Morgunblaðið - 01.02.2004, Page 10

Morgunblaðið - 01.02.2004, Page 10
10 SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Í nær öllum EES-ríkjum eru við lýði sérákvæði í lögum til að stemma stigu við samþjöppun á fjölmiðlamarkaði. Þau heimila stjórnvöldum að grípa inn í ef samruni fjölmiðlafyrirtækja felur í sér ógnun við fjölbreytni fjölmiðla og tjáningarfrelsi. Ennfremur er tryggt með reglum um leyfisveitingar að ljósvakamiðlar safnist ekki á of fáar hendur og að jafnvægi ríki á markaðnum. Það er mikilvægt fyrir lýð-ræðið að almenningur eigiaðgang að áreiðanlegumupplýsingum um það semer efst á baugi og mismun- andi skoðunum á pólitískum deilu- málum. Ennfremur skiptir miklu að menningararfur þjóða, þjóðabrota og samfélaga sé ræktaður og honum haldið við. Fjölbreyttir fjölmiðlar eru taldir stuðla að þessu. Töluverð umræða hefur verið um þetta efni að undanförnu bæði hérlendis og ann- ars staðar í Evrópu. Fæstum blandast hugur um hversu ískyggilegt ástandið er á Ítal- íu þar sem forsætisráðherrann Berl- usconi ræður yfir meirihlutanum af einkasjónvarpsstöðvum sem sjón- varpa á landsvísu og er jafnframt í aðstöðu til að hlutast til um málefni ríkissjónvarpsins. Hættan er þá sú að forsætisráðherrann geti notað yf- irráð sín yfir ljósvakamiðlum til þess að tryggja sér fylgi almennings við stefnu sína. Að sama skapi geti hann notað valdastöðu sína til að búa bet- ur í haginn fyrir viðskiptaveldi sitt. Við slíkar aðstæður er lýðræðið í mikilli hættu. En þótt aðstæður á Ítalíu séu um margt einstakar þá er víðar í álfunni einstefna á fjölmiðla- markaði. Í Rússlandi til dæmis hafa allar sjónvarpsstöðvar sem sjón- varpa á landsvísu verið færðar undir yfirráð stjórnvalda. Er þar um aft- urför að ræða frá því á tíunda ára- tugnum þegar starfræktar voru einkareknar sjónvarpsstöðvar á borð við NTV sem voru sjálfstæðar í fréttaflutningi og gagnrýnar á stjórnvöld. En það er ekki einungis í þessum löndum sem menn hafa áhyggjur af fábreytni í fjölmiðlun. Í flestum Evr- ópulöndum er þetta eitt aðalvið- fangsefni stjórnvalda þegar mótaðar eru reglur um fjölmiðla − að stuðla að fjölbreytni og gæðum í þágu alls almennings án þess að takmarka um of viðskiptafrelsi. En það er augljóslega ekki nóg að margir fjölmiðlar séu á einum mark- aði ef efni þeirra allra er af sama toga, til dæmis vegna þess að þeir nota efni frá sömu fréttastofu eða vegna þess að þeir eru allir í eigu sama aðila. Ennfremur verða fjöl- miðlar og blaðamenn sérstaklega að njóta sjálfstæðis til þess að hægt sé að tala um eiginlega fjölbreytni. Í einu landi geta til dæmis verið marg- ir mismunandi fjölmiðlar í eigu margra aðila sem allir eru þó hallir undir stjórnvöld. Skýringin á slíku kann til dæmis að vera harðstjórn sem líður ekki fjölmiðlum að hafa sjálfstæðar skoðanir eða flytja frétt- ir sem eru óþægilegar fyrir valdhafa. Ennfremur verður að hafa í huga að fjölmiðlaneysla þarf ekki endilega að vera í samræmi við fjölbreytt fjöl- miðlaframboð. Ríkisútvarp kann til dæmis að bjóða upp á hið mætasta menningarefni en það stoðar lítið ef hlustun og áhorf er í