Morgunblaðið - 03.02.2004, Síða 6

Morgunblaðið - 03.02.2004, Síða 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ D regin er upp mynd af framförum, bjartsýni og stórhug sem ein- kenndi líf íslensku þjóðarinnar á tímum heimastjórnarinnar og gerð grein fyrir aðdraganda stjórnarráðsins segir Guðríður Sigurðardóttir, for- stöðumaður Þjóðmenningarhúss- ins, um sýningu sem þar verður opnuð formlega í dag. Hún segir mikla áherslu lagða á þær framfarir sem áttu sér stað á tímabilinu 1904 til 1918 en áður hafði atvinnulíf þjóðarinnar verið afar fábrotið og verklegar fram- kvæmdir litlar langt fram eftir 19. öld þegar sjávarútvegur jókst og atvinnulíf í þéttbýli. Á fyrstu árum 20. aldar urðu svo gífurlegar fram- farir í landinu sem tóku til alls þjóðlífsins, atvinnuvega, fræðslu og menningar. Tími umbreytinga Á sýningunni er gerð grein fyrir þessum umbreytingum í máli og myndum. Sýndir eru munir frá Þjóðminjasafni Íslands sem segja mikla sögu um daglegt líf og tæknibreytingar á þessum tíma. Jafnframt er þarna að finna op- inber skjöl frá þessu tímabili sem varðveitt eru á Þjóðskjalasafninu. Guðríður segir vel við hæfi að hafa þessa sýningu í Þjóðmenning- arhúsinu sem Hannes Hafstein hafði forystu um að byggja yfir bókakost þjóðarinnar þegar í upp- hafi heimastjórnar. Gekk húsið þá undir nafninu Safnahúsið við Hverfisgötu enda hýsti það fleiri söfn en Landsbókasafnið eins og Náttúrugripasafn, Forngripasafn og Landsskjalasafn. Í upphafi sýningarinnar er gerð grein fyrir aðdraganda heima- stjórnar Íslendinga 1904. Sagt er frá stöðulögunum 1871 þegar danska þingið greindi á milli sér- mála Íslands og sameiginlegra mála sem Danmörk skyldi áfram stjórna fyrir Íslands hönd. Sagt er frá því þegar Íslendingar fengu stjórnarskrá 1874 og Alþingi lög- gjafarvald þótt ráðherravaldið væri ennþá hjá Dönum. Afstaðan til Dana Þá er greint frá mismunandi af- stöðu Íslendinga til sambandsins við Dani þar sem Valtýr Guð- mundsson kemur til sögunnar. Vildi Valtýr og stuðningsmenn hans, sem kenndir voru við val- týskuna, að settur yrði sérstakur íslenskur ráðherra með setu á Al- þingi en danska stjórnin færi áfram með sérmál Íslands. And- stæðingarnir í Heimastjórn- arflokknum vildu ráðherraemb- ættið til Íslands en valtýskan var naumlega samþykkt á Alþingi 1901. Þegar stjórnarskipti urðu í Dan- mörku vildi meirihluti þingmanna leita nýrra samninga og fór Hann- es Hafstein í umboði meirihluta al- þingismanna til Kaupmannahafnar til að útskýra sjónarmið landans. Í kjölfarið var mótuð tillaga um heimastjórn með ráðherra og stjórnarráði í Reykjavík, sem tæki við Íslandsmálum af dönsku stjórninni. Lífið í landinu Samhliða þessari stjórn- málasögu, sem gerð er grein fyrir á sýningunni, er varpað ljósi á lífið í landinu og hvernig fólk dró björg í bú. Í byrjun tímabilsins er sagt frá Kaupmannahöfn og lífinu þar þegar Reykjavík er tiltölulega fá- mennur bær. Sagt er frá þörfinni fyrir ný úrræði í atvinnulífi og að byggðaþróun hafi brunnið heitt á þjóðinni ekki síður en óskirnar um sjálfstjórn og þjóðleg réttindi. Dregin er upp mynd á veggj- unum í einum salnum af því hvern- ig kláfar voru notaðir til að komast yfir ár og gljúfur en viku síðar þegar brýr voru reistar. Sam- göngur voru þó erfiðar en fyrsti bíllinn kom sama ár og heima- stjórnin og fyrsta mótorhjólið 1905. Guðríður segir að samhliða vexti atvinnulífsins hafi mannlífið orðið fjölskrúðugra. Aukin sérhæfing gaf meira af sér og fólk gat leyft sér meira. Aukinn frítími gerði það að verkum að fólk hafði kost á að skemmta sér og er að finna á sýn- ingunni hljóðfæri frá þessum tíma og voru blásturshljóðfæri vinsæl. Betri skór juku líka lífsgæðin og trékoppar viku fyrir koppum úr málmi, sem breiddust hratt út enda mun auðveldara að þrífa. Heimsóknir skólabarna Guðríður segir að Árni Páll Jó- hannesson hafi hannað sýninguna og Helgi Skúli Kjartansson séð um textagerð. Sýningin verður opin