Morgunblaðið - 01.02.2004, Page 16

Morgunblaðið - 01.02.2004, Page 16
16 SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Daniel Callahan, for-stöðumaður Internat-ional Program viðHastings-stofnunina,velkist ekki í vafa um svarið í grein undir yfirskriftinni „Sjálfbær heilbrigðisþjónusta“ í Morgunblaðinu sl. mánudag. Call- ahan bendir á að heildarkostnaður heilbrigðiskerfisins hafi aukist um 10 til 15% að meðaltali á ári í Bandaríkjunum síðustu árin. Ekki sjái fyrir endann á þeirri þróun. Kostnaðurinn hafi aukist mjög í Evrópu og grafið undan hjartfólg- inni hugsjón Evrópubúa um sann- gjarnan aðgang. Callahan segir að vestræna framfarahugmyndin setji engin takmörk og geri sífellt kröfu um aukið fjármagn. Nýja hugsun þurfi til að leysa vandamálið „sjálfbæra heilbrigðisþjónustu“ sem heil- brigðiskerfi ríkjanna hafi efni á og tryggi sanngjarnan aðgang þegar til langs tíma er litið. Meiri áhersla verði á gæði og minni á ævilengdina „Mergur málsins er að læknis- fræði, sem setur takmörk, þarf að viðurkenna ellina og dauðann sem hluta af lífsferli mannsins, ekki einhvers konar ástand sem koma má í veg fyrir,“ segir Callahan m.a. til útskýringar í greininni. „Lækn- isfræðin þarf að beina athyglinni meira að gæðum lífsins og leggja minni áherslu á ævilengdina. Læknisfræði sem heldur fólki á lífi of lengi er ekki viðurkvæmileg og mannúðleg. Við getum náð 85 ára aldri, en líklegt er að því fylgi þrá- lát veikindi og sársauki.“ Callahan leggur áherslu á að leggja þurfi miklu meira fé í fræðslu um heilsusamlegt líf og forvarnir. „Milljörðum dollara hef- ur verið varið í að kortleggja gena- mengi mannsins. Sambærilegum fjárhæðum þarf að verja í verkefni sem miða að því að skilja og breyta atferli sem leiðir til sjúkdóma. Hvers vegna er offita sívaxandi vandamál næstum alls staðar? Hvers vegna halda svona margir áfram að reykja? Hvers vegna er svona erfitt að telja fólk á að hreyfa sig í heilsubótarskyni?“ Ekki nýtt af nálinni Sigurbjörn Sveinsson, formaður Læknafélags Íslands, segir að sjónarmið greinarinnar sé fjarri því nýtt af nálinni. „Framfarir í læknisfræði, kostnaður við flókna meðferð og hátækni, sem beitt er á síðustu stigum tilveru okkar, tak- markandi fjárráð og óhagstæð kynslóðaþróun á Vesturlöndum m.t.t. framleiðni hafa verið and- stæður, sem skorið hafa í augun,“ segir hann. „Callahan hefur tekið þátt í þessari umræðu í um þrjá áratugi, verið t.d. áhugasamur um stýringu fjármuna í heilbrigðis- kerfum, markmiðssetningu og um líknarmeðferð og líknardráp.“ Sigurbjörn segir að íslenskir læknar hafi fylgst með og tekið þátt í umræðunni innan sinna raða. „Auðvitað eru áherslurnar mis- munandi en almennt tel ég að læknar séu mjög meðvitaðir um mikilvægi þess að auka megi heil- brigði manna og lífsgæði með öðr- um aðferðum en hátæknilausnum læknisfræðinnar og styður starf þeirra við reykingavarnir, rann- sóknir Hjartaverndar og Krabba- meinsfélags Íslands þá fullyrðingu. Læknum er vel ljóst, að fé, sem varið er til annarra málaflokka en heilbrigðisþjónustu, getur haft mikla þýðingu við að stuðla að auknu heilbrigði. Heilbrigði manna tengist erfðum en einnig menntun, lífsstíl og ýmsum umhverfisað- stæðum, sem tengjast ekki lækn- isfræðilegum hátækniúrræðum á neinn hátt.“ Í fyrra lagði stjórn Læknafélags Íslands tillögur í formi þingsálykt- unar fyrir heilbrigðis- og trygg- inganefnd Alþingis um aðgerðir til að auka heilbrigði þjóðarinnar með úrræðum, sem á engan hátt tengj- ast starfsvettvangi lækna sérstak- lega. Þar segir: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að undirbúa áætlun um aðgerðir til að efla lýð- heilsu á Íslandi með hollara mat- aræði og aukinni hreyfingu. Höfð verði til hliðsjónar markmið 11 í gildandi heilbrigðisáætlun og manneldismarkmið Manneldisráðs. Mótuð verði stefna af hálfu rík- isstjórnarinnar, sem fjallaði um breyttar áherslur í verðlagsmálum neysluvara, almenningsfræðslu, breytta námskrá leik- og grunn- skóla, stuðning við menningar- tengda hreyfingu barna og ung- linga auk keppnisíþrótta, aukna áherslu á almenningsíþróttir og aðstöðu almennings til útivistar og annarrar hreyfingar. Haft yrði í huga að gera þetta að sjálfsögðu, spennandi og skemmtilegu verk- efni fyrir þjóðina til að fást við og að það hefði þverpólitíska skírskot- un. Sköpuð yrðu skilyrði fyrir þegnana til að velja skynsamlega í þessum efnum, þannig að bágur efnahagur og skortur á fræðslu og upplýsingum hefði sem minnst áhrif á ákvarðanir til heilsubótar.