Morgunblaðið - 01.02.2004, Page 41

Morgunblaðið - 01.02.2004, Page 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2004 41 ✝ Erlendur Jóns-son fæddist á Kleifum á Blönduósi 18. júlí 1954. Hann lést 10. janúar síðast- liðinn. Foreldrar hans eru hjónin Sig- rún Kristinsdóttir, húsmóðir og skóla- ritari, f. á Blönduósi 26. mars 1932, d. 19. apríl 2003, og Jón Erlendsson kennari, f. á Ísafirði 2. apríl 1926. Systur Erlend- ar eru Ingileif ónæm- isfræðingur, f. 27. nóvember 1952 og Kristín kennslu- kona, f. 23. desember 1960. Eftirlifandi eiginkona Erlendar er Anna Jóna Hauksdóttir leik- skólakennari, f. í Reykjavík 29. október 1953 og uppalin þar. For- eldrar Önnu Jónu eru Margrét Guðjónsdóttir húsmóðir, f. 9. apríl 1932 og Haukur Sveinbjarnarson framkvæmdastjóri, f. 9. nóvember 1928. Erlendur og Anna Jóna kynntust árið 1972 og gengu í hjónaband 29. nóvember 1977. Sonur þeirra er Jón Erlendsson flugvirki, f. 29. júlí 1973, kvæntur Evu Úllu Hilmarsdóttur iðnrekstr- arfræðingi, f. 15. júlí 1974. Synir fjarðar á Hjalteyri við Eyjafjörð, og vann þar að undirbúningi til- rauna með lúðueldi og framleiðslu lúðuseiða. Hann starfaði hjá Ís- landslaxi frá 1990 og var fram- leiðslustjóri laxeldisstöðvarinnar í Þorlákshöfn 1991–1993. Erlendur vann ráðgjafarstörf fyrir Rann- sóknarráð ríkisins og umhverfis- ráðuneytið og markaðsstörf fyrir Vaka hf. uns hann hóf störf við þró- un og skipulagningu matfiskeldis lúðu hjá Fiskeldi Eyjafjarðar í Þor- lákshöfn sem hann stýrði 1994– 1999. Erlendur var forstöðumaður Tæknisviðs Rannsóknarráðs Ís- lands frá október 1999. Erlendur kenndi við líffræðiskor Háskóla Íslands, fiskeldisbraut Bændaskólans á Hólum og nýstofn- aða sjávarútvegsbraut Háskólans á Akureyri. Eftir Erlend liggur fjöldi vísindagreina, ritgerða og kennsluefni um skordýr, fiskeldi, á sviði vatna- og sjávarlíffræði og um þjálfun veiðihunda. Erlendur vann ýmis trúnaðar- störf tengd rannsóknum og þróun- arvinnu m.a. fyrir Rannsóknarráð Íslands, menntamálaráðuneytið, sjávarútvegsráðuneytið, Norræna iðnaðarsjóðinn og Lífvísindaáætl- un og Matvælaáætlun Evrópusam- bandsins. Erlendur var virkur í fé- lagsstarfi náttúrufræðinga. Hann sat í stjórn veiðihundadeildar Hundaræktarfélags Íslands og var dómari í prófun veiðihunda. Útför Erlendar var gerð frá Laugarneskirkju 27. janúar. þeirra eru Ísak, f. 9. ágúst 1999 og Krist- ófer, f. 3. mars 2003. Erlendur er uppal- inn í foreldrahúsum á Rauðalæk ásamt systrum sínum. Hann gekk í Laugalækjar- skóla og lauk síðan stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Tjörnina 1974. Hann hóf nám í líffræði við Háskóla Íslands og lauk þaðan BS-prófi vorið 1977 og rann- sóknarnámi í líffræði (BS 120) 1979. Þá fluttu Erlendur, Anna Jóna og Jón sonur þeirra til Danmerkur þar sem Erlendur stundaði framhaldsnám í vatnalíf- fræði og rannsakaði einkum rykmý. Hann lauk embættisprófi Cand. Scient. frá Vatnalíffræði- stofnun Kaupmannahafnarháskóla árið 1982. Á námsárunum vann Er- lendur að ýmsum rannsóknarverk- efnum