Morgunblaðið - 22.01.2004, Síða 30

Morgunblaðið - 22.01.2004, Síða 30
LISTIR 30 FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ er mesta þarfaþing að fræða smáfólkið um siði og viðburði sem tengjast mánuðunum, einsog Rúna Gísladóttir ætlar sér í þessari bók. Þar segir frá álfadrengnum Mána Kátlingi og besta vini hans, Mýslu litlu, sem hitta fyrir í réttri röð mán- uðina, sem nú hafa verið persónu- gerðir. Og mánuðirnir fá það hlutverk að kenna þeim félögum hvað gengur á í mannlífinu svo lengi sem þeir vara. Þetta er fínasta hugmynd hjá Rúnu og það er gaman að því hvernig vin- irnir tveir ferðast með tímanum. Hins vegar verð ég að segja að ég hafi saknað margs við útfærslu hugmynd- arinnar. Rúna talar um Jónsmessu, jólin, sauðburðinn og fleiri árvissa at- burði í viðeigandi mánuði. Suma mán- uði virðist ekkert vera að gerast í bók- inni. Það er þá ekki í raunveruleikanum, ef hún hefði til að mynda sótt í Góu, Þorra og félaga, auk ýmissa gamalla þjóðsiða. Hvar voru t.d. þjóðhátíðardagurinn eða sjó- mannadagurinn þegar kom að júní? Hún fyllir þá oft upp með skáldskap einum, sem er því miður ekki beysinn. Lítið fer fyrir þróun eða fléttu í bókinni, hvað þá upphafi, miðju og endi, nema þá á árinu. Töfrastein einn kynnir hún til sögunnar sem getur fært þann sem á honum heldur heilu aldirnar fram og aftur í tíma. Þetta kunna börn að meta og hefði verið upplagt að nota hann frekar til að rúlla sögunni áfram, tengja saman at- burði mánaðanna og búa til einhverja heild. Í lok hvers kafla ber höfundur fram spurningar sem tengjast þem- anu ekkert, og gera þær bókina enn óhnitmiðaðri. Einnig hefði Rúna mátt þróa per- sónur sínar nánar. Hvers vegna er sagan um álfadreng? Hvers vegna þekkir Máni mánuðina? Hvaða heim býr hann sem okkur mönnunum er hulinn? Þessum grunnspurningum er ekki svarað. Mýsla litla er efni í skemmtilegan karakter sem vefst ekki tunga um tönn, og hún hefði mátt njóta sín betur. Höfundur kýs að myndskreyta bókina sína sjálfur, enda myndlistarmaður að mennt, en mér finnst stíll myndanna ekki henta barnabókum, auk þess sem ég leyfi mér að efast um að þær heilli smá- fólkið. Yfir heildina litið er bókin Allan ársins hring heldur samhengislaus og ekki nógu skemmtileg, þótt hún ympri á mörgu skemmtilegu. Ferðast með tímanum BÆKUR Barnabók Höfundur texta og myndskreytinga: Rúna Gísladóttir. 54 bls. Bókaútgáfan Hólar 2003. ALLAN ÁRSINS HRING Hildur Loftsdóttir ÞAÐ eru mikil tíðindi þegar ís- lenskt óperuverk er samið og upp- fært, svo ekki sé talað um óperu sem samin er með unglingana í huga sem oft eru sagðir fráhverfir óperuflutn- ingi almennt. Í Dokaðu við beina höf- undarnir Messíana Tómasdóttir og Kjartan Ólafsson sjónum að þroska- sögu drengs frá fæðingu til þess tíma er ástin til stúlkunnar, Særúnar, kviknar og amorsörin hæfir bæði í hjartastað, sem kveikir nýtt líf, barn fæðist. Ópera er og verður tónlist- arsviðsverk, þar sem orð og tónar eru samslungnir framvindunni á sviðinu og engar tvær sýningar al- veg eins, sem m.a. stafar af hinu óræða samspili milli áheyrenda og flytjenda. Ég var því miður ekki svo lánsamur að komast á sýningu þess- arar nýju óperu. Tónlistin á geisla- diskinum verður því metin frá „eyrn- minni“ eingöngu og reynt að rýna í það samhengi orða og tóna