Morgunblaðið - 22.01.2004, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 22.01.2004, Blaðsíða 60
SÁ siður Sigur Rósar að hneigja sig eftir uppklapp í stað þess að leika aukalög virðist vera að smita út frá sér. David Segal, blaðamaður við Washington Post, skrifaði ítarlega grein um þetta mál í byrjun ársins, þar sem hann rekur sögu þessa fyr- irbæris, þ.e. aukalaga á tónleikum. Þar segir hann réttilega að það sem var einu sinni eitthvað sérstakt er núna orðið að skyldu hjá hljómsveit- unum. Að klappa hljómsveitir „upp“ eftir sérstaklega góða tónleika heyri nú sögunni til, uppklappið sé hins vegar orðið hluti af efnisskrá sveit- anna og eitthvað sem allir taka sem sjálfsögðum hlut. Og iðulega þurfi aðdáendur að bíða eftir vinsælustu lögunum þangað til sveitin snýr aft- ur inn á svið. Segal tekur síðan dæmi um hljómsveit sem sniðgangi þessa hefð. Nefnilega íslensku sveitina Sigur Rós. Hún láti sér það nægja að hneigja sig í enda tónleika, líkt og í leikhúsum og líkt og Bítlarnir gerðu hér í gamla daga. „Tökum stundum aukalög“ „Jú, það er rétt,“ segir Orri Páll Dýrason, trymbill Sigur Rósar. „Þetta er vissulega þreytt fyrirbæri, þessi uppklöpp. Reyndar tökum við stundum aukalög, en það gerum við ef stemningin er sérstaklega góð og ef við erum í stuði sjálfir.“ Orri segir að tónleikarnir sjálfir ráði því uppklappinu, það sé ekki skrifað sérstaklega inn í tónleikana. „En stundum finnst okkur tón- leikarnir einfaldlega vera búnir. Okkur finnst við þá hafa sagt það sem segja þarf í það skiptið. Og þá bara hneigjum við okkur, þökkum fyrir og látum þar við sitja.“ Annað er það að frétta af Sigur Rós að samkvæmt heimasíðu sveit- arinnar (www.sigurros.com) er búið að leggja niður grunna fyrir sex ný lög. Næsta plata sveitarinnar, sem yrði fjórða „eiginlega“ platan, verð- ur væntanlega tilbúin í haust. Þá hefur sveitin gert samning við E.M.I. um útgáfu á efni sveitarinnar í Evrópu. Ekki spilað eftir uppklapp Ljósmynd/Sara M. Schoonover „Sigur Rós þakkar fyrir sig“. Frá tónleikum Sigur Rósar í Wash- ington D.C. 19. mars 2003. www.sigurros.com 60 FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ EPÓ Kvikmyndir.com Roger Ebert  AE. Dv  Skonrokk FM909 Sýnd kl. 5.30 B.i. 16. Tilnefnd til 5 Golden Globe verðlauna meðal annars besta mynd ársins Kvikmyndir.is GH. Kvikmyndir.com  HJ.MBL HJ. MBL Sýnd kl. 6, 8 og 10.10. The Rolling Stone SV. Mbl Sýnd kl. 6 og 9. „Fantavel leikin eðalmynd“ ÞÞ Fréttablaðið  ÓHT. Rás2 Magnþrungin erótísk spennumynd með Meg Ryan eins og þið hafið aldrei séð hana áður. Tónlist myndarinnar er eftir Hilmar Örn Hilmarsson Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i. 16 ára.  VG DV Sjáið eina athyglisverðustu og mest sláandi mynd ársins. MEG RYAN MARK RUFFALO JENNIFER JASON LEIGH Nýjasta mynd leikstjóra „THE PIANO“ a film by JANE CAMPION Sýnd kl. 6 og 9. Sannkölluð stórmynd sem hlotið hefur frábæra dóma og viðtökur um allan heim. Tom Cruise hefur aldrei verið betri! Besti aðalleikari Tom Cruise Besti leikari í aukahlutverki Ken Watanabe Besta frumsamda tónlistin Hans Zimmer 3 Tilnefningar til Golden Globe verðlauna Hreyfir við áhorfandanum og skilur eitthvað eftir sig. Samleikur