á vegum Líffræðistofnunar Háskóla Íslands og Náttúrufræði- stofnunar, m.a. við Rannsókna- stöðina við Mývatn. Á árunum 1983–1987 vann hann við rann- sóknir á Hafrannsóknastofnun en hóf síðan störf hjá Fiskeldi Eyja- Góður drengur hefur kvatt og skil- ur eftir sig litríkar og hlýjar minn- ingar í fjársjóði fyrir vini og fjöl- skyldu. Erlendur Jónsson mágur minn var líffræðingur, en hann var líka eiginmaður og faðir, vinur, veiði- maður, náttúruunnandi, vísindamað- ur, sagnamaður, bróðir og sonur, húmoristi, frumkvöðull, fagurkeri og svo margt annað. Á öllum sviðum mannlífsins fannst honum sjálfsagt og eðlilegt að menn kæmu fram af sanngirni og réttsýni og í því efni gerði hann mestar kröfur til sjálfs sín. Á kveðjustund verður ekki komist hjá að minnast fjöl- margra samverustunda vítt og breitt um landið. Samvera við Erlend í úti- vist og veiðiskap var aldrei hvunn- dagsleg. Einbeitni, kraftur og geisl- andi áhugi á náttúrunni leiftraði af honum í ferðalögum og útivist. Dags- ferð á gönguskíðum á annan dag jóla var farin í vetrarbirtu eins og hún gerist fallegust; himinninn og Heng- illinn skiptust á að skrýðast rauðu, hvítu og bláu. Sú ferð var eðli málsins samkvæmt ekki bara gönguskíða- ferð. Hún var einnig ferð til að telja rjúpur, þjálfa hundana, taka myndir og njóta samverunnar við náttúruna með öllum skilningarvitum. Ógleymanlegt er kvöld eitt þegar við vorum við veiðar í Laxá í Mý- vatnssveit ásamt föður Ella og tengdaföður mínum Jóni Erlends- syni, lærimeistara okkar beggja í fluguveiðinni. Þann eftirmiðdag höfðum við Elli verið við veiðar í Geirastaðalandi og veitt rólega niður ána og stefnt niður í Ferjuhólma. Þegar þangað kom var degi tekið að halla. Það var lágskýjað og við nutum þess að flatmaga í hólmanum, hlusta á náttúruna og horfa á ána sameinast framundan Hagatánni og breiða úr sér. Við gæddum okkur á vel útilátnu nestinu og skemmtum okkur við að upplifa þessa einstöku á og umhverfi hennar, sælir með veiðina og til- veruna alla. Sólin var að setjast undir skýin á vesturhimni. Eftir nokkra stund var hún komin niður undir sjóndeildarhring og sendi geisla sína undir skýin og yfir landið. Himnarnir loguðu og breiðan undan Hagatánni varð að fljótandi gulli. Í undrun horfðum við á ána líða fram eins og væri hún seigfljótandi. Til að full- komna stundina tók urriðinn að dansa um alla breiðu. Hann stökk og hoppaði um alla á og hjartað sló örar mitt í þessari töfrastund. Með hægð fetuðum við okkur út í vatnið og nut- um þess að dansa með urriðum undir logandi himni. Stundirnar til að minnast er ótal- margar og það er sárt að þær munu ekki verða fleiri. Þegar við hittumst hinum megin munu við eflaust á logagylltu kvöldi horfa yfir landið og dásama það. Og eftir landinu miðju mun að líkindum renna hin fegursta á, þar sem dansandi urriðar hafa nú boðið Erlend velkominn til leiks. Þórarinn Eyfjörð. Góður félagi og vinur er látinn, langt um aldur fram. Þótt svo að undirritaður viti mætavel að Erlend- ur hefði seint