Morgunblaðið - 22.01.2004, Page 33

Morgunblaðið - 22.01.2004, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2004 33 Í síðustu stefnuræðu George W.Bush á kjörtímabilinu gerðihann sér far um að verja að-gerðir sínar í embætti forseta, einkum innrásina í Írak og stór- fellda lækkun skatta. Hún minnti mjög á kosningaræðu og gaf vís- bendingar um hvaða mál Bush hyggst leggja mesta áherslu á í bar- áttu sinni við demókrata fyrir for- setakosningarnar í nóvember. Í stefnuræðum sínum hafa forset- ar Bandaríkjanna yfirleitt útlistað þau lagafrumvörp, sem stjórnin hyggst leggja fram á árinu, en Bush brá að miklu leyti út af þeirri venju að þessu sinni. Þess í stað skírskot- aði hann einkum til gagnrýni demó- krata á stefnu hans í Íraksmálinu og skattalækkanirnar og vísaði henni algerlega á bug. „Stöndum frammi fyrir vali“ „Við höfum staðið frammi fyrir erfiðum úrlausnarefnum saman – og núna stöndum við frammi fyrir vali,“ sagði forsetinn. „Við getum haldið áfram með sjálfstrausti og af festu – eða snúið okkur aftur að þeirri hættulegu blekkingu að hryðju- verkamenn bruggi ekki launráð og að okkur stafi ekki hætta af útlaga- ríkjum. Við getum haldið áfram að stuðla að hagvexti og umbótum á menntakerfinu og sjúkratrygging- um – eða snúið okkur aftur að gömlu stefnumálunum og sundrunginni.“ Þótt Bush hafi lagt mesta áherslu á störf stjórnarinnar síðustu þrjú ár- in nefndi hann nokkur mál sem hann vill að þingið afgreiði á síðasta ári kjörtímabilsins. Hann hvatti þingið til að framlengja lög, sem sett voru vegna baráttunnar gegn hryðju- verkastarfsemi og hafa verið gagn- rýnd fyrir að skerða réttindi borg- aranna, áður en þau falla úr gildi á næsta ári. Þá hvatti hann þingið til að samþykkja ný lög um innflytj- endur og gera skattalækkanirnar varanlegar, en þær eiga að falla úr gildi á næstu tíu árum. Vandamál hunsuð Leiðarahöfundar bandarískra stórblaða sögðu að Bush hefði hafið kosningabaráttuna með stefnuræð- unni án þess að breyta stefnu sinni og ekki gefið neinn gaum að þeim vandamálum sem Bandaríkin stæðu frammi fyrir. „Bush sneiddi hjá þeim erfiðu úr- lausnarefnum sem framundan eru í Írak og minntist ekkert á líklegan kostnað Bandaríkjanna af því að leiða þau til lykta,“ sagði The Wash- ington Post. „Og eins og áður leggur hann til enn hærri ríkisútgjöld og enn meiri skattalækkanir þótt skuldir ríkisins aukist mjög hratt.“ The New York Times birti tvær forystugreinar um stefnuræðuna og í annarri þeirra var fjallað um utan- ríkisstefnuna „sem hefur valdið spennu í samskiptum við flest önnur ríki heims“. Í hinni forystugreininni var stefnan í innanríkismálum gagn- rýnd og sögð lýsa sér í einni „hörmu- legri staðreynd: Með því að hvika hvergi frá gríðarlegum skattalækk- unum fyrir hina auðugu hefur hann svipt landið þeim peningum sem þarf til að leysa vandamálin og stefnt efnahagslegu langtímaöryggi landsins í hættu“. Spilar út stærsta trompinu Samkvæmt skoðanakönnunum eru flestir Bandaríkjamenn ánægðir með frammistöðu Bush í baráttunni gegn hryðjuverkastarfsemi og stefnuræðan bendir til þess að for- setinn líti enn á það mál sem stærsta tromp sitt í kosningabaráttunni. Í ræðunni minntist hann oftar en tutt- ugu sinnum á hryðjuverkastarfsem- ina. Hann hafði hins vegar minna að