lágmarki. Evrópskar reglur Fjölbreytni í fjölmiðlun er tiltölu- lega nýlegt áhyggjuefni sem kann að skýra það hvers vegna ekki er á hana minnst í 10. grein Mannréttindasátt- mála Evrópu sem stendur vörð um tjáningarfrelsi. Sömu sögu er að segja um stjórnarskrár Evrópuríkja nema þær alla nýjustu. Réttindaskrá Evrópusambandsins, sem samþykkt var fyrir nokkrum árum og verður hluti af stjórnskrá ESB ef og þegar hún verður til, bætir um betur og segir að virða beri frelsi og fjöl- breytni fjölmiðla. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur einnig skýrt 10. grein MSE svo að tjáningarfrelsi og réttur almenn- ings til upplýsinga um almannahag nái ekki fyllilega fram að ganga nema valkostir í fjölmiðlun séu fyrir hendi. Ríkið beri á endanum ábyrgð á því að fjölbreytni sé til staðar. (In- formationsverein Lentia gegn Aust- urríki, 1993). Þá samþykkti Evrópuráðið fyrir nokkrum árum tilmæli til aðildar- ríkja um aðgerðir til að stuðla að fjöl- miðlafjölbreytni nr. (99) 1. Þar er mælt með eftirfarandi aðgerðum varðandi eignarhald á prent- og ljós- vakamiðlum: 1. Skilgreindir séu í lögum eða framkvæmd þröskuldar til að takmarka áhrif sem eitt fyr- irtæki eða fyrirtækjasamsteypa get- ur haft í einum eða fleiri geirum fjöl- miðlunar. Þar geti til dæmis verið um að ræða hámarks leyfilega mark- aðshlutdeild hvort sem er miðað við veltu eða útbreiðslu. 2. Við úthlutun útvarpsleyfa (hvort sem er til sjón- varps eða hljóðvarps) skuli gæta sér- staklega að nauðsyn þess að stuðla að fjölbreytni. 3. Komið verði á fót sérstökum eftirlitsstofnunum sem hafi völd til að hamla gegn sam- þjöppun sem ógni fjölbreytni á fjöl- miðlamarkaði. Að öðrum kosti megi fela útvarpsyfirvöldum eða sam- keppnisyfirvöldum slíkt verkefni. 4. Gera þurfi sérstakar ráðstafanir vegna lóðréttrar samþjöppunar þar sem framleiðsla, útvarp og dreifing efnis séu á einni hendi. Samkeppnislög ein og sér duga ekki til Hefðbundin samkeppnislöggjöf geymir yfirleitt úrræði til að bregð- ast við einokunartilburðum á ýmsum sviðum viðskipta þar á meðal í fjöl- miðlun. Gallinn er sá að samþjöppun á fjölmiðlamarkaði getur byrjað að hafa skaðleg áhrif án þess að þrösk- uldi samkeppnislaga sé náð. Hér er líka meira í húfi en þegar um venju- lega neysluvöru er að ræða. Fá- keppni á matvörumarkaði kemur illa við pyngju neytenda en fábreytni og einokunartilburðir í fjölmiðlun vega að grundvelli lýðræðisins. Þess vegna hafa flest Evrópuríki gripið til aðgerða á borð við þær sem nefndar eru í tilmælum Evrópuráðs- ins til þess að stemma stigu við sam- runa og samþjöppun eignarhalds á fjölmiðlasviðinu. Í sumum ríkjum eins og Sviss og Írlandi hefur verið bætt ákvæðum í samkeppnislög sem uppáleggja sam- keppnisyfirvöldum að taka sérstakt tillit til sjónarmiða um fjölmiðlafrelsi og fjölbreytt framboð upplýsinga þegar samþjöppun á fjölmiðlamark- aði er metin. Í Bretlandi áskilja stjórnvöld sér rétt til að banna sam- runa dagblaða ef samanlögð út- breiðsla fer yfir ákveðin mörk. Á Ítalíu er sérstök fjölmiðlaeftirlits- stofnun, líkt og útvarpsréttarnefnd- in á Íslandi nema með víðtækara