Vísir - 26.03.1981, Side 8

Vísir - 26.03.1981, Side 8
8 VÍSIR Fimmtudagur 26. mars 1981 VÍSIR Útgefandi: Reykjaprent h.f. Ritstjóri: Ellert B. Schram. Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jóhsson. Fréttastjöri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Árni Sig- fússon, Friða Astvaldsdóttir, Gylfi Kristjánsson, lilugi Jökulsson, Jóhanna Sig- þórsdóttir, Kristln Þorsteinsdóttir, Páll Magnússon, Sigurjón Valdimarsson, Sveinn Guðjónsson, Sæmundur Gbðvinsson, Þórunn Gestsdóttir, Blaðamaður á Akureyri: Gísli Sigurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur Ó. Steinarsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Emil Þór Sigurðsson, Gunnar V. Andrésson. útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Safn- vörður: Elrikur Jónsson. Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Ritstjórn: Siðumúli 14, simi 80611, 7 linur. Auglýsingar og skrifstofur: Síðumúla 8, Símar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611. Áskriftargjald kr. 70 á mánúði innanlands og verð i iausasölu 4 nýkrónur eintakið. Vísir er prentaður t Blaðaprenti, Síðumúla 14. Stefnumótun í landbúnaDi Eftir langvarandi, eldheitar deilur um landbúnaðarmál hefur dottið á dúnalogn og hvorki kratar né Jónas Krist- jánsson hafa opnað munninn i háa herrans tið. Búnaðarþing raskaði ekki svefnró nokkurs manns, enda svefnhöfgi aðals- merki þeirrar samkundu. í rauninni hafa ekki aðrar fregnir borist af bændum og búaliði en virðulegar visitasi- ur þeirra til höfuðborgarinnar með dvöl á Sögu og viðeigandi velþóknun á eigum og umsvif- um bændastéttarinnar i Reykjavik. Á þriðjudagskvöldið gerði Ingvi Hrafn Jónsson heiðar- lega tilraun i sjónvarpinu til að vekja aftur upp almenni- legar deilur um landbúnaðar- mál. Tilefnið var þingsálykt- unartillaga nitján þingmanna Sjálfstæðisflokksins um stefnumörkun i landbúnaði. Leiddar voru fram i þingsjána fjórar stórstjörnur, bæði nú- verandi og fyrrverandi land- búnaðarráðherrar, ásamt ,, landbúnaðaróvininum ” Eiði Guðnasyni og fyrsta flutnings- manni tillögunnar Agli Jóns- syni, bardagamanni frá Selja- völlum. Búast mátti við lif- legum deilum, ekki sist milli þeirra Steingrims og Pálma, en sá siðarnefndi var einmitt harðvitugasti gagnrýnandinn, þegar Steingrimur sat i land- búnaðarráðuneytinu. Ingvi Hrafn iðaði i skinninu og gaf orðið laust: Egill: Tillaga okkar sjálf- stæðismanna markar tima- mót. Hún er stefnumarkandi. Við höfum lagt mikla vinnu i undirbúning að tillögugerðinni og allir þingmenn dreifbýlis jafnt sem þéttbýlis skrifa undir hana. Við erum ekki á móti kjarnfóðurgjaldi, en telj- um það ekki heppilegt nema i undantekningatilvikum, þegar það er nauðsynlegt . Ingvi Hrafn: Jæja, Pálmi, hvernig vilt þú svara þessari gagnrýni? Pálmi: Fyrst vil ég segja það, að þetta er min tillaga. Þetta er sama tillagan og ég flutti á þingi fyrir tveim árum. Það eina sem hægt er að gagn- rýna er, að tillagan er úrelt. Hún er þegar komin til fram- kvæmda.t sambandi við kjarn- fóðurgjaldið, þá er ég sam- mála Agli. Steingrimur: tJt af þvi sem sagt hefur verið vil ég segja þetta: Ég er ánægður með að fylgt hefur verið þeirri