Morgunblaðið - 03.02.2004, Side 10
FRÉTTIR
10 ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
JÓN Bjarnason, þingmaður Vinstri-
hreyfingarinnar - græns framboðs,
sagði á Alþingi í gær, að Landsbanki
Íslands hefði á stuttum tíma sótt þrjá
milljarða út úr þeim fyrirtækjum sem
mynduðu Brim og voru seld nýlega.
„Herra forseti, að sækja þrjá millj-
arða króna á örfáum dögum. Þetta er
ekki að fá eðlilegan arð af eignum sín-
um. Þetta er rán.“ Sagði Jón að sölu-
ferill Brims hefði sýnt flesta galla
þess fiskveiðistjórnunarkerfis, sem
Íslendingar byggju við.
Þessi ummæli Jóns féllu í umræðu
utan dagskrár um breytingar á eign-
arhaldi í sjávarútvegi. Jón var máls-
hefjandi umræðunnar. „Sala Lands-
bankans á útgerðarrisanum Brimi hf.,
sem samanstóð af Útgerðarfélagi Ak-
ureyringa, Skagstrendingi og Haraldi
Böðvarssyni á Akranesi vakti miklar
umræður og gríðarleg óvissa ríkti um
lyktir málsins, einkum á þeim stöðum
sem hlut áttu að máli,“ sagði Jón.
„Fyrir um rúmu ári keypti Eimskip
Útgerðarfélag Akureyringa, Harald
Böðvarsson og Skagstrending og
stofnaði Útgerðarfélagið Brim.
Stjórnendur Eimskips lýstu því yfir
að þessi kaup væru ekki gerð með
stundargróða í huga heldur væri
þetta liður í langtíma áformum fyr-
irtækisins. Þessi ákvörðun stóð ekki
lengi. Einkavæddur Landsbanki,
seldur á spottprís, gleypti á einni
nóttu Eimskip.
Og hinir nýju eigendur vissu hvar
var fjármagn að finna í sjávarútvegs-
fyrirtækjum Eimskips. Landsbank-
inn var með flest þessara sjávarút-
vegsfyrirtækja í viðskiptum og vissi
nákvæmlega hver eignastaða og
rekstrarstaða þeirra var. Þar á bæ
vissu menn líka að þeir hefðu visst
kverkatak á atvinnuveginum og við-
komandi sjávarbyggðum og gátu nán-
ast skammtað sér það söluverð sem
þeim sýndist því þeir réðu líka láns-
kjörum kaupendanna. Og árangurinn
lét ekki á sér standa. Með sölu Skags-
trendings, Útgerðarfélags Akureyr-
inga og Haralds Böðvarssonar drógu
eigendur Landsbankans í hreinan
gróða eftir skatta eftir nokkurra
vikna eign af þessum fyrirtækjum um
3 milljarða króna,“ sagði Jón.
Hann sagði ennfremur að í stað
þess að koma með nýtt fjármagn inn í
sjávarútveginn hefðu eigendur
Landsbankans blóðmjólkað sjávarút-
veginn á örfáum dögum. Þeir pening-
ar hefðu verið fluttir úr landi „og virð-
ast svo hafa dúkkað upp í kaupum á
búlgarska símanum,“ sagði Jón.
Árni M. Mathiesen sjávarútvegs-
ráðherra svaraði ekki þessum fullyrð-
ingum Jóns. Ráðherra sagði hins veg-
ar í upphafi ræðu sinnar að miklar
breytingar hefðu orðið á íslensku at-
vinnulífi á undanförnum mánuðum og
misserum. Sagði hann þær meiri en
við hefðum upplifað í mörg ár og jafn-
vel í áratugi. „Angi þessara breytinga
var salan á sjávarútvegsfyrirtækjum
Brims sem fór fram fyrir ekki svo
löngu síðan,“ sagði hann. „Það er
rétt,“ bætti hann við „menn höfðu
áhyggjur af atvinnuöryggi og rekstr-
aröryggi þessara fyrirtækja meðan á
því ferli stóð.“ Ráðherra sagði niður-
stöðuna þess eðlis að ekki væri
ástæða til að hafa áhyggjur. „Staðan
er reyndar sú, að því er best verður
séð, að atvinnuöryggi þeirra sem að
þessum fyrirtækjum starfa hefur á
engan hátt raskast. Og þeir sem þar
hafa fjárfest virðast horfa til langtíma
sjónarmiða í sínum fjárfestingum.“
Jón Bjarnason í umræðum um breytingar á eignarhaldi í sjávarútvegi
Söluferli Brims sýndi
galla fiskveiðikerfisins
Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýndi söluna á Brimi á Alþingi í gær. Morgunblaðið/Ásdís
STEINGRÍMUR J. Sigfússon, for-
maður Vinstri hreyfingarinnar
–græns framboðs, gagnrýndi á Al-
þingi í gær að Landssími Íslands
skyldi hafa keypt hlut í búlgarska rík-
issímafyrirtækinu fyrir 300 milljónir
króna og jafnframt farið út í svo-
nefnda endurmörkun vörumerkis
síns sem einnig hefði verið kostnaðar-
söm. „Og þetta er fyrirtæki sem ekki
hefur getað séð af 35 milljónum
króna, mörg ár í röð, til að lagfæra
fjarskiptamál í Norður-Þingeyjar-
sýslu.“ Spurði hann hvort þessi fjár-
festingarstefna Símans færi fram
með samþykkt ríkisstjórnarinnar.