segja um þau mál sem hann hefur verið gagnrýndur fyrir, t.a.m. mannfallið meðal bandarískra her- manna í Írak og árangurslausa leit hernámsliðsins að gereyðingar- vopnum. Bush hamraði á því að hann væri fullviss um að Banda- ríkjamenn myndu sigrast á óvinum sínum og stuðla að „öruggari og frjálsari heimi“. Meira en 500 bandarískir her- menn hafa beðið bana í Írak og Bush viðurkenndi að Bandaríkjamenn stæðu frammi fyrir „alvarlegri hættu“ í landinu. „Við erum að tak- ast á við þessa þrjóta, rétt eins og við tókumst á við hina illu stjórn Saddams Husseins.“ Torrætt orðalag um vopnin Í stefnuræðu sinni fyrir ári lýsti Bush nánast yfir stríði á hendur stjórn Saddams Husseins og gaf til kynna að miklar birgðir af ólögleg- um vopnum myndu finnast í landinu. Tónninn í ræðunni í fyrrinótt var allt annar því hann talaði ekki um ger- eyðingarvopn heldur hættuna sem stafaði af „vopnaáætlunum“ Sadd- ams. Bush benti á að bandarískir vopnasérfræðingar halda áfram leit- inni að ólöglegum vopnum í Írak og hélt því fram að þeir hefðu afhjúpað „tugi áætlana-athafna sem tengjast gereyðingarvopnum“ og fundið „verulegt magn tækja sem Írakar földu“. „Hefðum við ekki látið til skarar skríða hefði þessi gereyðingaráætl- un einræðisherrans haldið áfram til þessa dags,“ bætti forsetinn við. Leiðarahöfundum bandarísku stórblaðanna þóttu ummæli Bush um „vopnaáætlanir“ og „áætlana-at- hafnir“ Íraka harla torræð. „Orða- lagið var svo bjagað og óskýrt að hann átti erfitt með að koma orð- unum rétt út úr sér, þrátt fyrir allar æfingarnar,“ sagði fréttaskýrandi The Los Angeles Times. Áskilur sér rétt til að sniðganga SÞ Bush áréttaði þá stefnu sína að Bandaríkjastjórn áskildi sér rétt til fyrirbyggjandi aðgerða teldi hún ör- yggi landsins í hættu. Þessi afstaða hefur verið einn af hornsteinum ut- anríkisstefnu Bush eftir hryðju- verkin 11. september 2001. Forsetinn sagði að bandamenn stjórnarinnar í Washington hefðu lagt mikið af mörkum í Írak og Sam- einuðu þjóðirnar hefðu hlutverki að gegna í landinu. Hann áskildi sér hins vegar rétt til að grípa til að- gerða án samþykkis Sameinuðu þjóðanna. „Bandaríkjastjórn mun aldrei leita eftir leyfi til að verja ör- yggi þjóðarinnar,“ sagði hann. Bush áréttaði einnig loforð sín um að „ljúka því verkefni að koma á lýð- ræði í Afganistan og Írak“. „Banda- ríkjamenn eru þjóð með markmið,“ bætti hann við. „Markmið okkar er lýðræðislegur friður.“ Forsetinn skírskotaði til sinna- skipta Líbýustjórnar sem tilkynnti nýlega að hún væri hætt öllum til- raunum til að koma sér upp gereyð- ingarvopnum. Bush sagði að það hefði aðeins tekið bandarísk og bresk stjórnvöld níu mánuði að ná samkomulagi um þetta við Líbýu- menn og það væri umtalsvert afrek í ljósi þess að Saddam Hussein hefði getað hunsað ályktanir Sameinuðu þjóðanna í tólf ár þrátt fyrir refsiað- gerðir þeirra. „Bandaríkjamenn eru staðráðnir í að koma í veg fyrir að hættulegustu vopn heims komist í hendur hættu- legustu ríkjanna,“ sagði Bush og var ánægður á svipinn þegar hann talaði um örlög Saddams Husseins. „Leið- toginn sem var áður almáttugur í Írak fannst í holu og situr nú í fang- elsi.