Vísir - 16.03.1981, Qupperneq 18
22
Mánudagur 16. mars 1981
vísm
mannlíí
Stjörnuferð-
ir til Ibiza
(Jtsendari Samúels festi þetta sköpunárverk á filmu i ferö sinni til
Ibiza i fyrra.
— Samúel, Hollywood og
Úrval efna til
hópferða fyrir ungt fólk
— ,,l>aí> er alveg ljóst að
mesta fjörið vcrður á lbiza i
sumar”, — sagði Ólafur Hauks-
son, ritstjóri Kamúcls, i samtali
við VIsi, en Samúel, llollywood
og Orval hafa tekið sig saman
um að efna til hópferða fyrir
ungt fólk til Ibiza i sumar, og
kaliast þær stjörnuferðir.
ólafur sagði, að Samúel hefði
tekið sér fcrð á hendur til
Ibiza i fyrrasumar til að kynna
sér aðstæ,ður og hcfði útsendari
blaðsins aðeins orðið fyrir von-
brigðum einu sinni, — að þurfa
að fara heim aftur. Ibiza væri sá
staöur i sólarlöndum. sem sé
sniðinn fvrir fólk sem vill
skeinmta sér og kynnast sér-
kennilegu mannlifi.
1 stjörnuferðunum til Ibiza
mun hópurinn hafa'heiia hæð i
nýju ibúðahóteli, Rialto, til
umráða en það hótel stendur viö
hliðina á Lido, sem Úrval hefur
boðið farþegum sinum upp á
undanfarin sunuir.
Fyrsta stjörnuferðin til Ibiza
verður farin 12. júni og tekur
fer.ðin þrjár vikur þar sem út-
varps- og sjónvarpsmaöurinn
Jón Björgvinsson mun verða
hópnum til halds og trausts.
ólafur lét þess sérstaklcga
getið, að i fyrstu ferðinni yröu
m.a. nokkrar af stúlkunum sem
tóku þátl I keppninni ..Ungfrú
Hollywood 1980”,en annars yrðu
ferðirnar nánar kynntar I
Samúel og IloIIywood og að
ferðaskrifstofan Úrval við
Austurvöll veitti nánari upplýs-
ingar og sölu farmiða.
Er við spurðum Ólaf hverjar
væru svo stjörnurnar i
ferðunum, svaraði hann þvi til
aö það væru þátttakendurnir
sjálfir.
Hótel Rialto á Ibiza. Þar fær stjörnuhópurinn heila hæð til umráða.
Kristin kemur undan ránni eftir að hafa slegið Ungi maðurinn lengst til hægri vann sér það til frægð-
íslandsmetið i Limbódansi, 37 cm. ar að taka þátt i nær öllum kappátunum.
íslandsmet I Limbódansi
Menntskælingar frá Hamrahlið
voru sigursælir á „Metings-
kvöldi”, sem nýlega var háð á
milli Versló og MH og sigruðu
þeir I öllum greinum nema „Is-
pinnaáti” þar sem „Verslingar”
fóru með sigur af hólmi.
„Metingskvöldið” var liður i
Jónsmessuvöku MH og var keppt
I hinum óliklegustu greinum. Má
þar m.a. nefna samlokuát, þar
sem snæddar voru fjórar I einu,
eggjadrykkju með 15 eggjum i
skammt, bananakappát, vindla-
reykingar, öldrykkju, baunaát
með tannstöngli og margt fleira.
Þá var og keppt i limbódansi og i
þeirri grein var slegið nýtt Is-
landsmet, 37 cm. og var það Kris-
tin Jónsdóttir sem þar sló gamla
metið sem hún átti sjálf en það
setti hún i Hollywood fyrr i vetur.
Halldór Páll Gislason var við-
staddur keppnina og tók hann þá
meðfylgjandi myndir fyrir Mann-
llfssiðuna.
Baunaátið með tannstöngli krafðist mikiiiar þoiin-
mæði og einbeitingar.
Stundum gerði maginn uppreisn og þá var gott að
hafa fötu við höndina.
Frá öldrykkjukeppninni. (Visismyndir HPG)
Þessi „Verslingur” sýndi mikil tilþrif i skóla-
stökkinu.
Sérhönnuö for-
síöa fyrir „Líf”
Forsiða tiskublaðsins „Lif”,
sem nýlega kom út, hefur vakið
mikla athygli svo og vandaö útlit
og innihald blaðsins I heild. Rit-
stjórinn, Katrin Pálsdóttir, á eins
árs starfsafmæli um þessar
mundir og I þvi tilefni ræddum við
stuttlega við hana og talið barst
að sjálfsögðu að hinni sérkenni-
legu forsiðu.
Forsiða nýjasta tölublaðsins er
eftir listakonuna Holly Holling-
ton.
— „Svona forsiða hefur mér
vitandi aldrei áður birst i islensku
blaði og hún var unnin sérstak-
lega fyrir „Lif” af ensku listakon-
unni Holly Hollington. Forsiðan
tengist grein eftir önnu Björns-
dóttur um þessa listakonu, en
Anna kynntist henni úti i Los-
Angeles. Holly hafði séð „LÍF”
hjá önnu og fannst það óvenju
mikil framtakssemi hjá þetta
fámennri þjóð að gefa út svona
blað”, — sagði Katrin.
— „Þessi stelpa hefur unnið
fyrir tiskublöð bæði I Evrópu og
Ameriku og hefur gert plötuum-
slög og annað i svipuðum dúr. Og
eins og kemur fram i greininni er
hún orðin vel þekkt og auðug fyrir
myndir sinar”, — sagði Katrin
ennfremur.
I grein önnu Björnsdóttur um
listakonuna kemur fram að hún
notar svokallaðan „loftpensil” i
starfi sinu en „loftpensill” er
örmjó nál framan á sprautu sem
tengistloftpressu gegnum siöngu.
Asprautunni er bolli, sem litaefni
er hellt i og sogast það siðan
gegnum sprautuna en nálin ræður
loftstraumnum.
Við spurðum Katrínu hvernig
hún hefði kunnað við sig i rit-
stjórastólnum þetta ár sem hún
hefur ritstýrt „Lif”:
— „Þetta hefur veriö lærdóms-
rikt og skemmtilegt ár og ég er að
sjálfsögðu ánægð með að þær
breytingar sem ég hef gert á
blaöinu, bæði hvað varöar efnis-
val og útlit, hafa fallið I góðan
jarðveg hjá lesendum. Blaðið
hefur fengið allt annan svip og
lesendur hafa tekið þvi mjög
vel”, — sagði Katrin.
Þess má að lokum geta, að nýja
„Lifið” er að vanda fullt af liflegu
efni og má þar m.a. nefna smá-
sögu eftir Ragnar Arnalds fjár-
málaráðherra, sem hann reyndar
samdi á menntaskólaárunum.
Katrin Pálsdóttir ritstjóri tisku-
blaðsins „Lif”
Visismynd GVA)