Morgunblaðið - 03.02.2004, Page 13
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2004 13
Borð • Stólar • Hillur • Ljós
Mörkinni 3, sími 588 0640 • www.casa.is
Útsalan hefst í dag
15-60% afsláttur
VEGNA aukins „erlends áhorfs“ á
innlenda netmiðla undanfarnar
vikur vill Modernus koma eftirfar-
andi á framfæri:
Hugi.is vermir nú efsta sæti
lista Samræmdrar vefmælingar®
með 180.082 gesti. Í viku númer 50
mældust gestir huga.is hvorki
fleiri né færri en 233.446. Fjöldi
sem þessi getur með engu móti
endurspeglað innlent áhorf í þjóð-
félagi sem telur aðeins um 290.000
manns. Innlent áhorf á huga.is
nemur um 50% af heildargesta-
fjöldanum, en samsvarandi hlutfall
hjá mbl.is er um 86%, um 95% hjá
leit.is og aðeins um 3% á leikja-
vefnum eve-online.com svo dæmi
sé tekið.
Markmið Modernus með birting-
um á samræmdum upplýsingum
um áhorf á netmiðlana er að sýna
með sanngjörnum hætti áhorfið
(gestafjöldann og innlitin) og notk-
unina (fjölda síðuflettinga) á inn-
lendum netmiðlum. Samræmd vef-
mæling® var upphaflega sett á fót
til þess að kaupendur netauglýs-
inga gætu með aðveldum hætti séð
hvaða innlenda netmiðla almenn-
ingur nýtir sér helst og í hve mikl-
um mæli.
Þegar erlend notkun netmiðla á
lista Samræmdrar vefmælingar
(eins og í tilfelli huga.is) er að
mestu tilkomin vegna niðurhals er-
lendra notenda á vistuðu efni frá
þriðja aðila eykst gestafjöldinn
mun meira en fjöldi innlita og
flettinga. Í sjálfu sér er gleðiefni
að innlendir netmiðlar skuli í vax-
andi mæli fá erlenda athygli. Hins
vegar er Modernus nokkur vandi á
höndum ef listi Samræmdrar vef-
mælingar® á fyrst og fremst að
endurspegla netnotkun almenn-
ings á Íslandi. Við þessu er tækni-
lega hægt að bregðast t.d. með því
að birta einnig upplýsingar um
hversu stór hluti gestanna er frá
Íslandi og hversu stór hluti þeirra
kemur annars staðar frá.
Svonefndur samráðshópur um
Samræmda vefmælingu, sem
Verslunarráð Íslands heldur utan
um, hyggst koma saman innan tíð-
ar og ræða hvort og þá hvernig
beri að tilgreina innlent og erlent
áhorf.
Markmiðið er það sama og hing-
að til: að tölurnar á lista Sam-
ræmdrar vefmælingar® sýni með
hlutlægum hætti hvernig og hvar
áhorfið á netmiðlana liggur.
Listi Samræmdrar vefmælingar
hefur verið birtur vikulega óslitið
frá 1. maí 2001. Netbirtinguna er
að finna á slóðinni www.moder-
nus.is/sv.
Listi 25 efstu vefjanna er birtur
vikulega í Morgunblaðinu og listi
70 efstu vefjanna er birtur á síðu
631 í Textavarpi RÚV. Verslunar-
ráð Íslands er formlegur eftirlits-
aðili með framkvæmdinni sam-
kvæmt samningi.
Samræmd vefmæling
Fáðu úrslitin
send í símann þinn
FASTEIGNIR
mbl.is
ELLEFU starfsmönnum
Reykjagarðs hf. hefur verið sagt
upp störfum og taka uppsagn-
irnar gildi á næstu tveimur
mánuðum. Sjö þessara starfs-
manna vinna í kjúklingaslátur-
húsinu á Hellu, þrír á kjúklinga-
búinu Ásmundarstöðum og einn
á söluskrifstofunni í Reykjavík.
Matthías H. Guðmundsson,
framkvæmdastjóri Reykjagarðs,
segir við Morgunblaðið að þetta
hafi verið gert vegna skipulags-
breytinga á rekstri fyrirtækis-
ins. Ekki sé verið að fækka
starfsmönnum um ellefu, heldur
fari fram samhæfing á rekstri
kjúklingasláturhúss og eldis-
stöðvanna fyrir austan fjall og
vestan, eins og hann orðar það,
og á þar við kjúklingabúin á Ás-
mundarstöðum, í Mosfellsbæ,
Hvalfirði og Borgarfirði. Nú
starfa um 45 manns hjá Reykja-
garði á Hellu en í heild vinna um
70 manns hjá fyrirtækinu, að
sögn Matthíasar.
Hann segir mikla hagræðingu
hafa farið fram hjá fyrirtækinu
undanfarin tvö ár, en ekki
standi til að segja fleiri starfs-
mönnum upp.
Ellefu starfsmönnum
Reykjagarðs sagt upp