Morgunblaðið - 22.01.2004, Side 4

Morgunblaðið - 22.01.2004, Side 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÞETTA eru afskaplega þrautseigir hundar og nánast óþreytandi,“ segir Þorvaldur Þórðarson dýralæknir á Dýraspítalanum í Víðidal um collie- hundategundina. Lappi frá bænum Syðri-Á er einmitt af collie- tegund og lifði af átta daga dvöl undir snjóflóðinu sem féll á bæinn Bakka í síðustu viku. Þorvaldur segir hunda af þessari tegund þokkalega kuldaþolna þótt til séu kuldaþolnari hundar s.s. grænlenskir sleðahundar og huskie- hundar. En collie-hundarnir hafa samt sýnt mikla hreysti í ýmsum raunum og sögum fer af collie-hundum sem hafa synt yfir ískaldar ár og bjargað sér við erfiðar aðstæður. „En þetta er mjög sérstakt og enginn vafi á því að þetta er mikið afrek,“ segir Þorvaldur. Hann segir undirlagið undir feldi hunda gegna veigamesta hlut- verkinu í kuldavörnum þeirra. „Ysta lag feldsins hrindir frá regni og þessháttar en undirlagið heldur hita á hundunum og einangrar þá gegn kulda.“ Ekki eru samt allir hundar mjög kuldaþolnir og segir Þorvaldur að snögghærðir hundar séu kulvísari s.s. boxerar, bolabítar, pointerar og fleiri. Einnig eru hundar með gisinn feld viðkvæmir fyrir kulda t.d. setterar. Hins vegar eru golden og labrador retriever hundar með góða kuldaeinangrun. LÆKKUN lágmarkseinkunnar í almennri lög- fræði við lagadeild HÍ leiddi til óvenju lágs fall- hlutfalls á haustmisseri, eða 60%, og komast því fleiri laganemar áfram en nokkru sinni fyrr. Einkunnir í almennri lögfræði á haust- misseri voru birtar á mánudag og náðu 75 nem- ar lágmarkseinkunn en 111 féllu. Lágmarkseinkunn í almennri lögfræði var lækkuð úr 7.00 í 6.00 í haust. Að sögn Eiríks Tómassonar forseta lagadeildar hefðu um 20 nemar náð prófinu ef lágmarkseinkunn hefði áfram verið 7.00. Ljóst er því að stærri árgang- ur en áður hefur þekkst kemst áfram, en Eirík- ur segir að lagadeildin standi þó ekki frammi fyrir húsnæðisvanda í því sambandi. „Við getum tekið á móti nokkuð stórum ár- gangi og það bjargast a.m.k. næsta vetur. En ef svona heldur áfram verðum við að skoða þau mál í samvinnu við háskólayfirvöld. Í lagadeild- inni erum við enn með hærri lágmarkseinkunn en aðrar deildir háskólans og aðrar lagadeidir á landinu, þannig að við gerum enn strangari kröfur en aðrir,“ sagði Eiríkur. Fleiri komust áfram í lögfræði í Háskóla Íslands Fallhlutfall fór niður í 60% KOMIÐ verður til móts við þá einstaklinga sem þurftu að greiða allan lækniskostnað fyrir þjónustu sérfræðinga meðan á deilu þeirra stóð við heilbrigðisráðuneytið fyrstu tvær vik- ur ársins. Jón Kristjánsson heilbrigðisráð- herra kynnti tillögur sínar þess efnis á rík- isstjórnarfundi á þriðjudag. Að sögn Sæunnar Stefánsdóttur, aðstoðar- manns ráðherra, var vel tekið í tillögurnar og allir hafi verið sammála um, að koma ætti með einhverjum hætti til móts við þá sem þurftu að leggja út fyrir þessari þjónustu tímabilið 1. janúar til 13. janúar. Nánari útfærsla á endurgreiðslum frá Tryggingastofnun verði kynnt fyrir næstu helgi. Lækniskostnaður endurgreiddur SÁ fáheyrði atburður átti sér stað í gærmorgun að hundur fannst á lífi eftir að hafa legið grafinn í átta sólarhringa í snjóflóði sem féll á bæinn Bakka í Ólafsfirði, en þar fórst húsráðandinn, Kári Ást- valdsson. Að sögn Sigurbjörns Þorgeirssonar, varðstjóra í lög- reglunni í Ólafsfirði, voru það björgunarsveitarmenn sem fundu hundinn, sem hafði verið í vist á bænum. Heimilishundurinn á Bakka fannst hins vegar dauður í snjóðflóðinu. Fjöldi björgunar- sveitarmanna unnu við að hreinsa snjó og brak úr íbúðarhúsinu á Bakka í gær, auk þess sem vinnu- vélar voru notaðar til verksins. „Ég get nú ekki lýst því hvað ég varð hissa“ Það var skömmu fyrir hádegi í gær að Sveinn Ástvaldsson, bróð- ir hins látna bónda, bankaði upp á hjá Annettu Norbertsdóttur, unn- ustu Kára heitins, sem býr á bæn- um Kvíabekk ásamt tveimur börnum sínum og tjáði henni að hann væri kominn með gest í heimsókn. Það reyndist vera hundurinn Lappi, fjárhundur af collie-kyni sem bóndinn á Bakka hafði í vist hjá sér. „Ég get nú ekki lýst því hvað ég varð hissa,“ sagði Annetta í sam- tali við Morgunblaðið í gær. „Ég átti alls ekki von á því að hann fyndist á lífi enda var ég ekki heldur með hugann við það, eftir allt sem hefur gengið á síðustu daga. En hann var kaldur og slappur, greyið, og sársvangur. Ég gaf honum svolítið að éta og hann var afskaplega kátur að sjá mig, ég get ekki neitað því.