“ Forsetinn sneiddi að mestu hjá ýmsum vandamálum sem stjórn hans stendur frammi fyrir. Hann minntist til að mynda ekkert á hryðjuverkaforingjann Osama bin Laden, sem gengur enn laus, eða átök Ísraela og Palestínumanna. Demókratar gagnrýndu forsetann fyrir að hafa ekki minnst á þá 500 hermenn sem hafa beðið bana í Írak og 2,3 milljónir Bandaríkjamanna sem hafa misst atvinnuna frá því að hann tók við embættinu. Reuters Bush heilsar starfsmönnum öldungadeildar Bandaríkjaþings eftir að hafa flutt stefnuræðuna. Bush í kosningaham í stefnuræðunni Bush Bandaríkjaforseti er kominn í kosninga- ham ef marka má stefnuræðu hans í fyrrinótt. Hann lagði þá áherslu á það sem hann hefur komið til leiðar á síðustu þremur árum en sneiddi hjá ýmsum vandamálum sem Bandaríkin standa frammi fyrir, svo sem í Írak og efnahags- málum. AP George W. Bush flytur síðustu stefnuræðu sína á kjörtímabilinu. ’ Bandaríkjastjórnmun aldrei leita eftir leyfi til að verja ör- yggi þjóðarinnar. ‘ rá því að arkostnaði érstakrar g fækkun við Hring- ns vegar fyrir sjúk inni allan aut. yrir að af- ums stað- árinu. Til anddyri í um helgar gar mætti nnka um- minna að- argerðinni um frekari samdrátt en telur rétt að hann komi ekki til fyrr en eftir að nefndir, sem nú starfa og eiga að fjalla um spítalann, hafi skilað nið- urstöðum sínum. Annars vegar vísar hann í nefnd undir stjórn Jónínu Bjartmarz alþingismanns, sem ætl- að er að skilgreina hlutverk LSH og Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Hins vegar vísar hann til nefndar sem er ætlað að hafa tilsjón með rekstri spítalans. „Rökrétt sýnist að áður en tekin verður ákvörðun um frekari sam- drátt í þjónustu spítalans gefist ráð- rúm til að samræma niðurstöður þeirra nefnda sem nú starfa og taka afstöðu til fjármögnunar spítalans, sem brýnt er að breyta.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg lækninga, Kristinn T. Haraldsson, starfsmaður narsdóttir, framkvæmdastjóri fjárreiðna og nnafundinum sem haldinn var í gær. sparnaðaraðgerðir tala um léttúð garsviðs krahúss lögð af, rmum sá hluti nt verður rabba- ensási. u á blaða- in- il sótt endurhæfingu í Kópavogi. Með lokun endurhæfingarsviðsins yrði reynt að finna þeim önnur úrræði í samstarfi við félagsmálayfirvöld. Fram kom að stjórnendur spít- alans hefðu fundað með fulltrúum Landssamtakanna Þroskahjálpar í vikunni vegna þessa máls. Að- spurðir sögðu þeir að lokunin kæmi til framkvæmda eftir þrjá mánuði. fingarsvið ða lagt niður ræð- vegna kn- kom í máli háskóla- fundi í fur verið stnað um aðar- n hjarta- ð svið. r Péturs- hrifum samdráttar á lyflækningasviði lýst á eftirfarandi hátt. „Sumarlokanir deilda verða lengri en áður, t.d. á húðdeild, svo og dagdeild en hún sinnir sjúklingum sem koma til sjúkdómsgreiningar, m.a. í hjarta- þræðingu.“ Aðspurður sagði Magnús að nú væru um 270 ein- staklingar á biðlista eftir hjarta- þræðingu. Þar af hefðu 89 beðið lengur en þrjá mánuði. Vegna að- gerðanna kynni sá biðlisti að lengj- ast. ynnu að lengjast tjóri krahúss, æðstu mþykkt að num spít- r fengu fyrr í vetur beiðni um það frá Magnúsi að gefa eftir hluta af launum sínum en þeim var í sjálfs- vald sett hvort þeir yrðu við því. Magnús sagði í gær að stór hluti þeirra hefði samþykkt tillöguna. Hann vildi þó ekki segja nákvæm- lega hve margir það væru. ur gefa eftir um sínum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.