Morgunblaðið - 01.02.2004, Síða 31

Morgunblaðið - 01.02.2004, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2004 31 hefur gert mig að þeim manni sem ég er.“ Þrátt fyrir að fara sjaldn- ast troðnar slóðir á Tim Burton stóran og tryggan aðdáendahóp. Óhætt er þó að fullyrða að síðasta mynd Burtons, Planet of the Apes, hafi fallið í grýttan jarðveg jafnt hjá heitustu aðdáendum hans sem og flestum gagnrýnendum. Líkur eru þó á að með nýjustu mynd hans Big Fish nái Burton að bæta fyrir fyrri misgerðir. Myndin hef- ur víðast fengið fína dóma og var hún tilnefnd til fernra Golden Globe verðlauna, sjö Bafta- verð- launa og einna Óskarsverðlauna. Kvikmyndin Big Fish segir frá Edward Bloom og ýktum ævintýr- um sem hann á að hafa upplifað um ævina. Er hann liggur bana- leguna kemur sonur hans, Will, að máli við hann í von um að fá að vita hvern mann faðir hans hefur raunverulega að geyma. Will finnst faðir sinn vera sér ókunnug- ur og er hann þeirrar skoðunar að allar þær ævintýralegu sögur sem Edward segir í sífellu um sjálfan sig séu tómar lygasögur. „Ég sá fyrir mér soninn á svip- aðan hátt og ég gerði Batman,“ segir Burton. „Þeir eru báðir til- finningalega bældir, þeir eru báðir í leit að svörum með undarlegum hætti. Ég finn til ákveðinnar hryggðar hvað varðar þessar per- sónur. Það er ákveðinn dapurleiki sem fylgir því að leita að bók- staflegum svörum sem aldrei verða fundin og þótti mér það vera mikilvægt einkenni persónunnar.“ Kvikmyndin hvarflar á milli samtíma drama og fjarstæðu- kenndrar fortíðar og er mörkum raunheims og fantasíu, sannleik- ans og lygasagna stöðugt ögrað. „Það sem mér líkaði sérlega vel við myndina var hve mörk þess raunverulega og óraunverulega voru óljós,“ segir Burton. „Hver getur í raun sagt til um hvað er raunverulegt og hvað ekki.“ Jafnvægið milli epískra ýkju- sagna Edwards Blooms og einfald- ari en persónulegri sagna um sam- tíma fjölskyldudrama segir Burton hafa verið vandmeðfarið. „Mér lík- aði tilhugsunin um að kvikmyndin væri á tíðum eins konar fantasía sem færði sig aftur yfir í blákaldan raunveruleika þess að missa for- eldri,“ segir Burton. „Helsta áskorunin var að halda jafnvæginu myndrænt á milli þessara tveggja þátta sögunnar.“ Handrit myndarinnar er byggt á skáldsögu eftir Daniel Wallace. Burton segist hafa lesið handritið áður en hann las bókina og fallið kylliflatur fyrir því. „Mér finnst handritshöfundurinn John August hafa staðið sig frábærlega. Hann tók bókina, sem var eins konar samansafn af sögum, og gaf henni nýtt form og gæddi söguna auk- inni dýpt.“ Hann segist feginn að hafa ekki verið að aðlaga fræga skáldsögu að kvikmyndaforminu. „Það er auðveldara að umsemja bók á við þessa þar sem maður er ekki að fást við mörg hundruð blaðsíðna ástkæra skáldsögu sem allir þekkja. Maður er frjálsari þegar ekki er stöðugt verið að hugsa um hvernig hægt er að gera einhverri klassík sem best skil.“ Ástæðurnar fyrir því að hann sló til og ákvað að taka að sér að gera myndina Big Fish segir Burt- on mjög persónulegar. „Faðir minn lést skömmu áður en ég las handritið og allar þær tilfinningar sem söfnuðust upp við það fengu mig til að hugsa. Maður hefur eins konar tímaflakk, hugsar um liðna tíma og byrjar að kryfja þá til mergjar.