Morgunblaðið - 22.01.2004, Síða 8

Morgunblaðið - 22.01.2004, Síða 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Þrífur riddarinn á hvíta hestinum ÚA-prinsessuna með sér vestur eða hvað? Sólarkaffi Ísfirðingafélagsins Mikil stemmning og skemmtilegt Eitt af gróskumeiriátthagafélögumþessa lands er án efa Ísfirðingafélagið. Mikið og blómlegt starf fer þar fram, en félagið saman- stendur að mestu af brott- fluttum Ísfirðingum og fjölskyldum þeirra. Það er staðreynd að í nokkrar vik- ur í svartasta skammdeg- inu ómakar sólin sig ekki við að sýna sig á Ísafirði, en það er einmitt um þetta leyti sem hún gægist yfir fjallstopp á ný. Og þá fagna Ísfirðingar og halda sitt Sólarkaffi. Morgunblaðið ræddi við Svein Elíasson, aldinn heiðursmann, sem er endurskoðandi Ísfirð- ingafélagsins og lætur sig aldrei vanta á Sólarkaffið. – Segðu okkur fyrst eitt og ann- að um Ísfirðingafélagið Sveinn… „Félagið er stofnað 1945 og verður því sextíu ára á næsta ári. Þá verður mikið um að vera. Fé- lagið var stofnað utanum Sólar- kaffið þannig að þeir brottfluttu gætu hist og treyst böndin. Þetta er ljósahátíð, sólin hverfur Ísfirð- ingum hinn 17. nóvember og birt- ist aftur í kringum 25. janúar. Þetta er því stór dagur og tilefni til mikilla hátíðarhalda. Það hafa ýmsir merkir menn verið í for- mennsku þessa félags, það mætti nefna Jón Leós, Einar S. Einars- son og Ólaf Hannibalsson. Miklum mun fleiri hafa komið að stjórn fé- lagsins og því miður ekki hægt að nefna alla.“ – En Sólarkaffið er haldið fyrir sunnan… „Já, þetta er félag brottfluttra Ísfirðinga og flestir eru þeir á suð- vesturhorninu þó að þeir finnist um land allt. Það kæmi mér ekki á óvart þó að brottfluttir Ísfirðingar skipti þúsundum. Flestir sem voru með mér í skóla á sínum tíma fluttu burt og börn þeirra með. Sumir hafa flust aftur vestur, en flestir þó ekki. En heimamenn á Ísafirði halda líka sitt Sólarkaffi og gjarnan um sömu helgi og við hér fyrir sunnan.“ – Kemur það ekki í veg fyrir að þið skjótist á milli og takið þátt í gleðskapnum hvorir hjá öðrum? „Nei alls ekki. Nú á dögum sí- batnandi samgangna þá láta menn sig hafa það að fara á milli. Það kemur stór hópur að vestan til okkar, en Sólarkaffið að þessu sinni verður næstkomandi föstu- dagskvöld á Grillinu á Hótel Sögu. Það hefst klukkan átta um kvöld- ið.“ – Hvað er þetta stór félagsskap- ur? „Þetta eru nokkur hundruð manns. Þegar best hefur látið hafa verið milli 700 og 800 manns á Sól- arkaffi. Þetta er ávallt afar vel sótt og mikil stemmning og skemmti- legt.“ – Mætir þú alltaf? „Oftast nær, ég hef reynt að mæta alltaf, alveg frá því í gamla daga.“ – Geturðu sagt okk- ur eitthvað frá dag- skránni á föstudags- kvöldið? „Borðhaldið hefst klukkan átta um kvöld- ið. Við erum alltaf með einn ræðu- mann og að þessu sinni verður það Sigurður Ólafsson. Veislustjóri er hins vegar Jónína Sanders. Það verða tvær hljómsveitir með skemmtiatriði, South River Band, sem er skipuð Ólafi Þórðarsyni og félögum hans úr Ríó. Síðan leikur sérstök hljómsveit Ísfirðinga- félagsins, Pönnukökur með rjóma, fyrir dansi. Sú hljómsveit var stofnuð fyrir tveimur árum og er skipuð ísfirskum tónlistarsnilling- um sem kunna sannarlega vel til verka.“ – Hvað gerir Ísfirðingafélagið annað en að standa fyrir Sólar- kaffi? „Félagið gefur út Vestfjarða- póstinn. Hann er fréttabréf sem kemur út einu sinni á ári. Mjög veglegt blað sem kemur út einmitt um þessar mundir í tengslum við Sólarkaffið. Síðan hefur félagið gengist fyrir hópferðum til Ísa- fjarðar. Þegar félagið varð fimm- tíu ára fórum við saman t.d. þó nokkuð mörg. Þá á félagið hús á Ísafirði sem er leigt út til fé- lagsmanna. Það er leigt út í viku í senn og er það mjög vel nýtt, færri komast að en vilja.“ – Hvernig gengur ykkur að halda svona félagsskap að yngra fólkinu? „Það hefur tekist alveg ljómandi vel. Ég myndi segja að á Sólarkaffi sé meirihlutinn ungt fólk, þ.e.a.s. frá tvítugu og uppúr. Þetta eru þá börn fólks frá Ísafirði.“ – Hvernig er að vera Ísfirðing- ur? „Það er afar góð tilfinning. Ég bjó þar aðeins 35 fyrstu æviárin mín og leið afskaplega vel þar og naut þar hlýju og elsku foreldra minna. Mér þykir vænt um Ísafjörð og Ísfirð- inga. Ég á frábærar minningar frá árum mínum á Ísafirði, t.d. frá skíðaferðum inn á Seljalandsdal. Hann liggur hátt, svo hátt að sólin var farin að skína þar í byrjun janúar og ég man eftir dögum þar í byrjun janúar, í glaðasólskini, og menn að renna sér klukkustundum saman, alltaf niður í móti, ef byrjað var við hæstu tinda. Nú er skíðaiðkunin mest í Tunguskógi. Þar er líka ljómandi gott að vera, en ég var nú hrifnari af Seljalandsdalnum.“ Sveinn Elíasson  Sveinn Elíasson fæddist á Suð- ureyri við Súgandafjörð 31.12. 1920. Stúdent frá VÍ 1949 og með heimspekigráðu frá HÍ 1950. Hefur að mestu verið bankamað- ur um ævina, lengst af í Lands- bankanum. Bókari, skrif- stofustjóri eða útibússtjóri á Ísafirði, í aðalbanka, útibúinu á Akranesi, Austurbæjar- og Langholtsútibúum. Var einnig skrifstofustjóri hjá Sparisjóðnum um 5 ára skeið og um tíma við National City Bank í Bandaríkj- unum. Fyrri kona Sveins, nú lát- in, var Hulda H. Júlíusdóttir og eiga þau Láru Helgu. Seinni kona Sveins er Sveinbjörg Zóp- haníasdóttir og eiga þau tvö börn, Elías Jón og Ingibjörgu Soffíu. …sem kunna sannarlega vel til verka

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.