Morgunblaðið - 03.02.2004, Page 1

Morgunblaðið - 03.02.2004, Page 1
Svíar sigursælir Sænsku kvikmyndirnar sópuðu til sín verðlaunum | Fólkið Sungið í Salnum Hanna Dóra og Steinunn Birna flytja ljúf og litrík lög | Listir STOFNAÐ 1913 33. TBL. 92. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Heiner Brand þjálfari fórnaði hinu fræga skeggi sínu | Íþróttir Skeggið fauk í sigurvímu UMHVERFISSTOFNUN ráðleggur barnshafandi konum og konum sem hafa börn á brjósti að sneiða hjá neyslu á hvalrengi, eða súrsuðum hval, sem er eitt af því sem er á boð- stólum á þorranum. Segir á heima- síðu stofnunarinnar að þótt magn þrávirku efnanna PCB og díoxíns í því hvalrengi sem er á íslenskum markaði í dag sé undir þeim há- marksgildum sem leyfileg eru hafi verið ákveðið að vara konur sem gangi með barn eða hafi barn á brjósti við því að neyta hvalrengis. „Þetta er fyrst og fremst vegna þess að fóstrið er svo viðkvæmt meðan það er í móðurkviði. Þótt það væri bara ein máltíð sem inni- heldur mikið af þessum efnum gæti það haft skaðleg áhrif,“ segir Jó- hanna Eyrún Torfadóttir, næring- arfræðingur hjá Umhverfisstofnun. Segir hún að þessi efni gætu valdið vanskapnaði hjá fóstri og jafnvel haft áhrif á heila og þar með hegð- un barnsins síðar meir. Aðrir geta neytt hvalrengis á þorranum óhræddir Jóhanna segir að aðrir geti neytt hvalrengis óhræddir á þorrablót- um, sem eigi sér stað einu sinni á ári, þótt langvarandi neysla á mat sem inniheldur þrávirk efni geti ýtt undir krabbameinsvöxt. Þetta er í fyrsta skipti sem Umhverfisstofnun varar við neyslu hvalrengis. Hvalir eru stórar og langlífar skepnur og safnast þrávirk efni í fituvef þeirra. Sýni sem tekin hafa verið af hvalrengi hér á landi hafa verið úr stórum törfum, en það kjöt ætti að innihalda mest magn þess- ara þrávirku efna. Reyndust sýnin vera undir viðmiðunarmörkum. Barnshafandi konur varaðar við neyslu hvalrengis BJÖRGUNARMENN leita að fólki á lífi í rústum tíu hæða íbúðablokkar sem hrundi til grunna í borginni Konya í Tyrklandi í gærkvöldi. Að minnsta kosti einn lét lífið, tveggja ára barn, og 16 slösuðust en óttast var að um 50 manns gætu verið grafnir undir rústum húss- ins. Tyrkneska CNN-sjónvarpsstöðin sagði að sú tala gæti verið mun hærri. Í byggingunni voru um 40 íbúðir og íbúar skráðir 138. Ekki er vitað hvers vegna byggingin, sem er fimm ára gömul, hrundi. Í sumum heimildum kom fram að sprenging hefði orðið í hitaveitukerfi hússins en yfirvöld vildu ekki staðfesta það. Annars staðar var haft eftir embættismönnum að líklegasta skýring væri mistök við byggingu hússins en oft hefur verið gagnrýnt hversu hús eru stundum illa byggð í land- inu. AP Leita að fólki á lífi Konya. AP. AFP. GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti skýrði í gær frá því að hann hygðist skipa óháða nefnd sem ætti að rannsaka gögn sem bandarískar leyni- þjónustustofnanir lögðu fram um meinta gereyðingarvopnaeign Íraka fyrir innrásina í Írak. „Ég vil vita allar staðreyndirnar,“ sagði Bush. Hann bætti við að rannsóknin ætti ekki aðeins að beinast að því hvort leyniþjónustu- stofnanirnar hefðu brugðist í Íraksmálinu, heldur einnig að því hvort þær hefðu staðið sig sem skyldi á öðrum sviðum, svo sem málefnum Írans og Norður-Kóreu, og í baráttunni gegn hryðjuverkastarfsemi. „Við viljum líta á baráttu okkar gegn út- breiðslu gereyðingarvopna í víðara sam- hengi,“ sagði Bush. „Þess vegna skipa ég óháða nefnd sem á að kanna hvernig við stöndum okkur og hvað við getum bætt í baráttunni gegn hryðjuverkastarfsemi.