sýnt því áhuga að um hann yrði rituð minningargrein, verða engu að síður nokkur kveðju- orð færð á blað. Leiðir okkar lágu fyrst saman haustið 1974, þá báðir nýinnritaðir til náms við líffræðiskor Háskóla Ís- lands. Ekki var langt liðið á misserið þegar Elli bauð fyrstaársnemunum í teiti heim í íbúðina sem þau Anna Jóna voru þá nýlega flutt í. Þegar fyrstu gestirnir mættu svaf Jónsi sonur þeirra værum svefni í litlu rúmi úti í horni. Þegar þeir loksins fóru var drengurinn auðvitað glað- vakandi því þarna mættu ýmsir sem á þeim árum voru lítið gefnir fyrir hvísl eða söng vögguvísna á manna- mótum. Það lýsir Erlendi betur en mörg orð að hann skyldi verða fyrst- ur til að hóa saman þeim ágæta hópi sem þá átti það helst sameiginlegt að vilja læra líffræði. Og örugglega studdi Anna Jóna hann þarna sem endranær með ráðum og dáð. Að afloknu námi vorið 1977 hög- uðu örlögin því þannig að við unnum um ríflega tveggja ára skeið hlið við hlið á Líffræðistofnun Háskólans. Í hönd fóru skemmtileg og eftirminni- leg ár þar sem við félagarnir tengd- umst frekari vináttuböndum. Nýút- skrifaðir réðum við okkur til vistfræðirannsókna sem betur verð- ur vikið að hér á eftir en þegar haust- aði tókum við báðir til við að und- irbúa námsverkefni sem við svo lukum á svipuðum tíma árið 1979. Erlendur valdi sér verkefni á sviði vatnalíffræði. Að verkefninu loknu þótti það svo snilldarvel unnið að það verðskuldaði einkunnina 10. Fyrstu viðbrögð Erlends við þeim tíðindum voru þó þau að kanna hvort ekki væri hægt að fá einkunnina lækkaða eitt- hvað. Óttaðist hann að erfitt gæti reynst að standa undir þeim vænt- ingum sem fylgja þeim sem fá 10. En auðvitað verðskuldaði Erlendur þessa einkunn. Fljótlega sigldi fjöl- skyldan til frekara náms til Kaup- mannahafnar og þar lauk Erlendur svo framhaldsnámi í vatnalíffræði með glæsilegum vitnisburði. Minnis- stæð er heimsókn til þeirra Ella, Önnu Jónu og Jóns fljótlega eftir að þau voru búin að koma sér vel fyrir í höfuðborg Dananna þegar undirrit- aður þurfti tímabundið á gistingu að halda í Kaupmannahöfn. Sama má segja um heimsókn þeirra til okkar Ástrósar í Kiel rétt áður en þau fluttu heim. Ekki skorti okkur um- ræðuefnin þá frekar en endranær og ekki minnist ég þess að við yrðum uppiskroppa með skoðanir á því sem við ræddum. Oftast vorum við sam- mála. Sumarið 1977 varð sérlega minn- isstætt en segja má að það hafi liðið í stanslausu kapphlaupi við flóð og fjöru. Með okkur Ella vann sú ágæta kona Hrefna Sigurjónsdóttir. Við- fangsefnið var að athuga útbreiðslu fjörulífvera á Vestfjörðum og á vest- urhluta Norðurlands. Fimm eða sex dögum fyrir stórstreymi lögðum við land undir hjól og þegar fjara hafði versnað það mikið að við hættum að geta safnað lífverum sem halda sig neðst í fjöru héldum við til Reykja- víkur klyfjuð margvíslegum sýnum. Milli ferða unnum við svo á Líffræði- stofnun Háskólans við að rannsaka sýnin sem aflað hafði verið. Víða eru brattar brekkur upp frá fjörunum þar sem sýnin voru tekin og