sem hlustunin og lestur texta veitir mér. Óperan er í þremur hlutum og for- leikur á undan hverjum þætti. Stuðst er við minni þjóðsögunnar, þannig fæðist drengurinn strax í fyrsta söngnum inn í þjóðsöguna um selinn með „mannsaugun“, eða eins og Marta syngur og lýsir, úr þulu Theo- dóru Thoroddsen, selur sefur á steini og svíður í fornu meini, frá því hann sjálfur var maður í dal hjá íturvöxn- um sveini. Þannig er mótun sjávar og lands dregin fram í vali ljóða og tónlistarbúnings og gæti þess vegna tengst kenningunni um að lífið hafi upprunalega kviknað í sjónum og einnig minnt á uppruna manns og konu, þeirra Asks og Emblu, skv. Völuspá. Trúlega er þar of langt seilst í skýringum mínum og að val ljóðanna hafi ráðið meiru um fram- vinduna. Efni ljóðanna sem Kjartan og Messíana nota er í senn styrkur og einnig veikleiki óperunnar. Styrk- urinn felst í frábærum ljóðum þess- ara þriggja góðskálda, sem eru í senn tjáningarrík fyrir tilfinningar móður, sonar og elskenda (drengsins og Særúnar), ásamt því að lýsa þroskasögu tilfinninga drengsins í einstaklega fallegu orðaspili. Ljóðin skilja hins vegar eftir að mínum dómi eyður í þroskasögu unga fólks- ins sem hefði gert atburðasvið verks- ins fjölbreyttari og skemmtilegri. Ég sakna gáskans í leikjum barns og tánings. Jafnvel svolítillar græsku og grallaraháttar. Ljóðin spanna að mínu mati ekki nægilegt svið og fyrir vikið verður blær verksins um of angurvær og skortir meiri gleði. Jafnvel í fjörugu og góðu tangólagi eins og Ísland nr. 8, þá verður hiti og gleði lagsins minni af því textinn beinist að landinu en ekki t.d. að holdi klæddri ástinni. Í næsta lagi, Villu, nýtir Kjartan sér formúlu popplagsins og lendir á skeri sem mér finnst vart verða nógu vel pass- andi í þessu landslagi sögu og ljóðs. Aftur á móti verður lagið, útsetning á ljóðinu Að haustnóttum, einsta- kega skemmtilegt og vel gert. Hið angurværa í textunum er undirstrik- að af Kjartani, bæði í laglínum, oft hnígandi, og í hnígandi og stígandi stefjum í fylgiröddum. Í forleik fyrsta hluta, fæðingar drengsins, leiðir tónmál og hljóðsetning mann á fund öldunnar og sjávarniðsins, sem er afgerandi einkenni tónlistarinnar mjög víða. Inngangstaktar í forspili annars þáttar eru ört púlserandi tón- ar í áttundum, sem síðan koma fyrir í upphafi forspils þriðja hluta í legu áttund dýpra og að lokum í niður- lagsatriði og dúett Særúnar og drengsins enn áttund neðar. Þessi aðferð Kjartans tengir vel túlkun aukins þroska. Fyrrnefndur loka- þáttur er mjög áhrifamikill og ekki síst vegna þess hve vel Kjartani tekst að leiða saman farvegi nýs og gamals tíma, jafnvel má greina þar strauma barrokksins. Tónlistin er líka tímanna tákn þar sem tónlist- arflutningur á sviði blandast vand- aðri tónlist unninni í upptökuveri, með bestu tækni hljóðgervla og tölvuforrita. Söngur Mörtu Hall- dórsdóttur og Garðars Thors Cortes er hrífandi góður. Einnig eiga þeir Kolbeinn Bjarnason flautuleikari, Stefán Örn Arnarsson sellóleikari, Pétur Jónasson gítarleikari ásamt tónskáldinu sjálfu á hljómborð og fleiri hljóðfæri, m.a. harmonikku, sinn þátt í sérlega fallegum og blæ- brigðaríkum flutningi. Hljóð- og upptökugæði eru í besta lagi. Ég hefði kosið frumlegri og meira gríp- andi hönnun á plötuumslagi. Einnig var