Morgunblaðið - 22.01.2004, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.01.2004, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2004 29 NÚ ER TÆKIFÆRIÐ Bækur sem þig hefur lengi langað í eru nú á sérstöku TILBOÐI! Kr. 3.490 Nú 1.990 Kr. 3.490 Nú 1.990 Kr. 2.490 Nú 1.490 Kr. 1990 Nú 1.290 Kr. 1.990 Nú 1.290 Kr. 1.900 Nú 1.290 FÁST Í ÖLLUM VERSLUNUM PENNANS, EYMUNDSSON, MÁLI OG MENNINGU OG BETRA LÍFI Þessar bækur eiga það allar sameiginlegt að hjálpa þér til að hjálpa þér sjálfum! MENN hafa sammælst um að nýárstónleikar og vínarvalsinn eigi vel saman og víst er það staðreynd, að þessi sérstaki dans, sem á upp- runa sinn í alþýðlegum og jafnvel grófum Ländler dönsum, hafði álíka stormandi áhrif í Evrópu og jazzinn síðar meir. Viðbrögðin voru í báðum tilfellunum oft hneykslan hjá siða- vöndu fólki en báðar þessar „tón- listarstefnur“ höfðu ekki aðeins örv- andi áhrif á dansgleði manna, heldur og alvarleg tónskáld, eins og Schubert, Weber, Chopin, Tsjai- kovskij, Berlioz, Ravel og Richard Strauss, svo nokkrir séu nefndir af þeim sem sömdu frábæra valsa. Sá sem var meðal fyrstu til að nota nafnið Walz í píanósónötu, var Haydn um 1766 og Martin y Soler er almennt talinn fyrstur til að „bjóða upp í dans“ í óperu sinni Una cosa rara, 1786. Sagan segir að það hafi verið mikið fjör í skemmti- haldi Vínarbúa á 19. og 20. öldinni en samhliða valsinum voru marsar, polkar og ungverskur czardas mjög vinsælir dansar og mikið notaðir í söngleikjum og óperettum. Á nýárstónleikum í Salnum sl. laugardag var „slegið upp dansleik“ með hljómsveitar- og söngtónlist eftir Franz Lehar, bræðurna Josef og Jóhann Strauss yngri og föður þeirra Johann eldri, Robert Stolz, Rudolf Sieczynski, Emmerich Kal- man og skotið inn umritunum á ungverskum útsetningum eftir Jo- hannes Brahms og Franz Liszt. Hanna Dóra Sturludóttir söng af miklum glæsibrag nokkra vinsæla söngva, fyrst Im Prater, eftir Stolz, og síðan So elend und so treu, eftir J. Strauss yngri, þá Wien, du Stadt meiner Triäume, eftir Sieczynski, sem var sérlega glæsilega sungin. Eftir hlé var hið magnaða Heia in der Bergen, eftir Kalman, og þá Du sollst der Keiser meiner Seelen sein, eftir Stolz og Mein Liebeslied muss ein Walse sein, einnig eftir Stolz, sem fyrir frábæran söng Hönnu Dóru var hápunktur tón- leikanna. Hljómsveitin, sem var í minna lagi, flutti nokkur lög og hóf tón- leikana með Jetzt geht́s los, eftir Léhár. Það var í Keisaravalsinum, eftir J Strauss yngri og Radetsky marsinum eftir J. Strauss eldri, sem mesta bragð var að í leik hljómsveitarinnar, enda bæði verk- in frábærar tónsmíðar. Þrátt fyrir að hljómsveitin léki margt mjög vel í umritunum á ungverksum dansi nr. 5, eftir Brahms og ungverskri rapsódíu nr. 2, eftir Liszt, eru slíkar umritanir ávallt annars flokks, sé miðað við frumgerðirnar. Það hefði að skaðlausu mátt vera meira af völsum, sérstaklega eftir snillinginn Johann Strauss yngri. Efnilegur píanisti Það er stór dagur fyrir hljóð- færaleikara að halda einleikstón- leika og huga þarf að mörgu þegar velja skal viðfangsefnin. Á einleiks- tónleikum Tinnu þorsteinsdóttur, sem haldnir voru í Salnum sl. sunnudagskvöld, voru öll verkin nema eitt samin á tuttugustu öld- inni. Fyrsta verkið var Jeux d́eau, eft- ir Ravel, er hann samdi 1901 og er sagt að kennari Ravels, Gabriel Faure, hafi upphaflega verið lítið hrifinn af þessu verki. Tæknilega er það allt „innan handar“ og á þessi