Morgunblaðið - 22.01.2004, Síða 10

Morgunblaðið - 22.01.2004, Síða 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ hefur færst mikið í vöxt aðkrakkar skrifi nafnlausar at-hugasemdir um skólafélaga sína áspjallsíðum vefjarins og fela þær oft í sér alvarlegar ærumeiðingar. Samkvæmt könnun, sem þrjár stúlkur í 10. bekk Haga- skóla í Reykjavík gerðu, lesa nær allir nem- endur skólans þessar vefsíður og hafði rúm- lega 40% þeirra lesið um sig niðrandi ummæli. Þær segja þessi skrif verða alvar- legri með hverjum deginum sem líður og nauðsynlegt sé að vekja athygli á afleið- ingum þeirra. Þær ætla að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að stöðva þessa þróun, sem oft leiðir til eineltis, með því að fræða samnem- endur sína og fá þá til að íhuga hvaða áhrif svona ummæli geta haft. „Fólk gleymir því stundum að hinum meg- in við tölvuskjáinn er önnur manneskja sem les þetta,“ segir Dóra Sif Ingadóttir sem vann að þessu verkefni ásamt Ásgerði Snæv- arr og Andreu Karlsdóttur. Neikvæð skrif hafi oftast slæm áhrif á þá sem skrifað sé um, sem jafnvel fari að efast um sjálfan sig og stöðu innan hópsins. Margir trúa slúðrinu Ásgerður segir marga hreinlega kvíða fyr- ir því að verða teknir fyrir á þessum spjall- þráðum. Hún vekur athygli á því að enginn skrifar undir nafni og sé eitt nafn nefnt í ein- hverju samhengi komi fleiri á eftir með alls konar persónulegar athugasemdir og slúður. „Það trúa flestir öllu sem þarna er sett fram þótt það sé algjör vitleysa. Nær allir lesa þetta og oft er ekki annað séð á skrif- unum en einhver sem þekkir vel til sé þar að verki. Þess vegna getur þetta orðið til þess að viðkomandi dregur sig til baka,“ segir Ás- gerður. Það skapi óöryggi í hópnum þar sem ekki sé vitað hverjum sé illa við hvern. Þol- andinn verður tortrygginn, kvíðinn og stöð- ugt á varðbergi. Andrea segir að þær hafi talað við Þór- kötlu Aðalsteinsdóttur sálfræðing og fengið hennar álit á ýmsum spurningum sem vökn- uðu. „Þetta getur leitt til þunglyndis til lengri tíma,“ segir Andrea. „Ef þetta er sí- endurtekið jafnar fólk sig ekki og býst alltaf við hinu versta. Fyrstu viðbrögðin við að sjá svona skrif um sig eru oft afneitun, síðan reiði og þá tekur sorg eða depurð við. Við slíkar aðstæður getur fólk orðið þunglynt og fundist tilfinningar þeirra einskis virði.“ Hún segir námsárangur einnig oft versna í kjöl- farið og virkni í félagslífi minnki. Þeir sem skrifa niðrandi ummæli um skólafélaga sína þjást fyrst og fremst af minnimáttarkend segja stelpurnar og oft sé undirrótin öfund í garð náungans. Sam- kvæmt því sem Þórkatla segir geta þeir, sem ráðast svona á aðra, trúað því að samskipti snúist um að vinna eða tapa og þannig rétt- lætt þessa hegðun. Fólk sem hagi sér svona sé mjög illa statt andlega og þurfi aðstoð. Flestir skoða spjallsíðurnar Þær gerðu skoðanakönnun innan skólans til að rökstyðja kenningar sínar um hversu algengar ærumeiðingar á vefnum eru. Tóku allir árgangar í Hagaskóla þátt í könnuninni en samkvæmt niðurstöðum úr 10. bekk skoða rúmlega 90% krakkanna þessar spjallsíður. Það kom þeim mjög á óvart hversu margir fylgjast með þessum skrifum. Af þeim