vant ítarlegri skýringa og upp- lýsinga um verkið og sögu þess. Ég vona svo sannarlega að Dok- aðu við fái bæði Kjartan Ólafsson til að doka við þetta vannýtta tækifæri í uppeldi ungs fólks og að fleiri verk á því sviði fæðist. Þroskasaga drengs í óperu TÓNLIST Geisladiskur Unglingaópera eftir Messíönu Tóm- asdóttur og Kjartan Ólafsson. Byggð á ljóðum eftir: Theodóru Thoroddsen, Þor- stein frá Hamri og Pétur Gunnarsson. Út- gáfa: Erk/Tónlist sf. Dreifing: Smekk- leysa. Tónlist og tónlistarumsjón: Kjartan Ólafsson. Flytjendur: Marta Hall- dórsdóttir, sópran, Garðar Thór Cortes, tenór, Kolbeinn Bjarnason, flauta, Stefán Örn Arnarson, selló, Pétur Jónasson, gít- ar, Kjartan Ólafsson, hljómborð, o.fl. DOKAÐU VIÐ Jón Hlöðver Áskelsson Kjartan Ólafsson Messíana Tómasdóttir STRÍÐSFÁKAR og stórskotamúsík gæti allt eins verið yfirskrift tónleika Sinfóníuhljómsveit- ar Íslands í kvöld og annað kvöld. Efnisskráin er sem sagt hlaðin sívinsælum meistaraverkum, sem allir, sem á annað borð hlusta á klassíska músík, ættu að kannast við. Tónleikarnir hefjast með tilbrigðum Jóhannesar Brahms um stef eft- ir Haydn, – þá leikur Sigurgeir Agnarsson ein- leik með hljómsveitinni í Sellókonsert Haydns í C-dúr. Eftir hlé leikur hljómsveitin þrjú af þekktustu tónverkum rússneskra tónskálda, Nótt á Nornagnípu eftir Mússorgskíj, – verk sem Disney gerði ódauðlegt í mynd sinni Fant- asíu; Vókalísu eftir Rakhmaninov og Forleikinn 1812 eftir Tsjajkovskíj. Sellókonsert Haydns á sér forvitnilega sögu, eins og fram kemur í efnisskrá tónleikanna. Þar segir: „Það merkilega við þennan sellókonsert, sem saminn er um 1765, er að lengi vel var alls óvíst um tilvist hans. Grunur manna um að hugs- anlega væri til óþekktur konsert eftir Josef Ha- ydn átti rætur sínar að rekja til þess að upp- hafsnótur hans fundust krotaðar í skissubók tónskáldsins undir yfirskriftinni: Sellókonsert í C-dúr. Starfsmaður á Þjóðskalasafninu í Prag, Dr. Oldrich Pulkert, fann svo sellókonsertinn fyrir algera tilviljun árið 1961 við dagleg störf sín. Það er ótrúlegt að þessi sami Pulkert hefur ekki aðeins fundið tvo sellókonserta til viðbótar, eftir þá Carl von Dittersdorf og Josef Mysliv- cek, heldur fann hann einnig aðra útgáfu af vin- sælli óperu Ludwig van Beethoven: Fidelio. Hann hlýtur því að gera tilkall til titilsins: Fundvísasti nótnavörður sögunnar!“ Frá því að sellókonsertinn fannst í Prag, hefur konsertinn verið eitt vinsælasta verk sinfóníuhljómsveita um allan heim og eitt þeirra verka sem allir sellóleikarar glíma við einhvern tíma á ferli sín- um. Einleikari í sellókonsert Haydns er Sigurgeir Agnarsson, en hann kom heim úr framhalds- námi í haust, og var strax ráðinn sem einn af sellóleikurum hljómsveitarinnar. Hann æfði og lærði konsertinn sautján ára gamall á náms- árum sínum hjá Gunnari Kvaran í Tónlistar- skólanum í Reykjavík, en hefur aldrei leikið hann með hljómsveit áður. „Þetta er verk sem búið er að spila svo mikið, að það má segja að það sé búið að gera allt við það sem hægt er. Maður er auðvitað búinn að heyra það margoft á tónleikum, í upptökum og hjá nemendum sem eru að æfa það.