fallegi „vatnaleikur“ að vera streymandi hraður. Tinna lék margt fallega en á köflum helst til hægt, og má segja að hún hafi gert rétt, að fara gætilega í sakirnar og ætla sér ekki um of. Tvö verk, Piano Piece og Inter- mission 5, eftir Morton Feldman, voru á efnisskránni og þrátt fyrir að Feldman hafi ætlað að hafna hefð- bundnum vinnuaðferðum, kemst hann ekki framhjá því, að tónhug- myndir eru háðar hinni tónrænu framvindu, er birtist í samfelldu og fallegu tónmáli, afmarkað í tíma, þó hljóðfallið sé ekki háttbundið. Tinna lék þessi einföldu og hljómþýðu verk mjög fallega og af sterkri til- finningu fyrir viðkvæmum blæ- brigðum þeirra. Eftir Messiaen lék Tinna tvö verk úr Fuglalistanum, sandlæ- virkjann og blæsöngvarann, falleg verk, sem Tinna lék af of mikilli varfærni en á skýran máta. Loka- verk tónleikanna var píanósónata í fís moll, op. 2, eftir Brahms, og þar var ráðist í stórt, þar sem krafist er mikillar áttundartækni en einnig ljóðrænnar túlkunar t.d. í Andante- kaflanum og alhliða tækni í hinu erfiða skersói og þrátt fyrir að loka- kaflinn sé frekar ósannfærandi tón- smíð þarf þar að taka til hendinni. Tinna Þorsteinsdóttir er efnileg- ur píanisti og náði oft að kalla fram sterk tilþrif í þessu erfiða verki, sérstaklega í fyrsta kaflanum, og syngja fallega tónhendingar hæga kaflans. Þá var leikur hennar sér- lega fínlega mótaður í verkum Feld- mans og ljóst í verkum Ravels og Messiaens að Tinna er músikölsk og hefur þegar aflað sér góðrar tækni. Nú byrjar ’ða ! TÓNLIST Salurinn NÝÁRSTÓNLEIKAR Hanna Dóra Sturludóttir ásamt lítilli hljómsveit fluttu skemmtitónlist frá Vín- arborg. Laugardagurinn 17. janúar, 2004. Salurinn PÍANÓTÓNLEIKAR Tinna Þorsteinsdóttir flutti píanóverk eft- ir Ravel, Feldman, Messiaen og Brahms. Sunnudagurinn 18. janúar, 2004. Morgunblaðið/Jim Smart Tinna ÞorsteinsdóttirHanna Dóra Sturludóttir Jón Ásgeirsson Námskeið í LHÍ Í OPNA listaháskólanum, endur- menntunardeild Listaháskóla Ís- lands, verða á næstunni í boði þrjú kvöldnámskeið, í listfræði, hönnun og arkitektúr. Námskeiðin eru ætluð öllum sem vilja víkka sjóndeildar- hring sinn á þessum sviðum og fjallað verður um viðfangsefnið frá ýmsum hliðum. Fyrirlesarar á námskeiðunum eru flestir kennarar við Listháskólann. Fyrsta námskeiðið er Saga mynd- listar á 19. og 20. öld, fyrirlestrar verða á þriðjudagskvöldum frá 27. janúar til 27. apríl. Umsjónarmaður er Halldór Björn Runólfsson list- fræðingur og námskeiðið er sam- vinnuverkefni Opna listaháskólans og Listasjóðs Pennans. Námskeið í hönnunarsögu, Arki- tektúr og hönnun – frá seinni heims- styrjöld til samtímans. Fyrirlestrar öll miðvikudagskvöld frá 28. janúar til 17. mars. Umsjónarmenn eru Pét- ur H. Ármannsson arkitekt og Tinna Gunnarsdóttir iðnhönnuður. Námskeið í tíðaranda – Arkitekt- úr, hönnun og tíska, á mánudags- kvöldum frá 16. febrúar til 15. mars. Umsjónarmenn Halldór Gíslason arkitekt og Guðmundur Oddur Magnússon, grafískur hönnuður. LÖNGUM ræddu menn um það sín á milli að Ólafur Jóhann Sig- urðsson væri bestur í smásögum sínum og var þeim yfirleitt betur tekið en skáldsögun- um þótt ekki verði reynt hér að gera upp á milli verka Ólafs Jóhanns. Hann var líka ljóðskáld eins og kunnugt er og nokk- uð hefðbundinn í formi. Ólafur Jóhann Ólafsson segir í for- mála að valið endur- spegli ekki annað en geðþótta sinn og smekk. Ljóst er að þess er freistað að sýna í senn sveitina og borgina og með því