sem skoða þessar spjallsíður fara um 66% inn á þær daglega eða vikulega. Rúmlega 40% þeirra sem tóku þátt höfðu lesið um sig niðrandi ummæli. „Það finnst okkur alltof há tala og ætlum við svo sann- arlega að gera allt sem í okkar valdi stendur til að stöðva þessa viteysu,“ segir Dóra Sif. Andrea segir að tæplega helmingur þeirra hafi tekið þessum skrifum illa eða mjög illa. „Við efumst samt aðeins um þá tölu og telj- um hana hærri því við erum öll viðkvæm fyr- ir gagnrýni. Sérstaklega á þessum aldri.“ Ás- gerður segir ummælin á Netinu verða grófari eftir því sem krakkarnir verða eldri. „Okkur þykir það býsna skrítið þar sem við erum elst í skólanum og ættum því að sýna þeim yngri gott fordæmi,“ segir hún. Fræðsla skiptir sköpum Þær segja foreldra og kennara vita lítið um þetta. Þessar síður séu eitthvað sem að- eins krakkarnir viti um og fylgist með. Þegar þær sýndu aðstoðarskólastjóra Hagaskóla það sem þarna fór fram blöskraði honum orðalagið sem þær segja oft á tíðum mjög gróft. Með því að vekja athygli á þessu sé mögulegt að koma í veg fyrir ærumeiðingar á vefnum. Fræðsla geti skipt sköpum og geri fólk meðvitaðra um hversu alvarlegt þetta sé. Þær leggja áherslu á að þetta eigi ekki við Irc-ið og MSN þar sem hægt er að spjalla saman í gegnum vefinn. Verkefni þeirra Ásgerðar, Andreu og Dóru Sifjar er því að vinda upp á sig. Það byrjaði á vangaveltum þeirra sjálfra, en þær eru all- ar í nemendafélagi Hagaskóla, um hvað væri hægt að gera til að stemma stigu við þessari þróun. Þær sátu ekki auðum höndum heldur unnu verkefni í þjóðfélagsfræði með það að markmiði að kanna áhrif skrifanna og fræða samnemendur sína um þau. Nú hafa þær leitað til Jóns Páls Hallgrímssonar í Regn- bogabörnum, sem eru fjöldasamtök gegn ein- elti, og ætla samtökin að styðja við bakið á þeim til að halda áfram með verkefnið og jafnvel kynna í öðrum skólum. Enginn vill sjá nafn sitt „Mikill meirihluti skólafélaga okkar er ánægður með þetta framtak og að vakin sé athygli á þessu. Það vill enginn sjá nafnið sitt á þessum síðum,“ segir Ásgerður. Hún bendir á hversu öflugt tæki vefurinn er og með því að ýta á einn takka er hægt að bera óhróður um einhvern út um allt á svip stundu. Umhverfið sem unglingar búa við í dag sé því allt annað en fyrir nokkrum árum þegar slúðrið barst manna á milli og var ekki eins óvægið. Allar segja þær að með fræðslu séu meiri líkur á að krakkar átti sig á ábyrgð sem þeir beri gagnvart öðrum. Það sé heppilegri leið en að beita viðurlögum eins og sektum. Þó benda þær á að hægt sé að rekja þessi skrif með aðstoð tölvufyrirtækja og kæra því æru- meiðingar varði við lög. Ef fólk sé meðvitað um áhrif þessara skrifa þá séu forvarnir heppilegasta leiðin til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu. Það er því ekkert annað að heyra en að Ásgerður, Andrea og Dóra Sif séu að hefja mikilvæga baráttu sem hvergi nærri er lokið. Þrjár stúlkur í 10. bekk í Hagaskóla vekja athygli á vanda vefjarins Nemendur lagðir í einelti á spjallsíðum Morgunblaðið/Árni Sæberg Ásgerður Snævarr, Andrea Karlsdóttir og Dóra Sif Ingadóttir vekja athygli á alvarleika niðr- andi skrifa á spjallrásum. Nú