Morgunblaðið - 22.01.2004, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.01.2004, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN 38 FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ SVEITARSTJÓRNARMENN á Vesturlandi hafa brugðist hart við þeirri ákvörðun fv. mennta- málaráðherra, Tóm- asar Inga Olrich, að sniðganga Vestlend- inga við úthlutun fjármagns til menn- ingarsamnings og út- hluta 240 milljónum til menningarsamn- ings á Akrureyri á síðustu dögum hans í embætti. Nú er ekki sjálf- gefið að fólk almennt geri sér grein fyrir því út á hvað menn- ingarsamningur geng- ur og er rétt að skýra það hér í nokkrum orðum. Frá árinu 2001 hefur vinnuhóp- ur á vegum Atvinnuráðgjafar Vesturlands og Samtaka sveitarfé- laga á Vesturlandi unnið að stefnumótun og undirbúningi menningarsamnings við mennta- málaráðuneytið, með fullum vilja og hvatningu frá ráðuneytinu. Höfð var til hliðsjónar skýrsla starfshóps sem menntamálaráð- herra skipaði árið 2000 en sá starfshópur lagði til að „Á grund- velli menningarstefnu verði fjár- hagsgrunnur menn- ingarstarfs í viðkomandi sveit- arfélögum tryggður, m.a. með samningum við menntamálaráðu- neytið“. Hugmyndin er sem sagt komin frá vinnu- hópi skipuðum af menntamálaráðherra. En í tengslum við samþykkt Alþingis um stefnu í byggða- málum fyrir árin 1999-2001 var ma. lögð áhersla á að efla menningu á landsbyggðinni og því var áð- urnefndur vinnuhópur skipaður. Hugmyndin byggir á því að fjármagn komi í menningarsjóð samkvæmt menningarsamningi ríkisins og viðkomandi sveitarfé- laga eða samtaka þeirra. Veittir verði síðan styrkir úr sjóðnum til sérstakra menningarverkefna en skilyrði fyrir úthlutun úr sjóðnum er að viðkomandi umsækjandi sýni fram á mótframlag til verkefnisins a.m.k 50%. Auglýst yrði eftir um- sóknum eigi sjaldnar en árlega. Stefnumótun og samningsdrög voru nánast tilbúin til undir- skriftar af hálfu sveitarfélaganna á Vesturlandi og mennta- málaráðuneytisins á haustdögum 2002 en fv. menntamálaráðherra taldi ekki möguleika á að setja fjármagn til samningsins við gerð fjárlaga ársins 2003 og 2004 vegna fjárskorts. Við undirbúning samningsins höfum við Vestlendingar horft til sambærilegs samnings á Austur- landi sem í gildi hefur verið í nokkur ár. Það er ekki nokkur vafi á að þar hefur samningurinn virkað mjög vel á mannlífið, stuðl- að að markvissu uppbygging- arstarfi menningarmála og öll sú framkvæmd verið heimamönnum þar til sóma Undanfarin misseri hefur gríð- arlegum fjármunum verið varið til menningarmála á landinu öllu. Það er hluti af lífsgæðum okkar Ís- lendinga að hafa öflugt menning- arlíf og nauðsynlegt að ríkið styðji við menninguna með mynd- arlegum hætti. Við borgum öll okkar skatta til samfélagsins hvar á landinu sem við erum. Það vek- ur því óneitanlega athygli hversu mikil mismunun virðist vera í út- hlutun fjármagns til menningar- mála eftir landshlutum. Samtök sveitarfélaga á Vest- urlandi og vinnuhópur um menn- ingarsamning setti mikla og fag- lega vinnu í undirbúning stefnumótunar og samnings fyrir Vesturland. Við gerum jafnframt kröfu um fagmennsku frá öðrum þeim er að þessum málum koma. Forsvarsmenn sveitarfélaga á Vesturlandi binda miklar vonir við að nýr menntamálaráðherra taki þessi mál til ítarlegrar skoðunar. Við treystum því að á árinu 2005 verði kominn til framkvæmda menningarsamningur við Vest- urland og honum fylgi fjármagn í ekki minna mæli en runnið hefur til annarra landshluta. Helga Halldórsdóttir skrifar um úthlutun fjármagns til menningarmála. ’Það vekur því óneit-anlega athygli hversu mikil mismunun virðist vera í úthlutun fjár- magns til menningar- mála eftir landshlutum.