Morgunblaðið - 22.01.2004, Síða 23

Morgunblaðið - 22.01.2004, Síða 23
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2004 23 N‡jar vörur vor 2004 Kringlunni & Hamraborg 568 4900 552 3636 Ver›hrun á útsöluvöru 20% auka afsláttur AKUREYRI Keflavíkurflugvöllur | Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. fékk tólf tilboð í stál- og glervirki vegna stækkunar flug- stöðvarbyggingarinnar. Öll tilboðin voru vel innan við kostnaðaráætlun ráðgjafa Flugstöðvarinnar. Verkefnisstjórn vegna stækkunar flugstöðvarinnar hefur að undan- förnu auglýst útboð á ýmsum verk- þáttum. Eitt stærsta einstaka útboðið er vegna smíði og upsetningar á stál- burðarvirki og glervirki við tvær við- byggingar, það er að segja stækkun innritunarsalar til vesturs og mótt- tökusalar til austurs. Hvor bygging er um 960 fermetrar að stærð. Ráðgjaf- ar Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar áætluðu að þetta verk myndi kosta tæpar 312 milljónir kr. Flest tilboðin voru á bilinu 160 til 250 milljónir kr., eða vel undir áætlun. Eitt tilboð var þó langlægst, 88 milljónir, sem er að- eins um 28% af kostnaðaráætlun. Það er frá P. Jónssyni ehf. Fulltrúar verk- kaupa kváðust ánægðir með árangur útboðsins, sögðu að mörg tilboð hefur borist með margar útfærslur, eins og vonast hefði verið eftir. Jafnframt var verktökum boðið að leggja fram tilboð í nokkru minni byggingu, til samanburðar. Áætlað var að það myndi kosta um 200 millj- ónir og voru flest tilboð á bilinu 100 til 174 milljónir kr. Framkvæmdir eiga að hefjast í næsta mánuði og þeim lýkur fyrir jól. Stækkun flugstöðvarbyggingarinnar Hagstætt verð: Tilboð í fyrirhugaða glerskála voru öll undir áætlun. Öll tilboð undir kostnaðaráætlun Suðurnes | Rannsókn á þunglyndi karla á aldrinum átján til áttatíu ára fer um þessar mundir fram á Suð- urnesjum. Rannsóknin fer ekki fram annars staðar og vonast aðstand- endur hennar til að um þrjú þúsund karlmenn taki þátt. Könnuð verður líðan karla á aldr- inum 18 til 80 ára en markmið rann- sóknarinnar er að mæla hversu al- gengt þunglyndi og streita er meðal karla og leita aðferða til að bæta greiningu þess og meðferð. Mik- ilvægt er að sem flestir taki þátt hvort sem þeir hafi verið þunglyndir eða ekki, segir í frétt um könnunina sem birtist á vef Reykjanesbæjar. Umsjón með rannsókninni hafa María Ólafsdóttir heimilislæknir, Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir, Sigurður Páll Pálsson geðlæknir og Bjarni Sigurðsson lyfjafræðingur. Starfsmaður rannsóknarinnar er Kristín V. Jónsdóttir. Skrifstofa rannsóknarinnar er á annarri hæð húss Lyfju á Hringbraut 99 í Kefla- vík og er hún opin þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 18 til 19.30.    Rannsókn á þunglyndi karla Sorpmálin kynnt | Sorpeyðing- arstöð Suðurnesja sf. stendur um þessar mundir fyrir kynning- arfundum fyrir íbúa og stjórnendur fyrirtækja á Suðurnesjum vegna þeirra breytinga sem hafa orðið og munu verða á sorphirðu á svæðinu. Haldnir hafa verið slíkir fundir í Reykjanesbæ, Grindavík og Sand- gerði. Síðustu tveir fundirnir verða í Garði og Vogum. Í dag klukkan 17 verður fundað í Samkomuhúsinu í Garði og síðasti fundurinn verður í félagsheimilinu Glaðheimum í Vogum næstkomandi mánudag kl. 17. BÆJARSTJÓRN Ak- ureyrar samþykkti á fundi sínum í vikunni með 9 samhljóða at- kvæðum að ráða Dan Jens Brynjarsson í starf sviðsstjóra stjórnsýslu- sviðs Akureyrarbæjar. Bæjarstjóri og stjórn- sýslunefnd lögðu til að Dan yrði ráðinn í stöð- una. Alls sóttu 28 manns um starfið, þar af um helmingur úr Reykjavík en um er að ræða eina af æðstu stöðum innan bæjarkerfisins. „Starfið leggst mjög vel í mig og þetta var það sem ég sóttist eftir. Þetta er spennandi starf og því ekkert skrýtið að margir hafi sýnt því áhuga,“ sagði Dan í samtali við Morgunblaðið. Dan er viðskiptafræðingur með meistaragráðu og hann hefur starfað hjá Akureyrarbæ frá haustinu 1988, fyrst sem hagsýslustjóri. Í kjölfar skipulagsbreytinga 1998 var hann ráðinn sviðsstjóri fjármálasviðs. Stjórnsýslusvið tók til starfa 1. júní sl. og leysir af hólmi fjármálasvið og þjónustusvið sem þá voru lögð niður. Fram til þessa hefur bæjarstjóri gegnt starfi sviðsstjóra stjórnsýslu- sviðs Sviðsstjóri er yfirmaður stjórn- sýslusviðs og vinnur m.a. með fram- kvæmdastjórn Akur- eyrarbæjar að því að aðlaga starfsemi bæj- arins síbreytilegum að- stæðum og virkja frumkvæði og sjálf- stæði millistjórnenda. Stjórnsýsla Akureyr- arbæjar skiptist í stjórnsýslusvið, tækni- og umhverfissvið og fé- lagssvið. Meginhlut- verkt stjórnsýslusviðs er að veita öðrum deildum og stofnunum og kjörnum fulltrúum stoðþjónustu. Á stjórnsýslusviði er fjármálaþjónusta, hagþjónusta, markaðs- og kynningarmál, starfs- mannaþjónusta og skrifstofa sviðs- ins, auk þess sem á sviðinu starfar jafnréttisráðgjafi bæjarins. Á fundi bæjarstjórnar lagði Val- gerður H. Bjarnadóttir, bæjar- fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, fram tillögu þess efnis að Sigríður Stefánsdóttir, fyrr- verandi sviðsstjóri þjónustusviðs bæjarins og fyrrverandi bæjar- fulltrúi, yrði ráðin í stöðuna. Valgerð- ur taldi Sigríði jafnhæfa í stöðuna og Dan og gat þess að hinir tveir sviðs- stjórar bæjarins væru karlmenn, sem og bæjarstjóri. Stjórnsýslusvið Akureyrarbæjar Dan Jens ráðinn sviðsstjóri Dan Jens Brynjarsson. Hafna erindi um styrk | Bæjarráð Dalvíkurbyggðar fjallaði um erindi frá Sælgætisverksmiðjunni Mola á síðasta fundi sínum, en borist hafði rafbréf frá forsvarsmönnum hennar þar sem óskað var eftir styrk vegna flutnings á verksmiðjunni frá Sel- fossi til Dalvíkur. Kostnaður vegna flutningsins er 120 þúsund krónur að því er fram kemur í bókun bæjarráðs. Erindinu var hafnað. TVÆR kanínur hafa haldið til á lóð Vegagerðarinnar á Akureyri, sennilega síðan á þarsíðasta ári að því er fram kemur í blaði Vega- gerðarinnar, Vegagerðin innan- húss. „Þær eru voðalega sætar, önnur hvít og hin svört og alveg afskaplega ljúfar,“ segir í frétt- inni. Einnig kemur þar fram að svarta kanínan hafi síðustu daga haldið sig fast upp við húsið og bitið gras í skjóli grenitrés, en það sé einn af fáum stöðum á lóðinni þar sem ekki sé snjór. „Þessi litli loðni ferfætlingur hefur meira að segja nusað af skóm starfsmanna sem sjá um að flagga fána Vega- gerðarinnar,“ segir enn fremur og að ekkert hafi sést til hvítu kan- ínunnar nú í vetur. „En sú svarta lifir í góðu yfirlæti þar sem nokkr- ir góðir starfsmenn hafa gefið henni kál og kartöflur í mestu vetrarhörkunum.“ Fær kál og kartöflur Kanína á lóð Vegagerðarinnar Frelsi í fjármálum | Námskeiðið Frelsi í fjármálum verður haldið á vegum Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar dagna 9. og 10. febrúar næstkomandi. Allnokkur fjöldi hefur skráð sig til þátttöku, þannig að þeir sem áhuga hafa á að taka fjármál heimilisins föstum tökum ættu að bregðast skjótt við og skrá sig. Á námskeiðinu verður m.a. farið í að- ferðir til að ná stjórn á útgjöldum, losna við skuldir og auka ráðstöf- unartekjur. Kennt er í sal Einingar- Iðju við Skipagötu 14, 3. hæð, og sér Ingólfur Hrafnkell Ingólfsson um kennsluna. Ferðaáætlun | Ferðafélag Ak- ureyrar kynnir ferðaáætlun sína fyr- ir árið 2004 í kvöld, fimmtudags- kvöldið 22. janúar, í kaffiteríunni í Íþróttahöllinni kl. 20.30.       Moggabúðin Íþróttataska, aðeins 2.400 kr.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.