hafa Regnbogabörn ákveðið að styðja við bakið á þeim. Vefurinn getur verið öflugt tæki til að dreifa óhróðri um náungann. Flestir nemendur í Hagaskóla lesa spjallsíður þar sem er að finna niðrandi skrif . Enginn vill sjá sitt nafn á þessum síðum, segja þær Ásgerður Snævarr, Andrea Karlsdóttir og Dóra Sif Ingadóttir. BJÖRGUNARSVEITARMENN fóru með sérhæfðan búnað að bænum Bakka í Ólafsfirði í gærmorgun og hófu hreinsunarstarf eftir snjóflóðið sem féll á bæinn á þriðjudag í síðustu viku. Björgunarmenn voru sendir til hreinsunarstarfa þar sem snjóflóðahætta var ekki leng- ur á svæðinu. Reiknað er með hreinsunarstarfi ljúki í dag, fimmtu- dag. Þegar björgunarmenn voru að hreinsa brak og snjó úr íbúðarhúsinu fundu þeir tveggja ára hund sem hafði lifað af átta daga dvöl undir snjóflóðinu og varð hann frelsinu feginn. Morgunblaðið/Sigurbjörn Hreinsuðu til á Bakka UM síðustu áramót var gjaldskrá Félagsþjónustunnar í Reykjavík fyr- ir félagsstarf í þjónustumiðstöðvum einfölduð og hækkaði gjald nokkurra námskeiða nokkuð í kjölfarið. Nokkur óánægja var með hækk- unina í félagsmiðstöðinni Vitatorgi við Lindargötu þar sem eldri borg- arar eiga kost á að sækja smíðanám- skeið. Að sögn Óskars Jóhannsson- ar, sem stundar þar smíðar flesta morgna vikunnar, hækkaði mánað- argjaldið úr 1.800 kr. í 3.800 kr. eða yfir 100%. Sagði hann að þátttöku- gjald fyrir bútasaumsnámskeið hafi hækkað um 1.100 kr. og margir hafi hætt við að sækja námskeiðið. Finnst honum þessar gjaldskrár- hækkanir heldur miklar í einu skrefi og skipti öllu máli fyrir marga þegar litið sé til heildarútgjalda yfir árið. Edda Hjaltested, forstöðumaður á Vitatorgi, brást skjótt við þessum ábendingum og sagðist ætla að lækka þetta gjald aftur til að koma til móts við fólkið sem þangað mætir í félagsstarf. Smíðarnar verða þá ekki kallaðar námskeið heldur opin vinnustofa þar sem fleiri geta tekið þátt í þeim. Sagði hún að allir hefðu verið sáttir og ánægðir með þá nið- urstöðu. Óskar segir að mánaðar- gjaldið verði 2.000 kr. í stað 3.800 kr. eins og áformað var og hækki því einungis um 200 kr. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, fram- kvæmdastjóri þjónustusviðs Fé- lagsþjónustunnar, segir að gjald- skráin hafi verið einfölduð um síðustu áramót og hækkuð í sam- ræmi við hækkun neysluverðsvísi- tölu. Með þessari skipulagsbreyt- ingu hafi dýrustu námskeiðin lækkað í verði og ódýrustu nám- skeiðin hækkað. Annars er verðið yf- irleitt óbreytt. Hún segir að Fé- lagsþjónustan verði líka að taka tillit til fyrirtækja og félaga sem standa fyrir námskeiðum úti í bæ þegar námskeið hjá þeim séu verðlögð. Einstakir kennarar og feiknalega gott starf Óskar Jóhannsson segir að hann hafi borgað 1.000 kr. á mánuði fyrir smíðanámskeiðið árið 2001, árið 2002 hækkaði gjaldið í 1.100 og 1. sept- ember sama ár í 1.500. Árið 2003 fór það í 1.800 kr. og nú átti að hækka það í 3.800 kr. en verður 2.000 kr. Hann segir þetta starf feiknalega gott og geri mikið fyrir eldri borg- ara, sem vilji áfram vera virkir í sam- félaginu. Félagsþjónustan breytir gjaldskrá Hætt við að hækka gjald

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.