‘ Helga Halldórsdóttir Höfundur er formaður Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi. Hvað er menningarsamningur? ÞAÐ hefur verið afar sérstætt að fylgjast með alþingismanninum Pétri Blöndal og stjórn SPRON í tengslum við sölu/yfirfærslu sjóðsins til KB- banka. Í þeim efnum hefur Pétur Blöndal farið mikinn. Frá því á miðju sumri 2002 er alþingismaðurinn tók að sér í verktöku að kaupa SPRON, hef- ur hann leynt og ljóst reynt að maka krókinn í sína þágu og annarra stofnfjáreig- enda. Reyndar hafði honum verið lofað tals- verðum fjármunum af Búnaðarbankanum, ef árangur hefði orðið af verktökunni. Það gekk ekki eftir á þeim tíma. Í þessari grein ætla ég að skýra sjónarmið mín í málinu, og um leið varpa ljósi á það hvers vegna lagt var til að Pétur Blöndal viki sem for- maður efnahags- og við- skiptanefndar við umfjöllun Alþingis um málið. Stofnfé og stofnfjáreigendur Stofnfjáreigendur í Sparisjóðum hafa aldrei farið í grafgötur um það hvers eðlis eign þeirra væri, enda stofnfé vandlega skilgreint í lögum. Um það segir í 63. gr. laga um fjármálafyr- irtæki nr. 161/2002 að stofnfjáreig- endur skuli aldrei eiga rétt til ágóða- hlutar af rekstrarafgangi Sparisjóðs og að stofnfjáreigendur skuli einungis njóta arðs af innborguðu stofnfé. Frá 1. jan. 1993 varð þó heimilt að taka mið af verðlagsbreytingum og upp- reikna stofnfé með tilliti til þess. Lagabreyting 2002. Við setningu laga 161/2002 kom inn í lög ákvæði þess efnis „að við mat á hlut stofnfjár skuli höfð til hliðsjónar arðsvon stofnfjárhluta annars vegar og áhættu hlutabréfa í sparisjóði hins vegar.“ Svona ákvæði hafði ekki áður verið í lögum um sparisjóði. Þrátt fyr- ir skýr ákvæði laganna um stöðu stofnfjár og vilja Alþingis um að vernda sjóðina gegn yfirtökutilraun- um ákvað stjórn SPRON að fá endur- skoðunarfyrirtæki til að endurmeta virði stofnfjárins og félagsins í heild, en samkvæmt efnahagsreikningi SPRON var eigið fé þess 30. júní, 2003 metið á 3,996 milljarða. Þar af var stofnféð metið á 539 milljónir króna. Endurmat Endurmatið gaf til kynna að heildarvirði SPRON væri 7,4 millj- arðar. Þar af væri hlutur stofnfjáreigenda 1,4 milljarðar, þ.e.a.s. stofn- féð uppreiknað á geng- inu 2,6. Endurmatið gaf einnig til kynna að heild- arvirði SPRON væri 7,4 milljarðar. Þetta þýddi því að annað eigið fé sjóðsins væri 6 milljarðar (7,4–1,4 = 6,0). Engar skýringar hafa verið gefn- ar á því hvers vegna stofnféð var upp- reiknað á genginu 2,6, sem þýddi að annað eigið fé sjóðsins reiknast á genginu 1,74; ekki 2,6 eins og stofnféð. Þetta verður að skýra. Salan á SPRON Í framhaldi af endurmatinu óskaði stjórn SPRON eftir tilboðum í félagið. Reyndist hæsta boð vera 9. milljarðar. M.