systkinanna er með ólíkindum. Hér leikur allt í höndunum á Hilmari, börn, fullorðnir, tónlist og myndmál” - ÞÞ Fréttablaðið KRINGLAN Sýnd kl. 6, 8 og 10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Frá framleiðendum Four Weddings, Bridget Jones & Notting Hill Sjáið eina athyglisverðustu og mest sláandi mynd ársins. Magnþrungin erótísk spennumynd með Meg Ryan eins og þið hafið aldrei séð hana áður. Sannkölluð stórmynd sem hlotið hefur frábæra dóma og viðtökur um allan heim. Tom Cruise hefur aldrei verið betri! Besti aðalleikari Tom Cruise Besti leikari í aukahlutverki Ken Watanabe Besta frumsamda tónlistin Hans Zimmer 3 Tilnefningar til Golden Globe verðlauna EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 4 OG 8. jakkinn og buxurnar alltaf í stíl, sem gefur fötunum annað og af- slappaðra yfirbragð. Ekki er ljóst enn hvort ítalskur fataútflutningur jafni sig eftir samdráttinn á síðasta ári en þá minnkaði útflutningur um 10%. Tískuvikan nú gaf von um að ítalski tískuiðnaðurinn gæti endurvakið kraftinn sem í honum bjó, segir í New York Times. Jafnvel getur verið að jakkafötin nái frekari hylli en föt í íþrótta- anda hafa ver- ið það sem selst best. „Jakkafötin eru mjög sterk hjá okkur núna,“ segir Kal Rutten- stein, tísku- stjórnandi hjá hinni þekktu stór- verslun Blo- omingdales. „Bindi líka, hvort sem þið trúið því eða ekki.“ HEILDARSKILABOÐIN á nýlið- inni herratískuviku í Mílanó voru þau að jakkaföt séu að koma sterk inn en sýnd var tíska næsta hausts og vetrar. Gallabuxurnar voru sem sagt ekki eins áberandi og áður enda hefur Ítalía löngum verið í fararbroddi hvað klæðskerasaum varð- ar. Svo virðist sem ákveð- in nostalgía ráði ríkjum og horft sé til Ítalíu fortíð- arinnar sem er óðum að hverfa í sameinaðri Evr- ópu. Ekki er langt þar til merkingunni „Made in Italy“ verður útrýmt og „Made in Europe“ tekur alveg við. Við þessu bregðast ítalskir hönn- uðir við með því að líta til baka. Dolce & Gabb- ana notuðu sem bakgrunn mynd af Trevi- gosbrunninum í Róm í anda Fell- ini. Ekki eru þó Lítum á nokkra hönnuði. Hjá Prada líta ófóðraðir jakkar og frakkar krumpað út, svona eins og að eigendurnir hefðu týnt númerinu hjá fatahreinsuninni. Viðbrögð við sýningu Tom Ford hjá Gucci voru sérstaklega góð en þetta er síðasta sýning hönnuðar- ins fyrir merkið. Þar gengu um herramenn í þröngum jakkafötum með viskí og sígarettu í hönd. Gi- orgio Armani er samkvæmur sjálfum sér og hleypur ekki á eft- ir tískubólum. Hann sýndi þægi- lega og mjúka jakka og buxur og líka stutta frakka sem voru hnepptir upp í háls. Einn gagn- rýnandinn túlkaði það svo að Armani væri að sinna hinum nýja „metrosexual“ manni. Aðrir hönnuðir sinna frekar rokkurum og þeim sem finnst gaman að klæðast á þann hátt. Var auðvelt að sjá Lenny Kravitz fyrir sér í hinum margvíslega klæðnaði sem Roberto Cavalli sýndi í þetta sinn. Nóg af leðri og loði með stæl. Herratískuvika í Mílanó haust/vetur 2004–5 Endurkoma jakkafatanna ReutersRoberto Cavalli Dolce & Gabbana Giorgio Armani Gucci Vivienne Westwood ingarun@mbl.is Dolce & Gabbana Gucci Sigur Rós stendur á bak við nýjan „rokksið“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.