Morgunblaðið - 01.02.2004, Page 67

Morgunblaðið - 01.02.2004, Page 67
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2004 67 www.laugarasbio.is „Besta mynd ársins.“ SV MBL Yfir 85.000 gestir Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30. B.i. 14. Svakalegasti spennutryllir ársins frá leikstjóra Face/Off og Mission Impossible 2. 4 GOLDEN GLOBEverðlaun Tilnefningar til óskarsverðlauna11 Sýnd kl. 2, 5 og 9. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.30. Tilnefningar til óskarsverðlauna Besta leikkona í aðalhlutverki Besti leikari í aukahlutverki 2 HJ Mbl. Þrjár sögur tvinnast saman á ótrúlegan hátt í einstakri mynd Með Sean Penn, Benicio Del Toro og Naomi Watts. Missið ekki af þessu margverðlaunaða meistarastykki  Kvikmyndir.com Sýnd kl. 3. Með ísl. tali. 21 GRAMM ÓHT Rás2 Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 Mögnuð mynd frá leikstjóra Amores Perros Þrjár sögur tvinnast saman á ótrúlegan hátt í einstakri mynd Með Sean Penn, Benicio Del Toro og Naomi Watts. Missið ekki af þessu margverðlaunaða meistarastykki Tilnefningar til óskarsverðlauna Besta leikkona í aðalhlutverki Besti leikari í aukahlutverki 21 GRAMM www .regnboginn.is Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. 2 Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.40. B.i. 10 ára. HJ Mbl. Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.40. Tilnefning til óskarsverðlauna1 TILNEFND TIL GOLDEN GLOBE-VERÐLAUNA M.A. SEM BESTA MYNDIN OG BESTI AUKALEIKARI Sannkölluð kvikmyndaperla í anda Forrest Gump. Í leikstjórn Tim Burtons. Kvikmyndir.com ÓHT Rás2 Flóð og fjara kynnir: Söngleikur í Gamla bíói Litla stúlkan með eldspýturnar FLÓÐ OG FJARA Stelpur 14-19 ára Strákar 16-24 ára Áheyrnarpróf Í haust setur framkvæmdahópurinn Flóð og fjara upp söngleikinn „Litla stúlkan með eldspýturnar“ í samvinnu við söngskólann Domus Vox. Stefnt er að því að frumsýna í Gamla Bíói í húsi Íslensku Óperunnar þann 24. október næstkomandi. Leikstjóri er Ástrós Gunnarsdóttir. Sunnudaginn 8. febrúar verður haldið áheyrnarpróf í söngskólanum Domus Vox á Skúlagötu 30. Leitað er eftir stelpu á aldrinum 14 til 19 ára og strák á aldrinum 16 til 24 ára. Umsækjendur verða prófaðir í söng og leik. Áhugasamir geta sótt um á heimasíðu söngskólans á www.domusvox.is eða á skrifstofu skólans milli klukkan 16:00 og 19:00 mándaginn 2. febrúar til föstudags 6. febrúar. Nánari upplýsingar í síma 649 2100. Allar umsóknir þurfa að hafa borist fyrir föstudaginn 6. febrúar og í framhaldi af því verða umsækjendur látnir vita um nánari tímasetningu. Við hlökkum til að heyra frá ykkur! Álfrún Helga Örnólfsdóttir fermeð eitt af hlutverkunum ígamanleikritinu Eldað með Elvis sem sýnt er um þessar stundir í Loftkastalanum. Þá er hún einnig aðalleikari í kvikmynd- inni Dís sem er nú í vinnslu. Morg- unblaðið náði í skottið á þessari ungu leikkonu þar sem hún var að spóka sig í London. Hún sam- þykkti með bros á brá að skella sér inn á næsta netkaffi og svara eftirfarandi spurningum um lífsins gagn og nauðsynjar. Hvernig hefurðu það í dag? Þetta er einn af góðu dögunum. Hvað ertu með í vösunum? Ekkert. Jakkinn minn er ekki með vösum og stelpur eru yfirleitt ekki með neitt í buxnavösunum. Uppvaskið eða skræla kartöflur? Pottþétt uppvaskið. Mér finnst það svo róandi. Hins vegar finnst mér fátt leiðinlegra í eldamennsku en að skræla kartöflur. Hefurðu tárast í bíói? Já, já – oft og mörgum sinnum. Reyni samt allt- af að fela það. Ef þú værir ekki leik- kona, hvað vildirðu þá vera? Læknir eða jafnvel slökkviliðsmaður. Eitthvað sem skiptir virkilega sköpum í heiminum. Hverjir voru fyrstu tónleikarnir sem þú fórst á? Ætli það hafi ekki verið Sykurmolatón- leikar þegar ég var 5 eða 6 ára. Maður fór að hlusta á Möggu stóru systur sem spilaði á hljóm- borð. Hvaða leikari fer mest í taug- arnar á þér? Ben Affleck finnst mér alveg glat- aður. Hver er þinn helsti veikleiki? Óþolinmæði. Finndu fimm orð sem lýsa per- sónuleika þínum vel. Orkubolti, vinnusöm, spassi, æv- intýramanneskja, alvarleg. Bítlarnir eða Stones? Bítlarnir, finnst samt erfitt að velja. Hver var síðasta bók sem þú last? Er að lesa síðustu bókina í trílógíu eftir Philip Pullman. Heitir His Dark Materials á ensku. Frábærar bæk- ur fyrir börn og fullorðna. Hvaða lag spilarðu áður en þú ferð út á laugardagskvöldi? Eitthvað gamalt og gott rokklag. Uppáhaldsmálsháttur? Hver er sinnar gæfu smiður. Hvaða plötu keyptirðu síðast? Nýju Funerals-plötuna. Hver er unaðslegasti ilmur sem þú hefur fundið? Af íslensku fersku sveita- lofti eftir langa dvöl er- lendis. Hvert er þitt mesta prakkarastrik? Ég stalst niður í bæ með vinkonu minni og bróður þegar ég var 5 ára og tróð upp á Lækjartorgi með harmonikkuspili og trommuslætti. Feng- um fullt af pening til að kaupa nammi en mamma lét okkur gefa hann Rauða krossinum. Hver er furðulegasti matur sem þú hefur borðað? Líklega steikt svínaeyru í Frakklandi. Prófaði margt furðulegt þar. Trúirðu á líf eftir dauðann? Já. Ben Affleck er glataður M or gu nb la ði ð/ E gg er t SOS SPURT & SVARAÐ Álfrún Helga Örnólfsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.