stefnu, sem ég markaði fyrir tveim árum. Hún hefur reynst vel. Út af þvi sem sagt er um kjarnfóðurgjaldið vildi ég segja þetta: Ég er sammála Pálma. Eiður: Alþýðuflokkur- inn hefur lengi talað um breytta stefnu i landbúnaðar- málum. I sannleika sagt hafa landbúnaðarmálin tekið þá stefnu, sem við mæltum með. t rauninni er verið að flytja okkar stefnu. Sjónarmið Al- þýðuflokksins hafa orðið ofan á i landbúnaðarmálum. Þau hafa reynst býsna vel. Við Al- þýðuflokksmenn erum ekki á móti kjarnfóðurgjaldi. Satt að segja erum við hlynntir kjarn- fóðurgjaldi Það hefur reynst býsna vel . „En hvað með sauðkindina, niðurgreiðslurnar og útflutn- ingsbæturnar, er enginn ágreiningur i þeim efnum? , spurði stjórnandi i örvænt- ingu. Allir i kór: Við gerum ekki allt i einu. Þjóðin þarf á sauð- kindinni að halda. Við þurfum aðlögun. Sauðkindin þarf að- lögun . Þegar hér var komið sögu hafði stjórnandinn tekið að ókyrrast. í stað harðvitugrar deilu höfðu menn fallist i faðma. í ljós hafði komið, að tillaga sjálfstæðismanna var alls ekki þeirra tillaga, heldur Pálma, en stefna Pálma var alls ekki hans, heldur Stein- grims, og stefna Steingrims var alls ekki hans, heldur Al- þýðuflokksins. Herrar minir, þættinum er lokið. Málsvarar hinnar samein- uðu landbúnaðarstefnu risu úr sætum sinum meðvitaðir um sögulega stund. Þeirra stefna hafði sigrað. r I Þróun f rótla átt? NU eru uppi ráðageröir um aö leyfa mönnum aö starfa lengur en áöur, lengja svokallaðan starfsaldur þeirra. Um nokkurt árabil hafa þær reglur gilt meö- al opinberra starfsmanna, og raunar viðasthvar á vinnumark- aðnum, aö menn veröa aö láta af störfum um sjötugt. Viö þetta hefur mörgum gengið illa að s.ætta sig, enda mikil breyting fyrir menn aö hætta allt i einu þeim störfum, sem þeir hafa sinnt, og setjast i helgan stein i fullu fjöri, aö þvi er þeim sjálf- um finnst aö minnsta kosti. Rök með og móti Skynsamleg rök hafa verið færö bæði meö og móti þessari tilhögun. Þvi hefur meöal ann- ars veriö haldiö fram aö allt of algengt sé aö menn setjist i þægilega stóla, sem nokkur mannaforráö fylgja, um miðjan aldur, gerist siöan ráðrikir og forpokaðir og komi i veg fyrir aö ráð yngri manna og kunnátta fái aö njófcasfn. Vissulega eru dæmi þess aö menn sitji allt of lengi á slikum sessi. Þróun heldur á- fram, hvort sem þeir fylgjast með henni eöa ekki, og afleiö- ingin verður á stundum sú að þegar „næstu menn” komast að eru þeir sjálfir orönir úr sam- hengi við hana, þannig að nýir og ferskir vindar fá aldrei aö blása um þann vinnustað, sem þeir stjórna. Þetta er hárrétt og mörg dæmi þar um. Gallinn er bara sá að siötíu ára aldurinn er ekk- ert marktækari áfangi en hver annar f þessu tilliti. Sumir menn eru orðnir forpokaðir um fimm- tugt, aörir eru síungir áttræöir. Liklega telja þeir áttræöu sig jafnvel frekar hafa efni á þvi að fara að ráðum sér yngri manna en þeir fimmtugu, ef nokkuö er! Þeir sem andvigireru þessari reglu benda á að þaö sé mikið sálrænt áfall fyrir menn i fullu fjöriaö vera skyndilega dæmdir úr leik. Oft á tfðum sé það svo aö þessir menn hafi engin áhuga- mál aö hverfa aö, vegna þess að þeir hafi helgað sig stárfi sinu allt