“ Sigurbjörn segir að ekkert hafi gerst frá því tillagan var lögð fyrir nefndina. Stjórnin þurfi væntan- lega að að ýta frekar á eftir mál- inu. Eitt að vita – annað að gera „Ég er ekki jafnhrifin af öllu í greininni,“ segir Anna Elísabet Ólafsdóttir, forstjóri Lýðheilsu- stöðvar. „Ef ég byrja á að líta á jákvæðu hliðarnar tek ég heilshugar undir skoðun höfundarins um að veita þurfi aukna fjármuni til forvarna. Með árangursríkum forvörnum er unnið gegn ótímabærum dauða og dregið úr veikindum einstaklinga. Ég minni þó á að eitt helsta vanda- málið í tengslum við forvarnir felst í því að fá fólk til að framkvæma í samræmi við þekkinguna. Eitt er að vita og annað að gera segi ég stundum. Ég velti því fyrir mér hvort ekki sé full ástæða til að leggja aukið fé í rannsóknir á at- ferli fólks. Hvers vegna reykir fólk þrátt fyrir að þekkja alla áhættu- þættina? Við vitum að við förum illa með eigin heilsu með hvers konar ofneyslu. Engu að síður er ofneysla orðin eitt af okkar heilsu- farsvandamálum.“ Elsa B. Friðfinnsdóttir, formað- ur Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga, segist hlynnt því að fé sé veitt í fyrirbyggjandi aðgerðir upp að vissu marki. „Við höfum að vissu leyti lagt áherslu á viðgerð- arþjónustu, ekki lagt áherslu á fyr- irbyggjandi aðgerðir. Ég held hins vegar að við megum heldur ekki ganga of langt þar eins og bent hefur verið á, fara inn í einhvers konar sjúkdómavæðingu, skima fyrir öllum mögulegum sjúkdóm- um þannig við séum í raun og veru að búa til sjúklinga. Þó eðlilegt sé að leggja meira fé í forvarnir verð- ur að gæta að því að veita ekki féð ómarkvisst eða takmarkalaust.“ Heilbrigðisáætlun sniðgengin „Ég átta mig ekki alveg á því af hverju höfundurinn kýs að tala um sjálfbæra heilbrigðisþjónustu með tilvísun til þess hvernig hugtakið er notað í umhverfisfræðunum,“ segir Elsa og bætir við að burtséð frá nafngiftinni geti hún tekið und- ir margt í greininni. „Ég á ekki von á því að nokkurt okkar velkist í vafa um tilhneigingu heilbrigð- iskerfisins til þess að þenjast út og verða sífellt kostnaðarsamara. Höfundur greinarinnar hefur rétt fyrir sér að því leyti að kostnaður heilbrigðiskerfisins getur ekki haldið áfram að vaxa svona tak- markalaust. Stjórnvöld þurfa að leiða um- ræðuna um hvað fólk sé tilbúið til að leggja mikið af mörkum til heil- brigðiskerfisins í gegnum hið op- inbera og hvaða áherslu beri að leggja innan málaflokksins. Nú stendur yfir vinna við endurskoðun á lögum um heilbrigðisþjónustu og skilgreiningu hlutverka Landspít- alans og Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Eftir að þeirri vinnu lýkur tel ég rétt að endurskoða forgangsröðun- arskýrsluna frá árinu 1998. Þar sem stjórnvöld gerðu þessa skýrslu aldrei að sinni hefur ekki verið tekið mið af henni t.d. við að- gerðir í tengslum við yfirstandandi Of nýjungagjörn? Morgunblaðið/Árni Sæberg Anna Elísabet Ólafsdóttir Elsa B. Friðfinnsdóttir Hvað er hægt að gera til að sporna við sívaxandi kostnaði í heilbrigðiskerfinu? Daniel Callahan veltir upp nýrri hugsun, „sjálfbærri heilbrigðisþjónustu“, í grein í Morgunblaðinu á mánudag. Anna G. Ólafsdóttir bar viðhorf Callahans undir nokkrar lykilmanneskjur í íslenskri heilbrigðisþjónustu og stjórnmálum.  Hærri meðalaldur  Kröfuharðari viðskiptavinir  Dýrar tækniframfarir og lyf  Hverjar eru afleiðingarnar fyrir heilbrigðiskerfið? Sigurbjörn Sveinsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.