Morgunblaðið - 01.02.2004, Síða 24

Morgunblaðið - 01.02.2004, Síða 24
24 SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ H eimsmynd okk- ar daga hefur tekið stórtæk- um breytingum frá lokum kalda stríðsins. Ein afleiðing þessara breyt- inga er sú að norðurslóðum er aukinn gaumur gefinn í alþjóðasamstarfi og íslenskum utanríkismálum hefur bæst ný vídd. Margir hafa haft þá mynd af norðurskautssvæðinu að það sé öðru fremur harðbýll og myrkv- aður sífreri. En hvað er það sem skýr- ir hinn aukna áhuga á málefnum svæðisins, hverjir eru hagsmunaaðil- arnir og hvaða máli skiptir svæðið heiminn í heild sinni? Í byrjun er e.t.v. við hæfi að af- marka svæðið. Fljótt kemur í ljós að það er ekki eins einfalt og menn kunna að kjósa. Enginn samningur, sem nýtur alþjóðlegrar viðurkenning- ar, liggur fyrir um hugtakið „norður- skautssvæðið“ og því er ekki til nein ein skilgreining á því hvar landfræði- leg mörk þess liggja. Af þessum sök- um er norðurskautssvæðið skilgreint með ýmsum hætti með tilliti til fjar- lægðar frá miðbaug í gráðum talið, lofthita, hafstrauma eða vaxtarmarka jarðargróðurs. Með öðrum orðum ræður það fyrirbæri, sem athygli er beint að hverju sinni, skilgreiningu þess landsvæðis sem um ræðir. Jafnvel þótt norðurskautssvæðið yrði afmarkað í eitt skipti fyrir öll kynni það ekki að segja til um hverjir eiga hagsmuna að gæta þar. Þrátt fyrir að norðurskautssvæðið sé aug- ljóslega samfelld heimskautalandar- eign, sem nær yfir meira en einn sjötta landmassa jarðar, erum við í vaxandi mæli að átta okkur á hvernig það tengist öðrum svæðum heimsins að því er jurta- og dýralíf, vistfræði og atvinnulíf varðar. Að vissu marki á öll heimsbyggðin hagsmuna að gæta á norðurskautssvæðinu. Hvað er Norðurskautsráðið? Greiðasta leiðin til að afmarka við- fangsefnið er að benda á beina hags- munaaðila á norðurskautssvæðinu, lönd og samtök sem tengjast Norð- urskautsráðinu, þar sem Ísland gegn- ir nú formennsku til tveggja ára. Um er að ræða aðildarríkin átta, það er ríkin tvö í Norður-Ameríku, Norður- löndin og Rússland, og sex samtök þjóðarbrota sem eiga uppruna sinn á svæðinu og eru þátttakendur í starfi ráðsins til frambúðar í fullu samráði við stjórnvöld. Fimm ríki, sem eiga ekki landsvæði á norðurskautssvæð- inu, alþjóðastofnanir og félagasamtök eiga tuttugu og fimm áheyrnarfull- trúa sem sækja fundi Norðurskauts- ráðsins þar sem þeim gefst kostur á að taka þátt í umræðum. Alþjóðlegt samstarf á norður- skautssvæðinu hófst ekki með til- komu Norðurskautsráðsins. Sem dæmi má nefna að þegar 129 manna úr hinum örlagaríka Franklin-leið- angri var saknað á norðurskauts- svæðinu árið 1848 stóðu nokkur lönd fyrir umfangsmesta leitar- og björg- unarleiðangri sem sögur fóru af á þeim tíma. Frá árinu 1882 hafa vís- indamenn, alls staðar að úr heimin- um, unnið saman og skipst á upplýs- ingum á þeim þremur heimskauta- árum sem skipulögð hafa verið á alþjóðavettvangi síðan þá. Unnið er að undirbúningi fjórða heimskauta- ársins á tímabilinu 2007–2008. Með stofnun Norðurskautsráðsins árið 1996 varð markvissara samstarf stjórnvalda á svæðinu umhverfis norðurskautið samt sem áður að veruleika, en ráðið er fyrsti og eini samstarfsvettvangur þar sem fjallað er um sameiginleg málefni af um- hverfis-, efnahags- eða félagslegum toga. Með tilkomu Norðurskauts- ráðsins hefur norðrið eignast sérstak- an málsvara innan samfélags þjóð- anna, nú þegar umræður um sjálfbæra þróun standa sem hæst um heim allan. „Hví menn fara þangað í svo mikinn lífsháska“ Eina fyrstu lýsingu á verkaskrám