Geir H. Haarde fjármálaráðherra
svaraði því m.a. til að fjárfesting Sím-
ans á erlendum vettvangi væri að
sjálfsögðu ákvörðun sem tekin væri af
stjórnendum Símans. „Landssíminn
er framsækið fyrirtæki sem er í hönd-
um nútímalega þenkjandi stjórnenda.
Ég geri engar athugasemdir við það
þótt þeir færi sér í nyt nýjar aðferðir
við að efla fyrirtækið eins og til dæmis
það að fara út í svokallaða endur-
mörkun. Ég hef reyndar ekkert vit á
því og hef ekki kynnt mér það út í
hörgul en ég treysti stjórnendunum
til að taka ekki annað en skynsam-
legar ákvarðanir í því sambandi.
Varðandi fjárfestingu fyrirtækisins
erlendis þá er það að sjálfsögðu
ákvörðun sem tekin er af stjórnend-
um þar og alveg áreiðanlega í umboði
stjórnar félagsins,“ sagði hann.
Hvar verður borið niður næst?
Steingrímur kom aftur í pontu og
sagði að fjármálaráðherra og ríkis-
stjórnin gætu, ef vilji færi fyrir hendi,
gefið Símanum almenna leiðsögn um
það hvar áherslur fyrirtækisins ættu
að liggja. „En þær áherslur liggja
greinilega ekki lengur á Íslandi og
eru ekki fólgnar í skyldum við við-
skiptavinina hér [...] heldur einhvers
staðar í útlöndum. Og hvar verður
borið niður næst, hæstvirtur fjár-
málaráðherra? Eru kannski einhverj-
ar hugmyndir um að fara til Afríku
eða Kína?“
Ráðherra vísaði málflutningi Stein-
gríms á bug. Hann sagði að fjárfest-
ingar Símans í útlöndum hefði það
ekki óhjákvæmilega í för með sér að
þjónusta hér á landi versnaði. Stein-
grímur sagði á hinn bóginn að Síminn
hefði neitað því ár eftir ár að „ráðast í
smávægilegar fjárfestingar til að
koma til dæmis fjarskiptamálum á
norðausturhorni landsins í lag,“ sagði
hann. „Síminn neitar byggðarlögum
sem eru með færri en fimm hundruð
íbúa að tengjast ADSL-kerfinu. Þetta
eru dæmi um ákvarðanir sem Síminn
hefur tekið og ég tel að stjórnvöld
ættu að segja honum fyrir verkum.“
Fjárfestingarstefna
Símans gagnrýnd
GUÐMUNDUR Árni Stefánsson,
þingmaður Samfylkingarinnar, gagn-
rýndi á Alþingi í gær skipun nefndar
viðskiptaráðherra um íslenskt við-
skiptaumhverfi. Sagði hann að í
nefndinni sætu þrír menn frá há-
skólasamfélaginu og síðan skiptu
stjórnarflokkarnir hinum fjórum sæt-
unum með sér. Spurði hann hvers
vegna fulltrúar verkalýðshreyfingar-
innar og atvinnulífsins hefðu ekki
fengið sæti í nefndinni. Jafnframt
kvaðst hann telja að stjórnarandstað-
an hefði átt að koma að þessu verki.
Bætti hann því við að þessi nefndar-
skipan væri með gamla laginu, hún
vekti tortryggni og væri ekki til þess
fallin að skapa sátt um niðurstöðu
hennar.
Valgerður Sverrisdóttir viðskipta-
ráðherra sagði vandasamt að skipa
nefnd þannig að allir væru sáttir. Hún
sagði hins vegar að sér fyndist að vel
hefði tekist til með þessa nefnd. Hún
væri alls ekki skipuð með gamla lag-
inu vegna þess að í henni sætu ein-
staklingar sem hefðu getið sér gott
orð í viðskiptalífinu og Háskóla Ís-
lands. Hún sagði að þeir sem sætu í
nefndinni hefðu verið valdir vegna
þeirra kosta sem þeir byggju yfir.
„Ég vænti mikils af þessu nefndar-
starfi og tel að þó svo stjórnarand-
staðan eigi ekki fulltrúa í nefndinni sé
ekkert ólíklegt að það geti náðst sam-
staða um einhvers konar niðurstöðu
þegar þar að kemur,“ sagði hún.