stundum var alllangt upp á veginn þar sem bíllinn beið okkar. Sýnatökubúnað- urinn og sýnin sigu auðvitað í og ein- hverra hluta vegna mæddist undir- ritaður stundum eitthvað fyrr en þau Elli og Hrefna. Hentum við oft gam- an að því síðar hversu einlægan áhuga undirritaður sýndi þá stund- um á því að skoða plöntur. Taldi Er- lendur áhugann greinilega vaxa eftir því sem brekkurnar urðu brattari og föggurnar þyngri. „Eigum við að bót- anisera núna, félagi?“ spurði Elli stundum glettinn á svip. Sjálfur blés hann sjaldnast úr nös enda alla tíð stæltur eins og langhlaupari. Heim komnir tókum við að vinna hvor á sínum vinnustaðnum þannig að tengslin minnkuðu. Erlendur hóf í fyrstu störf á Hafrannsóknastofnun en síðan flutti fjölskyldan norður á Akureyri. Næstu árin titlaði hann sig gjarnan sem lúðuhirði en nyrðra vann hann ásamt öðrum verðmætt frumkvöðulsstarf á sviði lúðueldis. Síðan lá leiðin suður á ný í störf tengd fiskeldi og síðustu árin var hann forstöðumaður tæknisviðs RANNÍS. Hittumst við alltaf af og til, gjarnan í góðra vina hópi, og urðu jafnan fagnaðarfundir. Þess á milli áttum við iðulega löng símtöl þar sem fagleg málefni bar oftar en ekki á góma. Vakti þá athygli hversu vel Erlendur fylgdist með því sem var að gerast í fræðunum og alltaf var hann einstaklega snöggur að setja sig inn í nýja hluti. Erlendur var alla tíð ófeiminn við að taka afstöðu. Hann var rökfastur jafnt í ræðu sem riti. Skoðanirnar voru ígrundaðar enda gjarnan byggðar á bestu tiltæku þekkingu sem hann var óþreytandi að tileinka sér. Rík réttlætiskennd var honum í blóð borin og lét hann sig ógjarnan fyrr en í fulla hnefana þættist hann hafa góðan málstað að verja. Hann var ósérhlífinn og eftirsóttur til vinnu enda úrræðagóður verkmaður sem hafði einstaka hæfileika til að flétta afburðafagþekkingu inn í við- fangsefnin á hverjum tíma. Við Ástrós sendum fjölskyldu Er- lends og öllum vinum hans innilegar samúðarkveðjur. Á sorgarstundu yljar minningin um góðan félaga og traustan vin. Karl Skírnisson. Erlendur Jónsson, Elli, eins og hann vildi láta kalla sig, var góður samstarfsmaður og minnisstæður fyrir glaðlyndi og dugnað. Samvisku- semi var honum í blóð borin og hon- um var annt um að framgangur verk- efna væri í samræmi við væntingar. Hann var fljótur að greina kjarnann frá hisminu og lét skoðnir sínar óspart í ljós. Í umræðum var hann fylginn sér en tilbúinn til málamiðl- ana. Elli var greiðvikinn og jafnan boðinn og búinn að aðstoða og leið- beina öðrum. Hann átti sér fjölmörg áhugamál og voru flest þeirra tengd útivist. Elli var fjölfróður um aðskilj- anlegustu málefni og beitti gjarnan fyrir sig glettni þegar hann kom sjónarmiði á framfæri. Elli var forstöðumaður tæknisviðs Rannís frá árinu 1999 og talsmaður stofnunarinnar í málefnum nýsköp- unar og hagnýtra rannsókna. Fráfall Ella var okkur reiðarslag og skarð hans verður vandfyllt. Við sendum fjölskyldu Ella okkar dýpstu samúð- arkveðjur. Samstarfsmenn á Rannís. Erlendur Jónsson er fallinn frá. Eftirsjá