Morgunblaðið - 22.01.2004, Síða 18

Morgunblaðið - 22.01.2004, Síða 18
SKRIFSTOFU- OG ÞJÓNUSTUHÚSNÆÐI TIL LEIGU Síðumúli Vandað atvinnuhúsnæði á götuhæð við Síðumúla í Reykjavík. Eignin skiptist í opið rými, snyrtingar, kaffistofu, geymslu og tvö skrifstofuherbergi. Linoleum-dúkur á gólfum. Kerfisloft með innfelldri lýsingu í loftum. Eignin er öll nýstandsett að innan og getur hentað ýmist undir verslun, þjónustu eða skrifstofur. 3844 HÖFUM KAUPENDUR AÐ EFTIRTÖLDUM EIGNUM Síðumúli - Stórglæsileg skrifstofuhæð Vorum að fá til leigu stórglæsilega 180 fm skrifstofuhæð sem hefur öll verið nýstandsett í hæsta gæðaflokki. Eignin skiptist m.a. í móttöku, fimm skrifstofur, fundarsal, snyrtingar o.fl. Húsið er klætt að utan. 3842 Raðhús, parhús eða einbýlishús í vesturborginni óskast Traustur kaupandi óskar eftir eign eins og lýst er í fyrirsögn. Æskileg stærð 250-350 fm. Eignin má kosta á bilinu 25-40 millj. Nánari uppl. veitir Sverrir Kristinsson. Einbýlishús á Seltjarnarnesi óskast Traustur kaupandi hefur beðið okkur að útvega 250-350 fm einbýlishús á Seltjarnarnesi. Góðar greiðslur í boði. Allar nánari uppl. veitir Sverrir Kristinsson. Einbýli - hæð og ris eða hæð og kj. í vesturborginni Traustur kaupandi hefur beðið okkur að útvega 150-250 fm eign skv. ofanskráðri lýsingu. Sjávarútsýni æskilegt. Staðgreiðsla í boði. Allar nánari uppl. veitir Sverrir Kristinsson. Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Dauðfæddir kálfar | Dauðfæddum kálf- um hefur fjölgað meira en eðlilegt er talið á sumum kúabúum og þess eru dæmi að allt að 25% kálfanna hafi fæðst dauð, en ekki er nákvæmlega vitað hvers vegna. Á Rann- sóknadeild dýrasjúkdóma að Keldum hafa verið krufðir nokkrir tugir kálfa en ekkert eitt hefur gefið vísbendingu um það hvað að er. Sett hefur verið upp rannsóknaáætlun en ekki hefur fengist fjármagn til þess að fylgja henni eftir. Bændur hafa áhyggjur af dauðfæddum kálfum enda mikið tjón fyrir kúabúin að missa svo marga gripi. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Fengu endurskinsmerki | Nemendum í Mýrarhúsa- og Valhúsaskóla á Seltjarn- arnesi voru færð endurskinsmerki í síðustu viku. Það voru félagar frá Slysavarnadeild kvenna á Seltjarnarnesi sem færðu nem- endunum merki, en þeir eru um 770 talsins. Með í för voru félagar úr björgunarsveit- inni Ársæli. Rætt var við nemendur um notkun hjálma á skautum, skíðum, hjólum og brettum, auk þess sem starf unglinga- deildar björgunarsveitarinnar var kynnt. Lýkur fornleifarannsókn | Nú sér fyrir endann á fornleifarannsókn á Kirkjubóli í Skutulsfirði sem Magnús Þorkelsson, sagn- fræðingur í Hafnarfirði, hóf fyrir næstum tveimur áratugum. Frá þessu er greint á fréttavef Bæjarins besta. Magnús dvaldi í nokkrar vikur á Ísafirði 1985 vegna neyð- arrannsókna á kirkjunni og garðinum á Kirkjubóli en þá var bærinn að fara í eyði. Undanfarið hefur Magnús unnið að mál- inu á eigin vegum og gerir ráð fyrir að skýrslan verði klár í lok þessa mánaðar. Ísafjarðarbær hefur samþykkt að koma að verkefninu og kaupir tvö eintök af skýrsl- unni fyrir samtals 200 þúsund kr. Magnús segir elstu máldaga um kirkju á staðnum vera frá 13. öld. Kirkjuna hafi átt að leggja niður við siðaskiptin en það hafi ekki verið gert. Hún hafi lent í hringiðu málaferla sr. Jóns Magnússonar og virðist hafa lagst af stuttu síðar. Íslandsmótið í krullu erhafið í Skautahöllinniá Akureyri. Fyrstu leikirnir fóru fram í gær- kvöldi en þetta er í þriðja sinn sem mótið er haldið og eru þátttakendur fleiri nú en í fyrri tvö skiptin. Fjölgun þátttakenda endurspeglar reyndar ein- ungis fjölgun iðkenda íþróttarinnar á Akureyri, en enn sem komið er eru það aðeins Akureyringar