“ Burton kveðst ekki hafa verið mjög náinn föður sínum. Rétt áður en hann lést reyndi Burton að endurnýja sambandið á milli þeirra feðga en hann segist ekki hafa náð þeim árangri sem sonurinn Will nær í Big Fish. „Það var andlega græðandi reynsla að gera þessa mynd,“ fullyrðir Burt- on. Hann segist hafa átt mjög erf- itt með að ræða um þær tilfinn- ingar sem fylgdu láti föður síns en hann hafi að einhverju leyti náð að vinna úr þeim tilfinningum í gegn- um myndina. Sögupersónan Will átti eftir að endurspegla einkalíf Burtons sjálfs enn frekar. Nokkrum vikum eftir að tökur hófust á Big Fish kom í ljós að Burton og kærasta hans, leikkonan Helena Bonham Carter, ættu von á barni en Will var ein- mitt að verða faðir í myndinni. Burton og Bonham Carter fæddist sonurinn Billy Raymond síðastlið- inn október. „Á undarlegan hátt endurspeglast persónuleg reynsla mín í myndinni, hún hefst með dauðsfalli og lýkur með fæðingu.“ Lífið er átakanlegt á jákvæðan hátt Leitin að aðalleikurum í kvik- myndina Big Fish var miklum vandkvæðum háð að sögn Burtons. „Það var ekki nóg að finna einn leikara heldur þurfti að finna tvo fyrir hvert hlutverk, einn fyrir samtímann og annan fyrir fortíð- arsenurnar.“ Hugmyndin að því að láta Ewan McGregor og Albert Finney leika Edward Bloom er sögð hafa komið til vegna ljósmynda sem voru birt- ar af þeim í tímariti árið 1997. Birt var mynd af þeim hlið við hlið, ný mynd af McGregor en mynd af Finney frá árinu 1963 þar sem hann lék aðalhlutverkið í kvik- myndinni Tom Jones og er svip- urinn með þeim óneitanlega sterk- ur. „Albert og Ewan eru tengdir á einhvern yfirnáttúrlegan hátt,“ segir Burton. „Það er eitthvað varðandi persónuleika þeirra, skapgerð og persónutöfra.“ Hverju vonast Burton til að fá áorkað með mynd sinni Big Fish? „Það eina sem ég vonast eftir er að hún höfði til einhvers á per- sónulegan hátt,“ segir Burton. „Lífið er átakanlegt á jákvæðan hátt. Það er fyndið, það er sorg- legt – það er allt í einum pakka. Myndin Big Fish tekur á því öllu.“ ur tókum við allt upp þarna í suðrinu.“ Gullið jafnvægi Ewan McGregor og leikarinn Albert Finney fara báðir með hlutverk Edwards Blooms í Big Fish. McGregor leikur Bloom á yngri árum hans sem rifjuð eru upp af öldruðum Bloom sem leik- inn er af Finney. Upprifjun sína sveipar Bloom ævintýralegum ljóma. McGregor segir það hafa verið nokkuð vandasamt verk að finna jafnvægi fyrir persónuna á mörkum raunheims og fantasíu. „Ég leik persónu sem er rifjuð upp af sjálfri sér. Ég er því að leika eins konar frásagn- arútgáfu af manni og því var hlutverk mitt ekki að tilheyra fantasíu eða raunveruleika held- ur þurfti ég að vera einhvers staðar þar á milli,“ segir McGregor. „Við Burton unnum stöðugt að því að halda þessu gullna jafnvægi.“ Þrátt fyrir að Burton sé þekkt- astur fyrir ævintýralegan kvik- myndastíl sinn segir McGregor að hann hafi verið sérlega hrif- inn af þeim hluta myndarinnar sem gerist í samtímanum og hef- ur yfir sér blæ raunsæis. „Það getur enginn skapað betri æv- intýraheima en Burton,“ segir McGregor. „Sá hluti mynd- arinnar sem segir samtímasög- una er hins vegar einstaklega vel útfærður af honum. Við höfum ekki séð slík myndskeið frá hon- um áður. Þar er hvergi að finna ævintýralegt yfirbragð heldur blákaldan raunveruleikann og tekst Burton að gera þetta bæði fallega og átakanlega.“ Sá stóri (Big Fish) var frumsýnd í Smárabíói og Regnboganum á föstudag.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.