Morgunblaðið - 03.02.2004, Blaðsíða 12
FRÉTTIR
12 ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi athugasemd frá Bene-
dikt Sigurðssyni, Guðmundi B.
Guðmundssyni, Guðrúnu Halldórs-
dóttur og Margréti Heinreksdótt-
ur.
„Því virðast lítil takmörk sett til
hvaða ráða ritstjórar óvandaðs
dagblaðs grípa í því skyni að fleyta
útgáfu þess yfir dægraskil frá ein-
um sólarhring til annars. Ærið
dapurlegt dæmi þessa gat að líta í
blaðinu DV 28. janúar sl. þar sem
ofinn er glórulaus vefur ósanninda
og rógs í tilefni af því að hópur
fólks fékk leyfi til að koma í kynn-
isför í Seðlabanka Íslands tvær
klukkustundir 23. janúar sl. til að
hlýða þar á erindi um hlutverk og
starfsemi bankans og skoða húsa-
kynni hans. Með því að við und-
irrituð förum fyrir þeim hópi sem
þarna hlaut fyrirgreiðslu, en ill-
mælgin beinist að heiðri þess sem
hana veitti, teljum við okkur skylt
að greina hér frá nokkrum stað-
reyndum, setja þær í rétt sam-
hengi og biðja Morgunblaðið að
koma þeim til lesenda.
1.
Eins og aðrir árgangar stúdenta
frá Menntaskólanum í Reykjavík
hefur hópurinn sem útskrifaðist
vorið 1955 eflt með sér samheldni
og félagslegt framtak með marg-
víslegum hætti. Skólinn sjálfur hef-
ur auðvitað með uppeldi sínu stuðl-
að mest að því, en vonandi notið
þess að einhverju marki líka. Eins
og verða vill tekur yfirbragð slíkr-
ar samheldni nokkrum breytingum
með aldri, gleði danssporsins víkur
fyrir meiri kyrrð, alvarlegri hugð-
arefnum og leit eftir fróðleik og
reynslu. Hópurinn sem hér var
nefndur sérstaklega hefur m.a.
tekið upp á því á síðari árum að
sækja leiksýningu nemenda MR á
herranótt og notið þar sérstæðrar
og skemmtilegrar leikhúsreynslu. Í
sömu átt hnígur sá háttur okkar
um langt árabil að safnast til
kirkju á jólaföstu hjá ágætum
skólabræðrum okkar í prestastétt.
Eftir slíkar helgistundir höfum við
oft og einatt drukkið saman kirkju-
kaffi, ýmist gefið eða goldið. Fyrir
nokkrum árum kviknaði sú hug-
mynd að það gæti verið áhugavert
að fá að skyggnast inn fyrir dyr
nokkurra fyrirtækja og stofnana
þar sem skólafélagar okkar hefðu
farið fyrir og sett mark sitt á starf-
semina, fá að fræðast af þeim um
stefnu og starfshætti eða kynnast
aðstæðum á borð við nýjar bygg-
ingar ef um slíkt gat verið að ræða.
Vissum við enda að ekki væri ótítt
að þær tækju á móti ýmsum hóp-
um fólks sem fýsti að fræðast um
þær. Við viljum ekki trúa öðru en
slíkt verði einungis talið til heil-
brigðra hátta. Ætíð hefur þetta
verið að frumkvæði okkar sjálfra í
þeim eðlilega tilgangi sem hér var
lýst og aldrei verið vænst sér-
stakra veitinga.
2.
Fyrir all löngu var það nefnt af
okkar hálfu við skólabróður okkar
sem hefur um árabil verið í forustu
fyrir Seðlabanka Íslands hvort við
mættum einhvern tíma er vel stæði
á njóta fræðslu hans um hlutverk
og starfshætti stofnunarinnar og
kynnast um leið innviðum þess at-
hyglisverða arkitektúrs sem reis
við norðanverðan Arnarhól fyrir
tveimur áratugum og vakti þá
nokkra umræðu. Þessu var tekið af
mikilli ljúfmennsku og kvatt til
kynnisferðar föstudaginn 23. jan-
úar sl. kl. 17. Þar hlýddi hópurinn,
um 70 gestir, fyrst á hálftíma er-
indi seðlabankastjóra um íslensk
efnahagsmál, hlutverk seðlabanka í
nútíma samfélagi og aðferðir hans
til að hafa tök á verkefnum sínum.