um- boð, samkeppnisyfirvöldum til ráðgjafar þegar um samruna á fjöl- miðlasviðinu er að ræða. Norðmenn hafa farið þá leið að setja sérstök lög um eignarhald á fjölmiðlum og er sérstakri eftirlits- stofnun, Eierskapstilsynet, falið að stemma stigu við óhæfilegri sam- þjöppun (sjá Lov om tilsyn med er- verv i dagspresse og kringkastning, www.lovdata.no). Þar sem sjónvarpsrekstur er hvarvetna háður opinberum leyfum eru hæg heimatökin fyrir stjórnvöld að hlutast til um að slík leyfi safnist ekki á of fáar hendur. Flest Evrópu- ríki hafa því ákvæði í útvarpslögum sínum sem miða í þessa átt. Stundum er þá kveðið á um að enginn einn að- ili megi fara með nema tiltekinn fjölda leyfa að hámarki. Þá kann að vera mælt fyrir um að enginn einn aðili eigi meira en tiltekinn hlut í fé- lagi sem rekur sjónvarpsstöð eins og gert er í Frakklandi og Grikklandi. Er það til þess að tryggja að fjöl- breytt viðhorf ráði ríkjum við rekst- ur viðkomandi stöðvar og enginn einn aðili ráði alfarið ferðinni. Enn ein leið er að mæla fyrir um að enginn einn aðili megi hafa meira en tiltekna hámarkshlutdeild á út- varpsmarkaði. Er þar til dæmis mið- að við þriðjung í Noregi, Þýskalandi og á Ítalíu Löggjafarþróun Lauslegur samanburður á milli Evrópuríkja leiðir í ljós að nær alls staðar eru í gildi lagaákvæði sem eiga að takmarka samþjöppun á fjöl- miðlamarkaði. Einu EES-löndin þar sem engar slíkar takmarkanir eru við lýði, nema í formi almennrar samkeppnislöggjafar, eru Ísland og Danmörk. Álitamál er hvort telja ætti Svíþjóð og Finnland með en þar er vissulega ekki að finna í lögum neitt þak á fjölda útvarpsleyfa í eigu sama aðila. Hins vegar eru annars konar varnaglar sem ættu að hamla gegn samþjöppun, þ.e. að við útgáfu leyfa í Finnlandi ber að taka tillit til fjölbreytni á markaði og í Svíþjóð geta yfirvöld sett skilyrði um að eignarhald félags sem fær leyfi breytist ekki. Það myndi þýða í síð- arnefnda tilfellinu að ef ein útvarps- stöð yfirtæki aðra yrði leyfi síðar- nefndu stöðvarinnar tekið til endurskoðunar. Má geta þess að víð- feðmari lagasetning hefur verið til umræðu í Svíþjóð og liggur fyrir ít- arleg skýrsla um leiðir í því efni. Þótt ekki séu í íslenskum lögum sérstök ákvæði til höfuðs samþjöppun á fjöl- miðlamarkaði er rétt að geta þess að í útvarpslögum er að finna ákvæði um „innri fjölhyggju“ ef svo má að orði komast, þ.e. að útvarpsstöðvum beri „að virða tjáningarfrelsi og stuðla að því að fram komi í dagskrá rök fyrir mismunandi skoðunum í umdeildum málum“. Erfitt er að greina hvort þróun er í átt til umfangsmeiri reglna eða til- slökunar. Bretar hafa til dæmis ný- verið slakað verulega á reglum um samþjöppun. Afnumið var bann við því að aðilar utan EES gættu sótt um leyfi til útvarpsrekstrar, afnumið var 15% þak á útbreiðslu sjónvarps í Fjölbreytni fjölmiðla Reuters Breskur lesandi sökkvir sér ofan í umfjöllun Sun um Hutton-skýrsluna. Í Bretlandi eins og víða annars staðar gilda reglur um það hvað einn aðili getur gerst aðsópsmikill á fjölmiðlamarkaði. Lög og réttur eftir Pál Þórhallsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.