“ Þess vegna segir Sigurgeir að sellóleikari sem vilji koma ferskur að verkinu þurfi því fyrst og fremst að velja og hafna úr þeim reynslusjóði sem hann þegar býr yfir. „Það er erfitt að koma fram með einhverja bylt- ingarkennda túlkun á svona þekktu verki. En auðvitað velti ég þessu öllu fyrir mér, og kemst að minni niðurstöðu. Ég er búinn að lifa með verkinu í mörg ár og mynda mér skoðanir á því að ég vilji gera þetta svona og hitt hinsegin. Svo verður maður bara að leggja í það sína sannfær- ingu og innlifun, og vonandi kemst það til skila.“ Sigurgeir segir starfsfélaga sína í hljómsveit- inni styðja sig vel, og hann finnur fyrir góðum straumum, þegar hann er kominn í einleikara- sætið. „Þetta er allt öðru vísi, og maður er ekki í sömu aðstöðu og stóru einleikararnir úti í heimi, sem spila þennan konsert kannski sextíu sinn- um á ári. Þau hlutföll eru talsvert öðru vísi. En þetta er gaman; – maður sest niður og æfir sig mikið og kemst í gott form og í góð tengsl við hljóðfærið. En einleikari úr hljómsveitinni finn- ur tvímælalaust fyrir meiri stuðningi hljóm- sveitarinnar en aðrir einleikarar. Á fyrstu æf- ingu voru allir brosandi og klappandi mér á bakið, og ég fann það að hljómsveitin vill mér mjög vel. Ég hef líka fengið frí frá hljómsveit- arleiknum frá jólum, til að æfa, þannig að það leggjast allir á eitt, og ég finn mikinn stuðning frá kollegunum. Nú vantar bara tónlistarhúsið sem við bíðum öll eftir, og treystum á að það komi árið 2008.“ Hafði hönd í bagga með valið á verki Sigurgeir kveðst hafa fengið að hafa hönd í bagga með valið á verkinu. Það var ákveðið að á þessum tónleikum yrði ekki einn af stóru róm- antísku konsertunum, – heldur einhver léttari. „Þetta er einn af mínum uppáhalds konsertum, því hann er skemmtilegur. Hann segir einhvern veginn: „Það er gaman að spila á selló, og gam- an að spila klassíska tónlist.“ Haydn samdi líka annan sellókonsert, í D-dúr, en hann er miklu dýpri og dálítið alvarlegri og þyngri.“ Hljómsveitarstjóri er Guðmundur Óli Gunn- arsson, og tónleikarnir hefjast báða dagana klukkan 19.30. Sigurgeir Agnarsson leikur Sellókonsert Haydns í C-dúr með Sinfóníunni Sigurgeir Agnarsson á æfingu með Sinfón- íuhljómsveitinni í gær. Það er Guðmundur Óli Gunnarsson sem stendur við stjórnvölinn. begga@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Konsertinn segir: Það er gaman að spila á selló Kaffihúsið, Aðalstræti 10, kl. 21 Textavinafélagið Opin bók og menn- ingarkaffihúsið, sem kennt verður við Jón Sigurðsson, efna til upplestrar- og tónlistarkvölds undir yfirskriftinni „suðrænn þorri“. Fram koma skáldin Einar Már Guðmundsson, Þórarinn Eldjárn, Sindri Freysson, Pétur Gunnarsson, Þorsteinn frá Hamri, Sigfús Bjartmarsson, Guðrún Eva Mínervudóttir og Óskar Árni Ósk- arsson. Símon H. Ívarsson gítarleik- ari leikur tónlist af fingrum fram. Í fréttatilkynningu segir m.a.: „Textavinafélagið Opin bók er ný- stofnuð leyniregla nokkurra áhuga- manna og -kvenna um lestur og bæk- ur; óformlegur félagsskapur sem hyggst láta á sér bæra öðru hvoru og efna til hinna og þessara viðburða sem tengjast skáldskap, hvort sem er prósi, ljóð, leiktextar eða jafnvel rapp.“ Menningarsalurinn á Hrafnistu í Hafnarfirði Nú stendur yfir sýning Ingveldar Einarsdóttur á útsaum, postulínsmálun og málverkum. Ingv- eldur er fædd árið 1930. Ung fór hún að fást við hannyrðir. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.