Morgunblaðið - 01.02.2004, Síða 35

Morgunblaðið - 01.02.2004, Síða 35
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2004 35 myndi vinna verk saman. Mér leist ágætlega á það og setti saman þennan hóp sem byrjaði að vinna í júlí. Ég vildi að við ynnum eitt heildstætt verk saman, sem hefði einn karakter, þannig að áhorf- endum fyndust þeir vera að koma og sjá eitt verk, en ekki fimm ólík verk eftir fimm einstaklinga,“ seg- ir Egill Sæbjörnsson spurður um samvinnuna. „Það má segja að við séum að vinna með mörk leikhúss og myndlistar, þar sem við blönd- umsaman myndböndum, hljóði, tónlist og rýmishugleiðingum,“ segir Egill sem hefur búið og starfað í Berlín síðustu fimm ár. Spurður hvers vegna hann telji Berlín jafn heillandi borg fyrir listafólk og raun ber vitni nefnir Egill að afar hagstætt sé að búa í borginni auk þess sem mikil gróska sé í listalífinu. Skoðar samfélagið með hjálp barna Aðspurð um verk sitt á sýning- unni Berlin North segir Ósk Vil- hjálmsdóttir það hluta af stærra verkefni sem hún hafi verið að vinna að í nokkur ár sem kalla megi landnám. „Fyrir þessa sýn- ingu tók ég viðtöl við íslensk-þýsk börn upp á myndband þar sem ég fékk þau til að lýsa draumahúsi sínu. Börn endurspegla samfélagið sem þau búa í á svo skemmtilegan hátt. Þannig er ég í og með að skoða samfélagið með hjálp barnanna. Ég smíðaði síðan hús í samræmi við hugmyndir barnanna og varpa myndbandinu með þeim inn í húsið. Auk þessa sýni ég líka myndir frá Reykjavík, en síðustu ár hef ég verið að skrásetja bygg- ingaræðið sem greip um sig í borg- inni kringum aldamótin. Ég er með þrjár stórar myndir úr þeirri myndaseríu sem virka sem gluggar á húsið. Með þessu móti stilli ég upp annars vegar draumi barnanna gagnvart veruleikanum,“ segir Ósk, en hún bjó sjálf um ára- bil í Berlín. Að sögn Óskar hefur Berlín ver- ið mikið í tísku síðustu ár. „Eitt af því sem heillar við Berlín er að hún er ekki eitthvað eitt, eins og París og Lundúnir, þar sem borgin er svo fjölbreytt og um leið óút- reiknanleg. Falli múrsins fylgdi mikið breytingarskeið sem hefur haft afar örvandi áhrif á þessa skapandi orku sem hér má finna. Í dag er Berlín algjör suðupottur allra lista og höfðar fyrir vikið afar sterkt til listafólks í öllum grein- um.“ Þess má geta að samhliða sýn- ingunni í Hamburger Bahnhof verður opnuð helgarsýning yngra listafólks í þremur litlum galleríum í nýja miðbæjarkjarnanum í Berlín sem ber heitið Signals in the Heavens og skipulögð er af Bryn- dísi Ragnarsdóttur, Geirþrúði Finnbogadóttur Hjörvar og Hugin Þór Arasyni. Hafa þau fengið til liðs við sig 17 unga myndlist- armenn og hóp tónlistarmanna. silja@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.