hagsmunaaðila á norðurskautssvæð- inu, sem vitað er um, er að finna í Konungsskuggsjá frá því um 1250. Þrjár ástæður eru fyrir því, að sögn höfundar, „hví menn fara þangað í svo mikinn lífsháska“; ein er framavon, önnur þekkingarþorsti og sú þriðja ágóðavon. Svo virðist sem landkönn- un hafi verið drifin öllum þremur áhugahvötum um aldir, einnig áköf leit að norðvestursiglingaleiðinni sem hlaut svo bráð endalok 1848. Árang- urslausar tilraunir til þess að finna þátttakendur í Franklin-leiðangrin- um, eða norðvestursiglingaleiðina sjálfa, virðast, til allrar óhamingju, hafa mótað hugmyndir manna um norðurskautssvæðið á ofanverðri nítjándu öld. Þar ríkti kuldi og þar var auðn og andi guðs var þar víðs fjarri. Höfundur nokkur, sem hjarði harðan vetur þar, ritaði jafnvel í dagbók sína að hann sæi sjálfan sig og áhöfn sína ferðast á sleðum yfir auðnina líkt og fallnir englar í Paradísarmissi Milt- ons. Þessi ófagra mynd af norður- skautssvæðinu stóð því sem næst óhögguð uns höfundar, eins og Vest- ur-Íslendingurinn Vilhjálmur Stef- ánsson, gerðu tilraun til þess að breyta henni. Með ritverkum eins og The Friendly Arctic og Northward Course of Empire dró Vilhjálmur upp mynd af geðfelldara og þægilegra norðurskautssvæði sem mannsand- inn gæti sigrast á, tileinkuðu menn sér vísdóm frumbyggja svæðisins. Því er ver og miður að tilkoma kalda stríðsins kom í veg fyrir að unnt yrði að leysa úr læðingi aðdráttarafl norð- urskautssvæðisins á þeim tíma er sýn Vilhjálms Stefánssonar og annarra var að ryðja sér til rúms. Nú á dögum erum við að byrja að átta okkur á þeim gullnu tækifærum sem norðurskautssvæðið býr yfir. Norðurskautssvæðið birtist okkur sem þýðingarmikið svæði fyrir heims- byggðina alla. Þar er að finna olíu, gas, jarðefnaauðlindir og ferskvatn í gríðarlegu magni. Þar eð mestmegnis er um hafsvæði að ræða eru þar sum bestu fiskimið heimshafanna. Í Norð- uríshafi, hafinu við Labradorskaga og Grænlandshafi eru djúpsjávar- straumar heimshafanna knúnir áfram. Norðurskautssvæðið er vist- kerfi sem vert er að vernda og þar eru upptök líffræðilegs fjölbreytileika. Heimkynni manna um þúsundir ára er svæðið enn fremur vettvangur líf- vænlegra menningarsamfélaga þjóða og frumbyggjahópa þar sem fjölmörg og ólík tungumál eru töluð. Síðast en ekki síst hillir nú loks, sakir hnatt- rænnar hlýnunar, undir það að meg- inmarkmiði landkönnuða fortíðar verði náð, að finna sjóleið umhverfis norðurskautið sem fæli hvort tveggja í sér norðvestur- og norðaustursigl- ingaleiðina. Verði opnun norður- skautssiglingaleiða að veruleika kynni það að umbylta sjóflutningum í heiminum. Með slík auðæfi í augsýn, hvað ger- Útvörður hins alþjóðlega samfélags Ísland gegnir nú forystu í Norðurskautsráðinu, en ráðið er fyrsti og eini sam- starfsvettvangurinn þar sem fjallað er um sameiginleg málefni Norðurskautssvæð- isins af umhverfis-, efna- hags- eða félagslegum toga. Gunnar Pálsson sendiherra skrifar um aukna þýðingu samstarfs á norðurslóðum. Ljósmynd/Haraldur Örn Ólafsson Mynd frá norðurpólsleiðangri Haraldar Arnar Ólafssonar. Norðurskautssvæðið nær yfir meira en einn sjötta landmassa jarðar. Morgunblaðið/Golli „Við leggjum sérstaka áherslu á að efla samstarf aðildarríkjanna á þeim sviðum sem geta með beinum hætti gagnast íbúum á norðurslóðum til bættra lífsskilyrða," sagði Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra og formaður Norðurskauts- ráðsins, að lokinni setningu fyrsta þings ráðsins eftir að Íslendingar tóku við formennsku í fyrra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.