sitt lff. Þeir séu oft engu siö- ur færir um aö gegna störfum sinum en yngri merin, eins og bent hefur verið á hér aö fram- an. Þetta er allt saman satt og rétt, en gallinn er bara sá, aö þessir sömu menn geta heldur ekki bent með neinum rökum á neinn annan aldur, er setja ætti sem takmark, af nákvæmlega sömu ástæðu og hér hefur einnig veriðbentá. Niðurstaöan hlýtur óhjákvæmilega að verða sú, að enginn sérstakur afmælisdagur geti talist óskeikull mælikvaröi á þaö, hvenær venjulegri starfs- æfi skuli ljúka. Öfugþróun? Engu að sföur er ljóst aö ein- hverjar reglur verður að setja. Svo viökvæmt sem það er manni meö góöa heilsu og óbrenglaða dómgreind að hætta störfum vegna lagaákvæða hlýtur þaö aö vera enn viðkvæmara aö láta einhverja starfsbræöur meta þaö, hvenær mál sé aö linni. Þá vakna ávallt grunsemdir um þaö aö annarleg sjónarmiö hafi ráöiö, og getur þar hver og einn litið i eigin barm. Aðalatriði þessarar umræöu hlýtur því að vera hvort það sé hagkvæmt þjóðfélaginu aö menn gegní störfum sinum langt fram eftir aldri eöa ekki, siðan má nálgast „ártal æfinnar” eftir ýmsum leiöum. Jafnframt þvi hlýtur sú spurning að vakna f velferðar- þjóöfélagi hvernig sé unnt að létta mönnum það að láta af störfum, hvaöa aldurstakmark sem fyrir valinu veröur. Nú er þaö öllum ljóst, sem hafa eyru og augu opin, að framundan er mikil breyting á störfum manna í velferðarþjóö- félögum vesturlanda. I framtíð- inni mun þurfa æ færri hendur til að inna af hendi framleiöslu ákveöinna eininga, hvort heldur þær eru efnislegar eöa huglæg- ar. Vandamál þau, sem við blasa hjá okkur, eru fyrst og fremst, hvernig tryggja megi sem flestum hlutdeild i þeirri atvinnu, sem i boði veröur. Rætt er í fullri alvöru um þrjátiu stunda vinnuviku og að menn verði að hætta störfum um fimmtugt, ef ekki eigi að verða mikið atvinnuleysi fólks á „besta aldri” eins og það er kallað. Hvort sem þessi ártöl og timafjöldi vinnuviku eiga stoð i raunveruleikanum eða ekki, þá er það ljóst að það er ekki að synda móti straumnum að lengja starfsaldur, eins og nú er rætt um. Slikt leiðir aðeins til þess að áfallið verður þeim mun meira, þegar menn komast ekki lengur hjá þvi að horfast i augu við hina raunverulegu þróun. Önnur leið? Væri ekki réttara i stað þess að friða samviskuna með þvi að lengja starfsaldur að undirbúa friti'ma þeirra, sem láta af störfum, á hvaða aldri sem þeir verða? Er ekki kominn timi til þess fyrir fulltrúa almanna- Magnús Bjarnfreðs- son skrifar um svokall- aðan starfsaldur opin- berra starfsmanna og veltir fyrir sér kostum og göllum þess að menn hætti störfum þegar þeir komast á til- tekinn aldur. Magnús segir: Niðurstaðan hlýtur óhjákvæmilega að verða sú, að enginn sérstakur afmælisdag- ur getur talist óskeikull mælikvarði á það, hve- nær venjulegri starfs- ævi lýkur. valds að leggja meiri áherslu á það en hingað til hefur verið gert, að skipuleggja aðstöðu fyrir fritimastarf allra kyn- slóða? Eigum við ekki bráðum að fara að horfast i augu við framtiðina i stað þess að stinga höfðinu alltaf i sandinn, þegar vandamál blasa við? Magnús Bjarnfreðsson.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.