öllum almenningi en jafnframt verður tekið á móti skólabörnum sem eru að vinna verkefni í skólum tengd heimastjórnartímabilinu. Guðríður segir að þá haldist í hendur vefsíða um heimastjórnina, sýningin og svo efni á vefsíðunni skolavefurinn.is. Sýning í Þjóðmenningarhúsinu í tilefni aldarafmælis heimastjórnar á Íslandi Framfarir á tímum heimastjórnar Mörg tímamót urðu í lífi íslensku þjóðarinnar á tíma heimastjórn- arinnar 1904 til 1918. Í Þjóðmenningarhúsinu er nú dregin upp mynd af helstu þáttum þjóð- lífsins á þessu tímabili í tilefni aldarafmælis stjórnarráðs Íslands. Morgunblaðið/Sverrir Hannesi Hafstein, fyrsta ráðherra Íslands, eru gerð góð skil á sýningu í Þjóðmenningarhúsinu. Hér er mynd af honum á milli tveggja ljóða hans. HANNES Hafstein mælti fyrir frumvarpi í neðri deild Alþingis 5. júlí 1905 þar sem lagt var til að andvirði embættisjarða í og við Reykjavík yrði varið til að reisa opinberar byggingar í landsins þarfir. Var samþykkt frumvarps- ins forsenda þess að Safnahúsið við Hverfisgötu, nú Þjóðmenning- arhús, var reist. Finnbogi Guð- mundsson, fyrrverandi lands- bókavörður, rekur þessa sögu í Árbók Landsbókasafns Íslands 1980, sem nú hefur verið endur- prentuð. Þar vitnar hann í rit Jóns Jak- obssonar landsbókavarðar þar sem hann rekur aðdraganda þessa máls. Hefur Finnbogi eftir Jóni að í óefni hafi verið komið vegna þrengsla Landsbókasafnsins í Al- þingishúsinu. Hafði einn höf- uðtalsmaður nýs safnahúss, Bene- dikt Sveinsson alþingismaður, látist 1899 og málið tafist. „Hér var því komið í sannarlegt óefni, en sú var bót í máli, að nú höfðum vér með stjórnarskrár- breytingunni 3. októberdag 1903 fengið innlendan ráðherra, búsett- an í Reykjavík, sem með eigin augum gat sannfærzt og gengið úr skugga um ástandið í þessu sem öðru, eins og það var, enda varð Hannes Hafstein ráðherra einkar vel við þessu máli, – svo vel og hyggilega, að það er mikið efamál, hvort nokkrum öðrum hefði tekizt að ráða svo fljótt og vel fram úr þessum vanda sem honum,“ hefur Finnbogi eftir Jóni Jakobssyni. Beitti sér fyrir bygg- ingu Safnahússins TÓMAS Már Sigurðsson, 36 ára verkfræðingur og framkvæmda- stjóri tækni- og umhverfissviðs Norðuráls á Grundartanga, hefur verið ráðinn forstjóri Fjarðaáls, ál- vers Alcoa í Reyðarfirði. Hann tekur við starfinu 1. mars næstkomandi en verður hjá Norðuráli fram að þeim tíma. Alls sóttu 90 manns um for- stjórastöðuna og segir í tilkynningu frá Alcoa að í þeim hópi hafi verið margir hæfir umsækjendur af báð- um kynjum. Tómas Már sagði við Morgunblað- ið að nýja starfið legðist mjög vel í sig, það væri spennandi og krefjandi og hann hlakkaði til að takast á við það. Sagðist hann reikna með að flytja búferlum austur í sumar ásamt eiginkonu sinni, Ólöfu Nor- dal lögfræðingi, og börnum þeirra þremur, sjö, tíu og tólf ára. Tómas Már hefur starfað hjá Norðuráli frá árinu 1997 og sinnt þar marg- víslegum verk- efnum við uppbyggingu fyrirtækis- ins. Áður var hann verkfræðingur hjá Hönnun hf. og Vegagerðinni. Samhliða störfum sínum hefur hann síðustu árin stundað kennslu við verkfræðideild Háskóla Íslands og Viðskiptaháskólann á Bifröst. „Bygging Fjarðaáls er mikilvæg- ur liður í stefnu Alcoa um aukin um- svif á sviði álvinnslu. Reynsla Tóm- asar Más af því að stýra verkefnum hjá Norðuráli, í tengslum við bygg- ingu og stækkun álvers fyrirtækis- ins, umhverfismat, og samninga um kaup á orku og hráefnum, mun án efa nýtast honum í starfi forstjóra Fjarðaáls. Að auki mun reynsla hans af samskiptum við heimamenn á starfssvæði Norðuráls koma sér vel í nýja starfinu. Við erum mjög ánægð með að Tómas Már skuli reiðubúinn að taka að sér að leiða vinnu okkar við að byggja upp eitt skilvirkasta ál- ver í heimi,“ segir Mike Baltzell, yf- irmaður álvinnslusviðs Alcoa, í fréttatilkynningu. Yfirmaður hjá Norðuráli ráðinn forstjóri Fjarðaáls Tómas Már Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.