Morgunblaðið - 03.02.2004, Side 14

Morgunblaðið - 03.02.2004, Side 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 14 ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ HAFRANNSÓKNASKIPINU Dröfn RE verður lagt um mitt sumar í sparnaðarskyni, eftir tveggja áratuga þjónustu fyrir Hafrannsóknastofnunina. Verkefnum verður fjölgað á þeim tveimur skipum sem fyrir eru í eigu stofnunarinnar. Dröfn RE var smíðuð á Seyðisfirði árið 1981 en Haf- rannsóknastofnunin keypti skipið árið 1984. Ný rann- sóknaráætlun gerir hins vegar ráð fyrir að skipinu verði lagt í sumar í sparnaðarskyni. Jóhann Sigurjónsson, for- stjóri Hafrannsóknastofnunarinnar, segir að þau verk- efni sem átti að sinna á Dröfn RE verði færð yfir á Bjarna Sæmundsson eða á leiguskip. Fastráðnir skip- verjar fái störf á öðrum skipum stofnunarinnar. Hann segir að Dröfn RE verði ekki sett á söluskrá fyrst um sinn þó að skipið sé í sjálfu sér falt. „Við munum að minnsta kosti ekki flýta okkur að selja skipið. Ef rekstr- arforsendur stofnunarinnar breytast á næsta ári er möguleiki á að nota skipið aftur.“ Dröfn RE hefur einkum verið nýtt til rækju- og hum- arrannsókna en á undanförnum árum hefur skipið verið að hluta skólaskip í tengslum við samstarfsverkefni sem sjávarútvegsráðuneytið hefur fjármagnað. Þar hefur ungmennum í efstu bekkjum grunnskóla verið boðið að fara í stutta sjóferð á fullbúnu veiðiskipi og kynnast þar margvíslegum störfum um borð. Jóhann segir að fjár- framlög af fjárlögum til þess verkefnis hafi dregist mjög saman og því verði að leita annarra leiða til að sinna því. Í starfsáætlun hafrannsóknaskipanna Árna Friðriks- sonar RE og Bjarna Sæmundssonar RE er gert ráð fyrir að Árni verði gerður út 203 daga á árinu en Bjarni í 183 daga. „Við gerum ráð fyrir að á árinu 2005 verði Bjarna Sæmundssyni haldið út í yfir 200 daga vegna þeirra verkefna sem færast af Dröfninni. Við vildum gjarnan sjá meiri rekstur á skipunum en við verðum að sníða okkur stakk eftir vexti, þetta úthald skipanna helgast einfaldlega af því ráðstöfunarfé sem við höfum úr að spila. Þegar ráðist var í smíðina á Árna Friðrikssyni var ekki gert ráð fyrir meiri fjármunum til rekstrarins en þá voru. En menn gerðu sér hins vegar vonir um að skipið myndi ljúka verkefnum hraðar en forverinn og að þannig næðist fram hagræðing. En það hefur ekki gengið eftir að fullu, enda er skipið mun dýrara í rekstri en það eldra. Það er hins vegar mun öflugra og getur leyst fleiri verk- efni við erfiðari aðstæður sem við gátum ekki sinnt áður. En það kostar vitanlega peninga. Að okkar mati væri æskilegt að halda Árna Friðrikssyni á sjó í um 250 daga á ári,“ segir Jóhann. Dröfn RE lagt í sumar Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Hafrannsóknaskipið Dröfn RE. ÁTTA starfsmönnum Rannsókna- stofnunar fiskiðnaðarins hefur verið sagt upp í kjölfar breytinga á starf- semi stofnunarinnar. Breytingar sem gerðar verða á næstu mánuðum snerta sérstak- lega starfsemi í útibúum Rf og er markmið þeirra að auka vægi rannsókna og þróunar í starfsemi Rf og jafnframt að draga úr samkeppn- isrekstri. Stofnin mun ráða