ö.o. þó að endurmat félagsins væri 7,4 milljarðar var markaðurinn tilbú- inn að borga hærra verð, eða 1,6 millj- örðum umfram það sem endurmatið gerði ráð fyrir. Um það er ekkert að segja. Í framhaldi af því gengur stjórn SPRON til samninga við KB-banka. Tilboð KB-banka gerir ráð fyrir því að öll hækkunin miðað við endurmatið, þ.e. 1,6 milljarðar króna, skuli ganga til stofnfjáreigenda. Eigið fé sjóðsins fái því ekki hlutdeild í þessum virð- isauka. Þessu tilboði tók stjórn SPRON! Því er spurt, hvar voru fjár- hirðar sjóðsins? Hvers vegna er 18,9% hlutafjárins selt á genginu 2,14, en 81,1% selt á genginu 1. Sömu aðilar sjá um báðar sölur. Framkoma stjórnar SPRON Ekki er ástæða til að fjalla um afstöðu fyrrverandi stjórnar SPRON til yf- irtökutilrauna Péturs Blöndals og fé- laga á miðju ári 2002. En eftir að Pét- ur Blöndal var kosinn í stjórnina, og hafði næstum tekist að fá meirihluta, kúventi stjórnin afstöðu sinni til yf- irtökutilrauna með þessum afleið- ingum. Með gjörningi sínum mun henni takast, gangi kaupin eftir, að næstum sexfalda eigið fé stofnfjáreig- enda. Pétri hefur því orðið vel ágengt að tryggja sinn hag og stofnfjáreig- enda, einsog hann hefur margoft lýst yfir að hafi verið markmiðið. Það á svo eftir að koma í ljós á hvort hagnaður- inn sé á kostnað kjósenda hans? Umfjöllun Alþingis Í ljósi þeirra markmiða sem Alþingi vildi ná með setningu laga um fjár- málafyrirtæki í lok árs 2002 , var í kjölfar upplýsinga um söluna til KB- banka óskað eftir fundi í efnahags- og viðskiptanefnd. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar er títtnefndur Pétur Blöndal. Sem formaður setti hann upp dagskrá, boðaði gesti til fundarins, óskaði eftir upplýsingum og ætlaði að stjórna umræðunni á fundinum. Við þetta gerðu þingmenn Samfylkingarinnar eðlilega at- hugasemdir. Undir þessi sjónarmið Samfylkingarinnar hafa flestir tekið. Í kjölfarið úrskurðaði forseti Alþingis, frændi formannsins, hann hæfan til þessara verka. Með þeirri ákvörðun hefur meirihlutinn á Alþingi tekist á herðar ábyrgð á gjörðum formanns- ins. Þessari niðurstöðu forseta var mótmælt. Við þingmenn Samfylking- arinnar teljum mikilvægt hver stýri eftirlits- og rannsóknarvinnu Alþingis, við aðstæður sem þessar. Fé án hirðis Eftir að hafa fylgst með þessu máli hef ég áttað mig betur hvað Pétur Blöndal á við þegar hann talar um fé án hirðis. Hann vill sjálfur hirða féð. Í ljósi sögu sparisjóðanna og tengsl þeirra við sveitarfélög, væri að mínu mati eðlilegra að ríki eða sveitarfélög tilnefni stjórn yfir sjóðnum/ stofnuninni, en ekki fyrri eigendur, nái þessi gjörningur fram að ganga. Framtíð sparisjóðanna Margir hafa lýst efasemdum um fram- tíð sparisjóðanna í óbreyttu formi. Þar hafa menn misjafnar skoðanir. Flestir hafa eitthvað til síns máls. Sjálfur tel ég þá geta fengið mikið mikið hlutverk í framtíðinni, ekki aðeins öflugur þjón- ustuaðili við landsbyggðina sem aðrir hafa minni áhuga fyrir heldur einnig geti þeir átt bjarta framtíð að því er varðar þjónustu við einstaklinga, lítil- og meðalstór fyrirtæki. Svona mætti án efa halda áfram að byggja þá upp með Sparisjóðabankann sem bakhjarl. Þessi niðurstaða myndi tryggja neyt- endum fleiri valkosti og meiri sam- keppni á fjármálamarkaði, fyr- irtækjum og neytendum til hagsbóta. Hættan við þennan gjörning, verði hann að veruleika er sú að hann muni leiða til þess að sparisjóðakerfið hrynji. Það verða menn að hafa í huga í þessari umræðu. Þetta er því graf- alvarlegt mál. Að hirða fé Lúðvík Bergvinsson skrifar um málefni SPRON ’Hættan við þennangjörning, verði hann að veruleika, er sú að hann muni leiða til þess að sparisjóðakerfið hrynji.‘ Lúðvík Bergvinsson Höfundur er alþingismaður. *+,- . / 0   4.525 & 52&" 65$&*.5&* 5$&"&+ &3.&"7&" 8&+& 5&+&89 5&:/ &.+&;<&+&58=-&+5&  1..7 >8&5$58&.7  2   34 :/  %  % $1))   %56 ?'- $.2'5 $+ $,# $-. :/ &3.% %&'- & #@AB>C& % % "1#%   0( %56 D$5 $# $ $ 4.5 , - 5218 E & &3.% #@AB>C % % )1    %56 $.2'5 " 2" .$., $,# $. &D5 &8& 5$-% &D5 &8&5$5&32- .7&;%%&<&E & &3.%&   &"= 8" *5% &F<"8&&<& %&$%&2%&GH&                                 & 9 &28$5&: &<&I7 2%& %%&& &+&:/ &.*5&5-&1$&3+2.-&+5&0&522=8%&J&3=-&25$$-&39 -5K Laugavegi 54, sími 552 5201 Útsala stærðir 36-46 Árshátíðarkjólar SEGJUM svo að allir séu dauðir nema fíflið. Þá ræður fíflið mestu. Og fíflið ákveður að verða kóngur. En þá kviknar bróðurleg rödd sem varar það við. Fíflið þaggar niður í þeirri rödd. Og þegar rödd fegurðar, mýktar og fyrirgefn- ingar vaknar til lífsins þaggar fíflið líka niður í henni. Og þá heyrist máttug rödd, móðirin sem veitir því blessun. Fíflið umhverfist þegar það uppgötvar að hún hefur ekki blessað hann til ævarandi yfirráða. Það kvikna meir- aðsegja tvær skærar barnsraddir, klingjandi bjöllur sem gætu verið einlægni og sakleysi eða framtíðin en fíflið lætur þagga niður í þeim. Og máttuga röddin heyrist aftur, hún stígur uppaf land- inu einsog „syngi vor sálaða móðir“ og bölvar því. Fíflið þaggar niður í þeirri rödd, raddirnar eru þagnaðar en verða um leið háværari. Og þá kviknar rödd í höfði fíflsins, rödd fíflsins, sama fíflið en samt annað fífl, og þetta fífl sigrar en getur ekki tapað. En þá heyrir fífl- ið óvænta rödd sem segir: Mín kon- ungskrúna fyrir hest. Þetta er eftir Shakespeare hugsar fíflið með sér, það þarf ekki að þagga niður í honum, það skilur hann enginn hvorteðer. En fer engu að síður að velta því fyrir sér milli þess sem hann tapar eða sigrar og loks fer fíflinu að finnast það svo duglegt við að sigra eða tapa að það eigi að fá eitthvað fyrir þetta, ef ekki peninga, þá ævarandi aðdáun og pláss í mannkynssögunni, svo alltíeinu heyrir það sjálft sig segja: Mín geð- veiki fyrir þóknun. Og það er sam- þykkt með fjölda greiddra atkvæða. Sýning Þjóðleikhússins á Ríkharði þriðja er að mínu viti viðburður í ís- lensku leikhúslífi, kannski höfum við öðlast heimastjórn í ís- lensku leikhúsi. Ég var agndofa, leikur, texta- meðferð, leikstjórnin, leikmyndin, tónlistin; sýningin kallar fram vel- líðan yfir því hvað vel er gert; í einu orði sagt: Leikhús. Sýningin er svo skemmtileg, hún er und- ir áhrifum frá Chaplin, teiknimyndum, leikhúsi sem börn leika heima í stofu, rússnesku drama og viti menn, loksins stígur hið íslenska fífl á fjalirnar eftir að við höf- um verið ofmettuð af bæði hetjum og alþýðu- hetjum, þá er hér á ferð skoffín sem hefur verið á ferð gegnum aldirnar. Það er einsog Hilmir Snær Guðnason hafi lif- að hér í þúsund ár bara til að sýna okkur fíflið sem hér hefur lifað í þús- und ár. Skarphéðinn í brennunni, þjóðsagnapersónur, valds- menn, fíflið sem veltir sér á bað- stofugólfinu á Hornströndum og eiga það sameiginlegt að þau komust ekki útúr hlutverkunum. Og ástæðan? Þau hlustuðu ekki. Kannski af því að það var aldrei hlustað á þau. Það var fífl sem þaggaði niður í þeim. Og þegar allir voru þagnaðir fór fíflið að ráða. Og hver er svo mesta fíflið á Íslandi í dag? Það er einsog fyrri daginn, sá sem ræður mestu. Mín geðveiki fyrir hest Elísabet K. Jökulsdóttir skrifar um leikhús Elísabet K. Jökulsdóttir ’Sýning Þjóð-leikhússins á Ríkharði þriðja er að mínu viti viðburður í ís- lensku leik- húslífi …‘ Höfundur er rithöfundur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.