er af þessum pilti, sem hafði allt til að bera, glæsibrag, góðar gáf- ur og hlýjan hug. Ég kynntist Er- lendi fyrir rúmum þrjátíu árum, þeg- ar við hófum saman nám í líffræði við líffræðiskor Háskóla Íslands. Er- lendur varð strax áberandi í hópi líf- fræðinemanna. Á þessum árum gengu líffræðinemar gjarnan í lopa- peysum og þeir sem gátu, eins og Er- lendur, söfnuðu skegghýjungi til að líta fræðimannslega út. Stígvél, pins- etta og lúpa (stækkunargler) urðu hluti af einkennisbúningnum. Þegar ég lít til baka blasir Erlendur við í þessu úniformi, með derhúfu og vindil. Erlendur naut bersýnilega líf- fræðinámsins, enda náttúrubarn í eðli sínu. Hann var skarpgreindur og ákveðinn og virtist eiga ákaflega auð- velt með að meðtaka fræðin. Hann hikaði ekki við að gagnrýna tilgátur eða órökstuddar fullyrðingar kenn- aranna. Erlendur hefði eflaust notið sín á hvaða fræðasviði sem var, en hann valdi vatnalíffræði sem sitt fræðasvið. Framhaldsverkefni hans við líffræðiskor fjallaði um mýflugur í Mývatni. Verkefnið var sérlega vel heppnað og er að líkindum eitt besta rannsóknarverkefni sem unnið hefur verið við líffræðiskor Háskóla Ís- lands. Ég naut þess að sitja á rann- sóknarstofu við hlið Erlendar meðan á þessu verkefni stóð, eða um tveggja ára skeið. Þá skynjaði ég hversu hæfileikaríkur Erlendur var, og fann í honum traustan vin. Erlendur og Anna Jóna fluttu með Jónsa til Hilleröd í Danmörku árið 1979, en þar stundaði Erlendur frek- ara framhaldsnám í vatnalíffræði. Í Danmörku stóð Erlendur sig frá- bærlega vel og kom heim með ágæt- iseinkunn. Því miður var lítið um tækifæri til vatnalíffræðirannsókna að námi loknu, og ég tel að fersk- vatnslíffræðin hafi misst mikið að njóta ekki starfskrafta Erlendar. Ís- lenskt rannsóknastarf naut Erlendar þó í ríkum mæli, m.a. vegna starfa hans á Hafró, við fiskeldið og fyrir Rannís. Það var gott að leita til Er- lendar um leiðbeiningar og ráð. Hann hafði yfirburðaþekkingu á flestu því er snerti líffræði og auðfús að leysa hvers manns vanda. Á seinni árum hittumst við öðru hvoru nokkr- ir félagar, sem áður voru saman í líf- fræðináminu, ásamt mökum. Í þeim góðra vina hópi var Erlendur áber- andi, með sínar leiftrandi gáfur og skemmtilegu athugasemdir. Hópur- inn verður ekki sá sami og áður án Erlendar. Hvíl í friði, vinur. Við Sif biðjum Guð að varðveita og styrkja Önnu Jónu, Jónsa og fjöl- skyldu. Jörundur Svavarsson. Erlendur Jónsson er dáinn. Stund- um færir lífið fréttir sem eru svo óvæntar og óvægnar að þær lenda á manni eins og höggbylgja sem feykir manni um koll. Þegar maður er stað- inn upp aftur koma spurningar og skilningsleysi en svo kemur magn- vana reiðin yfir aðstæðum og ástæð- um og yfir óréttlæti lífsins. Svo kem- ur þögn og sorg. Ég kynntist Erlendi Jónssyni í gegnum störf okkar beggja í þágu rannsókna og tækniþróunar á Ís- landi. Hann var um margra ára skeið einn af fulltrúum Íslands í rann- sóknaáætlun Evrópusambandsins og síðustu tvö árin höfðum við náið sam- ráð um hvernig