Að því loknu var gengið undir leið-
sögn um hluta byggingarinnar,
skoðuð húsakynni og bókasafn og
dvalist við listaverk í eigu bankans.
Þessi þáttur heimsóknarinnar tók
um klukkustund til viðbótar. Í lok-
in voru þegnar veitingar sem gerð
hefur verið ítarleg grein fyrir af
hálfu bankans og óþarft er að lýsa
hér. Við vitum fyrir víst hver gekk
þar út síðastur gesta og hvenær.
Það var um kl. 19.
3.
Við fáum okkur engan veginn til
þess að snerta við einstökum atrið-
um eða orðafari í dæmalausum
ósannindaspuna DV í téðri umfjöll-
un, svo fráleitt sem það er allt frá
upphafi til enda. Með sérkennileg-
um hætti tók þó steininn úr þegar
blaðið bar iðju sína næsta morgun
undir fimm óvara borgara og
spurði hvað þeim þætti um efni
rógsins.
Það er að sjálfsögðu jafnljóst
okkur og öðrum heiðvirðum skatt-
borgurum þessa lands að í við-
urgerningi við gesti ber opinberum
stofnunum að gæta alls hófs. Við
höfum hvorki sóst eftir öðru okkur
til handa né heldur þegið það. Við
fullyrðum að atlæti við okkur í
Seðlabankanum var í engu umfram
það sem aðrar stofnanir sýna gest-
um sínum iðulega, enda þekkja það
allir sem kynnst hafa Birgi Ísleifi
Gunnarssyni seðlabankastjóra að
þar fer hófsmaður á alla grein. Við
hörmum illgirnislega aðför að
heiðri þess mæta manns.“
Illmælgi hörmuð
NORÐURLANDARÁÐ beinir nú í
auknum mæli athygli sinni og
áherslum að Vestur-Norðurlanda-
svæðinu. Þetta getur haft mikla þýð-
ingu fyrir Ísland og nágrannalöndin,
að mati Rannveigar Guðmundsóttur
alþingismanns, sem fer með málefni
Vestur-Norðurlanda og norður-
skautssvæðanna í forsætisnefnd
Norðurlandaráðs.
Stærsta verkefnið á vettvangi
norðurskautssamstarfsins er vænt-
anlega skýrsla um niðurstöður um-
fangsmikillar rannsóknar á áhrifum
loftslagsbreytinga á norðurslóðum.
Verður skýrslan væntanlega lögð
fram á fundi Norðurskautsráðsins í
haust. Rannveig sagði á blaðamanna-
fundi í gær að vísindalegar niður-
stöður bentu til mikillar hröðunar
loftslagsbreytinga á norðurskauts-
svæðinu á næstu árum.
„Jafnvel íhaldssömustu niðurstöð-
urnar benda til mikillar bráðnunar
íss og jökla og stórfelldra breytinga á
hitastigi sjávar, sem augljóslega hef-
ur mikil áhrif á líf á norðurslóðum og
á landinu okkar. Þetta samstarf er
gífurlega mikilvægt og ég býst við að
þetta verkefni um loftslagsbreyting-
arnar muni vekja heimsathygli þegar
niðurstöðurnar liggja fyrir. Áfanga-
skýrslur gefa til kynna að loftslags-
breytingar sem gerast annars staðar
á 25 árum gerist á tíu árúm á norð-
urslóðum,“ sagði Rannveig.
Forystumenn í norrænu
samstarfi funda í Reykjavík
Íslendingar fara með formennsku í
Norrænu ráðherranefndinni á þessu
ári. Forystumenn í norrænu sam-
starfi fjalla um fjölmörg samstarfs-
verkefni á tveggja daga fundum
nefnda Norðurlandaráðs sem hófust í
Reykjavík í gær. Meðal umræðuefna
er samstarf um verndun auðlinda
Atlantshafsins, efling lýðræðis á
Norðurlöndum og samstarf um nor-
rænt sjónvarpsefni.