nýtt starfsfólk til samræmis við breyting- arnar. Breytingarnar fela í sér aukna áherslu á rannsóknir á útibúum Rf í Vestmannaeyjum, Ísafirði og Akur- eyri, auk Reykjavíkur. Aftur á móti verður dregið úr þjónustumælingum fyrir fiskiðnaðinn, s.s. fitumælingum og örverumælingum, sem Rf hefur rekið í samkeppni við einkafyrir- tæki. Áfram verða reknar þjónustu- mælingar á Neskaupstað og Reykja- vík þar sem mælingar eru nauðsynlegur þáttur í flestum rann- sóknum og auk þess hefur Rf jafn- framt verið eini aðilinn hér á landi sem boðið hefur upp á ýmsar sér- hæfðar og óarðbærar mælingar fyrir matvælafyrirtæki, auk algengari mælinga. Vegna breytinganna var 8 manns á þjónustusviði Rf á Ísafirði, Akur- eyri og í Vestmannaeyjum sagt upp störfum 1. febrúar s.l. Reyndar fækkar stöðugildum ekki sem þessum fjölda nem- ur, þar sem nokkrir af viðkomandi stafsmönnum voru í hlutastarfi hjá Rf. Þjónustumælingar munu verða í gangi hjá Rf í viðkomandi útibúum fram til 1.maí n.k. Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Rf, segir að með aukinni áherslu á rannsóknir í útibúum Rf í framtíð- inni verði nýtt starfsfólk ráðið til samræmis við það. Samráð verði haft við heimamennn um þær áherslur í rannsóknum sem Rf mun hafa á hverjum stað. „Við munum kappkosta að aðstoða heimamenn á hverjum stað við að finna farsælustu lausnina hvað mælingar varðar, þannig að fyrirtækin geti hér eftir sem hingað til fengið þá þjónustu sem þau þarfnast. Rf mun áfram verða með starf- semi í öllum útibúum sínum og mun vinna áfram náið með fyrirtækjum í sjávarútvegi og öðrum matvælafyr- irtækjum að því að auka verðmæti í sjávarútvegi,“ segir Sjöfn. Rf segir upp 8 manns ÚR VERINU CHRIS Jansen, forstjóri Opinna kerfa Group hf., lætur af störfum af persónulegum ástæðum 31. mars nk. Jansen hóf störf hjá félaginu sem forstjóri 1. mars á síðasta ári og verður því búinn að starfa hjá fé- laginu í rúmt ár þegar hann hættir. Frosti Bergsson, starfandi stjórn- arformaður félagsins, segir að starfslok Jansen hafi verið sameig- inleg ákvörðun tekin í góðri sátt allra aðila. „Aðalverkefni Chris hef- ur verið að vinna fyrir okkur fyrst og fremst í Danmörku og Svíþjóð og nú sjáum við fyrir endann á sameiningarverkefninu sem félagið hefur staðið í,“ sagði Frosti en Opin kerfi Group hf. keypti sænska tölvufyrirtækið Virtus AB í fyrra og sameinaði Datapoint Svenska AB undir nýju nafni, KERFI AB. Einn- ig var fyrirtækið Delta/Teamco AS keypt í Danmörku og sameinað Op- in kerfi Danmark AS á árinu undir nafni KERFI AS. „Við höfum farið í gegnum miklar breytingar með þessi félög. Ég vonast til að geta boðið greiningaraðilum og fjár- festum í heimsókn í vor til að kynna starfsemi okkar í Svíþjóð og Dan- mörku.“ Spurður hvort félagið myndi leita aftur út fyrir landsteinana eftir for- stjóra sagði Frosti að allt væri opið í þeim málum. „Það hefur sína kosti að vera með íslenskan forstjóra.“ Spurður um störf Jansens fyrir félagið á því ári sem hann hefur starfað hjá því segir Frosti að hann hafi komið með mikið af nýjum og ferskum hugmyndum fyrir stefnu félagsins og framtíðarsýn. „Hann kom með ákveðna nýja hluti sem hafa gagnast okkur vel.