sem stunda þessa íþrótt og því öll liðin sem þátt taka í mótinu þaðan. Alls taka sex lið þátt í Íslandsmótinu að þessu sinni og skráðir leikmenn eru 30. Tveir leikir verða á miðvikudagskvöldum kl. 19.30–21.00 og einn á mánudögum á sama tíma. Krullað á fullu Búðardal | Mikið hefur snjóað víða um land að und- anförnu, þannig að börn og skíðamenn hafa í það minnsta getað glaðst. Þessir krakkar í Búðardal eru engir eftirbátar annarra og höfðu gert þennan mynd- arlega snjókarl, þar sem fréttaritari rakst á þá á ferð sinni um plássið. Morgunblaðið/Helga Ágústsdóttir Snjókarl í Búðardal Formaður karla-kórsins Hreims íÞingeyjarsýslu, Baldur Baldvinsson, mær- ir gjarnan þingeyskt loft á tónleikum. Í Skagafirði fékk hann vísu frá kór- félaganum Friðriki Stein- grímssyni, sem hann las fyrir áhorfendur: Þingeyingum þakka ber þíða tóninn sanna því skagfirsk menning sködduð er af skrækjum heimamanna. Baldur sagðist flytja vís- una með hálfum huga; honum fyndist dálítið gróft að segja svona um Skagfirðinga í Skaga- firði. Friðriki fannst það skrýtið; Baldur vildi út- breiða þingeyskt mont, en færi samt með vísuna með hálfum huga. Hann kvaddi sér hljóðs: Orðspor hans er orðið vont ærinn bíður hnekki þegar hann rekst á þingeyskt mont þekkir hann það ekki. Þingeyskt mont pebl@mbl.is Neskaupstaður | Sólin er farin að láta sjá sig á nýjan leik í Norðfirði, íbúum til mikillar ánægju. Rétt um þorrabil skríð- ur sólin yfir fjallatoppana í há- deginu og gleður íbúa í ystu húsum bæjarins, en áður en jan- úar er liðinn hefur sólin náð að skína í híbýli og sinni allra þorpsbúa. Rjómi selst í miklum mæli, enda mikið sem þarf að innbyrða af sólarpönnukökum. Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Hann var fallegur, roðinn í austri: Gárungarnir hafa löngum kallað Norðfjörð Litlu-Moskvu. Roðinn í austri í Litlu-Moskvu Tímamót NÝJAR reglur um aðgangsstýringu, akst- ur og umferð um Reykjavíkurflugvöll ganga í gildi í febrúar samkvæmt ákvörðun Flugmálastjórnar. Í tilkynningu á heima- síðu Flugmálastjórnar segir að reglurnar séu settar til að auka flugvernd og öryggi á flugvellinum en auknar kröfur hafi verið gerðar í þeim efnum m.a. eftir hryðju- verkaárásirnar í Bandaríkjunum 11. sept- ember 2001. „Flugverndarráðstafanir á millilanda- flugvöllum Flugmálastjórnar hafa verið auknar til muna á undanförnum mánuðum og er aðgangsstýringin einn liður í þeim. Stofnaðar hafa verið flugverndarnefndir, keyptur vopnaleitarbúnaður og unnir hafa verið verkferlar vegna aukinnar flugvernd- ar í millilandaflugi,“ segir m.a. í tilkynning- unni. Samkvæmt nýju reglunum er engum heimilt að koma inn á flugvallarsvæðið nema hafa til þess heimild sem gefin er út af flugvallaryfirvöldum eða vera í fylgd að- ila sem hefur þar til bæra heimild. Allar bifreiðar sem þurfa að athafna sig inni á flugvallarsvæðinu þurfa að auki að hafa sérstök leyfisbréf og þeir sem aka þeim bif- reiðum verða að hafa lokið námskeiði í akstri um flugvallarsvæðið. Allri umferð inn á flugsvæðið verður stýrt í gegnum hlið og þurfa þeir sem fara þar í gegn að hafa sérstakar fjarstýringar sem flugvallaryfir- völd láta þeim í té, eftir að leyfi fyrir að- gangi hefur verið fengið. Þá er afmarkað svæði við flugstöð flug- vallarins og flugskýli við flughlað skil- greint sem haftasvæði en ströng skilyrði gilda um þá sem mega fara inn á það svæði. Þess ber að geta að nýju reglurnar ná ekki yfir aðgang farþega, enda er umferð þeirra um flugstöð og flughlað háð ákveðnum reglum, að því er segir í tilkynn- ingu Flugmálastjórnar. Hertar regl- ur um umferð um Reykja- víkurflugvöll Morgunblaðið/Þorkell      

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.