Gabriel Romanus, forseti Norð-
urlandaráðs, fjallaði um þau mál sem
efst eru á baugi innan ráðsins í gær
og vék m.a. að samstarfi Norður-
landanna um afnám landamæra-
hindrana. Romanus sagði einnig að
stærstu breytingarnar sem orðið
hefðu á norræna samstarfinu væru
þær að samstarfið væri orðið til
muna víðfeðmara en áður, og benti
m.a. á Evrópusamstarfið, samstarf
Norðurlandanna við Eystrasaltsríkin
og ríkjasamstarfið á Norðurskauts-
svæðinu því til staðfestingar.
Vék Romanus einnig að samstarfi
Norðurlandanna og Eystrasaltsríkj-
anna í baráttunni gegn fíkniefnum. Í
sérstakri yfirlýsingu í gær fagnar
forseti Norðurlandaráðs þeim að-
gerðum sem danska ríkisstjórnin
hefur ákveðið til að stöðva eitur-
lyfjasölu í Kristjaníu og hvetur öll
Norðurlöndin til að veita Dönum full-
an stuðning í baráttunni við þetta erf-
iða vandamál. Það sé sérstaklega
mikilvægt nú með opnun landamær-
anna með inngöngu Eystrasaltsríkj-
anna í Evrópusambandið.
Jónína Bjartmarz, formaður Ís-
landsdeildar Norðurlandaráðs, segir
að flest bendi til að samhliða stækkun
Evrópusambandsins muni samstarf
ríkjahópa eins og Norðurlandanna
eflast mikið. „Ég tel það mjög já-
kvætt vegna þeirrar óvissu sem ríkir
um framtíð EES-samningsins og fyr-
ir okkur, að staða og hlutverk Norð-
urlandanna í Evrópu séu í brenni-
depli í norrænu samstarfi,“ segir
Jónína.
Samræming skattamála
Skv. tillögu efnahags- og viðskipta-
nefndar Norðurlandaráðs sem lögð
var fram á fundi nefndarinnar í gær
munu Norðurlandabúar geta gengið
frá skattamálum sínum á einum stað
þó að málin varði fleiri en eitt nor-
rænt land. Þegar skattaútreikningar
fara fram í fleiri en einu landi getur
það leitt til fjárhagslegs tjóns fyrir
viðkomandi.
Tillaga nefndarinnar miðar að því
að einstaklingar þurfi ekki að eyða
tíma í þessi mál. Að áliti nefnd-
arinnar þarf einnig að samhæfa
sjúkratryggingar og vinnumark-
aðstryggingar milli norrænna skatta-
yfirvalda.
Aukin áhersla á samstarf um norðurskautssvæðið á vettvangi Norðurlandaráðs
Vísbendingar um miklar
loftslagsbreytingar
Morgunblaðið/Þorkell
Forystumenn í norrænu samstarfi gerðu í gær grein fyrir þeim málefnum sem til umræðu eru á fundum nefnda
Norðurlandaráðs í Reykjavík. F.v. Gabriel Romanus, forseti Norðurlandaráðs, Lars Wegendal, formaður menning-
ar- og menntamálanefndar ráðsins, Jónína Bjartmarz, formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs, og Rannveig
Guðmundsdóttir, sem fer m.a. með málefni Vestur-Norðurlanda í forsætisnefnd Norðurlandaráðs.
ÁRNI Magnússon félagsmálaráð-
herra segir að meðal þess sem Ís-
land leggi áherslu á í formennsku-
áætlun sinni í norrænu
ráðherranefndinni á árinu séu nýjar
leiðir í atvinnuþátttöku fatlaðra og
að brotnar verði til mergjar helstu
ástæður fyrir viðvarandi launamun
kynjanna. Kom þetta fram í ræðu fé-
lagsmálaráðherra þegar for-
mennskuáætlun Íslands var kynnt á
fundi í Reykjavík í gær.
Félagsmálaráðherra sagði að Ís-
land myndi einnig leggja á það
áherslu að málefni aldraðra yrðu
tekin til umræðu á fundum norrænu
embættismannanefndarinnar um
heilbrigðis- og félagsmál. Þá sagði
hann þjónustu við fatlaða á margan
hátt á tímamótum. Meira væri nú
orðið horft til þess að fatlaðir tækju
fullan þátt í samfélaginu. „Á for-
mennskuárinu mun Ísland leggja til
að horft verði til nýrra leiða í at-
vinnumálum fatlaðra með því meðal
annars að breyta þeirri hugsun að
fötlun útiloki atvinnuþátttöku.