“ Kári heitinn átti sjálfur fjár- hund, Skugga, sem fórst í flóðinu, en hann fannst skammt frá þeim stað sem Lappi fannst á. Skuggi var faðir Lappa en móðirin er á Kvíabekk. Fagnaðarfundir Lappi er tveggja ára fjárhund- ur en eigendur hans eru hjónin Jón Árnason og Ingibjörg Guð- mundsdóttir frá Syðri-Á í Ólafs- firði. Það urðu því fagnaðarfundir þegar þau Jón og Ingibjörg komu að Kvíabekk í hádeginu í gær til að sækja Lappa sinn. Lappi var varkár þegar hann sá Jón og Ingi- björgu, þefaði af höndum þeirra, en tók síðan gleði sína og gat ekki hætt að leyna henni með alls kyns látbragði. Jón sagði að Lappi væri allur að braggast. „Hann er enn svolítið ruglaður og ekki alveg búinn að átta sig, hann er að minnsta kosti ekki alveg eins frár á fæti eins og hann á að sér að vera. En það kemur vonandi bráðlega. Hann virðist vera í lagi. Við hjónin erum auðvitað kát að fá hann aftur en hann er voðalega elskulegur hundur,“ segir Jón bóndi Árna- son. Það þykir einsdæmi að hundur lifi svona lengi grafinn í snjó, en fer þó yfirleitt eftir aðstæðum sem skapast hverju sinni. Lappi virðist hafa verið sérlega heppinn en hann hafði rými til að hreyfa sig sem áreiðanlega hefur orðið honum til lífs. Morgunblaðið/Helgi Jónsson Jón Árnason, bóndi og orðasmiður frá Syðri-Á, hitti Lappa eftir að hundurinn fannst átta dögum eftir að snjóflóðið féll á Bakka. Collie-hundar eins og Lappi frá Syðri-Á þykja hraustir og þrekmiklir. Lappi fannst heill á húfi í eftir átta daga í snjóflóðinu Ólafsfirði. Morgunblaðið. „Afskaplega þraut- seigir hundar“ LANDSVIRKJUN hefur opnað tilboð í end- urgerð Múlavegar um Langhús, innst í Fljóts- dal, alls um 2,3 kílómetra. Er þetta einn þeirra vega sem verða bættir vegna virkjunarfram- kvæmda við Kárahnjúka. Munar 38 milljónum króna á lægsta og hæsta tilboði. Alls sýndu sjö verktakafyrirtæki vegagerð- inni áhuga og voru heimamenn með áberandi lægstu tilboðin. Ýting ehf. á Egilsstöðum bauð 15,9 milljónir króna, sem er 58% af áætlun Landsvirkjunar upp á rúmar 27 milljónir. Næstur kom Jón Hlíðdal frá Egilsstöðum með 16,3 milljónir og ÞS-verktakar úr sama sveit- arfélagi buðu 16,7 milljónir. Eitt tilboð var yfir áætluninni, og það næstum tvöfalt hærra, eða upp á nærri 54 milljónir kr. sameiginlega frá Afreki og ET ehf. í Reykjavík. Aðrir bjóðendur voru Ingileifur Jónsson, Kluftir og Íslenskir aðalverktakar Austfirskir verk- takar buðu lægst STEFNT er að því að gatnagerð hefjist á svæði Akralands ehf. á Arn- arneshæð síðsumars og byggingar- framkvæmdir hefjist þar síðar á árinu, að sögn Ágústs Kr. Björns- sonar, sem hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri Akralands. Akraland ehf. er í eigu Þyrpingar hf., dótturfélags Fasteignafélagsins Stoða hf. og Keflavíkurverktaka hf. Félagið hefur keypt um 22 hektara byggingarland á Arnarneshæð í Garðabæ, sem áður var í eigu Jóns Ólafssonar, en markmið félagsins er að þróa skipulag og nýtingu þessa byggingarlands í nánu samstarfi við sveitarfélagið. Þá munu Akraland og tengd félög standa að framkvæmd- um innan byggingarlandsins og reisa verslunar- og þjónustuhúsnæði á svæðinu. Ágúst segir að deiliskipulagsferill- inn varðandi landið sunnan við Arn- arnesveginn sé í gangi en ferillinn norðan við veginn sé eftir. Ljúka þurfi þessari vinnu í samvinnu við Garðabæ en ljóst sé að skipulagsmál taki sinn tíma. Síðan komi að gatna- gerðinni og hana þurfi líka að fram- kvæma í samvinnu við sveitarfélagið. „Miðað við stöðu skipulagsferilsins er ljóst að byggingarframkvæmdir hefjast ekki fyrr en líða tekur á ár- ið,“ segir hann. Ágúst er bygging- artæknifræðingur og starfaði áður m.a. sem verkefnisstjóri hjá Ríkis- kaupum og sveitarstjóri í níu ár, lengst af hjá Súðavíkurhreppi. Arnarneshæð senn byggingarhæf Stefnt að gatna- gerð síðar á árinu ♦♦♦ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.