Morgunblaðið - 01.02.2004, Síða 23

Morgunblaðið - 01.02.2004, Síða 23
Morgunblaðið/Golli Vötn og ár á Arnarvatnsheiði eru pökkuð af fallegri bleikju. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2004 23 EINN morguninn var ég að ganga minn veg (eða þannig) á göngubretti í heilsuræktinni og sá þá Madonnu syngja í rósóttum kjól á Popptívíi. Ég var ekki með heyrnartæki og heyrði því ekki lagið en horfði af því meiri athygli á þessa kraftmiklu og glæsi- legu söngkonu sem alltaf er með á hreinu hvað er „hot“, hverju sinni. Sem sagt – hún var í stórrósóttum kjól með munstri og sniði eins og var í tísku um 1970. Af því ég heyrði ekki lagið reikaði hugurinn víða meðan ég horfði á Madonnu í allskyns stellingum á myndbandinu. Ég fór að hugsa um hinn sér- kennilega tíma í kringum 1970 þegar stúdenta- óeirðirnar voru rétt um garð gengnar og öld- urnar sem þær vöktu í hinum vestrænu samfélögum voru enn að rísa og falla. Ég hugs- aði um blómabörnin, afturhvarfið til náttúr- unnar (konur máluðu sig ekki einu sinni), af- neitun peningahyggjunnar, Víetnamstríðið, mótmælagöngurnar, uppreisnarhuginn og margt annað sem þá var í gangi. Svo fór ég að bera þetta saman við nútímann. Ég fór að velta því fyrir mér hvort fleira en rósótti kjóllinn væri sambærilegt við þessa tíma nú, erlendis og jafnvel hér. „Kannski að rósótti kjóllinn hennar Madonnu sé aðeins lítil vísbending um það sem í vændum kann að vera,“ hugsaði ég. Við nánari umhugsun kom til mín sú hugsun að engu sé líkara en smám saman sé að mynd- ast jarðvegur fyrir volduga sveiflu til vinstri í okkar umhverfi, án þess þó að séð verði að um meðvitaðar aðgerðir eins eða neins sé að ræða, miklu heldur virðast „öll vötn falla til Dýra- fjarðar“ í þeim efnum. Svo er að heyra að margir séu orðnir dálítið þreyttir á þeirri pen- ingahyggju sem hefur sett mark sitt á sam- félagið árum saman. Þá er misskipting auðs talin af ýmsum mun meiri hér á landi nú en verið hefur fram undir þetta. Óumdeilt er að óvenjulega margir ganga hér atvinnulausir og komið hefur f ram að öryrkjar og ýmsir aðrir sem minna mega sín telja kjör sín lök. Óöryggi og ótti eru af sumum sögð óvenjulega áberandi í samfélaginu. Mikill niðurskurður er nú í gangi í heilbrigðiskerfinu og saumað er nokkuð að velferðarkerfinu á öðrum vettvangi einnig, ef marka má fréttir og blaðaskrif. Gagnrýni hefur verið uppi á helstu forystumenn okkar, m.a. vegna frumvarps um bætt eftirlaunakjör þingmönnum og fleiri frammámönnum til handa. Samningar margra verkalýðsfélaga eru lausir og ýmsir telja að þeir verði erfiðir, ekki síst vegna fyrrgreinds frumvarps. Forystu- menn ríkisstjórnarinnar hafa legið undir ámæli fyrir að hafa stutt stríðsreksturinn í Írak og Bandaríkjamenn njóta takmarkaðra vinsælda sums staðar vegna forgöngu sinnar í þeim stríðsrekstri, sem sýnist ætla að dragast á langinn með tilheyrandi blóðsúthellingum. Það má sem sé greina ýmis teikn á lofti um að veðrabrigði kunni að vera í nánd, ef marka má fyrri reynslu í þessum efnum. En ekki þar fyrir, fátt endurtekur sig óbreytt og kannski gerist eitthvað ófyrirséð sem breytir þessu umhverfi. Eigi að síður bendir ýmislegt til að óróleg atburðarás geti verið í nánd, fari svo verður fróðlegt að fylgjast með hvert hún stefnir. ÞJÓÐLÍFSÞANKAR/Er voldug sveifla í vændum? eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur Madonna og mótmælagöngur UM FÁTT er meira talað veiði- manna í millum þessa dagana held- ur en meint leiga Lax-á á sunn- anverðri Arnarvatnsheiði. Það mun vera nokkuð orðum aukið að allt sé klappað og klárt, en rétt er að fyr- irtækið hefur gert Veiðifélagi Arn- arvatnsheiðar tilboð sem stjórn þess hefur samþykkt, en endanleg sam- þykkt eða höfnun verður þó ekki fyrr en á aðalfundi sem er á dagskrá um næstu helgi. Morgunblaðið hefur heimildir fyr- ir því að verð veiðileyfa muni hækka lítillega, eða úr 2.500 krónum pr. dag í 3.000 krónur, og að samhliða verði ráðist í stórfelldar samgöngu- bætur og bættan aðbúnað fyrir veiðimenn. Veiði í vötnum Arn- arvatnsheiðar hefur til þessa dags verið torsótt þar eð slóðir þangað inn eftir eru aðeins á færi jeppa og því meiri sem aukabúnaður þeirra er, því betra. Hermt er að í það minnsta hálfri milljón verði varið í þessar umbætur á sumri hverju. Nokkur hús eru á heiðinni, tvö smá- hýsi við Úlfsvatn og leitarmannakof- ar. Þar munu veiðimenn geta fengið næturgistingu sem endranær. Neðri hluti Arnarvatnsheiðar, svæðið sem um ræðir, er afar víð- feðmt og með mörgum vötnum og ám. Víða frábærir veiðistaðir. Mest er um 1-2 bleikju, stærri fiskar þó ekki óalgengir og góður slangur er einnig af urriða sem getur orðið mjög vænn. Hitt og þetta Stjórn SVFR og landeiendur við Gljúfurá í Borgarfirði hafa verið á fundum í vetur til að leiða endanlega til lykta vandamálið með ós árinnar. Menn eru undir feldi þessa daganna, en úr herbúðum SVFR hefur lekið að „góðar“ og „nýjar“ hugmyndir séu komnar á kreik. Þá er það haft fyrir satt að áin, sem var nánast laxlaus allt sumarið vegna þurrka og grynn- inga í ósnum, hafi verið mjög lífleg eftir veiðitíma, en þá hafði fiskur loks getað gengið óhindraður upp. Þá er því fleygt að erfitt sé nú að fá veiðileyfi á urriðasvæðið í Laxárdal í Suður Þingeyjarsýslu. Enskir aðilar sem komu þangað í 3 daga í fyrra hafi verið svo hrifnir að þeir hafi keypt 3-4 vikur að þessu sinni og nú sé ekki pláss fyrir íslensk holl sem veitt hafa á svæðinu um árabil. Englendingarnir sem um ræðir veiddu yfir 200 fiska, lentu í draumaaðstæðum og töldu sig vera í himnaríki. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Stefnt að stór- felldum sam- göngubótum á Arnarvatnsheiði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.