Áherslan á að vera á lausnir á vinnu-
markaði sem henta hverjum og ein-
um í stað þess að bæta fötluðum upp
tekjutap og hafa þá óvirka,“ sagði
ráðherrann.
Um jafnréttismál sagði ráð-
herrann að leitað yrði leiða til að
draga úr óútskýrðum launamun
kynjanna og yrði lögð áhersla á sam-
starf milli fagsviða jafnréttismála og
vinnumarkaðsmála norrænu ráð-
herranefndarinnar. Þá kvaðst hann
vilja leggja áherslu á úttekt á fæð-
ingar- og foreldraorlofi á Norður-
löndunum. Sagði hann Ísland leggja
áherslu á að leita leiða til að auð-
velda konum og körlum að samræma
fjölskyldulíf og atvinnuþátttöku.
Nýjar leiðir
í atvinnu-
þátttöku
fatlaðra
kannaðar
ÝMSAR áherslubreytingar eru fyr-
irhugaðar á samstarfi Norðurlanda-
þjóðanna og Eystrasaltsríkjanna á
næstunni og ber
helst að nefna
samkomulag um
fullgilda aðild
Eystrasaltsríkj-
anna að Norræna
fjárfestingar-
bankanum, NIB,
sem undirritað
verður í Helsinki
11. febrúar nk.
Að sögn Pers
Unckels, framkvæmdastjóra nor-
rænu ráðherranefndarinnar, er í at-
hugun að styrkja enn frekar samstarf
þjóðanna í gegnum fleiri stofnanir.
„Þetta samkomulag er mjög hvetj-
andi því það þýðir að nú er möguleiki
á frekara stofnanasamstarfi milli
Norðurlandanna fimm og Eystra-
saltsríkjanna.“
Per segir einn möguleikann á frek-
ara samstarfi vera á sviði norrænna
stúdentaskiptiáætlana, skiptiáætlana
fyrir blaðamenn, þingmenn o.s.frv.
Þær verði hugsanlega útvíkkaðar
þannig að þær nái til Eystrasaltsríkj-
anna.
„Annar möguleiki væri að nýta
reynsluna frá Sovétríkjunum, með
tilliti til rannsóknarstofnana í
Eystrasaltsríkjunum, sem margar
hverjar eru mjög góðar. Þannig væri
hugsanlega möguleiki á að koma á fót
einhvers konar sameiginlegu rann-
sóknarráði,“ segir hann. Hann undir-
strikar að um sé að ræða tvo kosti af
fjölmörgum þar sem þjóðirnar geti
hugsanlega unnið nánar saman.
Markmiðið sé að styrkja Eystrasalts-
svæðið og gera það samkeppnishæf-
ara gagnvart Evrópu. Per leggur
áherslu á að víðtækara samstarf
Eystarsaltsríkjanna og Norður-
landanna muni ekki síður gagnast
Norðurlandaþjóðunum, þar með talið
Íslandi.
Aukið samstarf samhliða
aukinni Evrópusamvinnu
„Fólk kann að spyrja er fólki á Ís-
landi umhugað um hvað gerist í
Eystrasaltsríkunum? Þá vil ég minna
á að fyrsta ríkið til að viðurkenna
sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna var
einmitt Ísland og hin Norðurlöndin
fylgdu á eftir.“
Per segir að áhugi sé á Norður-
löndunum á að nýta sér norrænt sam-
starf í auknum mæli samhliða aukinni
Evrópusamvinnu. Það gildi bæði um
Norðurlönd í Evrópusambandinu og
Ísland og Noreg í EES.
„Í Evrópusamvinnu þarf að vera
fyrir hendi hópur ríkja sem standa
nær hvert öðru og það ber ekki að líta
á þetta sem eitthvað sem er í and-
stöðu við evrópskt samstarf heldur
notfæra sér vináttu okkar til að verða
öflugri og hafa meiri áhrif,“ segir Per
Unckel.
Áherslubreytingar á samstarfi Norð-
urlandaþjóða og Eystrasaltsríkjanna
Fá fullgilda
aðild að NIB
Per Unckel