“ Frosti segist gera ráð fyrir að hægt verði að tilkynna næsta for- stjóra félagsins áður en Chris Jan- sen lætur af störfum í lok mars. Sér fyrir endann á sameiningarferli Opinna kerfa Group hf. á Norðurlöndum Forstjórinn hættir eftir eins árs starf Morgunblaðið/Árni Sæberg Chris Jansen lætur af starfi forstjóra Opinna kerfa Group hf. 31. mars nk. SÍMINN mun efna til málþings um skrifstofu framtíðarinnar fimmtudaginn 5. febrúar. Framtíðarskrifstofuna munu einkenna opin rými, mikið er um gegnsæi og gler og starfsmenn hafa ekki endilega fastan sama- stað. Þetta kom fram í könnun sem Síminn lét framkvæma á síðasta ári og verður niðurstaða hennar kynnt á málþinginu. Í fréttatilkynningu frá Símanum kemur fram að yfir 40% fyrirtækja á Norðurlöndunum gerðu breyt- ingar á skrifstofuhúsnæði sínu á undanförnum tveimur árum. Þriðji hver stjórnandi segir að fyrirtæki hans ætli sér að endurhanna eða breyta skrifstofuhúsnæði sínu á næstu tveimur árum. Flest eru fyrirtækin að fara út í að skil- greina vinnuaðstöðu sína á nýjan hátt í átt að opnari rýmum. Hvatinn að málþinginu er þátt- taka Símans í norrænu verkefni, DEKAR, sem snýr að framtíðar- skrifstofunni. Í verkefninu er verið að skoða þá þætti sem stuðla að samvinnu, nýsköpun og yfirfærslu á þekkingu meðal starfsmanna. Verkefnið er unnið í samvinnu við Telnor, KTH (Svíþjóð), HUT (Finnlandi) og Alexandra Institutt- et A/S (Danmörku) og IMG á Ís- landi. Málþingið verður haldið í höf- uðstöðvum Símans í Ármúla 25 fimmtudaginn 5. febrúar frá kl. 13.45–17.15. Málþing um skrifstofurými INNLEYSTUR söluhagnaður Burðaráss ehf. á 25% hlut í Stein- hólum, eiganda Skeljungs, nam 283 milljónum króna. Burðarás seldi KB banka hlut sinn og nam söluverðið 922 milljónum króna. Söluhagnaðurinn verður tekju- færður á fyrsta ársfjórðungi 2004 hjá Burðarási en áður hafði félagið innleyst 783 milljóna króna sölu- hagnað vegna bréfa í Skeljungi og er því samtals söluhagnaður Burðaráss í Steinhólum og Skeljungi 1.066 milljónir króna. Burðarás á engin bréf í Steinhól- um eftir þessa sölu en félagið er komið í 100% eigu KB banka. Innleystur söluhagnaður 283 milljónir Sala á hlut í Steinhólum ♦♦♦ MILESTONE Import Export Ltd., sem er félag í eigu systkinanna Karls Wernerssonar, Steingríms Wern- erssonar og Ingunnar Wernersdótt- ur, hefur eignast 5,36% eignarhlut í Íslandsbanka, eða 562,6 milljónir hluta. Félagið er því meðal þriggja stærstu hluthafa bankans. Lokaverð hlutabréfa í Íslands- banka var 7,35 krónur á hlut í gær og nemur markaðsverðmæti hlutarins því rúmlega 4,1 milljarði króna. Í til- kynningu til Kauphallar Íslands kemur fram að tæplega 352 milljónir hluta séu keyptir framvirkt með gjalddaga 30. apríl nk. og 105 millj- ónir hluta séu keyptir framvirkt með gjalddaga 31. maí nk. Atkvæðisrétt- ur og réttur til arðs vegna fram- virkra samninga flytjast hins vegar strax til Milestone Import Export Ltd. Karl Wernersson sagði í samtali við Morgunblaðið í gær ástæðu fjár- festingarinnar einfaldlega þá að þau systkinin meti það sem svo að þarna sé um góðan fjárfestingarkost