“ Fulltrúar stóru flokkanna í Bandaríkj- unum eiga að sitja í nefndinni. Bush sagði ekkert um hvenær nefndin ætti að ljúka rannsókninni og vildi ekki svara spurningu fréttamanns um hvort bandaríska þjóðin ætti heimtingu á því að fá að vita niður- stöðurnar fyrir forsetakosningarnar í nóv- ember. Talsmaður Tonys Blairs, forsætisráð- herra Bretlands, sagði að breska stjórnin myndi skýra frá því bráðlega hvort hún hygðist fara að dæmi Bush og verða við kröfum um samskonar rannsókn. „Ég vil vita allar stað- reyndirnar“ Bush lætur rannsaka gögn um gereyðingarvopn George W. Bush Washington. AP.  Nefnd rannsakar/17 ÍSRAELSKIR landtökumenn á Gaza- svæðinu hóta að gera allt sem þeir geta til að koma stjórn Ariels Sharons forsætis- ráðherra frá völdum reyni hann að hrinda þeim áætlunum sínum í framkvæmd að láta rýma 17 landtöku- byggðir á Gaza. Kom þetta fram í yfirlýsingu frá fulltrúum landtöku- manna í gær. Sharon sagði í viðtali við dagblaðið Haaretz í gær að hann hefði fyr- irskipað að landtökubyggðirnar 17 á Gaza skyldu rýmdar. Kveðst hann gera ráð fyrir að í framtíðinni verði engar byggðir gyð- inga að finna á svæðinu. „Við förum þess á leit við Sharon að hann taki samstundis upp fyrri skynsam- lega afstöðu og leiði ekki nýjar hörmungar yfir ísraelsku þjóðina með því að reka gyð- inga frá heimilum sínum,“ sagði í yfirlýs- ingu landtökumannanna. Hóta að koma Sharon frá Ariel Sharon Jerúsalem. AFP.  Byggðir landtökumanna/16 ♦♦♦ FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, segist líta það alvarleg- um augum að hvorki hann né emb- ætti forseta Íslands hafi verið látið vita af ríkisráðsfundi sem haldinn var á sunnudag, á 100 ára afmæli heimastjórnar. Halldór Blöndal, forseti Alþingis, sem sat í forsæti fundarins í fjarveru Ólafs Ragnars, segir viðbrögð forsetans koma sér mjög á óvart. Hann segir forsetann hafa getað sagt sér það sjálfur að haldinn yrði hátíðarfundur í ríkis- ráði á þessum tímamótum. Hann telur fundarboðið hafa verið eðli- legt og fyrirvarann sömuleiðis. „Ég hafði ekki hugmynd um að það stæði til að halda fund í rík- isráði og það hafði aldrei verið á það minnst, hvorki við mig né við skrifstofu for- setaembættisins, og ég vissi ekki af honum fyrr en hann hafði verið haldinn,“ sagði Ólafur Ragnar, sem staddur er í Bandaríkjunum, við Morgunblað- ið í gær. Ólafur segir það enga afsökun að hann hafi ekki fengið vitneskju um fundinn þar sem hann hafi verið erlendis, eins og ríkis- ráðsritari sagði í Morgunblaðinu í gær. Hann seg- ir það eina af æðstu embætt- isskyldum for- seta að stjórna fundum ríkis- ráðs og að þá skyldu taki hann mjög al- varlega. „Ef mér hefði verið tilkynnt [um fundinn] hefði ég að sjálfsögðu komið til landsins og stýrt fundin- um.“ Ólafur Ragnar segist hafa átt fund með Davíð Oddssyni forsætis- ráðherra í síðustu viku þar sem rætt var um viðburði í tengslum við afmæli heimastjórnar en „í því samtali var ekki minnst einu orði á það að hugmyndir væru um að halda fund í ríkisráði“. Halldór Blöndal, forseti Alþing- is, segir viðbrögð Ólafs Ragnars koma sér mjög á óvart. „Það gerðist ekki nokkur skap- aður hlutur 1. febrúar sem hann átti ekki að geta séð fyrir af reynslu sinni og þekkingu, bæði af stjórn- arháttum og líka getur honum ekki komið á óvart að þess sé minnst í ríkisráði að 100 ár eru síðan þing- ræði var staðfest.“ Ólafi Ragnari Grímssyni var ekki tilkynnt um ríkisráðsfund  Engin afsökun/4 Halldór Blöndal Ólafur Ragnar Grímsson Forsetinn lítur málið alvarlegum augum Viðbrögð forsetans koma mjög á óvart, segir Halldór Blöndal

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.