Í nefndinni eiga sæti: Gylfi Magn-
ússon, dósent við Háskóla Íslands,
formaður, Guðrún Helga Brynleifs-
dóttir hdl., Illugi Gunnarsson, aðstoð-
armaður forsætisráðherra, Orri
Hauksson framkvæmdastjóri, Páll
Magnússon, aðstoðarmaður iðnaðar-
og viðskiptaráðherra, Stefán Svav-
arsson dósent og Þórdís Sigurðar-
dóttir lektor.
Gagnrýnir skipan nefndar viðskiptaráðherra
HALLDÓR Blöndal, forseti Alþingis,
færði ríkisstjórninni og stjórnarráði
Íslands árnaðaróskir Alþingis í upp-
hafi þingfundar á Alþingi í gær, þar
sem 100 ár eru liðin frá því að fyrsti
íslenski ráðherrann, Hannes Haf-
stein, tók til starfa. „Þau tímamót
marka upphaf Stjórnarráðs Íslands
og framfarasóknar á öllum sviðum
þjóðlífsins síðustu 100 árin,“ sagði
Halldór.
„Þessi tímamót eru einnig mark-
verð í sögu Alþingis því 1. febrúar
1904 var þingræðisreglan innleidd í
stjórnskipan okkar, þ.e. sú regla að
ráðherrar og ríkisstjórn sitji ekki í
trássi við vilja meirihluta Alþingis. Á
hana reyndi þegar 1909 og þá reglu
teljum við til grundvallarreglna þó
að ekki sé hún skýrlega skrifuð í
stjórnarskrána,“ sagði hann.
Minntist
afmælis
heimastjórn-
arinnar
ÞINGFUNDUR hefst kl. 13.30 í
dag. Þar verður m.a. rætt um nátt-
úruverndaráætlun umhverf-
isráðherra. Síðan verður mælt fyrir
einstökum þingmálum.
LÍKLEGRA er til árangurs að
markaðssetja íslensk þorrablót en
eyða milljónatugum í að reyna fyr-
ir sér á erlendum mörkuðum með
sölu á lambakjöti, að mati Val-
gerðar Sverrisdóttur viðskiptaráð-
herra að því er fram kemur í ný-
legum pistli hennar á vefsíðunni:
valgerdur.is.
„Skyndibitagerð úr lambakjöti
hefur ekki náð að þróast nægilega
vel og sala á lambakjöti á erlenda
markaði hefur ekki náð árangri
sem nokkru nemur. Enda hefðum
við ekkert kjöt til þess að mæta
slíkum mörkuðum ef það mundi
slá í gegn erlendis,“ segir hún og
bætir við:
„Ég velti því fyrir mér hvort það
er ekki líklegra til árangurs að
markaðssetja íslensk þorrablót en
að eyða milljónatugum í að reyna
fyrir sér á erlendum mörkuðum
með sölu á lambakjöti.“
Einn möguleikinn
væri innganga í ESB
Í pistlinum segir Valgerður að
30 ár séu frá því að hún og eig-
inmaður hennar hófu sauðfjárbú-
skap og að öll árin hafi sú von ver-
ið alin í brjósti að hægt væri að
selja lambakjöt til útlanda. „Vissu-
lega hefur mikið verið selt en á
lágu verði. Miðað við svipaða fram-
leiðslu og innanlandsneyslu mun-
um við ekki eiga annan kost en að
selja lambakjöt áfram úr landi þar
sem útflutningsskyldan er nú kom-
in hátt í 40%. Það er svo sann-
arlega verkefni til úrlausnar
hvernig skynsamlegast er að halda
á þessum málum þannig að sauð-
fjárbændur hafi þokkalegt lifi-
brauð og þeir opinberu fjármunir
sem varið er til greinarinnar nýtist
bændum. Einn möguleikinn gæti
verið að ganga í Evrópusamband-
ið.“
„Líklegra
til árangurs
að markaðs-
setja íslensk
þorrablót“
Viðskiptaráðherra
segir lítinn árangur
af lambakjöts-
útflutningi
NEFND sem menntamálaráð-
herra skipaði fyrir jól til að
kanna hvort tilefni væri til að
setja lög um eignarhald á fjöl-
miðlum hóf nýverið störf.
Tómas Ingi Olrich, þáverandi
menntamálaráðherra, skipaði
nefndina.
Davíð Þór Björgvinsson,
prófessor við Háskólann í
Reykjavík, sem er formaður
nefndarinnar, tjáði Morgun-
blaðinu að nefndin hefði þegar
komið saman og nefndarmenn
skipt með sér verkum. Stefnt
væri að öðrum fundi fljótlega.
Samkvæmt skipunarbréfi
nefndarinnar er gert ráð fyrir
að hún ljúki störfum 1. mars
og sagði Davíð Þór allar líkur
á að það stæðist.
Í nefndinni eiga sæti auk
Davíðs Þórs Karl Axelsson
hæstaréttarlögmaður, Guð-
mundur Frímannsson, deildar-
forseti kennaradeildar HA og
Pétur Gunnarsson, skrifstofu-
stjóri þingflokks Framsóknar-
flokksins.
Nefnd um
eignarhald
fjölmiðla
hefur störf