að ræða. Systkinin eiga m.a. lyfsölu- keðjuna Lyf og heilsu og ríflega 5% eignarhlut í Pharmaco. Werners- börn meðal stærstu í Ís- landsbanka HAGNAÐUR Össurar á síðasta ári nam 358 milljónum íslenskra króna, eða um 4,7 milljónum Bandaríkja- dala, en félagið gerir reikninga sína upp í Bandaríkjadölum. Sala Össurar á árinu nám 94,5 milljónum Bandaríkjadala, eða 7,3 milljörðum íslenskra króna, saman- borið við 81,3 milljónir á fyrra ári. Salan jókst um 16% í Bandaríkjadöl- um, þar af 7% vegna kaupa á fyr- irtækjum, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Rekstur Generation II fyrirtækj- anna, sem Össur yfirtók miðað við 3. október 2003, kemur að fullu inn í rekstur fjórða ársfjórðungs. „Það sem helst einkennir sölu fyr- irtækisins á árinu er að hægt hefur á innri vexti,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að Norður-Ameríku-mark- aður hafi verið fyrirtækinu erfiður á árinu en ágætur vöxtur hafi verið á Evrópumarkaði. Í tilkynningunni segir einnig að óvenjulegir gjaldaliðir hafi sett mark sitt á rekstrarárið. Þannig hafi 2,2 milljónum dala verið varið í mála- rekstur, 1,5 milljónum dala í kostnað við endurskipulagningu og í starfs- lokasamninga. Í heild nema óvenju- legir kostnaðarliðir á árinu um 4,3 milljónum dala en þar af eru um 2,5 milljónir á fjórða ársfjórðungi. Þá segir í tilkynningunni að það sem standi upp úr á árinu sé að mati stjórnenda kaupin á Generation II fyrirtækjunum sem jafngilda yfir 25% stækkun fyrirtækisins á árs- grundvelli, umfangsmikil endur- skipulagning á starfsemi í Norður- Ameríku og nýir stjórnendur. Erfitt ár að baki hjá Össuri Atli B. Guðmundsson hjá grein- ingardeild Íslandsbanka segir þrennt hafa staðið upp úr í rekstri Össurar á síðasta ári; mikill óreglu- legur kostnaður, verðsamkeppni í N- Ameríku og kaupin á Generation II. „Hagnaður dróst saman um helm- ing, eða álíka fjárhæð og óreglulegur kostnaður ársins. Horfurnar á næst- unni eru hins vegar betri en verið hefur um langa hríð. Í Evrópu var góður vöxtur í fyrra en minni á Norðurlöndum. Styrking Evrópu- mynta gagnvart dollara kemur sér vel á þessum mörkuðum. Össur keypti Generation II síð- asta haust og steig með því mikilvæg skref inn á markað fyrir stuðnings- tæki. Generation II fellur vel að rekstri Össurar, eykur umsvif fyr- irtækisins um nærri fjórðung og eykur vaxtarmöguleika. Vöruþróun Össurar er öflug enda er það forsenda fyrir hárri framlegð í framtíðinni. Í fyrra var þróunar- kostnaður þó yfir áætlunum, eða um 10% af sölu. Í ár má hins vegar gera ráð fyrir að kostnaðurinn lækki, meðal annars vegna hagræðingar og þess að stórum þróunarverkefnum er að ljúka. Erfitt ár er að baki hjá Össuri en mat okkar hjá Greiningu ÍSB er að horfurnar séu bjartari í rekstrinum. Mælum við með kaup- um á hlutabréfum í Össuri og er verðmatsgengi 55,6. Markaðsgengi er hins vegar nálægt 45,“ segir Atli. Össur hagnast um 358 milljónir króna                                        !  "       # #  $  !   %"& !    '      ()                 #      # #()        ! "          #$ %     

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.