er lögð áhersla á fjölbreytni sagnagerðar Ólafs Jó- hanns. Ólafur Jóhann var sveitadrengur að uppruna og jafnan trúr þeiri veröld en átti auðvelt með að klæð- ast búningi heimsborgarans ef því var að skipta. Meðal þeirra sagna sem lýsa vel aðferð Ólafs Jóhanns og viðfangs- efnum hans eru Prófessorinn og Myndin í speglinum og níunda hljómkviðan. Fyrri sagan gerist í íslenskri sveit, hin í New York. Það er mikill viðburður í sveit- inni þegar fréttist af því að brott- fluttur sveitungi hyggist flytja í sveitina aftur og byggja sér þar hús. Þetta er víðkunnur maður, prófessor að nafnbót. Eftirvæntingin er ekki síst með- al drengjanna en einn þeirra segir söguna. Á daginn kemur að pró- fessorinn er annar en menn höfðu haldið. Hann vantar glæsileikann og er harla fábrotinn. Það sem skiptir hann mestu er hversdags- leikinn í sveitinni, daglega lífið þar. Drengirnir skilja ekki að pró- fessorinn er farinn að kröftum og er að leita upprunans. Þeir gera sér aðrar hugmyndir um prófessor úr höfuðstaðnum. Í Myndinni í speglinum og ní- undu hljómkviðunni er lesandinn færður inn í glæsiheim New York- borgar, látinn skynja borgina og skilja með augum íslenskrar konu sem heillast hefur af list og glæsi- sölum borgarinnar. Sagan gerist að mestu í Carnegie-höll þar sem kon- an verður upphafnari en nokkru sinni fyrr af töfrum klassískrar tónlistar um leið og lífið vitjar hennar í andrá í gervi ungs manns úr röðum áheyrenda. Sögurnar tvær eru ólíkar. Fyrri sagan gerist á heimaslóðum höf- undar eins og fyrr segir, síðari sag- an í heimi sem höfundurinn virðist þekkja vel og getur jafnvel minnt á fjar- læga meistara eins og Thomas Mann. Áhrifum Beethovens á konuna er lýst á afar sannfærandi hátt, næg- ir að grípa niður í lýs- inguna af handahófi: „Henni kólnaði á enninu og brjóstinu, en hitinn sem hríslaðist áðan um líkama henn- ar, áleitinn og þurr, hafði vikið fyrir kyn- legum svala. Hún mundi ekki lengur eftir vonbrigðum sínum og umkomuleysi, mundi ekki eftir perlufestinni á hálsinum, leikskránum í kjöltu sér, töskunni, loðkápunni og silkiklútnum, því að allt var komið undir úrslitum þess- arar baráttu, afdrifum þessara tóna, sem umskópu slög tímans og hjartans, vígðir þjáningum sem hún hafði aldrei þolað, harmi sem var dýpri en grunur hennar gat kannað, reynslu sem hún þekkti jafnvel ekki af afspurn.“ Umkomuleysi íslenskrar sveitar er eftirminnilega lýst í Stjörnunum í Konstantínópel sem færa lesand- ann aftur í fortíðina eins og í fleiri sögum Ólafs Jóhanns. Það er eft- irtektarvert hve vel honum tekst að draga upp myndir úr hugar- heimi barna, einkum drengja. Þjóðfélagsbreytingar eru vitan- lega á dagskrá hjá Ólafi Jóhanni en þótt þær hafi eflaust vakið athygli á sínum tíma er öldin önnur nú. Þessum breytingum gerði hann ít- arlegri skil í skáldsögum sínum þar sem boðskapurinn var yfirleitt fyr- irferðarmikill. Út af fyrir sig er það verðugt umhugsunarefni að ís- lenskum höfundum lætur yfirleitt betur að fjalla um samfélagið í smásögum en skáldsögum. Úrvalssögur eru vel fallnar til þess að rifja upp kynni af sögum Ólafs Jóhanns Sigurðssonar og höfða um leið til nýrra lesenda. Sveit og glæsisalur BÆKUR Smásögur eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson. Ólafur Jóhann Ólafsson valdi. Prentuð í Dan- mörku. Mál og menning 2003 - 208 síður. ÚRVALSSÖGUR Jóhann Hjálmarsson Ólafur Jóhann Sigurðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.