staðið var að mál- flutningi af Íslands hálfu varðandi matvælarannsóknir í Evrópu. Hon- um tókst að ná saman til samráðs góðum hópi á Íslandi og var vel vak- andi yfir hagsmunum Íslands og hvernig þeim væri best komið á framfæri í Evrópu. Erlendur Jónsson var verðugur fulltrúi Íslands á erlendri grund. Hann sagði mér sjálfur að hann nyti sín best úti í íslenskri náttúru. En ég veit að hann naut sín ekki síður vel í fjölmennum fundarsölum Bruss- elborgar þar sem hann var vel kynnt- ur og vel metinn fyrir virka, skörug- lega og umfram allt málefnalega framgöngu. Erlendur Jónsson á ekki eftir að fara í fleiri ferðir út í náttúru Íslands eða á fundi sem fulltrúi landsins til viðræðna við talsmenn annarra ríkja. Hann er nú lagður upp í sína hinstu för til staða sem ég kann lítil skil á. Við samverkamenn hans verðum einnig að halda áfram okkar för, þótt nú sé skarð fyrir skildi í brjóstvörn Íslands á evrópskri grund. Ágúst H. Ingþórsson. Það brestur strengur í fléttu manns eigin lífs þegar náinn sam- verkamaður fellur frá, langt um ald- ur fram, – mitt í dagsins önn. Fréttin kom sem högg. „Hann Elli bróðir minn er dáinn,“ sagði Ingileif mér í símann. – Og ég sem var að tala við hann tveim dögum áður og spurði um gang lífsins. Svarið var kankvíst bros, – svolítið íbyggið að venju. Elli samur við sig, – ekki að gefa sig upp. Á fundarstað var verið að kynna nor- ræna áætlun um stuðning við ný- sköpun, – nýjar hugmyndir – ný framtíðarsýn um áhugaverð málefni. Enginn feigðarboði þar á ferðum. Ég kynntist Erlendi fyrst í sér- fræðinefnd um Mývatnsrannsóknir sem ég veitti forystu á árunum 1986– 1989. Í kröfuhörðum fræðilegum um- ræðum um orsakasamhengi sveiflna í lífríki Mývatns og hvernig mætti rekja fæðukeðju og samspil tegunda svo og áhrif umhverfisþátta var Er- lendur mér verðmæt stoð til að greina sundur þá þætti sem máli skiptu. Hann var gagnrýninn og frá- bær að greina aðalatriði og leiðbeina mér til betri skilnings á viðfangsefni hópsins. Í hópnum deildu menn eins og gengur og ekki laust við að mis- munandi viðhorf til verndar og nytja litaði umræður. Ég fann að Elli lét ekki stýrast af hugmyndafræði. Hann hélt sér við fræðilega grein- ingu í von um að finna samhengi án tillits til þess hvort það hentaði til- teknum málstað. Samt var hann ein- lægur verndarsinni. Ég fékk traust á þessum manni. Árið 1999 losnaði starf forstöðumanns tæknisviðs hjá RANNÍS. Þá réð ég Erlend til starfs þar sem traust þarf að vera í öndvegi. Þá kröfu uppfyllti Erlendur vel. Það var gott að hafa Erlend í hópi þar sem vanda þarf til verks svo vísinda- samfélagið treysti vinnulaginu. Gagnrýni hans var gæðaeftirlitið hjá okkur. Í þröngum ramma minningar- greinar verður flest að liggja ósagt um góðan félaga og vin genginn. Ekki er sagt frá sameiginlegum áhugamálum þótt mörg væru og brennandi. Í lokin skal aðeins þökk- uð samferðin og samúðarkveðjur sendar fjölskyldunni. Vilhjálmur Lúðvíksson. ERLENDUR JÓNSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.