fátiö nema innan
stéttarfélaganna og pólitiskra
flokka. Þótti þvl fullt tilefni til að
halda námskeiö á breiðum og al-
mennum grundvelli. Þá er hug-
myndin að þarna verði um frum-
námskeið aö ræöa og verði siöan
haldið framhaldsnámskeið.ef vel
tekst til. Þá kæmi jafnvel til
greina að taka fyrir einhverja
málaflokka og fjalla um þá.
Þetta eru þeir einstöku starfs-
þættir, sem ég get nefnt nú. En
þess má geta að á landsfundinum
var samþykkt stefnuskrá félags-
ins. Aðalverkefni næstu 4 ára
verður að leitast við að auka þátt-
töku kvenna i pólitiskri starf-
semi og hvetja þær til frekari
ábyrgðarstarfa. Verður farið að
vinna aö hugmyndum varðandi
þetta verkefni á næstunni”.
— JSS
Ekki hægl
Sveitapresturinn mætti
litilli stúlku, þar sem hún
gekk eftir þjóðveginum,
með kú i bandi.
„Hvert ertu aö fara
með kúna, gæska”?
spurði presturinn.
„Hún þarf aö finna
bola”, svaraði telpan.
„Ósköp eru að vita til
þess, að þú skutir þurfa
að teyma hana alla þessa
leið. Mér finnst nú aö
pabbi þinn eða stóri bróð-
ir hcfðu getað séð um
þetta”.
„Nei”, svaraöi telpan,
„þaö varö vist aö vera
bolinn’.
Eiöur Guðnason, aiþýðu-
fiokksmaðurinn I Út-
varpsráöi.
Kratar leggja
ifnuna
Fyrirhugaður niður-
skurður hjá Rikisút-
varpinu hefur verið mikið
til umræðu. Sýnist þar sitt
hverjuih, eins og vænta
mátti, Kratar munu þó
hafa nokkra sérstöðu. ef
marka má afstöðu þing-
flokks þeirra í málinu.
Hann kom saman til
fundar á dögunum til aö
ræða niðurskuröinn. Varð
niðurstaða fundarins sú,
að kratar skyldu leggjast
mjög gegn hvers konar
aðgeröum í þá átt. Hefur
þingflokkurinn þvl
væntanlega lagt sinum
manni f útvarpsráði, Eiði
Guðnasyni, alþingis-
manni, linuna. Má búast
við, að hann standi fast
gegn því að skorið veröi
niður hjá rikisfjölmiöl-
unum og krefjist þess að
fjárhagsvandinn verði
leystur á einhvern annan
hátt.
Sighvatur Björgvinsson,
formaður þingflokks Al-
þýöuflokksins
Helnúin
Þessi er stolínn úr
Samúel:
„Halló! Er þetta á lög-
reglustöðinni? Flýtið
ykkur niður á hornið á
Laugavcgi og Banka-
stræti. Reikningskennar-
inn minn hefurlagt þar ó-
löglega”.
Byitingar-
afmæiíð
Gamli Rússinn, Si-
berienko, var orðinn 160
ára, þótt harla ótrúlegt
mætti virðast. Frétta-
menn þyrptust að gamla
manninum, og spurðu
hann, hverju hann þakk-
aði það helst að hafa náð
þessum himinháa aldri.
„Þaö var i bylting-
unni..”. byrjaði Siber-
ienko. En fréttamcnn-
irnir vildu ekki heyra
sögur af byltingunni,
heldureitthvað um gamla
manninn. Svo þeir spurðu
aftur.
„Jú þaö var I bylting-
unni...”.
Svona gekk þetta þar til
fre’ttamennirnir gáfust
upp og ákváðu að leyfa
manninum að rausa.
Eitthvert viðtal var betra
en ekkert, svo aö þeir
ba’ðu hann aö halda á-
fram.
„Eins og ég sagði, var
það I byltingunni aö
ákveöiö var að taka
manntalV sagöi Siber-
ienko vesældarlega ,
„og þar var ég skráður 70
árum eidri en ég er”.
.#
Forysiu-
raunir
Sem kunnugt er, hefur
nú veriö tekin ákvörðun
um að fresta landsfundi
Sjálfstæðisflokksins fram
á haustiö. Er ljóst, að það
eru einkum forystumálin,
sem vefjast fyrir mönn-
um þessa dagana og þeir
vita ekki fyllilega, hvaða
afstöðu skuli taka til
þeirra mála. Munu
margir málsmetandi
sjálfstæöismenn teknir að
velta þvi alvarlega fyrir
sér, hvort ekki finnist ein-
hver hæfur „kandidat” I
röðum flokksbræöranria.
Sá mun hins vegar ekki
fundinn enn, og vist er að
ekki hafa neinar af-
dráttarlausar hugmyndir
veriö settar fram I þess-
um efnum.
„Svlnavainlð”
á Seltjarnar-
nesi
Vmsar sögur hafa
spunnist um suðurreiö
þeirra Blöndunga i fyrri
viku. Þvi hefur meðal
annars heyrst fleygt, að
daginn eftir „Alþingishá-
tiðina”, hafi auglýsinga-
stofnun hljóðvarps borist
staðfest skeyti frá
ónefndum staö norður i
landi.
t skeytinu var hljóð-
varpiö beðið aö birta aug-
lýsingu þess efnis, að nú
væru að hefjast sýningar
á ballettinum „Svina-
vatnið” og yrðu þær i
félagsheimilinu á Sel-
tjarnarnesi. Ekki var
tekið fram, hvort það
væri sendinefndin, sem
átti að dansa ballettinn,
en auglýsingin var stöðv-
uð á siöustu stundu.
•
Ekkl grét hann
Skarphéðlnn...
1 Neista, blaði Fylk-
ingar byltingarsinnaðra
kom múnista , ( eöa
þannig) er oftast tekiö á
málunum meö einurð og
festu. t siðasta blaði er
„útvikkun á hlutverki
herstöövarinnar á Mið-
nesheiði” tekin fyrir I
bundnu máli og óbundnu.
Hefur Jón, nokkur, ó
Jóns sett saman brag
mikinn, scm birtur er I
biaðinu. Þar er fléttað
saman á listilegan og
ljóðrænan hátt nýja tim-
anum og þeim gamla,
cins og sjá má á þessu
sýnishorni:
„Ekki er að spauga með
þá útnesjamenn
við atómskeytum horfá
þeir
og glotta viðtönn.
Sárt mun er þau springa,
iaugum súrna kann,
en ekki grét hann Skarp-
héðinn, þá inni hann
brann”.
Þaö skal tekiö fram, aö
þessa drápu mun eiga að
syngja við lagið Suður-
nesjamenn, að minnsta
kosti þar sem hún passar
við það.
•
Hafnlirðlngur
I Hðskóla
Svo var þaö Hafn-
firöingurinn, sem ákvað
að fara i háskólann. Hann
pantaöi viðtal hjá rektor
og mætti þar stundvís-
lega.
,,Þú ert auövitað búinn
að velja þér grein?”
spurði rektor.
„Hva, sagði Hafn-
firöingurinn og varð eitt
spurningarmerki i fram-
an”, fæ ég ekki borð og
stól eins og hinir?”.
Johanna S. Sigþórsdóttir
blaðamaður skrifar: